Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjúkrunardeildum á Hrafnistu haldið gangandi með aðstoð ættingja heimilisfólks Mönnun undir öryggismörkum Ragiiheiður Guðfinna Sigurður Stephensen Magnúsdóttir Einarsson Morgunblaðið/Þórdís Á 2B á Hrafnistu þurfa heimilismenn á mikilli aðstoð að halda. „ÞETTA var ekki forsvaranlegt um síðustu helgi. Ég tei að þá hafi mönn- un á hjúkrunardeild 2b farið niður fyrir öryggismörk," sagði Ragnheið- ur Stephensen, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á Hrafnistu í Hafnar- fírði. Verkfall sjúkraliða hefur komið mjög þungt við stofnunina, en um þriðjungur starfsfólksins er sjúkra- liðar. Staðan batnaði ekki í vikunni þegar fór að bera á inflúensufaraldri meðal starfsfólks. Um helgina áttu fimm sjúkraliðar að vera á vakt á 2b, en aðeins fékkst undanþága fyrir einn. Á vakt voru því aðeins einn hjúkrunarfræðingur, einn sjúkraliði og ein starfsstúlka. Þessir þrír starfsmenn sáu um 28 heimilismenn á deildinni. Ragnheiður sagði engan vafa leika á að þessi mönnun hefði verið undir öryggis- mörkum. Harðari undanþágur Ragnheiður sagði það sitt mat að undanþágunefnd væri að herða und- anþágur. Hún sagði að síðustu daga hefði verið hægt að ganga að því nokkuð vísu að ef beðið var um und- anþágu fyrir þrjá sjúkraliða fengist undanþága fyrir einn. í gær hefði hins vegar ekki fengist undanþága fyrir neinn þrátt fyrir að beðið hefði verið um undanþágu fyrir fjóra. Ragnheiður sagði að á Hrafnistu hefði ekki verið farin sú leið að kalla hjúkrunarfræðinga út á aukavaktir, enda væri það verkfallsbrot. „Þetta væri auðvitað ekki hægt nema með hjálp aðstandenda og vegna þess að annað starfsfólk hefur lagt á sig mikla vinnu. Það má segja að starfsfólk stoppi ekki í vinnunni og það gengur ekki til lengdar. Fólk þreytist með tímanum," sagði Ragn- heiður. Aðstandendur heimilismanna á Hrafnistu hafa komið og aðstoðað ættingja sína eftir föngum. Aðstoðin hefur aðallega falist í þrennu, að hjálpa fólki á fætur, að mata það og hjálpa því í rúmið. Margir hafa komið á morgnana áður en fólk fer í vinnu og hjálpað sínu fólki á fæt- ur. Einnig er dæmi um að fólk skjót- ist úr vinnu í hádeginu til að hjálpa fólki að matast. Ættingjar skipuleggja aðstoð „Ég bið að góður guð gefi ríkis- stjóminni víðsýni til að leysa þetta verkfall sem allra fyrst. Sjúkraliðar eru stétt sem síst á það skilið að sitja eftir í launum," sagði Guðfinna Magnúsdóttir, sem er til heimilis á 2b. Guðfínna er 73 ára og er í hjóla- stól og þarf því mikla aðstoð við að komast úr rúmi og í. „Dóttir mín og vinkona hennar hafa komið og hjálp- að mér, einnig sonur minn ogtengda- dóttir. Sonur minn, sem býr í Hvera- gerði, hefur meira að segja komið til að hjálpa mömmu sinni á fætur á morgnana. Það hefur skapast hér skemmtileg stemmning. Það er eins og jólin séu komin,“ sagði Guðfinna. Sigurður Einarsson, sem einnig er vistmaður á 2b á Hrafnistu, er ekki svo heppinn að eiga nákomna ættingja sem geta hlaupið undir bagga í verkfallinu. Hann sagði að engu að síður væri vel um sig hugs- að. „Ég finn fyrir því að það er meira álag á starfsfólki en venjulega og þjónustan er takmarkaðri." Sig- urður sagðist taka þessu með jafnað- argeði, en sagðist vona að samkomu- lag næðist sem fyrst í kjaradeilunni. Ragnheiður sagði að reynt hefði verið að halda sömu þjónustu við heimilismenn þrátt fyrir verkfallið. Þjónustan væri kannski ekki jafn hröð og venjulega, t.d. tæki lengri tíma að koma öllum á fætur á morgn- ana. Aftur á móti hefði dagdeildinni á Hrafnistu verið lokað, en þangað koma aldraðir á daginn og fá mat og alla almenna aðstoð. Átök á Eir Sjúkraliðafélagið telur að verið sé að framkvæma verkfallsbrot á hjúkr- unarheimilinu Eir. Þar er fyrirhugað að opna nýja deild fyrir blinda um næstu mánaðamót. Hjúkrunarfræð- ingar og starfsstúlkur, sem eiga að starfa á nýju deildinni, hafa verið teknar inn á almennar hjúkrunar- deildir til þjálfunar. Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkraliðafé- lagsins, sagði að mjög óeðlilega væri að þessu staðið af hálfu hjúkrunar- stjórnarinnar á Eir. Hún sagðist hafa rætt þetta mál við heilbrigðisráð- herra og hann hefði sýnt sjónarmið- um Sjúkraliðafélagsins skilning. Kristín sagði að til greina kæmi að herða undanþágur til Eirar ef þessi mál yrðu ekki endurskoðuð. Samdráttur á Landakoti Stjómendur á Landakotsspítala ákváðu í gær að draga verulega úr starfsemi á augndeild, handlækn- ingadeild og lyflæknisdeild. Með því móti telur spítalinn að hægt verði að flytja hjúkrunarfræðinga af þess- um deildum yfir á öldrunardeildir þar sem ástandið hefur verið mjög slæmt. Þessar aðgerðir leiða til þess að enn færri aðgerðir verða á spítalanum og biðlistar munu lengjast. Framkvæmdastjóri VSI Tafirnar skrifast á reikning- ASI ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, segir VSÍ síst af öllu hafa staðið í vegi fyrir því að setja reglur á sviði aðbúnaðar- og hollustuvandamála í samræmi við skuldbindingar í sambandi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Islands, sagði á fundi Alþýðuflokks- ins um Evrópumál nýlega að varðandi vinnumarkaðshluta EES-samnings- ins hefði vegna andstöðu VSÍ ekkert gengið að koma inn sameiginlegum reglum sem koma átti í framkvæmd vegna aðildar að Evrópska efnahags- svæðinu. Segir Þórarinn þessi ummæli Ara vera fullkomlega óskiljanleg. Morgunblaðið/Sverrir SKIPT var um sölukassa í söluturninum Gerplu í gær. Á mynd- inni eru (f.v.) Víðir Tómasson, Guðmunda Jónsdóttir og Þorgeir Ástvaldsson frá Islenskri getspá. íslensk getspá Nýtt sölukerfi „Við höfum gert tillögu um það að þessar lágmarksreglur verði settar strax til að fullnægja skuld- bindingum okkar, en við teljum að það sé afar brýnt fyrir ísland að geta staðið frammi fyrir Evrópu- sambandinu og sýnt með ótvíræð- um hætti að við séum færir um að framfylgja samningsskuldbind- ingum. Þess vegna höfum við lagt til að við settum strax lágmarks- reglurnar eins og EES-samningur- inn gerir kröfu um á þessu sviði. Alþýðusambandið hefur hins vegar kosið að koma með óskir um marg- háttaðar viðbætur og aðrar lausnir heldur en felast í skuldbindingum okkar samkvæmt EES-samningn- um. Það hefur tafið fyrir þessu, þannig að þær tafir sem orðið hafa á fullnustu okkar á EES-samn- ingnum hvað þetta varðar verða alfarið skrifaðar á reikning ASÍ,“ sagði Þórarinn. Síst á móti umræðum um vinnutímareglur Á umræddum fundi gerði Ari Skúlason athugasemdir við að VSÍ hefði staðið gegn samþykkt reglna um vinnutíma, og sagði Þórarinn það vera rétt. Það væri umdeilt hvort íslendingum væri skylt að taka upp reglur Evrópusambands- ins um vinnutíma, og það væri ákveðið mat VSI að það sem Is- lendingum væri ekki skylt að taka upp í þessu efni ættu þeir ekki að taka upp. „Ef það eru sérstök vandamál sem lúta að reglum um vinnutíma á íslenskum vinnumarkaði þá eig- um við að semja um þær reglur sjálf. Við erum ekki aðilar að Evrópu- sambandinu, en ef við værum aðil- ar að því þá værum við bundin af því að lúta þessum reglum í einu og öllu. Enm fyrst svo er ekki þá eru ekki efni til að binda okkur meira en þörf er á. Við höfum síst á móti því að ræða við launþega- hreyfinguna um reglur um vinnu- tíma ef á því er þörf, en það hafa engar slíkar óskir komið,“ sagði Þórarinn. NÝTT og fullkomnara sölukerfi hefur verið tekið í notkun hjá ís- lenskri getspá. Nýjum vél- og hug- búnaði hefur verið komið fyrir í höfuðstöðvunum og nýjum sölu- kössum á sölustöðum vítt og breitt um landið. Lottóið hefur skilað eigendum sínum yfir tveimur miHjörðum króna í tekjur frá því sala hófstfyrir átta árum. íþrótta- samband íslands hefur fengið um einn milljarð í sinn hlut, Öryrkja- bandalag íslands um 900 miHjónir og Ungmennafélag íslands rúmar 300 milljónir. Á blaðamannafundi vegna breytinganna kom fram að lottó- spilarar yrðu einkum varir við þá breytingu að nýju sölukassarnir væru algerlega hljóðlausir og mun hraðvirkari en þeir gömlu. Á þeim átta árum sem liðin eru frá stofnun lottósins hafa verið seldar 199.204.209 raðir í Lottó 5/38. MiHjónamæringar eru orðn- ir 338, fjöldi vinningshafa með fyrsta vinning 581, annan vinning 1.561, þriðja vinning 82.571, fjórða vinning 2.476.484 og heild- arfjöldi vinningshafa er 2.561.197. Alls hafa verið seldar 29.460.990 raðir í Víkingalottói. MiRjóna- mæringar eru orðnir 21, fjöldi vinningshafa með fyrsta vinning 3, annan vinning 47, þriðja vinning 540, fjórða vinning 31.421, fimmta vinning 111.266 og heildarfjöldi vinningshafa er orðinn 143.277. Lögreglan á ekki frum- kvæði að fréttaflutningi „LÖGREGLAN á ekki frumkvæði að því að koma á framfæri við fjölmiðla fréttum eða upplýsingum um nafn- greinda einstaklinga. Hún er bundin þagnarskyldu," sagði Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfírlögreglu- þjónn aðspurður í framhaldi af um- mælum Gísla Gíslasonar lögmanns Lindu Pétursdóttur um það að Linda hefði ekki átt frumkvæði að fréttum af handtöku hennar. Ómar Smári sagðist telja ljóst, að fjölmiðlar hefðu önnur ráð en upplýs- ingar frá lögreglu til að afla frétta af þessu tagi. „Umræddur atburður átti sér stað á almannafæri og að honum voru sjónvarvottar, aðrir en lögregla og þau sem í hlut áttu,“ sagði Ómar Smári. Hann sagði að lögreglunni hefði komið það jafnmik- ið á óvart og öðrum að hluti lögreglu- skýrslna vegna málsins hefði síðan birzt í blaði. ------4-» 4----- Trúlofunar- hringum stolið BROTIST var inn í Gull og silfur- smiðjuna Ernu í Skipholti 3 í fyrri- nótt og stolið 40 pörum af trúlofunar- hringum. Að sögn Ásgeirs Reynis- sonar gullsmiðs eru hringarnir flestir úr kopar með gullhúð og er M stimpl- að innan í marga þeirra. Að sögn Ásgeirs spenntu þjófarnir upp glugga og stálu úr sýningar- glugga. Hann sagði að tjónið væri umtalsvert, en vildi beina því til þjóf- anna að koma þýfinu til skila þar sem verðmæti þess fyrir þá væri lítið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.