Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 19 Nýjar bækur Hrafns saga Gunnlaugssonar KRUMMI eftir Árna Þórarins- son er komin út. Undirtitill bók- arinnar er Hrafns saga Gunnlaugsson- ar. í kynningu útgefanda seg- ir: „Bókin Krummi hefur ekki að geyma eiginlega ævi- sögu Hrafns Gunnlaugsson- ar en af nógu er að taka þegar hann lítur yfir farinn veg. Hann segir frá ótrúlegum Árni Þórarinsson Hrafn Gunnlaugsson uppátækjum unglingsáranna, Út- varpi Matthildi, sköpunargleði og átökum í kvikmyndalistinni og frá stormum og stríði í störfum hjá Sjónvarpinu sem öll þjóðin stóð reyndar á öndinni út af um tíma. Hrafn segir einnig frá kynnum sínum af fólki sem hann hefur hitt, bæði í leik og starfi utanlands og innan, hvort sem þau kynni hafa verið góð eða slæm og hann segir álit sitt á mönnum og mál- efnum af því hugrekki og hispurs- leysi sem honum einum er lagið.“ Útgefandi er Fróði. Bókin Krummi er 364 bls., prýdd fjölda Ijósmynda. Bókin er prentunnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu- hönnun annaðist Auglýsingastof- an Örkin hf. Bókin kostar 3.390 krónur. Fyrsta skáld- saga Jónínu Leósdóttur SKÁLDSAGAN Þríleikur eftir Jónínu Leós- dóttur er komin út. Þetta er fyrsta skáld- saga Jónínu fyr- ir fullorðna en áður hefur kom- ið út unglinga- bók eftir hana, auk þess sem hún hefur skráð ævisögur og þýtt nokkrar bækur. í kynningu útgefanda segir: „Þríleikur fjallar um þrjár systur: Ásu, Signýju og Helgu. Þetta eru þó ekki dætur karls og kerlingar úr ævintýrunum heldur sannkall- aðar Reykjavíkurdætur nútímans. Sagan fjallar um eitt ár í lífi systr- anna. Ása er fráskilin og hefur getið sér gott orð sem sjónvarps- fréttamaður. Signý er fyrirmynd- arhúsmóðir og gift stöndugum manni og Helga sem er yngst systranna, rekur eigið fyrirtæki í Reykjavík.“ Útgfandi er Fróði. Þríleikur er 172 bls. Bókin er prentunnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu- mynd og kápuhönnu annaðist Sig- urjón Jóhannsson. Bókin kostar 2.980 krónur. Lúmsk ást á auðæfum BOKMENNTIR Skáldsaga VERTU SÆLL, KÓLUMBUS Eftir Philip Roth. Rúnar Helgi Vign- isson íslenskaði. Bjartur, 1994. ÞAÐ er erfitt að átta sig á tilfinn- ingunum til auðs og ríkidæmis, hvort þær spretti af fyrirlitningu eða aðdáun, svo samskonar sem það tvennt virðist vera. Sagan Vertu sæll, Kólumbus eftir banda-' ríkjamanninn Philip Roth fjallar um lúmska ást á auðæfum. Þó sögu- hetjan, sem jafnframt er sögumað- urinn, þykist ekkert við hana kann- ast á yfirborðinu þá er hann með- fram ástarsögu sinni að segja frá samdrætti sínum við heim hinna ríku á meðan hann fjarlægist um- hverfi sitt og fer að bera til þess kala. Þessa sögu um samdráttinn við peningana tekst höfundinum að segja á fíngerðan og ósnertan- legan hátt svo ekki er hægt að slá neinu föstu, sitja uppi með eitt heilagt svar að lestrinum loknum. Fyrsta persóna sögunnar er rúm- lega tvítugur bandarískur gyðingur sem hefur lokið háskólanámi í ekk- ert sérstökum né frægum háskóla og vinnur á aumu bókasafni í ófín- um heimabæ sínum. Hann hittir í sundlaug stúlku af gyðingaættum sem gengur í frægan háskóla, á ríkan pabba og dvelur í sumarfríi hjá foreldrum sínum í einum af úthverfunum, flnni stöðunum. „Égfann blautu blettina á herða- blöðunum og undir þeim var áreið- anlega dálítið flökt, líkt og eitthvað bærðist svo djúpt í bijóstum hennar að það fannst gegnum blússuna. Það var ekki ósvipað flökti vængja, smárra vængja á stærð við brjóst hennar. Ég setti smæð vængjanna ekki fyrir mig - það þyrfti ekki örn til að bera mig þessi skitnu hundrað og áttatíu fet sem gera sumarkvöldin svo miklu svalari í Short HiIIs en í Newark“ (s. 16) Þetta er úr atriðinu með fyrsta kossi Neils og Brendu. Sagan gerist á seinni hluta sjötta áratugarins og kom fyrst út 1959. Heimur Brendu, með sundlaugum, hlaupabrautum, sumarlofti, sjón- varpsbirtu, túnum og tijám, ógrynni af ávöxtum og borgaralegum húsakynnum þar sem fullkomnar ljósmyndir og íþróttaviðurkenn- inngar prýða m.a. veggina, rennur til manns einsog ilmur af nýju heitu brauði. Hann birtist manni á svipaðan hátt og kvik- mynd. Hinsvegar er heimurinn sem Neil er sprottinn úr mun bók- legri, en það er á ein- hvern hátt þökk hinu bóklega, og sagna- heimsmeðulunum, sem þessi heimur hans verður sér- kennilegur og mjög aðlaðandi. Þar beitir höfundur ekki myndavélinni fyrir sig, heldur hvílir heimurinn meir á persónunum en umhverfínu. T.d. á Gladysi frænku, sem er ein fallegasta og furðulegasta persóna bókarinnar. Heimur vinnustaðar Neils er byggður myndrænt upp en kryddaður fyrirlitningu hans á honum, vasarnir fyrir utan bóka- safnið eru „eins og hrákadallar keisara“ og fólkið sem það býr, samstarfsmenn hans, verður fyrir léttri dómhörku í lýsingum Neils - kannski sérstaklega eftir að hann kynnist Brendu. Þó dáir hann ekki fólkið í kringum Brendu, það er langt frá því. í það heila eru karl- mennirnir heima hjá honum aumir, karlmennirnir í vinnunni líka og karlmennirnir héima hjá Brendu eru yfirborðskenndir risar, ofur- kurteisir, burstaklipptir, íþrótta- hetjur og vart mennskir. Það er meira púður í kerlingunum. Þær segja eitthvað skrítið, þær eru frek- ar, þær láta heyra í sér, þær ríf- ast, og láta karlana taka upp úr veskjunum. Brenda og móðir henn- ar elda grátt silfur saman, og Brenda, sem fær allt sem hún vill frá pabba sínum, notfærir sér það óspart í tafli sínu við mömmu sína. Þannig verður Neil í lokin aðeins leiksoppur Brendu í tafli mæðgn- anna, hefndin sem Brenda þarf til- að ná sér niður á og sigra mömmu sína. Því það er nú aðal drifkraftur þess fólks sem Neil kemst í kynni við; keppnin og íþróttamennskan, bæði líkamleg og á plani samskipt- anna. „Við urðum að hlaupa mílu í hverjum mánuði þegar ég var í menntaskólanum. Svo við yrðum ekki mömmudrengir. Ég held að því stærri lungu sem maður hafi, ^ því meira eigi nmður að hata móður sína.“ (s. 64) Þetta segir Neil við Brendu rétt áður en hún dregur hann á hlaupabrautina, svo hann megi sanna henni þar ást sína. Sem hann gerir, því hann, einsog hann segir annars staðar, „hlýðir“. Þegar að því kem- ur að hann vill fá að taka í taum- ana, og biðja hana bónar, sem að hluta til sprettur vegna óöryggis hans, verður samband þeirra ekki lengur þetta þægilega, áhyggju- lausa, holdlega og nautnafulla líf sem það hefur verið allt sumarið. Þessi bón raskar alveg jafnvæginu á meðan Neil er sjálfur að gera sér í hugarlund framhaldið í faðmi þessarar ríku fjölskyldu. Hann sýn- ir foreldrum Brendu auðmýkt og undirgefni og hluti af honum telur sér trú um að hann sé á leiðinni í þénnan heim þegar dyrnar lokast. En þær stóðu í raun aldrei opnar. Á meðan hann þjónustaði Brendu gekk samband þeirra upp, innan takmarka lífsnautnanna. Þráðum sögunnar er vafið lát- laust saman og án sjálfsvorkunnar fylgjum við Neil eftir í þessum „hremmingum“ sem höfundurinn stillir þó aldrei upp sem slíkum því sagan rennir sér ljúflega í gegnum huga lesandans. Þetta -er saga af ungum manni skrifuð af ungum höfundi um heitt kynþokkafullt sumar og haust sem undir niðri er sársaukafullt. Stíllinn er þægilegur, hlýr og erótískur og samtölin eru sterk, næm og skemmtileg. En þessa stemmningu alla hefur þýð- andanum, Rúnari Helga Vignissyni, tekist mjög vel að skapa. Hann hefur líka fullt vald yfir svona snöggum og skvísulegum samtölum sem eru dálítið amerísk og þýðir þau af fimi yfir á okkar tungu. Kristín Óraarsdóttir Philip Roth Tvö boðorð ádag HREYFIMYNDAFÉLAGIÐ hefur sýningar í dag kl. 21 sýningar á kvikmyndunum Boðorðin (Deka- log) eftir pólska leikstjóranna Krzysztof Kieslowski. Myndirnar eru tíu talsins, ein mynd eftir hveiju boðorði. Hver mynd er sjálfstætt verk og um klukkustund að lengd. Verða tævr myndir sýndar saman hveiju sinni, fyrsta og annað boð- orðið saman, þriðja og fjórða, fimmta og sjötta, sjöunda og átt- unda og loks níunda og tíunda. á hverjum degi verður ein sýn- ing og tvö boðorð sýnd. -----» ♦ ♦--- Fyrirlestur í Nýlistasafninu ÞORSTEINN Gylfason prófessor J í heimspeki heldur fyrirlestur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b á morgun fimmtudag kl. 20.30. Fyrirlesturinn ber heitið Hvað er nýsköpun? og er öllum opinn. fyrir NETTO LINE furuinnrettingu MEITO UNE eru vandaðar danskar innréttingar ogfdst í mörgum títum Alno tœki ú frúbœru veröi Ofn með vulstillingu og blœstri kr. 40.900- Þessi innréttíng kostar oðeins kr. 75.900- Gerunt verðtilboð í hvítu plusti n 1 I 1 I búðin Grensásveg 8, sími 814448 - fax 814428 Helluborð með jjórum braðhellum kr. 9-900- Vifta kr. 7.900- Myndin er af innréttingu meö gegnheilum furuhuröum. í uppgefnu veröi eru 4 stk. 100cm undirsk. m/hillu, 2 stk. 50cm undirsk. m/ hillu og skúffu, 1 stk. 60cm undirsk. f/ofn m/skúffu, 1 stk 100cm yfirsk. m/hillum, 1 stk. 50cm yfirsk. m/hillum, 1 stk 60cm kryddhilla, sökklar, boröplötur og höldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.