Morgunblaðið - 23.11.1994, Side 8

Morgunblaðið - 23.11.1994, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ísienskir stjórnmálaleiðtogar um niðurstöður þjóðaratkvæðisins í Sviþjóð jSL 7V 'GMóMQ Niðurstaðan breytir litlu fyrir Islendinga Nei takk hr. Karlsson ég ætla heldur að vera hérna fyrir utan og sjá þegar þú ferð að hafa áhrif... Jóhanna Signrðardóttir um viðbrögð Olafs Ragnars Grímssonar við úrsögn alþýðubandalagsfólks Lýsir rnnra ástandmu í Alþýðubandalaginu „MÉR finnst þetta lýsa innra ástandi í Alþýðubandalaginu frekar en nokkru í kringum mig og mína hreyf- ingu,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður aðspurð um þau um- mæli Ólafs Ragnars Grímssonar for- manns Alþýðubandalagsins að hún hafí lokkað til sín fólk frá Alþýðu- bandalaginu sem hafi talið sig vera í viðræðum við hana um samstarf. „Það er sérkennilegt að láta sér detta í hug að ég sé að lokka fólk til fylgis við mig með því að útdeila embættum og sætum á framboðslist- um,“ sagði Jóhanna og sagði að hún og hennar samstarfsmenn stunduðu ekki slík vinnubröð. „Það er lítiisvirð- ing við fólk að ætla að það láti stjóm- ast af slíkum forsendum en ekki af því að það hafí trú á þessari hreyf- ingu og hafí hugsjónir sem það vilji beijast fyrir. Mér fínnst það fyrst og fremst lýsa eigin refsskap Ólafs Ragnars að honum detti þetta í hug.“ Skoði innviði eigin flokks „Ég varð mjög hissa á því að Ólaf- ur Ragnar missti stjórn á skapi sínu við það að Ragnheiður Jónasdóttir, kona sem ég hef aldrei rætt við hvað þá að ég hafí verið að bjóða henni einhver sæti, gekk úr Alþýðubanda- laginu. Ég vísa því til föðurhúsanna sem hann kallar lágkúruleg vinnu- brögð og leynimakk. Mér finnst hann eigi frekar að velta því fyrir sér af hveiju fólk er að yfírgefa Alþýðu- bandalagið og hvort það sé ekki eitt- hvað að innviðum þar sem hann þurfí að skoða frekar en að vera að beina spjótum sínum að mér.“ Spá Ólafs Ragnars að rætast Jóhanna sagðist ekki telja þær hrakspár Ólafs Ragnars að framboð hennar yrði enn eitt smáframboðið á vinstri vængnum og tækifærið til að ná félagshyggjufólki saman í öflugan flokk væri að renna hjá h'klegar til að rætast. „Það getur einmitt verið að þessi hreyfing verði upphafið að öflugum jafnaðarmannaflokki. Fólk vill endurnýjun í sambandi við menn og málefni; nýjar áherslur og fólk með nýjar hugmyndir sem er tilbúið að breyta þjóðfélaginu og jafna tekjuskiptinguna. Ég hygg að þar strandi fyrst og fremst á að þeir sem eru fyrir í þingsætum séu að passa upp á eigin þingsæti. Við erum ekki tilbúin til að ganga inn I Alþýðu- bandalagið heldur vildum við skoða samfylkingu við alþýðubandalags- menn og annað félagshyggjufólk á nýjum forsendum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. „Það er spuming hvort það er ekki að rætast, sem Ólafur Ragnar sagði þegar R-listinn sigraði í Reykjavík í vor, að fólkið sjálft myndi finna sér það form sem því hentaði til að mynda breiðfylkingu á lands- vísu og spurningin er hvort fólk treysti Alþýðubandalaginu nokkuð til að mynda slíka breiðfylkingu," sagði hún. Endurnýjun í þingliði og forystusveit „Ég hef alltaf sagt við Ólaf Ragn- ar að ég mundi stofna nýja hreyfingu og við mundum svo meta hvort og hvemig væri hægt að standa að sam- fylkingu. Nú fínnst mér hann hafa skemmt fyrir möguleikunum á því með þessu upphlaupi. Eftir það er erfítt að setjast niður til viðræðna með forystumanni sem brigslar manni um lagkúruleg vinnubrögð, óheiðarleika og baktjaldamakk. I slíkum viðræðum reynir fyrst og fremst á traust og það að menn séu opnir fyrir því að byija frá grunni, bæði varðandi áherslur og endurnýj- un í þingliði og forystusveit," sagði Jóhanna. Fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjarráði Kópavogs Spurt um útboð og framkvæmdir FULLTRÚAR Alþýðuflokks í bæjar- ráði Kópavogs hafa óskað eftir upp- lýsingum um útboð og verklegar framkvæmdir á síðasta kjörtímabili. Hvaða verk hafi verið boðin út og hvaða verktakar hafí verið ráðnir. Meirihlutinn óskaði eftir að fram kæmi að fyrirspurnunum hafí þegar verið svarað miðað við áramót 1993 til ,1994. í bókun þeirra Guðmundar Odds- sonar og Kristjáns Guðmundssonar bæjarfulltrúa Alþýðuflokks, kemur fram að fyrirspurnin sé í framhaldi upplýsinga um útboð og verklegar framkvæmdir frá síðasta hausti. Af eðlilegum ástæðum hafi þá að- eins fengist upplýsingar er náðu til september 1993. Hvaða verk boðin út? Spurt er, hvaða verk hafa verið boðin út á síðasta kjörtímabili frá júní 1990 til júní 1994? Hvaða verktakar hafa verið í verklegum framkvæmdum fyrir Kópavogsbæ á síðasta kjörtímabili? Hvert er heimilisfang þeirra? Hvaða verk hafa þessir verktakar unnið og fyrir hve háa upphæð? Hvernig hafa þeir verið valdir? Hver þess- ara verka voru a) boðin út í al- mennum útboðum, b) lokuð útboð nokkurra verktaka, c) samið við verktaka á föstu einingarverði? Svar óskast fyrir 1. desember. Orðabók um íslenska málnotkun Yfirlit um notk- unarmynstur o g blæbrigði í máli lón Hilmar Jónsson Jón Hilmar Jónsson er höfundur orðabókar- innar Orðastaðar sem út er komin hjá Máli og menningu. A bók- arkápu segir að með bók- inni bæti Jón Hilmar úr brýnni þörf fyrir orðabók sem leiðbeini um notkun málsins í ræðu og riti og birti umhverfi orðanna í ■qrðasamböndum og sam- setningum. Jón Hilmar vann að bókinni í fjögur ár meðfram störfum sínum á Orðabók Háskólans. Hann segist hafa farið hægt af stað en í árs rann- sóknarleyfí hafí hann get- að aukið kraftinn verulega og lokið við verkið fyrr á þessu ári í öðru leyfí. Að hvaða leyti er þessi bók frábrugðin öðrum orðabókum? „Það sem einkennir þessa bók miðað við þær íslensku orðabækur sem við þekkjum er að áhersla er lögð á að notendur geti sótt sér leiðbeiningar um notkun orðanna frekar en að gerð sé grein fyrir merkingu orða, uppruna og slíku. Þannig er gert ráð fyrir að notand- inn þekki orðin og merkingu þeirra. Hann þurfi ekki á skil- greiningu að halda en vilji glöggva sig á notkunarmynstri orðanna og virða fyrir sér breytileika í orða- notkun til að geta valið viðeigandi orðalag." Hvernig er bókin unnin? „Efniviðurinn er margvíslegur en meginuppistaðan eru söfn Orða- bókar Háskólans, seðlasafn með notkunardæmum sem hér hafa orðið til á löngum tíma, en einnig tölvutækt textasafn og ekki síst tölvutækar yfírlitsskrár um orða- forðann. Efniviðurinn verður auð- vitað aldrei nægur en vandinn er þó ekki síður í því fólginn að velja og hafna og setja efnið fram á aðgengilegan hátt. Orðstöðulyklar um fomsögumar og Biblíuna, sem ég fékk aðgang að, komu að dijúg- um notum. Þá em aðrar orðabæk- ur auðvitað ómetanleg stoð og ekki má gleyma því efni sem safnast að manni við bóklestur.“ Hverjum er bókin ætluð? „Hún er ætluð öllum þeim sem fást við skriftir af einhveiju tilefni, t.d. skólafólki, blaðamönnum eða fólki sem þarf að semja skýrslur og vill geta brugðið fyrir sig fjöl- breytilegu máli, fundið ný orð og nýtt orðalag. Þá eru þeir sem læra íslensku sem erlent tungumál og hafa ekki haft fjarskalega mikil hjálpargögn hingað til. Þeir gætu stuðst töluvert við bók af þessu tagi. Ég vil líka nefna þýðendur sem stöðugt em að fást við blæ- brigði í máli og þurfa að geta borið saman valkosti í orðalagi. Svo vona ég að menn geti flett upp I bókinni sér til fróðleiks og ánægju, noti hana til að skyggn- ast í orðaforðann og auka þekk- ingu sína á málinu.“ Hvernig má nota bókina? „Ég reyni að skipa efninu þannig að not-- andinn geti fengið yfír- sýn um notkun orðanna en einnig gengið að ákveðnum tilbrigðum, t.d. fundið einkennandi lýsingarorð með tilteknu nafnorði, þau atviks- orð sem oftast standa með tiltek- inni sögn o.s.frv. í lýsingu ein- stakra orða em víða nefnd orða- sambönd með áþekkri merkingu, orð sem em að meira eða minna leyti samheiti, og það gildir einnig ► Jón Hilmar Jónsson er fædd- ur í Gröf á Vatnsnesi árið 1947 en ólst upp á Melum í Hrúta- firði. Hann lauk kandídatsprófi í islenskri málfræði frá Háskóla Islands árið 1975, var sendi- kennari í Kiel í Þýskalandi 1975-1978 og í Ósló 1979-1982 en hefur verið starfandi á Orða- bók Háskólans síðan. Jón Hilm- ar er kvæntur Sigríði Karvels- dóttur og eiga þau tvö börn. um samsetningar. Auk þess er all- víða vísað á milli skyldra orða sem em tengd merkingarlega. Þannig má að vissu marki nota bókina sem hugtakaorðabók þótt það sé ekki meginhlutverk hennar. Orðaforðinn er í sjálfu sér frek- ar takmarkaður miðað við þær orðabækur sem við eigum stærst- ar en í Orðastað eru um 11 þús- und uppflettiorð. Það kemur til af því að í bókinni eru orð sem fiestir þekkja bærilega til, henni er ekki ætlað að skýra merkingu sjaldgæfra orða. Flestum orðunum er lýst með tilliti til samsetninga, bæði þar sem orðin eru fyrri liður og síðari liður, og em samsetning- ar í bókinni um 100 þúsund tals- ins. Þær eru þá flokkaðar eftir merkingu eða hlutverki, standa sem sé ekki í starfrófsröð enda ekki gert ráð fyrir að notendur hugi aðeins að einni samsetningu heldur virði fyrir sér samstæða liði í heild. Þannig geta menn t.d. gengið að þeim forliðum sem hafa það hlutverk að herða á merkingu orða, t.d. lýsingarorða eins og sterkur, stór eða ríkur. Hvert þess- ara orða hefur sína sérkennandi áhersluforliði, eins og t.d. vellríkur og moldríkur. Það á að vera auð- velt að ganga að áhersluliðum af þessu tagi en í eldri orðabókum er erfitt að fá yfirsýn um slík notkunartilbrigði. Þá em allmargir bakliðir eða síðari liðir orða tilgreindir sem flettiorð og þannig fást upplýs- ingar um þann fjöl- breytileika sem býr í slíkum orðmyndunum. Undir flettiorðinu -menni birtast orðin góðmenni, glæsimenni, heljarmenni og mörg önnur sem lúta að mismunandi eiginleikum eða láta í ljós viðhorf til þess sem talað er um. Undir flettiorðinu -hærður finnum við t.d. hrafn- hærður, strýhærður og dúnhærður auk annarra kunnuglegri orða. Hér fæst yfírsýn um orðafar sem ekki er tengt saman í hefðbundn- um orðabókum." Ætluð öllum sem fást við skriftir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.