Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FINNBJORN HJARTARSON + Finnbjörn ' Hjartarson fæddist á ísafirði 19. október 1937. Hann lést 14. nóv- ember síðastliðinn og fór jarðarför hans fram frá Dómkirkjunni í gær. UMHVERFIÐ mótar manninn, sagði Finn- björn föðurbróðir minn síðast þegar við hittumst. Það var rétt viku fyrir andlátið. Hann bauð okkur í hádegisverð á sunnudegi enda orðið of langt síðan við höfð- um hist. Við vorum meðal annars að ræða um land og þjóð, náttúruna, lífsbar- áttuna og síðast en ekki síst Vest- firði og Isafjörð. Þá barst talið að mynd sem hann hafði fengið list- málara til þess að mála af föður sínum í vestfirsku umhverfí. Fram- ansögð ummæli frænda míns voru einmitt þema málverksins og eiga svo vel við hann. Fyrir mér er þetta vestfirska -jmhverfi frekar framandi, þótt ættir eigi að rekja til þessa fjar- læga landshluta, en í sálu hans var þetta sá staður, þar sem ræturnar lágu og hann fékk aukna lífsfyll- ingu við það eitt að tala um. Ferðirnar vestur voru margar á ári oft með litlum fyrirvara. Æsku- stöðvarnar toguðu og ekki spillti fyrir að hann hafði nú eignast jörð í Mjóafirði, sem hann og Helga höfðu áform um reisa sumarbústað á. Ég hafði fært honum litla ljós- inynd af nýjasta skipi jieirra Vest- firðinga, Guðbjörgu IS, sem nú hangir uppi á vegg í stækkuðu formi. Bubbi safnaði ýmsum nýjum og gömlum munum sem minntu á sögu þjóðarinnar, svo sem líkönum af gömlum árabátum. Hann hafði ánægju af málverkum og keypti gjaman verk listamanna, sem með verkum sínum höfðuðu til hans þótt þeir færu lítt troðnar slóðir og fáum væru kunnar. Ég hef grun um að þessi áhugi hans hafi ekki síður verið vegna ánægjunnar af að umgangast listamenn. Ræktarsemin við gömlu átthag- ana, frændfólk og vini var honum 1 í blóð borin. Hann hafði gaman af að hitta fólkið sitt og lagði mikið upp úr því að rækta frændsemina og hafði frumkvæði að heimsókn- um í þeim tilgangi - nokkuð sem fleiri mættu taka til eftirbreytni. Hann hafði yndi af að gleðja aðra með sínum sérstæða hætti og var mikið í mun að hjálpa. Það var gert af hispursleysi, velvilja og hlýju og það voru ekki höfð um það mörg 'orð - verkin látin tala. Stutt var í brosið og glensið, en undir niðri bjó alvara hins leitandi manns að æðri gildum lífsins í trú, leik og starfi. Ég veit að leit hans hafði borið _jríkulegan ávöxt. Bubbi og Helga voru ávallt mjög samrýnd hjón og miklir félagar. Þau störfuðu saman við fjölskyldufyrirtækið Hagprent hf. ásamt tveimur af fimm börnum sínum og tengdadóttur. Brátt og Séríræðingar í l>lomaski-oyliii”iiii» vi<> öil Grkiíæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, si'nii 19090 ótímabært fráfall hans er sársaukafullt og setur mikil spor á líf fjölskyldunnar svo og ættingja og vina, en eigi má sköpum renna. í minningunni geymum við svipmót Bubba frænda. Æsku- minningar, mörg gamlárskvöld í Víði- hvamminum þegar brugðið var á leik með eftirminnilegum hætti. Þúsundkallinn í tyggjóbréfinu til þess að létta dapra stund í lífi ung- lingsins og dýrmætar samveru- stundir á seinni árum með svipuð- um hætti og hér hefur verið lýst. Við þökkum honum fyrir allt og biðjum Guð að blessa hann og veita Helgu og frændsystkinum, Jensínu ömmu, systkinum hans og fjöl- skyldunni allri styrk til þess að horfa ótrauð fram á veginn. Bless- uð sé minning hans. Sveinn Hjörtur Hjartarson. Hver á sér fegra föðurland, með 5öll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, Drottinn, okkar dýra land, er duna jarðarstnð. (Hulda) Kvöldið 14. nóvember líður fjöl- skyldu minni sjálfsagt aldrei úr minni. Fréttin um að hann Bubbi væri dáinn kom eins og reiðarslag og ekki síst á viðbrögðum barn- anna, áttaði maður sig á því hversu tengdur hann var okkur öllum í fjölskyldunni. Finnbjörn var sérstakur maður, vinur vina sinna, þar sem fjölskyld- an var honum allt, honum leið hvergi betur en í faðmi hennar. Hann hafði mjög ákveðnar lífsskoð- anir, sem ekki fóru alltaf saman með mínum, enda var stundum deilt um þær. Hann hafði í heiðri gömul gildi, gamla íslenska menn- ingu og taldi að margt í okkar nútíma samfélagi ætti eftir að verða okkur dýrkeypt. Kvæðið sem þessi grein byijar á, átti einkar vel við Finnbjörn, því hann elskaði landið okkar og með fyrstu minn- ingum, sem ég á um hann, var ein- mitt í fjállgöngu, en ég var þá með Helgu og Finnbirni á Bifröst og tækifærið auðvitað notað, til að ganga á Hraunnefsöxl og sína stráknum fegurð Borgarfjarðar. Við fjölskyldan á Laugalæk 14 viljum þakka þér, Finnbjörn, fyrir samfylgdina og það traust, sem þú sýndir okkur á erfiðum tímum. Elsku Helga og fjölskylda, við biðjum guð að styðja ykkur og styrkja. Finnbjörn verður alltaf með ykkur og minningin um hann mun lifa um ókomna tíð. Halldór Guðmundsson. Það var gott að alast upp í ná- grenni við Bubba. Alltaf stóð heim- ilið með prentsmiðjunni hans í kjallaranum opið og aldrei var ég óvelkomin. Það skipti ekki-- máli þótt Jensa vinkona mín væri ekki heima, hljómfall prentvélanna var lokkandi og ég fór bara í prentið til Bubba í staðinn. Alltaf var nóg af pappír til að teikna á og mynd- irnar setti Bubbi upp á vegg. Aðr- ar setti hann hátt upp á skáp til vörslu. Prentsmiðjan var spenn- andi leikvöllur. Við höfðum uppi ýmis prakkarastrik og var sérstak- lega spennandi að fela sig ofan í ruslakistunum undir borði og bak við skurðarhnífinn. Við héldum að Bubbi sæi okkur ekki þegar við vorum að Iæðupokast um prentið en auðvitað vissi hann af okkur. Þó við höfum eflaust raskað vinnu- friðnum tók Bubbi því alltaf með MINIMIIMGAR jafnaðargeði. Það eina sem hann brýndi fyrir okkur var að við fengj- um ekki prentsvertu í fötin. Oft var stofan uppi undirlögð af löngum borðum og þá var rað- að. Tvírit, þrírit og stundum fjór- rit. Hvítt, bleikt, blátt og gult. Svo voru það númerin og þau þurftu að passa saman. Þó að börn Helgu og Bubba væru mörg og munnamir margir var alltaf pláss fyrir einn í viðbót. Bubbi var mikill sælkeri og var oft hlaupið upp í sjoppu og keyptar tíu Egilsappelsín og tíu Lindubuff. Bubbi var mikið fyrir að fara í bíltúra og var gamli hvíti Pusjóinn eftirminnilegur með þremur bekkjaröðum þar sem öftustu sæt- in voru þau lang vinsælustu. Höfn- in var í miklu uppáhaldi hjá Bubba svo og Bæjarins bestu. Þetta féll vel í kramið hjá okkur krökkunum. Alltaf fylgdi maður með, hvort sem var í prufuna fyrir brúðkaup Odds og Bjargar eða í Hrafnistukaffi á sjómannadaginn. Bubbi var mikill sjálfstæðismað- ur og vorum við Jensa snemma sendar út af örkinni með ýmsan áróður. Síðar vorum við virkjaðar í kosningavinnu fyrir hverfafélagið og Jensa ætlaði aldrei að geta sagt orðið sem var notað yfir það sem við vorum að vinna í: statistik. Bubbi var sáttur síðustu dag- ana. Hann leit vel út og það var eitthvað öðru vísi við hann. Hann var ekki lengur í ljósblárri skyrtu. Hann var kominn í teinótta vín- rauða og hvíta skyrtu og það klæddi hann sérstaklega vel. Hann var með þetta fína silkibindi en Bubbi var alltaf í skyrtu og með bindi, líka á skíðum. Svo voru það skórnir sem Helga hafði nýverið keypt en Bubbi var svo ánægður með þá að þeir voru aðeins notað- ir innivið. Ævistarf Bubba getur verið stolt sérhvers manns. Hann var löngu fluttur með prentvélarnar úr kjall- aranum og hafa þau Helga byggt upp myndarlega prentsmiðju. Þau komu krökkunum fimm öllum vel á legg og vekur samheldni fjöl- skyldunnar athygli og aðdáun allra sem til þekkja. Finnbjörn varð bráðkvaddur fyr- ir. aldur fram og er missir hans nánustu mikill. En eftir sitjum við rík af minningunum. Ég og fjölskylda mín vottum Helgu, Jensínu ömmu, börnum, og öllum aðstandendum samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Guð blessi minningu hans. Halldóra. Vetur fer að og breiðir sína köldu, hvítu blæju yfir jörðina. Sólin er horfin úr dalnum og menn og málleysingjar kvíða komandi tíð. Þá, ótímabært og fyrirvara- laust, í miðri vanabundinni knatt- spyrnuæfingu með félögunum er vinur minn Finnbjörn Hjartarson allur. Það var sól og vor fyrir 44 árum þegar Bubbi, eins og hann var þá kallaður, kom fyrst hér í dalinn á fermingaraldri, sem vikapiltur til foreldra minna. Mér, þá níu ára heimaríkum snáða, fannst strax góð návist þessa ljúfmannlega pilts og ég man ekki til að okkur greindi á um nokkurn hlut þau tvö sumur er hann dvaldi hjá okkur. Bubbi var óvenju lundgóður og viljugur til verka og hvers kyns snúninga fyrir heimilið og gilti þá einu hvort í hlut áttu foreldrar mínir, við systkinin, afi og amma, kaupakonan, kaupamaðurinn eða Gugga gamla vinnukona, enda varð pilturinn á skömmum tíma hvers manns hugljúfi. Árið 1950 var vélaöld ekki geng- in í garð hér vestra og mestur hluti töðu og allt úthey bundið í sátur og reitt heim á hestum. Bubbi var fljótur að gera hestana að vinum sínum, einkum var kært með hon- um og Kerru-Rauð, sem var níð- hastur brokkari en þegar vikið var að þessum ágalla Rauðs, varði Bubbi vin sinn einarðlega og sagði sem satt var, að þá væri nú bara að láta hann fara á stökk. Og það var svo sannarlega slegið undir nára og barinn fótastokkurinn þeg- ar við Bubbi vorum að sækja hesta- hópinn fram á dal og þeyst á stökki heim alla kvíslavaðla svo gusurnar gengu yfír okkur og hestana og , ekki var þurr þráður á okkur er heim var komið. Á þessum sumrum rótfestist sú vinátta sem síðar varð með föður mínum og Finnbirni og varð hún nánari eftir því sem árin máðu út aldursmuninn. Sóttu þeir mjög hvor í annars smiðju svo sem glöggt kemur fram í minningarorð- um Finnbjamar um föður minn, Mbl. 11. des. 1993. Svo liðu árin en leiðir okkar Finnbjarnar skildu aldrei alveg. Hann lauk prentnámi og fór að starfa í Eddunni í Skuggasundi. Ég vann um tíma við breytingar á næsta húsi, Lindarbæ. Þá var það fastur liður í hádeginu að skreppa eftir svaladrykk og næla sér í glóð- volgt eintak af Vísi, beint úr prent- vélinni hjá Finnbirni. Við vorum báðir stjórnmálafíklar og spásser- uðum saman Keflavíkurgöngu og lentum í stimpingum á útifundin- um í göngulok. Svo festi Finnbjörn ráð sitt og giftist Helgu sinni, fágætri mann- kostakonu og mér er glöggt í minni sólbirtan í dalnum, ágústdaginn eftir langan óþurrkakafla, þegar pabbi kom af Djúpbátnum færandi hendi í flekkinn til okkar með ungu hjónin. Mér fannst strax að þama hefði Finnbjörn fundið sér lífsföru- naut við hæfi og það mat mitt hefur reynslan svo sannarlega staðfest. Fjölskyldan stækkaði fljótt, fjöl- skyldufaðirinn eignaðist bíl og fór geyst eins og áður á Rauð, og sem borinn og barnfæddur Vestfirðing- ur fór Finnbjörn oft vestur í átt- hagana til vina og vandamanna. Þegar synirnir stálpuðust, réðust þeir hingað til sumardvalar, fyrst Oddur, þá Guðmundur og loks Jón Hjörtur. Það var kátt í koti þegar foreldrarnir ásamt dætrunum Guð- rúnu og Jensínu komu í heimsókn og oft þröngt setinn bekkurinn. Og þau komu ekki til að liggja í sólbaði eða láta heimilisfólk ganga undir sér, öðru nær, Finnbjöm hamaðist í hirðingum og Helga yfirtók eldhúsið svo kvenþjóðin gæti einbeitt sér að heyskapnum - og það var alltaf sól og þurrkur þegar Finnbjörn og Helga komu. Svo var knattspyrnan sjálfsagður endapunktur á góðum degi. Eitt var það með öðru sem ein- kenndi Finnbjörn og var mér trassafengnum jarðvöðli óþrotleg uppspretta undrunar og aðdáunar. Það var einstök snyrtimennska og að svo virtist að gróm gæti ekki á honum fest. Eitt sinn sem^ftar kom hann til liðs við okkur í rún- ingssmalamennsku í júlíbyijun. Veður var eins og það getur best orðið á þessum tíma, glaðasólskin og dauðalogn. Vorum við systkinin og aðrir smalar næsta léttklædd, en Finnbjöm losaði ekki einu sinni bindishnútinn þrátt fyrir áeggjan okkar. Því varð þessi vísa til: Finnbjörn hann er fáum líkur fæst hann ei um okkar raus. Aldrei myndi maður slíkur mæta í smölun bindislaus. Og enn líða árin og Finnbjörn er orðinn prenstsmiðjueigandi og atvinnurekandi og hefur fært sig yfir af vinstri kanti í pólitíkinni í stöðu hægri innheija, og lék þá stöðu síðan, tryggur sínu liði. Finnbjörn var jafnan öðmm mönnum fljótari að ferðbúast. í sína hinstu ferð lagði hann fyrir- varalaust og þó við samferðafólkið sem eftir stöndum séum meira en lítið ósátt við þá reisu, verður ekki að gert. Megi minningin um góðan dreng verða ástvinum hans sá fjár- sjóður sem mölur og ryð fá ekki grandað. Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn. Eftir skyndilegt fráfall Finn- bjöms Hjartarsonar hefur mér orð- ið hugsað til þess hvernig sam- skipti okkar og samtöl snerast ein- att um gildi kristilegs siðgæðis og gagnrýna hugsun. Ein af mínum fyrstu endurminningum af Finn- birni er þegar ég var ellefu ára gamall í heimsókn hjá syni hans, Guðmundi Helga. Guðmundur hafði brugðið sér eitthvað frá og á meðan handfjatlaði ég einn bibl- íu sem legið hafði mér næst. Er ég var að rýna í sköpunarsöguna gengur Finnbjörn inn og spyr hvort að ég skilji nokkuð í því sem þar stendur. Áður en mér gafst tóm til að stynja mjóróma upp nokkru svari, var Finnbjörn farinn út í textaskýringu. Ég hlustaði af and- akt á útskýringar hans, enda graf- alvarlegt mál, og áður en ég vissi af var útafleggingum hans lokið og hann horfinn á braut. Eftir sat ég einn með bókina opna fyrir framan mig og hnyklaði brýnnar. Á þeim tæpu tuttugu áram sem síðan eru liðin hef ég ekki bara notið vináttu sonar Finnbjöms, heldur einnig hans sjálfs og í raun allrar fjölskyldunnar, sem hefur sýnt mér og síðar fjölskyldu minni mikinn hlýhug og vináttu. Síðast er við Finnbjörn áttum tal saman snérist það um mannlega sköpun, um vilja og starf okkar til þess að minnast þeirra sem látnir eru. Ég ræddi um það mál af fræðilegum áhuga, en Finnbjörn aftur á móti af trúarlegri sannfæringu, sem eftir á að hyggja, er nátengt mörg- um uppátækjum hans við að safna gömlum munum frá æskuslóðum hans á Isafirði. Sú sérviska var í takt við þá skoðun hans að við söguritun væri ekki nægilegur gaumur gefinn að starfi þeirra sem draga vagnana, alþýðunnar. Ég held að stuðningur og áhugi hans á mínum mannfræðirannsóknum hafi einmitt sprottið úr þeim jarð- vegi. Við Kristín færum Helgu og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurjón Baldur. Þegar ég heyrði að Finnbjörn vinur minn væri látinn varð ég fyrst sem þrumu lostinn en þegar frá leið hrönnuðust minningarnar upp. Ég kynntist Finnbirni fyrst þeg- ar ég vann í prentsmiðjunni Eddu þá aðeins tíu ára snáði. Þar var Finnbjörn við nám, ungur maður, glaðlegur og alltaf sýndi hann mér góðvild, þó eitthvað færi úrskeiðis hjá mér við starfið. Það vora yfir- leitt allir góðir við sendlana og oft var glatt á hjalla. Þarna lærði maður ýmislegt enda kominn í lífs- ins skóla. Fyrir utan það að fara út í Briddebakarí á Hverfisgötu og kaupa með kaffinu, vínarbrauð og '/2 pela af mjólk handa starfsfólk- inu. í hádeginu var farið í kjötversl- un Tómasar eða Borg að kaupa tilbúinn mat (bixímat). Stundum varð smá ruglingur hjá mér, því listinn gat orðið ansi langur, en Finnbjörn tók öllu með stóískri ró og gerði gott úr öllu og alltaf fylgdi glens í kaupbæti. Síðan skildu leiðir okkar um ára- tuga skeið, ég fór mína leið og hann sína. Svo var það eitt sinn að hann og fjölskylda komu á sýn- ingu sem ég hélt og við tókum tal saman. Allt í einu segir hann, ég er stórmóðgaður út í þig. Nú, hvað hef ég gert af mér núna, segi ég. Þú kemur ekki til mín að láta prenta fyrir þig boðskort og sýn- ingaskrá. Ég fór að útskýra fyrir honum að ég reyndi alltaf að fá prentað og láta myndir fyrir. Þá sagði Finnbjörn, það er það sem ég meina, ég vil eignast eftir þig myndir. Ég lét ekki á mér standa, næst þegar ég þurfti á prentun að halda, fór ég til Finnbjörns í Hag- prent og þar var mér tekið opnum örmum. Samstarf okkar og fjöl- skyldu hans var alltaf mjög gott og náið upp frá því, og ávallt var notalegt að koma í Hagprent eða heim til hans í Norðurbrún að fá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.