Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 21 AÐSENDAR GREINAR Sjávarútvegur — fjöregg íslendinga ísland og ESB SATT best að segja þá skil ég ekki utanrík- isráðherra, Jón Bald- vin Hannibalsson, vegna ákafa hans í að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu í ljósi þess hversu sjáv- arútvegsstefna ESB er íslendingum hættuleg í bráð og lengd. - Vel á minnst - íslendingar - 260.000 manns. íbú- ar stórs, harðbýls eylands á nyrsta hjara veraldar. Hópur fólks, þjóð- ríki í lagalegum og menningarleg- um skilningi. Þjóð, sem fyrst og fremst byggir tilvist sína á nýtingu harðsóttra náttúruauðæva til lands og sjávar og nýtingu orku úr ám og iðrum jarðar. - Þetta eru ein- föld sannindi sérhveijum Islendingi ljós, sem vill viðurkenna tilvist sína og stöðu, sem sjálfstæðs aðila í samfélagi þjóðanna. Raunsæi í þessum efnum hefur reynst íslend- ingum vel til þessa. Áleitnar spurningar Er ástæða til þess að óttast um afstöðubreytingar í þessum efnum? Skiptir það ekki lengur máli fyrir 260.000 manns að sitja ein að ís- lenskum náttúruauðæfum. Fáum við meira í aðra hönd menningar- lega, efnahags- og stjórnmálalega með því að opna allar gáttir fyrir erlenda aðila til fullrar og jafnrar þátttöku þeirra til móts við okkur í nýtingu fiskimiðanna og orkulind- anna? Myndu íslenskir útgerðar- menn og sjómenn vera betur settir ef þeir deildu fiskimiðunum með ESB? Hvort skiptir meira máli 5-10% tollamismunur gagnvart samkeppnis- aðilum innan ESB eða fijáls og óskert ráð- stöfun þess sjávarafla, sem unnt er að veiða innan 200 mílna fisk- veiðilögsögu íslands? Skýrt svar Svar greinarhöf- undar er skýrt og ákveðið. óskertur ráð- stöfunarréttur íslend- inga yfir fiskimiðunum og þess afla, er þau gefa, er margfalt meira virði en einhver tollamismunur gagn- vart. ESB. Því frelsi fylgir einnig meira frelsi til viðskipta við verð- mæt markaðssvæði fyrir sjávaraf- urðir svo sem í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku og Japan. Þetta eru augljósar staðreyndir. Óþarfa umsókn Þeir, þ.á m utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hvað ákafast beijast fyrir aðild (umsókn) íslands að ESB, segja m.a., að nauðsynlégt sé að sjá, hvaða kjör bjóðast. Það er óþarfi að senda slíka umsókn, því kjörin eru augljós. Þau birtast í sjávarútvegsstefnu ESB og sjávarútvegssamningi Norð- manna, þ.e. aðildarsamningi Norð- manna á sjávarútvegssviðum vegna hugsanlegrar aðildar þeirra að ESB. Jafn aðgangur að fiskimiðum Grundvallarstefna ESB hefur verið og er enn sú að aðgangur allra fiskiskipa aðildarríkjanna að hafsvæðum sambandsins skal vera jafn. Þessi stefna byggist á því ákvæði Rómarsáttmálans sem Umsókn fylgir ákveðin skuldbinding. Óbein yf- irlýsing um vilja til þátt- töku, að mati Guð- mundar H. Garðars- sonar, sem telur að þjóðin eigi að fara gæti- lega gagnvart ESB. bannar mismun á grundvelli þjóð- ernis. Rómarsáttmálinn er stjórnar- skrá ESB. Ákvæðum slíks sáttmála verður ekki breytt vegna 260.000 manns. í því gæti falist hættulegt fordæmi gagnvart öðrum og veiga- meiri atriðum í samskiptum stór- þjóðanna gagnvart smáríkjunum eða jaðarríkjum ESB. Betri kjör! Þess vegna er það annaðhvort alvarleg sjálfsblekking eða dóm- greindarleysi að halda því fram, að íslendingar geti fengið önnur eða betri kjör en Norðmenn á sviði sjávarútvegsmála við aðild þeirra að ESB. Óll meiri háttar frávik fela í sér tímabundið gildi sam- kvæmt sjávarútvegssamningi Nor- egs og ESB. Að gildistíma loknum verða Norðmenn eins og aðrar ESB-þjóð- ir, að hlíta sömu reglum og ákvæð- um um nýtingu hafsins á yfirráða- svæði ESB. Völdintil ESB • Ráð ESB og framkvæmdastjórn geta sett þrenns kohar löggjöf, sem felst í eftirfarandi: Reglugerðir, sem eru bindandi Guðmundúr H. Garðarsson fyrir öll ríki sambandsins. Tilskipanir, sem einnig eru bind- andi, en aðildarríkjum er falin nán- ari útfærsla. Ákvarðanir, sem einnig eru bind- andi fyrir eitt ríki eða fleiri. Eins og nú horfir í ákvörðunar- ferli ESB í sjávarútvegsmálum mun eftirfarandi gerast við mótun þess- ara mála fram til ársins 2002. 1. Völd stofnana sambandsins aukast. 2. Allir þættir sjávarútvegsstefn- unnar verða samræmdir í grunnreglugerð. 3. Tekið verður upp veiðileyfa- kerfi. 4. Reglugerð um eftirlit verður ít- arlegri og nær til fleiri þátta en áður. 5. Ákvarðanir um leyfilegan heild- arafla verða væntanlega teknar með tilliti til fleiri ára í senn. Öll þróunin hnígur í þá átt að árið 2002 - eftir aðeins 7 ár - verði sjávarútvegsmálum ríkja ESB stjórnað frá Brussel. Forræði ESB verður ótvírætt. Ábyrgur forsætisráðherra Forsætisráðherra, Davíð Odds- son, hefur gert sér grein fyrir þess- ari staðreynd. Hann hefur m.a. tekið af skarið um að af hálfu Is- lands verður ekki send aðildarum- sókn til Brussel. Ábyrgir stjórn- málamenn leika sér ekki með fjö- reggið. Sjávarútvegurinn er fjöregg Islendinga íslenskir skipstjórnarmenn, sjó- menn og forystumenn í útgerð og fisvinnslu gera sér fullkomlega grein fyrir hættunni ef Island ger- ist aðili að ESB. - Umsókn fylgir ákveðin skuldbinding. Óbein yfir- lýsing um vilja til þátttöku. - Það er hagsmunamál allra Islendinga að forráðamenn þjóðarinnar fari gætilega í þessum efnum og gefi vinveittum þjóðum ekki ranglega til kynna, hvað íslendingum er fyr- ir bestu. Því miður hefur utanríkisráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson, ekki verið gætinn sem skyldi. Höfundur er viðskiptafræðingur og fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykja víkurkjördæmi. Alþýðubandalag- ið á Vestfjörðum 65 til- nefningar í forvali SEXTÍU og fimm hlutu tilnefning- ar í fyrri umferð forvals Alþýðu- bandaíagsins á Vestfjörðum þann 19. nóvember. Forvalið fór fram meðal félaga í Alþýðubandalaginu á Vestfjörðum og höfðu samtals 182 félagar rétt til þátttöku. Níutíu og sjö greiddu atkvæði og hlaut Kristinn H. Gunnarson, Bolungar- vík, flest atkvæði eða 83. Bryndís G. Friðgeirsdóttir, ísafirði, hlaut næst flest atkvæði eða 70, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri, hlaut 68 atkvæði, Smári Haraldsson, ísafirði, 43 atkvæði, Einar Pálsson, Vesturbyggð, 38 atkvæði, Hallveig Ingimarsdóttir, Yesturbyggð, 35 atkvæði, Jón Ólafsson, Hólmavík, 32 atkvæði, Magnús Ingólfsson, 24 atkvæði og Finnur M. Gunnlaugsson og Karl V. Matthíasson, Tálknafírði, 20 atkvæði. Bindandi fyrir efstu sæti Fyrri umferð forvalsins þjónar þeim tilgangi að gefa félögum kost á að tilnefna sex manns til þátttöku í síðari umferð. Sex efstu mönnum, gefí þeir kost á sértil síðari umferð- ar, er síðan raðað í síðari umferð. Auk þess getur stjórn kjördæmis- ráðs bætt þremur við til þátttöku í síðari umferð og hámarksfjöldi þannig orðið níu manns alls. Niður- staða forvaldsins er bindandi fyrir tillögu uppstillinganefndar fyrir þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins í næstu alþingiskosning- um nái þátttaka 50%. Meðal annarra orða í Bretlandi eiga þingmenn og ráðherrar að tilkynna hvers konar fríðindi, gjafír, boðsferðir og þvíumlíkt og ber að greiða opinber gjöld af því eftir atvikum. Njörður P. Njarðvík skrifar um embættismissi tveggja ráðherra og ásakanir á hendur þeim þriðja. ÞAÐ ORÐ sem oftast hefur komið fyrir í fjöl- miðlum hér í Bretlandi að undanförnu er „sleaze“. í orðabókum finn ég lýsingarorðið sleazy: disreputable, sem óorð fer af. Sleaze merkir því eitthvað sem er vafasamt, ein- hvers konar óheilindi. Það er notað um stjórn- málamenn, sem ekki hafa uppfyllt þær sið- ferðiskröfur, sem gerðar eru til þeirra, og er í raun vægt orð yfir spillingu. Það hefur leitt ti! embættismissis tveggja ráðherra nýlega, og sá þriðji stendur enn í orrahríð ásakana. Það er raunar með ólíkindum hvað íhalds- flokkurinn breski hefur verið óheppinn með ráðherra sína. Þeir hafa hver af öðrum verið flæktir í hneykslismál vegna kynlífs og fjár- málaafskipta, sumir segja jafnvel vegna mútuþægni. En þess ber að geta, að slúður- blöðin hér eru svo ótrúlega atgangshörð og hnýsast í einkalíf frammámanna, að það er blátt áfram blöskranlegt. Og svo kemur hitt einnig til, að ráðherrar eru miskunnarlaust látnir fjúka, ef þeir hafa orðið uppvísir að vafasömu líferni, sem brýtur í bága við al- menningsálit. Óheilindi Sú hrina, sem nú stendur yfir, hófst þó ekki opinberlega í slúðurblöðum og tengist ekki neinu kynsvalli. Hún hófst í því að virðu- lega blaðið Guardian, sem birti frétt þess efnis, að íjármálamaðurinn Mohamed Fayed, sem á hina frægu stórverslun Harrods, hafi greitt þingmönnum íhaldsflokksins fé fyrir að bera fram ákveðnar spúrningar í þinginu, og samfara því kom í ljós að sami maður sakaði íjóra ráðherra um óheilindi (impropri- ety) í starfi. John Major forsætisráðherra fól þá Sir Robin Butler, the Cabinet Secretary, að gangast fyrir „sjálfstæðri og nákvæmri rannsókn" (independent and full investigati- on). Það þótti sumum nokkuð hlálegt og not- færðu sér þegar í stað nafn mannsins. Butler þýðir þjónn, og þessi Butler, var sagt í Obser- ver, þjónar ríkisstjórninni í embætti sínu. Ekki liðu þó margir dagar áður en tveir ráð- herrar neyddust til að taka pokann sinn, eins og það heitir á sjómannamáli. Dvöl á lúxushóteli En þar með er sagan ekki búin. Þess ber að geta, að hér eiga þingmenn og ráðherrar að tilkynna hvers konar fríðindi, gjafir, boðs- ferðir og þvíumlíkt til The Register of Mem- bers’ Interest, þar sem allt slíkt er skráð, og ber að greiða opinber gjöld af því eftir atvik- um. Það þykir því' sleazy" svo ekki sé meira sagt, ef slíkt er vanrækt. Og áðurnefndur Mohamed Fayed kemur aftur við sögu, því að hann á ekki bara Harrods, heldur einnig hið fræga lúxushótel Ritz í París. Og þar var a.m.k. annar hinna brottviknu ráðherra gest- ur hans. Og nú er farið að heija á þriðja ráðherr- ann að nafni Jonathan Aitkins, sem við mynd- um líklega kalla fyrsta aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu (Chief Secretary to the Tresaui-y), en reyndar eiga ráðherraembætti hér ekki öll beina samsvörun við okkar kerfi. Hann dvaldi lika á Ritz í París og greiddi ekki nema helming af himinháum reikningi sínum. Því er haldið fram að hinn helmingur- inn hafi verið greiddur af fjármálamanni frá Saudi-Arabíu. Að þessu komst Guardian með því að nota bréfhaus breska þingsins, og má nú búast við málsókn fyrir slíka misnotkun! Reyndar segir Aitkins, að kona hans hafi alllöngu síðar greitt þennan hluta reiknings- ins einnig. En því trúa ekki allir og þykir tæ’past sannað, svo óyggjandi sé, þótt ljóst sé að frönskumælandi kona hafi innt greiðsl- una af hendi, og svipi til konu Aitkins. Og 6. þ.m. segir Observer að Aitkins hafi ekki tilkynnt greiðslur fyrir að vera i forsvari fyr- ir eins konar eignarhaldsfyrirtæki í eigu kon- ungsfjölskyldunnar í Saudi-Arabíu. Og nú bíða menn og sjá, hvað úr þessu verður. Spilling byrjar smátt Blöð hér hafa bent á, að alls konar smá- spilling heiji á stjórnmálamenn. T.d. er bent á, að þeir fái greitt fyrir flugfar á fyrsta farrými í utanlandsferðum, en stundi að kaupa ódýra miða og stinga mismuninum í vasann. Sem þætti víst ekki stórmál á ís- landi. Og þar með vaknar kannski sú spurn- ing, að okkur komi við þessari hremmingar í Ihaldsflokknum breska. 1 raun kemur það öllum við. Við sjáum vaxandi tilhneigingu til spillingar hjá stjórnmálamönnum víða um heim. Frakkar hafa þjáðst af henni, bæði til hægri og vinstri. Þjóðir horfa upp á að fyrir- menn þeirra ganga á undan með vondu for- dæmi. Hvaða áhrif hefur það? Og hvers vegna skyldu þjóðir þola slíkt? Er hugsanlegt að hluti skýringár sé fólginn í því, að við lifum á hugsjónalausum tímum? Og eigum við að halda, að þar sem sækist þeir menn eftir frama í stjórnmálum, sem vilja fyrst og fremst þjóna sjálfum sér og persónulegum sérhagsmunum sínum í stað þess að vinna í þágu málstaðar, svo að ekki sé nefnt hið hræðilega orð hugsjón? Svo mikið er víst, að það er kominn tími til að stjórnmálamönnum séu settar strangar reglur, ef ekki beinlínis lög, um það hvað þeir megi gera og hvað ekki. Þetta segist John Major ætla að gera. Og það þurfum við líka að gera. Ætli það kæmi ekki svipur á suma stjórnmálamenn okkar, ef þeir þyrftu að láta skrá formlega öll fríðindi sín, laxveiði- ferðir og hvaðeina? En af fréttum að heiman að dæma, er sannarlega full ástæða til þess. Observer birtir þá athyglisverðu kenningu, að spilling sé fremur umborin í góðæri, en i efnahagsþrengingum. Hafí almenningur úr nógu að spila að eigin dómi, skipti hann sér ekki mikið af þvi, hvernig stjórnmálamenn hagi sér. En þegar harðnar í dalnum, þá gerir alemnningur strangari kröfu til þess, að stjórnmálamenn taki einnig þátt í almenn- um þrengingum. Og svo er því bætt við, að spilling byiji ævinlega smátt, en eigi það til að vaxa með ógnarhraða. Það er hollt að muna. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands, en dvelst sem stendur við rannsóknir og ritstörf í Clare Hall Collcge, University of Cambridge.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.