Morgunblaðið - 23.11.1994, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
1-
_______HEILBRIGÐIS- OG TRYGGIIMGARÁÐUIMEYTIÐ_
A THUGASEMDIR VIÐ SKÝRSL U
RÍKISEND URSKOÐ UNAR
MORGUNBLAÐINU hafa borist
athugasemdir Páls Sigurðssonar,
ráðuneytisstjóra, við skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um endurskoðun á
aðalskrifstofu heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytis 1. jan-
úar 1993 - 30. september 1994.
Athugasemdir Páls fara hér á eft-
ir:
1. Inngangur
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
er í fimm meginköflum fjallað um
bókhald aðalskrifstofu heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins og
endurskoðun Ríkisendurskoðunar
á því. í þessum fimm meginköflum
er fjallað um 17 efnisatriði. At-
hugasemdum þeim sem gerðar eru
í umfjölluninni um þessi 17 efnis-
atriði má skipta í meginatriðum í
þrennt. í fyrsta lagi er almenn
umfjöllun þar sem um er að ræða
lýsingu á fyrirkomulagi eða stöðu
mála án Jjess að athugasemdir séu
gerðar. I öðru lagi er um að ræða
almennar athugasemdir með
ábendingum um að reglur þurfi
að setja til að_ tryggja festu í
stjórnsýslunni. í þriðja lagi er
umfjöllun um efnisatriði þar sem
athugasemdir eru gerðar við það
með hvaða hætti heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið hefur
hagað bókhaldi.
I þeirri fjölmiðlaumræðu sem
fylgt hefur í kjölfar birtingar
skýrslunnar hafa stór orð verið
látin falla um stjórnsýslu heil-
brigðis-og tryggingamálaráðu-
neytisins og jafnvel svo langt
gengið að lýsa því svo að stjórn-
sýsja ráðuneytisins væri í molum.
Áður en vikið er að einstökum
efnisatriðum skýrslunnar er því
nauðsynlegt að undirstrika það
sem segir í inngangskafla hennar
um framkvæmd endurskoðunar-
innar. Þar segir (neðst á bls. 5):
„Þær athugasemdir, sem fram
koma í þessari skýrslu, og lúta að
frágangi bókhaldsganga og því að
reglum um fjármál ríkisins sé ekki
fylgt, eru í stórum dráttum þær
sömu og Ríkisendurskoðun hefur
iðulega gert á undanförnum árum
við bókhald og fjárreiður þeirra
stofnana, sem hún endurskoðar. “
(leturbreyting mín).
í framhaldinu tíundar Ríkisend-
urskoðun hvaða almennar athuga-
semdir hún hafi gert í endurskoð-
unarskýrslu sinni við ríkisreikning
1992 og ítrekar í lok kaflans mikil-
vægi þess að settar verði skrifleg-
ar leiðbeiningar um þessi atriði
og að komið verið á nauðsynlegri
þjálfun fyrir starfsfólk sem sinni
þessum störfum hjá ríkinu.
í fjölmiðlaumræðunni hefur
mörgum hinna almennu athuga-
semda ríkisendurskoðunar verið
snúið upp á heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið eitt og sér og
látið líta út að það eitt ríkisstofn-
ana hagi framkvæmd með þeim
hætti sem Ríkisendurskoðun telur
athugaverða.
Skal nú vikið að einstökum efn-
isliðum skýrslunnar. í umfjöllun-
inni er fylgt framsetningu skýrsl-
unnar á efnisliðunum.
2. Fjárlagaheimildir
Þessi kafli skýrslunnar skiptist
í tvö efnisatriði, fjárheimildir 1993
í samanburði við rekstur ársins
og fjárheimildir 1994 í samanburði
við greiðslur til loka september
1994. Fram kemur að greiðslur
aðalskrifstofu vegna ársins 1993
hafi verið tæplega 3 m.kr. lægri
en fjárheimildir kváðu á um og
að áætlanir ráðuneytisins vegna
aðalskrifstofu bendi til að greiðslu-
staða í árslok 1994 verði í jafn-
vægi.
3. Skipan bókhaldsmála og
áritun reikninga
Hér er fjallað um skipan bók-
haldsmála og áritun reikninga.
Kaflanum er skipt í tvö efnisatriði,
bókhaldsmál og áritun reikninga.
Bókhaldsmál. Gerð er athuga-
semd við það að ekki hafi verið
stofnuð viðfangsefni vegna nokk-
urra stærri verkefna sem t.d. hafi
fengið sérstaka fjárveitingu.
Ráðuneytið lýtur ákvörðunum
Ríkisbókhalds um viðfangsefna-
skrá. Ríkisbókhald hefur viljað
halda viðfangsefnum í bókhaldi
sem fæstum. Ráðuneytið mun í
kjölfar þessarar athugasemdar
óska eftir því að stofnuð verði
sérstök viðfangsefni vegna þeirra
þriggja verkefna sem tilgreind eru
sérstaklega í skýrslunni. Jafn-
framt mun ráðuneytið ræða við
Ríkisbókhald um viðbrögð almennt
vegna athugasemdarinnar.
Áritun reikninga. í skýrslunni
segir (bls. 10): „Almennt er fyrir-
komulag á áritun og samþykki
reikninga til greiðslu ekki í nægi-
lega föstum skorðum hjá ráðu-
neytinu. Ríkisendurskoðun leggur
áherslu á að settar verði skýrar
reglur um áritun reikninga hjá
ráðuneytum. “
Og neðar á sömú síðu segir:
„I þessu sambandi telur stofn-
unin mikilvægt að settar verði sam-
ræmdar reglur hjá stjómarráðinu
um framkvæmd og ábyrgð emb-
ættismanna, ráðherra og aðstoðar-
manna ráðherra í þessum efnum. “
Eftir því sem næst verður kom-
ist er enginn munur á því með
hvaða hætti áritun og samþykki
reikninga til greiðslu er hagað í
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneyti og í öðrum ráðuneytum.
í þessu éfni hefur ráðuneytið fylgt
í hvívetna þeim ábendingum sem
Ríkisbókhald hefur sett fram.
Ráðuneytið er ekki sammála því
að áritun og samþykki reikninga
sé ekki í nægilega föstum skorðum
hjá heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu. Á hinn bóginn er ljóst
að Ríkisendurskoðun telur að um
þetta efni þurfi að setja reglur hjá
stjórnarráðinu og sýnist ekki sam-
mála því fyrirkomulagi sem er við-
haft.
4. Efnahagsliðir
Hér er fjallað um efnahagsliði
og skiptist kaflinn í tvo efnis-
þætti, sjóður og bankareikningar
og viðskiptamenn.
Sjóður og bankareikningar. Hér
er eingöngu fjallað um stöðu mála.
Viðskiptamenn. Undir þessum
efnisþætti er því haldið fram að
ekki sé nægilega vel fylgst með
því af hálfu ráðuneytisins að ráð-
herrar og starfsmenn þess gangi
frá ferðareikningum til útlanda.
Ráðherra óg starfsmenn, sem
og aðrir sem ferðast til útlanda á
vegum ráðuneytisins, fá reglulega
áminningu um að skila ferðareikn-
ingi, hafi slíkum reikningi ekki
verið skilað á réttum tíma. Ráðu-
neytið hefur ítrekað rætt við Ríkis-
bókhald með hvaða hætti skuli
bregaðst við gagnvart einstakling-
um sem skila ekki ferðareikning-
um þrátt fyrir slíkar áminningar.
í árslok á síðasta ári ritaði ráðu-
neytisstjóri til allra sem ekki höfðu
skilað ferðareikningum. Það er því
ekki rétt að halda því fram að
ekki sé nægilega vel fylgst með
þessum málum af hálfu ráðuneyt-
isins. Það sem vantar er á hinn
bóginn að geta gert fólki grein
fyrir viðurlögum við því að sinna
ekki ferðareikningsskilum.
í framhaldi þessara ábendinga
mun ráðuneytið enn á ný ræða
þessi mál við Ríkisbókhald. Jafn-
framt mun verða óskað eftir því
að framvegis verði ferðakostnaður
þeirra sem ekki skila ferðareikn-
ingum á réttum tíma tekjufærður
hjá hlutaðeigandi einstaklingum.
5. Sértekjur
í þessum kafla skýrslunnar er
fjallað um sértekjur. Þar eru gerð-
ar eftirtaldar athugasemdir við
framkvæmd ráðuneytisins:
a) ekki eru skráðar þær kvittanir
sem ráðuneytið fær hjá ríkisfé-
hirði. Slík skráning fer ekki
heldur fram hjá ríkisféhirði.
b) ekki hefur verið stofnaður sér-
takur póstgíróreikningur
vegna póstkröfuinnheimta.
c) ekki er færð sjóðbók hjá ráðu-
néytinu.
d) ekki er varðveitt eitt afrit
reikninga eða kvittana í sam-
felldri töluröð.
Nauðsynlegt er að láta koma
fram og leggja áherslu á að þetta
er í fyrsta sinn sem ráðuneytið
hefur fengið athugasemdir við það
fýrirkomulag sem haft hefur verið
á innheimtu sértekna. Jafnframt
er nauðsynlegt að undirstrika að
ekkert bendir til annars en að all-
ar sértekjur ráðuneytisins hafi
skilað sér til ríkissjóðs. Um ijár-
málaóreiðu er því ekki áð ræða.
Um þessar athugasemdir er á
hinn bóginn ekkert annað að segja
en það að ráðuneytið hefur þegar
hafíð undirbúning að því að færa
fyrirkomulag innheimtu sértekna
á þann veg sem Ríkisendurskoðun
mælir með. Jafnframt er rétt að
fram komi að fyrir tveimur árum
var stofnaður póstgíróreikningur
vegna innheimtu sérlyfjaskrár og
lyfjaverðskrár.
6. Rekstrargjöld
í þessum kafla skýrslunnar er
fjallað um fjármál aðalskrifstofu
ráðuneytisins og rekstrargjöld.
Kaflinn skiptist í ellefu efnisatriði.
Skal nú vikið að hverju þeirra.
Launagjöld. Gerð er athuga-
semd við að ekki sé stimpilklukka
í ráðuneytinu. f skýrslunni kemur
fram með hvaða hætti haldið er
utan um fjarveruskráningu. Dag-
leg viðvera er skráð og er hver
mánuður færður á samdráttarblað
sem borið er undir starfsmenn er
staðfesta það með áritun sinni. Á
grundvelli þessa eru fjarvistir
hvers einstaks starfsmanns færðar
á fjarvistaskrá.
Áthugun hefur leitt í ljós að í
níu af þrettán ráðuneytum er
stimpilklukka. Ráðuneytið mun í
framhaldi þessarar ábendingar
setja upp stimpilklukku.
Erlendur ferðakostnaður.
Undir þessum efnisþætti er vikið
að nýju að frágangi ferðareikninga
og vísast til athugasemda hér að
framan undir efnisliðnum við-
skiptamenn. Bent er á að það
stefni í umtalsverða hækkun
kostnaðarliðarins milli ára. Skýr-
ing þess er fyrst og fremst sú að
með gildistöku EES-samningsins
hefur aukist verulega þátttaka
starfsmanna ráðuneytisins í fund-
um tengdum þeirri samvinnu.
Fargjöld innanlands. Undir
þessum efnisþætti er gerð athuga-
semd við að farseðill fylgi ekki
alltaf með. Um þessa athugasemd
er það að segja að í samráði við
Ríkisbókhald hefur það aldrei tíðk-
ast í ráðuneytinu að ferðareikning-
ar væru gerðir vegna ferða innan-
lands. Af þeim sökum hefur ekki
verið gengið eftir því að farseðill
fylgi með. í framhaldi athuga-
semdarinnar mun ráðuneytið ræða
fyrirkomulag þessara mála við
Ríkisbókhald.
Dagpeningar innanlands.
Undir þessum efnislið er bent á
að rúmlega helmingur dagpeninga
sé vegna eins starfsmanns sem
annast eftirlit með fasteignum
ráðuneytisins og viðhaldi þeirra.
Fasteignir ráðuneytisins eru á
þriðja hundrað og eru þær dreifðar
um allt land. Það leiðir því af sjálfu
sér að starfsmaður sá sem hefur
það fyrir starfa að annast eftirlit
með þessum eignum hlýtur að fá
í sinn hlut dijúgan hluta þeirra
dagpeninga sem ráðuneytið greiðir
vegna ferða innanlands.
Risna. 'Ríkisendurskoðun gerir
engar athugasemdir við þennan
efnislið.
Ymis sérfræðiþjónusta og
kynningarstarfsemi. Á það er
bent undir þessum efnislið að
kostnaður vegna sérfræðiþjónustu
og kynningarstarfsemi hafi aukist
verulega milli ára án þess þó að
hægt sé að draga þá ályktun að
við það sé gerð athugasemd. Þá
er ítrekuð fyrri athugasemd frá
efnisliðnum bókhaldsmál um að
ekki sé hægt að greina nákvæm-
lega hvar kostnaður liggi þar sem
aðgreiningu vanti. Um það atriði
vísast til fyrri athugasemda.
Auglýsingakostnaður. Þess-
um lið er skipt í 'tvo efnisþætti,
auglýsingar í dagblöðum og
styrktarauglýsingar.
Auglýsingar í dagblöðum.
Ríkisendurskoðun telur óeðlilegt
að hlutfallslega sé mest auglýst í
Alþýðublaðinu þar sem auglýsing-
ar séu dýrastar. Vegna þessarar
athugasemdar er rétt að fram
komi að í ráðuneytinu hefur frá
upphafi gilt sú regla varðandi aug-
lýsingar að þær eru sendar til birt-
ingar í öllum dagblöðum. Rökin
fyrir þeirri reglu eru þau að ráðu-
neytið hefur ekki talið sig geta
gert upp á milli dagblaða með birt-
ingu auglýsinga.
Vegna athugasemdar Ríkisend-
urskoðunar mun ráðuneytið taka
gildandi reglu til athugunar og
hugsanlegrar endurskoðunar.
Styrktarauglýsingar. Gerð er
sú athugasemd að greiddir séu
útgáfustyrkir til ýmissa blaða sem
fjalla um heilbrigðismál og telur
Ríkisendurskoðun það ekki hlut-
verk aðalskrifstofu ráðuneyta að
stunda styrktarstarfsemi af þessu
tagi.
Ráðuneytið hefur um árabil
styrkt útgáfu blaða ýmissa félaga-
samtaka á heilbrigðissviði með
óverulegu framlagi. Oftar en ekki
hefur ráðuneytið óskað eftir því
að styrkjarins væri ekki sérstak-
lega getið. Ráðuneytið er ósam-
mála Ríkisendurskoðun um það sé
ekki hlutverk aðalskrifstofu ráðu-
neyta að stunda styrktarstarfsemi
af þessu tagi en getur fallist á að
eðlilegt væri að fram kæmi í við-
komandi blaði að ráðuneytið hafi
styrkt útgáfuna.
Vegna athugasemdarinnar mun
ráðuneytið taka þessa framkvæmd
til skoðunar.
Prentun og fjölritun. Undir
þessum efnislið gerir Ríkisendur-
skoðun engar athugasemdir, þó
e.t.v. megi skilja umljöllun á þann
veg að leita skuli útboða um prent-
un og fjölritun í ríkari mæli en
gert hefur verið.
Leigubifreiðar. Undir þessum
efnislið kemur fram að kostnaður
ráðuneytisins vegna leigubifreiða
stefnir í umtalsverða lækkun milli
ára. Gerð er sú athugasemd að
ráðuneytið eigi að beina öllum við-
skiptum sínum með leigubíla til
þeirrar Ieigubifreiðastöðvar sem
Ríkiskaup hafa gert afsláttar-
samning við. Vegna þessarar at-
hugasemdar er nauðsynlegt að
fram komi að það heyrir til hreinna
undantekninga að leigubifreiðar
séu teknar hjá öðrum leigubif-
reiðastöðvum. Í öllum tilvikum er
sú skýring á að umrædd stöð sé
hvergi nærri þeim stað sem ráð-
herra eða aðrir starfsmenn eru
staddir er þeir panta leigubifreið.
Starfsmannabifreiðar. Ríkis-
endurskoðun gerir engar athuga-
semdir við þennan efnislið.
Kostnaður vegna nefnda. Rík-
isendurskoðun gerir engar at-
hugasemdir við þennan efnislið.
7. Samantekt
Athugasemdum þeim sem gerð-
ar eru í skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar má skipta í meginatriðum í
þrennt. í fyrsta Iagi er almenn
umfjöllun þar sem um er að ræða
lýsingu á fyrirkomulagi eða stöðu
mála án Jiess að athugasemdir séu
gerðar. I öðru lagi er um að ræða
almennar athugasemdir með
ábendingum um að reglur þurfi
að setja til að tryggja festu í
stjórnsýslunni. í þriðja lagi er
umijöllun um efnisatriði þar sem
athugasemdir eru gerðar við það
með hvaðá hætti heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið hefur
hagað málum. í heild má segja-
að alvarlegar athugasemdir séu
eingöngu gerð við þijú atriði:
a) meðferð sértekna,
b) skil ferðareikninga og
c) að stimpilklukka sé ekki í ráðu-
neytinu.
Varðandi meðferð sértekna er
nauðsynlegt. að ítreka að engin
merki eru um að þær hafi ekki
að fullu skilað sér til ríkissjóðs.
Ráðuneytið mun nú snúa sér að
því að bregðast við þessum athuga-
semdum sem og öðrum sem lúta
sérstaklega aj) því með hvaða hætti
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið hefur hagað málum.
Vegna þeirra almennu athuga-
semda sem Ríkisendurskoðun
kemur með sem snúa jafnt að
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneyti sem og öðrum ráðuneyt-
um og ríkisstofnunum mun ég
beita mér fyrir umræðu um þau
atriði og væntanleg viðbrögð í
hópi ráðuneytisstjóra.
:
>
r
i
i
i
!
i
I
I
l
I
I
I
I
1
1