Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Skelfing einangraðir exjarskeggjar BOKMENNTIR Ljóð Á BERSVÆÐI eftir Jónas Þorbjarnarson Forlagið, 1994 - 58 síður. ÉG GET engan veginn fallist á þá skýringu á heiti nýrrar Ijóðabók- ar Jónasar Þorbjamarsonar, Á ber- svæði, sem fínna má á bókarkápu, að ljóð hans standi á bersvæði „og ekki studd né niður njörvuð af viðurkenndum listbrögðum sam- tímaljóðlistar". Þetta er þó alls ekki sagt bókinni eða höfundinum til lasts heldur tel ég skáldskap Jónas- ar í rökréttu framhaldi og í ágætu samhengi við ýmislegt það sem ort hefur ver- ið á íslandi þótt hann eins og aðrir hafi sína sérstöðu. Bók sinni skiptir Jónas í þijá hluta. Fyrsti hluti og sá seinasti fjallar um islenskan veruleika, ekki síst tvo gamla menn úti á landi sem eru skáldinu nákomn- ir. En í öðrum hlutan- um ieitar Jónas fanga í Mexíkó. Kvæði Jónasar eru öðrum þræði lýsing á landslagi og fólki, ekki síst gömlum mönnum, brot af ferðasögu um ísland og Mexíkó; gestaboð úti í náttúrunni og í sög- unni með færum lejðsögumanni því að óhjákvæmilega erum við gestir á þeim slóðum eins og höfundurinn og í þeim skilningi kannski á ber- svæði. En leiðsögumaðurinn hefur sitthvað að segja á sinn kyrrláta og íhugula hátt um náttúrusýnina. Hún tengist því hugleiðingum um lífið og dauðann, tímann og eilífð- ina og ekki síst sambýli manns við náttúruna og tengsl hans við sög- una. Ljóðmælandi tengir sig ekki við tímana né heldur þéttbýlið og það líf sem þar er lifað. í Borg við sjó snýr hann í rómantískum anda baki í önnum kafna borgina og finnur sér ekki annað hlutverk en að glápa mót hafsauganu. Samt segist hann heyra „leiðindamurr/ að baki mér-/ heyri að það er verið að lifa“. Raun- ar er það endurtekið stef í kvæðum Jónasar að lífið geri hann ringlaðan eða honum fínnist það skrítið. Þessi afstaða skýrist betur í kvæðinu Náttkirkjan sem segir frá rútuferð í myrkri á hásléttu á slóð- um Indíána í Mexíkó. Ljóðmælanda finnst vélarhljóð rútunnar, vélar- hljóð nútímans, ráðast á hina helgu þögn náttúrunnar en það er meira: drunur nútímans bara óp - einhver að villast einn um myrkrið og stjömumar - óp sem nóttin svelgir eins og blóð Jónas leitar því eftir útgönguleið úr firr- ingu og einsemd í ver- öld þar sem ekkert varir, ekki einu sinni dauðinn. Sú leið er sambýli við land og sögu og samræður við gamla menn sem eru svo nákomnir þessum þáttum að þeir verða vart aðgreindir frá þeim. Þulurinn forni sér nefnilega ólíkt nú- tímamanninum aftur og fram í tíma eins og segir í kvæðinu Hleðslu og viðhorf hans og væntanlega skáldsins eru þau að hann lítur á okkur - slétt og fellt nútímafólkið - sem skelfing einangraða eyjarskeggja Ljóðabókin Á bersvæði er heild- stæð bók, ekki síst vegna stöðugrar nálægðar ljóðmælanda. Stíllinn er líka samur við sig, íhugull rabb- tónn, ofurlítið útleitinn en þó stund- um með knöppum myndum. Lítið er um vísanir eða flókin tákn og því er ljóðheimurinn aðgengílegur. Slíkur stíll er að vísu átakalítill og vafalaust gerðu skarpari drættir sumum ljóðum Jónasar gott. Orð skáldsins standa þó fyrir sínu og eru umfram allt góð ljóðlist. Skafti Þ. Halldórsson Jónas Þorbjamarson IBBY verðlaunar smásagnahöfunda VERÐLAUN í smásagnasam- keppni sem Barnabókaráðið, ís- landsdeild IBBY, efndi til fyrr á þessu ári í tilefni af ári fjölskyld- unnar og afmæli lýðvéldisins, voru áfhent að Kjarvalsstöðum í gær. 79 handrit bárust dómnefnd í hendur og treysti hún sér ekki til að gera upp á milli þeirra þriggja bestu. Þrír höfundar dcildu því fyrstu verðlaunum. Þeir eru Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson fyrir söguna Ormagull, Amheiður Borg fyrir Ævintýrið um Gæfu, Smið og dætumar þrjár og Steinunn Araþrúður Bjöms- dóttir fyrir Skessuna. Sigríður Víðis Jónsdóttir veitti verðlaun- um þeirrar síðastnefndu viðtöku. í upphafi var að því stefnt að þær sögur sem bestar eða athygl- isverðastar þættu yrðu gefnar út að lokinni samkeppni. Sú ósk hefur nú orðið að veruleika og í gær kom út bók með fjórtán sög- um sem bámst inn í samkeppn- ina. Bókin ber nafn einnar verð- launasögunnar Ormagull. FRÁ afhendingu barnadisksins á Kvistaborg. Hunang TONLIST Tónlistarskóli FÍII CAPUT-SVEITIN Tónverk eftir Hauk Tómasson, Riccardo Nova, Olav Anton Thommessen, Jukka Koskinen, Dagfinn Koch og Bent Sorensen. CAPUT-sveitin u. slj. Rolf Gupta. CAPUT-sveitin hélt. á laugar- dagskvöldið var allvel sótta tón- leika í sal Tónlistarskóla Félags íslenzkra hljómlistarmanna í Rauðagerði. Tónleikamir fóru ann- ars heldur dult, miðað við það sem til þarf núorðið af auglýsingab- umbuslætti, en skv. hljómleika- skrá, á sænsku, sem undirritaður gat heijað út úr forkólfum sveitar- innar í tónleikalok (formlega var engin hljómleikaskrá til, heldur notazt við munnlegar kynningar), var í aðsigi hljómleikaför CAPUT til höfuðborga Norðurlanda og Mílanós dagana 20.-28. nóvember með tilstyrk frá ýmsum norrænum menningarsjóðum og íslenzka menntamálaráðuneytinu. Um það allt vissi undirritaður ekkert, er kammersveitin hóf leik- inn. Ekki þar fyrir, að maður kynni illa við þessa blöndu af óformlegu andrúmslofti, þar sem slegið var á létta strengi í kynningum, og hin- um skynjanlegajámharða samspil- saga og innlifun, er tók við af öllu hispursleysinu, um leið og leikur hófst. Hér vó salt innri kraftur og ytri auðmýkt, sem ósjálfrátt leiddi hugann að Teddy forseta Roose- velt, mjúka talinu og mikla stafn- um - nema það hafi þá verið tón- sproti unga norsk-indverska stjómandans Rolfs Gupta, er klauf loftið af hnitmiðaðri röggsemi, sem kallaði fram þessi óvæntu hughrif. Alltjent stóð eftir meiri ánægju- kennd af þessum tónleikum en sá er hér skrifar þykist hafa fundið um árabil, þegar framsækin tónlist er annars vegar. Allt í einu var eins og tónlistin kæmi manni við.......jæja, mestöll tónlistin. Og óneitanlega vaknaði spuming- in: hversu mikið af frumflutningi nýrra tónverka í reykvískum hljómleikasölum nú á dögum er •eiginlega marktækt? Hljómsveitarverk Hauks Tómas- sonar, Árhringvr, var, eins og ann- að á þessum tónleikum, frábærlega vel Ieikið, og stóð í mínum huga upp úr hinum verkunum fímm sem músík. Litadýrð og fjölbreytni í tónvefnaði Hauks skyggði ekki á festuna í stefrænni úrvinnslu, né heldur var höfundur feiminn við að sýna lagræn og púlsrytmísk til- þrif innan um hefðbundna framúr- stefnu. Verkið var upphaflega samið fyrir stærri hljómsveit, en kammersveitargerðin hljómaði á engan hátt sem skorin við nögl, og tilslípunin af ítrekaðri vinnslu var greinilega af hinu góða; ekkert eftir of eða van. 6 nova organa fýrir píanókvart- ett, klarinett og flautu eftir Ricc- ardo Nova var eftirminnilegast fyrir „gosbrunna-dýnamík" sína, en minnti ekki sérstaklega á org- anum-rithátt hámiðalda. Cassation - froðufellandi verk eftir Olav Anton Thommessen (ég misheyrði í fyrstu titilinn sem Kastrastion, er náði anda verksins einkennilega vel) var, að sögn stjómandans, jafnvel fyrir hljómlistarmenn eins og CAPUT, „kjempe vanskelig rnusikk". Má vera. Maður hafði hins vegar ákveðið hugboð um, að verkið væri betur flutt en samið, þrátt fyrir að höfundur sé hand- hafí tónlistarverðlauna Norður- landaráðs 1991. Hinar 5 örstuttu míníatúrur Dagfinns Koch fyrir strengi og fag- ott, La Notte, vom 180 gráðum handan við Thommessen og mun meiri „skemmtimúsík", eða eins og suðurskandinavar segja, publik- umsvenlig, að ekki sé beinlínis sagt rómantísk tónlist. Það eina sem fór í taugar hlustandans var stuttleiki þáttanna. Þetta var búið allt of snemma. Hið andstæða (þ.e. búið allt of seint) var uppi á teningnum í verki Finnans Jukka Koskinens þar á eftir, en hann hafði þó þá hrein- skilni til að bera að velja verkinu sannnefni, Ululation (= Ýlfur). Kynnirinn sagði Koskinen manna seinvirkastan, og virðist það engar ýkjur, ef satt er sem sagt var, að „Ýlfrið" hafí kostað tónskáldið þriggja ára yfirlegu. Kvarttóna- gliss-öldurnar héldust frá upphafí til (alltof síðbúins) enda og minntu á býflugnager og spangól. Lokaverkið var eftir Danann Bent Sorensen. Sorensen kvað töluvert númer meðal framvarða sunnar í álfu um þessar mundir, og Minnelieder - Zweites Minne- water bar líka keim af heitustu straumum og stefnum úr hringiðu augnabliksins úti í hinum stóra heimi. Það gekk ekki lítið á í verk- inu, en þrátt fyrir virtúósíska ork- estrum megnaði það ekki að halda fullri athygli hlustandans í síðasta þriðjuhgi. Nokkurra mínútna stytt- ing hefði sennilega getað gert út- slagið. Eftir flutning sem þennan skilst betur, hvers vegna mörg framsæk- in tónskáld samtímans hænast að hljóðfærasnillingum líkt og flugur að hunangi. Þeir fá einfaldlega verkin til að skipta máli. Og hér á íslandi má að fenginni reynslu nokkurn veginn slá því föstu, að til sé aðeins tvenns konar ný tón- list: sú venjulega - og sú sem spil- uð er af CAPUT í stuði! Ríkarður Ö. Pálsson Nýjar plötur • Litlu börnin leika $ére r nýr bamadiskur (og nælda) sem kominn er út, með yfír 20 lögum fyrir yngri bömin, sungin af Svanhildi og Önnu Mjöll. Allmörg ár em síðan Svanhildur söng inn á tvær bama- plötur, „Fyrir börnin"og „Ailir krakkar". • Nú er á ferðinni þriðja barna- plata eða bamadiskur Svanhildar með nýju efni og þá slæst Anna MjöII í hópinn og leggur móður sinni lið með því að syngja tvö lög. Þessir diskar em geftiir og þeim dreift til allra leikskóla borgarinn- ar. Afhendingin fór fram á Kvista- borg af því að Anna Mjöll var þar fýrir 20 áram á leikskóla. Ólafur Gaukur hefur útsett öll lögin og samið tvö lög. Meðal ann- arra lagahöfunda má em Jón Ás- geirsson, Þorkell Sigurbjörnsson og CarlBillich, en af textahöfund- um má nefna Óm Snorrason, Halldór Laxness, Kristján frá Djúpalæk, Hildigunni Halldórs- dóttur, Hrefnu Tynes, Svein- bjöm Egilsson, Jakob Hafstein og ÓlafGauk. Allir textar á diskin- um fylgja með prentaðir. Undirleik annast Péturlfjalt- ested, Ólafur Gaukurog Blásara- kvintett Reykjavíkur, en hann skipa Bemharður Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Jóse Ognibene og Hafsteinn Guð- mundsson. Upptökur vom gerðar í Hljóðsmiðjunni í júní sl. Útgefandi er Tónaljón en dreif- ingu annast Japis. • Út er komin fyrsta plata hljóm- sveitarinnar Birthmark, „ Unfin- ished Novels“. Birtlimark er dú- ett skipaður Svani Kristbergssyni og Valgeiri Sigurðssyni, en nafni hljómsveitarinnar, sem hefur starf- að í fímm ár, var fyrir stuttu breytt úr „The Orange Empire“. Á plöt- unni koma fram yfir 20 hljóðfæra- leikarar, allt frá djassleikurum til strengja- og blásturssveita úr Cap- ut-hópnum. Tónlistinni er lýst sem popptónlist með margvíslegum frá- vikum. Platan var hljóðblönduð og að hluta til hljóðrituð í Real Worls Studios í Englandi, sem er hljóð- ver í eigu Peters Gabriels. Japis annast dreifingu. • ÚT er komin vegum Skífunnar hf. fjölskylduplatan Börn ogdag- ar sem var fyrst gefín út árið 1978 en kemur nú út í fyrsta sinn á geislaplötu. Magnús Sigmundsson samdi öll lög plötunnar við texta Kristjáns frá Djúpalæk. Á Börn- um og dögum eru 11 lög, þeirra á meðal Smalastúlkan, Ungamóðir og Gamla myllan. Tónlistarmenn á geislaplötunni eru flestir erlendir en söngvarar eru Ragnhildur Gísladóttir, Pálmi Gunnarsson, Björgvin Halldórsson. Magnús Sigmundsson og Kór Öldutúns- skólá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.