Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 13 VIÐSKIPTI 194 m.kr. hagnaður hjá ÍV HAGNAÐUR ísfélags Vest- mannaeyja á síðasta reikningsári var 194 milljón krónur, borið sam- an við 326 milljóna tap á rekstrar- árinu 1992-’93. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri ísfélagsins, sagði að bætt afkoma væri ekki síst góðri loðnuvertíð síðastliðinn vetur að þakka og að framtíðarhorfur réð- ust að miklu af loðnuveiði á kom- andi vertíð. Hann sagði að þrátt fyrir góða afkomu nú hefði ekki tekist að fullu að vinna upp tapið frá fyrra ári, þannig að tapið á tveimur reikningsárum væri 132 milljónir. Mikil umskipti frá síðasta rekstrar- ári en þá var 326 milljóna tap Afkoma ísfélagsins fyrir reikn- ingsárið sem lauk 31. ágúst 1994 var kynnt á aðalfundi félagsins þann 18. nóvember. Heildarvelta fyrirtækisins á árinu var 2.160 milljónir króna, borið saman við 1.847 milljónir í fyrra. Nettóskuldir í lok ársins voru 1.560 milljónir. Tekjur af eignar- hluta ísfélagsins í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna námu 49 millj- ónum króna. í frétt frá ísfélaginu segir að Gjaldeyrismál Spáð 4 % hag- vextí í ár LANDSFRAMLEIÐSLAN mun aukast um 4% á þessu ári eða ríf- lega tvöfalt meira en gert er ráð fyrir í þjóðhagsspá, samkvæmt spá ritsins Gjaldeyrismála sem gefið er út af fyrirtækinu Ráðgjöf og efna- hagsspám hf. Þá er því spáð að hagvöxtur verði 1,9% á næsta ári en í þjóðhagsáætlun er reiknað með 1,4% hagvexti. Ritið gerir ráð fyrir mun meiri vexti útflutningstekna á þessu ári og meiri opinberum út- gjöldum á því næsta en kernur fram í þjóðhagsáætlun. Gert er ráð fyrir 11 milljarða króna afgangi á við- skiptajöfnuði í árs en 8 milljarða afgangi á því næsta. í þjóðhags- áætlun er aftur á móti reiknað með 3 milljarða afgangi á þessu ári en 2 milljarða afgangi á því næsta. Gjaldeyrismál telja útlit fyrir meira atvinnuleysi á næsta ári en reiknað er með í þjóðhagsáætlun. Þetta byggist á því mati að vöxtur vinnuaflsnotkunar dugi ekki til að halda í við íjölgun á vinnumarkaði. Bent er á minni vöxt útflutnings- tekna á næsta ári og minni hag- vöxt. Spáin byggir á forsendum um hóflega kjarasamninga og að geng- isvísitala krónunnar haldist innan opinberra 2,25% viðmiðunarmarka Seðlabankans. Þá er vakin athygli á því að skammtímahreyfingar fjármagns til og frá landinu verði gefnar frjáls- ar um næstu áramót. Á þessu ári hafi gjaldeyrisforðinn rýmað þrátt fyrir mikinn afgang á viðskiptajöfn- uði og ef ekkert verði að gert geti skapast vandræðaástand eftir ára- mót. Þá ríki óvissa um aflahorfur á næsta ári m.a. vegna óvissu um veiðar utan lögsögunnar. MARK Peters, annar af fram- kvæmdastjórum Seltzer Drinks Company í London, segir margar ástæður fyrir þeirri ákvörðun fyrir- tækisins að hætta framleiðslu hér á landi á næsta ári. Augljóslega þurfi að flytja inn öll aðföng til framleiðslunnar að undanskildu vatni og rafmagni. Fyrirtækið sé því ekki samkeppnishæft við aðra framleiðendur sem hafi mun auð- veldari aðgang að hráefnum. Samkvæmt upplýsingum Seltzer Drinks hefur útflutningsverðmæti á Seltzer numið yfir 100 milljónum króna á ári. Framleiðslunni verður haldið áfram til 1. janúar hér á landi leitað hafi verið margvíslegra leiða til hagræðingar á rekstri til að draga úr kostnaði og auka tekjur. Meðal annars hefur verið tekin ákvörðun um að selja togskipið Suðurey VE 500 með 150 tonna rækjukvóta til að treysta betur fjárhagsstöðu félagsins. Þá á fé- lagið eftir sex skip, þijú loðnuskip og tvö togveiðiskip, auk Heimaeyj- ar VE, sem stundar bæði loðnu og togveiðar. Á þessu fiskveiðiári hefur ísfélagið veiðiheimildir sem svarar til 9.000 tonna þorskígilda, þar af um 5.000 tonn þorskígildi af loðnu. Auk útgerðarinnar rekur ísfé- lagið frystihús, saltfiskverkun, loðnubræðslu og netagerð í Vest- mannaeyjum. Um 260 manns vinna hjá félaginu og heildarlauna- greiðslur á árinu voru 627 milljón- ir króna. Stjóm félagsins var endurkjörin á fundinum, en hana skipa Baldur Guðlaugsson, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Þórarinn Sig- urðsson. Varamenn em Auður Einarsdóttir, Ágúst Bergsson og Eyjólfur Martinsson. tylpír Spá Gjaldeyrismála Þjóðhagsáætlun 1995 1994 1995 1994 1995 Einkaneysla +2,5% +3,0% +2,0% +2,0% Fjárfesting Samneysla +3,0% +3,5% +2,0% +3,0% +0,0% +2,2% +1,1% +1,6% Útflutningur Innflutningur +8,0% +1,0% +3.5% +4.5% +4,9% +1,1% +3.1% +2.9% Landsframleiðsla +4,0% +2,0% +1,9% +1,4% Verðbólga +1,5% +2,2% +1,5% +2,0% Atvinnuleysi Viðskiptajöfnuður +4,8% +5,0% +11 +8,3 milljarðar milljarðar +4,8% +4,8% +3 +2 milljarðar milljarðar Gosdrykkir Branson leggnr útíkólastríð Vill 10% markaðshlutdeild í Bretlandi fyrir jólin. Coca-cola er með 30% og Pepsi-cola 18% London. Reuter. RICHARD Branson, hinn kunni auðmaður, hefur lagt út í svokall- að„kólastríð“ í Bretlandi, með kynningu á nýjum drykk, Virgin Cola, sem hann vonar að fái 10% hlutdeild í brezka kólamarkaðnum fyrir næstu jól. Takmarkað magn af Virgin Cola hefur verið sett á markað á lægra verði en keppinautanna. Branson fer lofsamlegum orðum um hinn nýja drykk, segir hann framleiddan samkvæmt „einstæðri formúlu" og stefnir að því að selja 40 milljónir dósa fyrir jól. Coca-Cola hefur sett í gang fjögurra milljóná punda auglýs- ingaherferð í Bretlandi til þess að vega á móti mörgum nýjum kóla- drykkjum, sem'flæða á markaðinn. Stórmarkaðakeðjan Sainsbury setti framleiðslu sína Classic Cola á markað í apríl og tryggði sér 70% kólasölunnar í verzlunum sín- um. Gosdrykkjamarkaðurinn í Bret- landi er talinn um sex milljóna punda virði á ári. Markaðshlut- deild Coca-Cola er 30%, Pepsi- Cola 18%. Talsmaður Virgin segir að fyrir- tækið stefni að 100 milljóna punda veltu fyrsta árið og hyggi á sölu um allan heim. Fundað um Rússlandsviðskipti VERSLUNARRAÐ Islands efnir til morgunverðarfundar á morgun, fimmtudaginn 24. nóvember, um viðskipti Islendinga og Rússa. Á fundinum munu flytja framsögu- ræður Sighvatur Björgvinsson, við- skipta- og iðnaðarráðherra, Jón Sigurðarson, forstjóri Fiskafurða hf., Svavar Jónatanssön, stjórnar- formaður Virkis-Orkint hf., og María E. Ingvadóttir, deildarstjóri hjá Útflutningsráði íslands. Á fundinum verður dreift skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um viðskipti við Rússland sem gef- in var út í apríl. Ennfremur hefur Verslunarráð safnað saman ýmsum gögnum og bréfum með beinum viðskiptatilboðum frá Austur-Evr- ópuþjóðum sem munu liggja frammi á fundinum og hægt verður að af- rita. -------- Kvikmyndir Hlutabréf Sony lækka vegna 2,7 milljarða afskrifta Los Angeles, Tokyo. Reuter. Hlutabréf í Sony-fyrirtækinu hafa lækkað í verði í Tokyo vegna af- skrifta upp á 2,7 milljarða dollara til að standa undir fjárfestingum í bandarískum kvikmyndaiðnaði. Sony segir að fyrirtækið muni halda áfram í kvikmyndaiðnaðin- um þrátt fyrir tapið og að for- stjóri Sony Corporation of Amer- ica, Michael P. Schulhof, muni halda stöðu sinni. Ekki nægilegnr hagnaður Afskriftirnar stóðu í sambandi við kaup Sony á Columbia Pictures, sem nú nefnast Sony Pictures Entertainment (SPE), fyrir fímm árum. Fyrirtækið viðurkennir að sú fjárfesting hafi „ekki skilað nægilegum hagnaði.“ Afskriftimar ollu uppnámi í kauphöllinni í Tokyo og höfðu áður leitt til þess að Sony til- kynnti tap upp á 279,96 milljarða jena fyrir skatta á sex mánaða tímabili til septemberloka í ár mið- að við hagnað upp á 56,65 millj- arða jena á sama tíma í fyrra. Sumum fagnaðarefni Þrátt fyrir verðlækkunina fögn- uðu sérfræðingar aðgerðum Sony, töldu þær góðs viti og mæltu jafn- vel með kaupum á hlutabréfum í Sony. Sony hafi sýnt að strangt fjárhagslegt eftirlit verði haft með kvikmyndaiðnaðinum í framtíð- inni. Einn sérfræðinganna sagði að Sony vildi leggja meira fé í iðnað- inn og líta yrði á það sem jákvætt skref til þess að koma á fót fyrsta flokks kvikmyndaveri. Þótt af- skipti Sony af kvikmyndaiðnaðin- um „hafí gengið illa miðað við kaup Matsushita Electric Industr- ial’s (MEI) á kvikmyndadótturfyr- irtækinu MCA Inc kunni staðan að snúast við í framtíðinni." Excel framhaldsnámskeið Tölvu- og verkfræöiþjór Tölvuskóli’Halldórs Kristjanssor 94045 ínustan #ánssonar Grensásvegi 16 • O 68 80 90 Framkvæmdastjóri Seltzer Drínks Framleiðslan ekki samkeppnishæf en strax í byijun ársins verður haf- ist handa við að taka niður fram- leiðslutækin. Ráðgert er að fram- leiðslan verði komin í gang í Bret- landi fyrir 1. mars en verksmiðj- unni hefur verið valinn staður skammt frá Swansea í Wales. Þrír íslendingar hafa verið ráðnir til starfa hjá Seltzer á nýja staðnum þ.e. verksmiðjustjórinn ásamt tveimur tæknimönnum. Eins og fram kom í frétt frá Seltzer í blaðinu í gær hefur fram- leiðslan ekki verið nægilega arðsöm að mati forráðamanna Seltzer til að hægt sé að halda henni áfram hér á landi. mmfámA ©Husqvarna FACETTE 500 QUILTING Nýjasta tölvuvélin frá Ilusqvarna. Sérstakir saumar fyrir bútasaum. Þrjár gerðir af hnappagötum. Mcelir eftir stcerð tölunnar. Saumar bók- og tölustafi, flatsaum, kúnststopp o.fl. Þrjár hraðastillingar og nálastoppstilling. Námskeið og íslenskur leiðavísir. Verð 67*823- kr. stgr. VÖLUSTEINNhf Faxafen 14, Sími 889505

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.