Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Ágrip af sögu Danakonunga - uppskrift Arna Magnússonar FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með dr. Ólafi Halldórssyni handritafræðingi í Skólabæ við Suð- urgötu í kvöld, miðvikudagskvöldið 23. nóvember, kl. 20.30. . Ólafur hefur fengist mikið við 1 rannsóknir á heimildum um Græn- land í miðaldaritum, og meðal ann- i ars gefið út Ólafs sögu Tryggvason- ar hina mestu, íslenskar miðaldarím- ur, Eiríks sögu rauða og Færeyinga- ' sögu. Nýlega sendi hann frá sér út- gáfu á Mattheus sögu postula sem var snúið á íslensku á 12. öld og er með allra elstu sögum sem til eru á íslensku. í kvöld m_un Ólafur huga að staf- setningu í Ágripi af sögu Danakon- unga sem er aðeins til í handriti með hendi Áma Magnússonar, skrifuð eftir bók sem brann í Kaupmanna- höfn 1728. Það geymir sögu Dana- konunga fram á daga Valdimars gamla (d. 1241) og sona hans. Skipt- ar skoðanir eru um hvort Sturla Þórðarson hafí tekið ágripið saman eftir Knýtlinga sögu fyrir Ingibjörgu Noregsdrottningu eða hvort það hafi verið í tvennu lagi og stofninn tekinn eftir latínuriti eins og Ólafur sjálfur hefur haldið fram, segir í fréttatil- kynningu. Eftir framsögu Ólafs gefst mönn- um kostur á léttum veitingum áður en almennar umræður hefjast. Fund- urinn er öllum opinn. ■ GULL- og silfursmiðjan Erna hf. hefur hafið framleiðslu á 3. jólasveinaskeiðinni. Á eftir Stekkjastaur og Giljagaur er það Stúfur sem prýðir skeiðina í ár. Skeiðin er smíðuð úr 925 sterl- ing silfri. Állar 3 skeiðarnar eru fáanlegar hjá Emu hf. í Skipholti 3 og hjá ýmsum skartgripasölum og verslunum um allt land, sem selja íslenskan listiðnað. A' V N N 1 I AUGLÝSINGAR * Hagnýtt bókhaldsnám- skeið fyrir iðnaðarmenn verður haldið föstudag 25. (kl. 13-18) og laugardag 26. (kl. 9-14) nóvember. Námskeiðið er sérstaklega sniðið að þörfum iðnaðarmanna og dæmi tekin úr iðnrekstri. Engrar undirstöðukunnáttu er krafist, hvorki í bókhaldi né tölvumeðferð. Fyrri daginn verður farið í handfært bókhald og þann seinni verður tölvubókhald kynnt. Kennarar verða Ólafur Johnson og Hjálmar Flosason. Verð kr. 7.500 fyrir félagsmenn Sl. Athugið: Síðasti skráningardagur er á morgun. Skráning fer fram í síma 96-16010. <2) SAMTOK IÐNAÐARINS Flugmenn - flugáhugamenn Fundur okkar um flugöryggismál verður hald- inn annað kvöld á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 20.00. FUNDAREFNI: Viðbrögð við vá í yfirlandsflugi. - Erfiðleikar sem geta komið upp í vetrarflugi. - Viðbrögð og fyrirbyggjandi búnaður. - Grunnatriði „Fyrstu hjálpar". Kaffihlé. Kvikmyndasýning. Allir velkomnir. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík. Flugmálafélag fslands. Flugmálastjórn. Öryggisnefnd FÍA. Framleiðslufyrirtæki f matvælaiðnaði Til sölu er að 50% hluta eða öllu leyti fram- leiðslufyrirtæki með sérstöðu á íslandi. Vinsamlegast leggið inn nöfn og síma á af- greiðslu Mbl. fyrir 28. nóvember merkt: „íslensk framleiðsla - 15735“. Egilsstaðabær - útboð Egilsstaðabær óskar eftir tilboði í sundlauga- lagnir og tæki í uppsteypta sundlaug á Egils- stöðum. Sundlaugin er 25x12,5 m með barnalaug og tveimur heitum pottum. Um er að ræða tvö sjálfstæð útboð: 1. Sundlaugalagnir og uppsetning hreinsi- tækja ásamt tölvustýrikerfi. 2. Hreinsitæki lauga og potta, brautarlínur og startpallar. Útboðsgögn verða afhent frá og með 4. nóvember á bæjarskrifstofum Egilsstaða- bæjar, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum, og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Ámúla 4, 108 Reykjavík. Útboðsbók „Sundlaugalagnir og stýringar" er seld á kr. 4.000. Útboðsbók „Hreinsitæki" selst á kr. 1.000. Tilboðin verða opnuð á bæjarskrifstofum Egilsstaðabæjar 9. desember 1994 kl. 11.00. Bæjartæknifræðingur. Lánasjóður fslenskra námsmanna Nýir umsækjendur athugið Umsóknir um lán vegna náms á vprmisseri 1995 þurfa að berast LÍN fyrir 1. desember nk. Umsóknir, sem berast eftir 1. desember, taka gildi fjórum vikum eftir að þær berast sjóðnum. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu sjóðsins, hjá námsmannasamtökunum, lánshæfum skólum hérlendis, útibúum banka og spari- sjóða og í sendiráðum íslands. Skrifstofa LÍN Skrifstofa sjóðsins er við Laugaveg 77 í Reykjavík. Hún er opin frá kl. 9.15-15.00 alla virka daga. Símanúmer sjóðsins er 91-604000 og grænt númer er 996665. Bréfasímar eru 91-604090 og 91-25329. Skiptiborðið er opið frá kl. 9.15-12.00 og frá kl. 13.00-16.00. Starfsmenn lánadeildar veita upplýsingar og ráðgjöf í síma og með viðtölum. Símatími lánadeildar er alla virka daga frá kl. 9.15- 12.00. Viðtalstími er alla virka daga frá kl. 11.00-15.00. Mánudaga: Þriðjudaga: Miðvikudaga: Fimmtudaga: Föstudaga: Almenn viðtöl Norðurlönd Enskumælandi lönd ísland Önnur lönd Starfsmenn innheimtudeildar veita upplýs- ingar í síma alla virka daga frá kl. 9.15-12.00 og frá kl. 13.00-16.00. Afgreiðslutími gjald- kera er frá kl. 9.15-15.00. Lánasjóður íslenskra námsmanna, Laugavegi 77, 101 Reykjavík. Y SJALFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi Aðalfundur fólagsins verður haldinn í dag, miðvikudaginn 23. nóvem- ber, í Félagsheimili sjálfstæðismanna i Breiðholti, Álfabakka 14, og hefst hann kl. 20.30. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestur fundarins verður Geir H. Haarde, alþingismaður. Stjórnin. Almennur félagsf undur og opinn stjórnarfundur Landsmálafélagsins Varðar Almennur félagsfundur/opinn stjórnarfund- ur Landsmálafélagsins Varðar verður haldinn fimmtudaginn 24. nóvember nk. kl. 18.00 i Valhöll v/Háaleitisbraut. Dagskrá: 1. Kosning uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs á aðalfundi Varðar 1994. 2. Árni Sigfússon, borgarfulltrúi, segir frá málefnum borgarstjórnar. Landsmáiafélagið Vörður. Félag sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi Aðalfundur félagsins verður haldinn í kvöld, miðvikudagskvöldið 23. nóvember, kl. 20.30 í Valhöll. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Guðmundur Hall- varðsson, alþingísmaður. Stjórnin. Reiki Náttúruleg lífsorka Helgarnámskeið 25.-27. nóv., 1. stig. Kvöldnám- skeið 27.-28. nóv., 2. stig. Reiki er ævaforn aöferö í heilun sem allir geta lært og nýtt fyrir sjáifan sig og aðra. Reiki er hreinsandi, orkugefandi, stuölar að almennri vellíðan og þroska einstaklingsins. Pantanir á námskeið og einka- tfma í síma 652309 eftir kl. 18 öll kvöld. Rafn Sigurbjörnsson, viöurkenndur reikimeistari af Reikisamtökum fslands. I.O.O.F. 7 = 17611238'/2 = 9 II □ GIMLI 5994112419 II = 6 □GLITNIR 59941122319 I. □ HELGAFELL 5994112319 VI FRL. □ HELGAFELL5994102419 VI Hörgshlíð 12 Bænastund f kvöld kl. 20.00. ____ SAMBANO ISLENZKRA SfSllr KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Almenn samkoma f kvöld kl. 20.30 4 Kristniboðssalnum. Ræðumaður er Þórarinn Björns- son. Allir velkomnir. Hvitasunnukirkjan Ffladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12 ára krakka. Biblíulestur kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.