Morgunblaðið - 23.11.1994, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVBMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
HASKOLABIO
SÍMI 22140
>IC1 IBJl'/ I•
hreyfimynda
idWélagið
Háskólabíó
STÆRSTA BIOIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
NIFL OG FERÐIN AÐ MIÐJU JARÐAR
AÐALHLUTVERK
JÓHANNAJÓNAS OG
JAKOB ÞÓR'EINMr&ON
BEIN OGNUN
ÞRIR LITIR: HVITUR
FERÐIN AÐITOJl JARÐAR
Kvikmynd eftir Ásgrím Sverrisson
,Nifl: Gott handrit, mjög góð vinnubrögð
F.S. Dagsljós.
Sýndar kl. 5.05 og 7. Síðustu sýningar.
Tom
Hanks e
Forrest
Gump
ZBICNIEW ZAMACHOWSKI
JULIE DELPY
TROIS COULEURS
HAHRISON FORD
★ A.l. MBL
★ ★★ Ó.H.T. Rás2
Fjögur brúðkaup
og jarðarfÖK
e
Sýnd kl. 5.05, 6.45 og 9.15. Sýnd kl. 9 og 11. B.i. 16
Boðorðin (Dekalog) eftir KRZYSZTOF KIESLOWSKI, einhver
mikilverðustu kvikmyndaverk síðustu ára, byggð á boðorðunum 10.
Hver mynd sjálfstætt verk, fyrstu tvö boðorðin sýnd í kvöld kl. 9.
Sýnd kl. 9 og 11.
hreyfimynda
élagið
Mannlíf
Naðurtungur
í Hollywood
EKKI FER alltaf vel á með
kvikmyndastjömunum í Holly-
wood enda bítast þær á um
hlutverk og kastljós fjölmiðla.
í öllu ijaðrafokinu eru oft miður
fallegar setningar látnar fjúka
um náungann og fá nokkrar
• þeirra að fylgja hér á eftir.
Geraldine Page lét ekki mikið
af leikhæfileikum Clints
Eastwood þegar hún var spurð
hvort hún hefði leikið með hon-
um: „Já, ég hef leikið með Clint
Eastwood. Eða öllu heldur, ég
hef leikið á móti Clint Eastwo-
od.“
Peter Sellers taldi að fleira
þyrfti að prýða góða leikkonu
en gott útlit: „Ali MacGraw er
lifandi dæmi um góða fyrirsætu
sem er ekki endilega mikil -
eða jafnvel meðal - leikkona."
Kris Kristofferson fékk ekki
mikla hvíld út úr því að leika á
1 móti Börbru Streisand: „Að
vinna með Börbru Streisand
reynir óneitanlega á taugarnar.
Það er eins og að setjast niður
til að njóta lífsins á miðjum
þjóðvegi."
Anthony Perkins hefur ekki
mikið álit á komandi kynslóð
leikara í Hollywood: „Af hveiju
ætli svo margir af þeim leikur-
um sem við höfum í dag líti út
eins og þeir hafi atvinnu af því
að selja sig? Alec Baldwin, Ric-
hard Gere, Kiefer Sutherland -
þeir líta allir út fyrir að hafa
ekki sofið í marga sólarhringa,
nema kannski fyrir peninga.
Og hinir leikararnir - James
Woods, Gary Oldman, Stallone
- þeir líta út fyrir að vera
melludólgar þeirra.“
Katharine Hepburn lætur
ekki sitt eftir liggja: „Sharon
Stone ... það er nýtt þrep
lágkúrunnar fyrir leikkonur
þegar maður spyr sjálfan sig
að því hvað sé á milli eyrnanna
á þeim en ekki hvað sé á milli
fótanna."
Gecakliiie Page.
Kris Kristofferson.
Katharine Hepburn.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
ÍSFIRSKA rokksveitin Urmull.
Byrjendaverk
TÓNLIST
Gcisladiskur
ULL Á VÍÐAVANGI
URMULS
UU á víðavangi, fyrsta breiðskífa
rokksveitarinnar Urmuls frá ísafírði.
Urmlar eru Jón Geir trommuleikari,
Símon bassaleikari, Hjalti söngvari,
Kusi og Stefán, sem leika á gítara.
Rafn Jónsson stýrði upptökum. Rym-
ur gefur út. 43,46 mín., 1.999 kr.
LITIÐ hefur verið um að rokk-
sveitir utan af landi gefi út breið-
skífur, enda óhægt um við fyrir þær
að koma sér á framfæri fyrir troðn-
ingnum í sveitum af höfuðborgar-
svæðinu. Það er því viss fengur af
því að hljómsveitin Urmull skuli
gefa út plötu, en frá ísafirði hefur
áður komið merk rokksveit, þó hún
hafi verið allt annarrar ættar en
Urmull.
Þegar í upphafi má heyra að
Urmlar eru rokkarar og undir sterk-
um áhrifum af því sem hæst ber í
rokkheiminum ytra. Ekkl á þó skilja
þessi orð svo að þeir séu úr hófi
ófrumlegir, því margt er vel gert á
plötunni. Helsti galli hennar er að
efniviðurinn í sumum laganna virð-
ist rýr, til að mynda er upphafslag-
ið Me and My Big Brown Belly
byggt að mestu á einum gítarfrasa,
sem gerir að verkum að í laginu
er lítil framvinda og yfirbragðið
hálf tómlegt. Því er líkt farið með
fleiri lög á plötunni, til að mynda
Tosted (sem þýðir hvað?), First Day
og Quarta.
Aðal Urmuls er skælifetlafimi,
eins og heyra má í gítarfrasanum
sem ber uppi upphafslag plötunnar
og einnig í laginu First Day, en
annars fer ekki mikið fyrir gítarfim-
leikum, sem er vel. Söngvari sveit-
arinnar, Hjalti, hefur góða rödd og
fer almennt vel með, þó framsögnin
sé óskýr og á köflum renni textalín-
ur saman í hálfgerðar stunur.
Enskukunnáttu sveitarmanna virð-
ist og ekki mikil, þó sumar villur
megi vafalaust skrifa á kímni. Text-
arnir eru annars þokkalegir, þó
sumir myndu kalla texta eins og
við upphafslagið full mikið ástarvæl
fyrir almennilega rokksveit. Á köfl-
um hefði upptökustjórinn mátt hafa
hönd í bagga, til að mynda spillir
bamaleg upphrópun söngvarans í
upphafi millikafla mjög besta lagi
plötunnar, Rev <<. Næsta lag á
eftir, Hitler Was Framed, er líka
prýðilegt og Pickwitch (?) Pedigree.
I heild er þessi frumraun Urmuls
þó frekar ófrumlegt byijendaverk,
en ekki verður því neitað að sitt-
hvað er í sveitina spunnið.
Umslag plötunnar er sérkenni-
lega ófagurt og yfir því viss ógeðs-
þokki.
Árni Matthíasson
PaseMaker námskeið
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90