Morgunblaðið - 23.11.1994, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994
Heimurinn í
heila skáldsins
BÖKMENNTIR
Ljóð
SÖNGURINN UM SJÁLF-
AN MIG
eftir Walt Whitman. Þýðandi og höf-
undur inngangs: Sigurður A. Magn-
ússon. Bjartur 1994 - 99 síður.
ÞAÐ er fyrst nú með þessari út-
gáfu á einum þekktasta ljóðabálkin-
um úr æviverki Walt Withmans,
„Leaves of Grass“, sem heil bók
með ijóðum hans kemur út á ís-
lensku. Það er hins vegar fjarri því
að ljóð hans hafi fram til þessa ver-
ið ókunnug íslenskum skáldum og
ljóðalesendum. Þau hafa ætíð verið
á sporbaug umhverfis ljóðlist tutt-
ugustu aldar, hinn frjálsi háttur
þeirra og hin allt að því goðsögulega
upphafning þeirra á hversdeginum
eru einar af megin fyrirmyndum
ljóðagerðar á þessari öld. Þýðing
Sigurður A. Magnússonar er því
kannski fremur áminning en beinlín-
is uppgötvun, einskonar „aftur til
lindanna“ í heimi nútímaljóðlistar-
innar, upprifjun á upphafi þróunar
sem ekki sér enn fyrir endann á.
Málið á „Söngnum um sjálfan mig“
er að vissu leyti afurð frumtextans,
niðurstaða af þróun sem hann átti
drjúga þátt í að hrinda af stað og
því verður ninn íslenski búningur
Whitmans að einskonar skurðpunkti
upphafs nútímaljóðlistarinnar og
þróunar hennar. En skáldskapur
Whitmans verður ekki aðeins að
samtimaskáldskap okkar vegna
hinnar nýju þýðingar, hann er það
ekki síst vegna þess að hann sýnir
hve nútímaljóðlistin á þessum hend-
ingum mikið að þakka og um leið
vísar hann út fyrir hana, enn lengra
framávið, út úr prumpuskap og
stöðnun; það er púður í þessum
skáldskap sem vonandi ýtir enn við
lesendum hans.
Whitman talaði sjálfur eitt sinn
um að heimurinn væri heili skálds-
ins og var þar ekki aðeins að umorða
hughyggju samtíma síns, hann var
ekki síst að reyna að skera á línuna
sem nýöldin hafði dregið á milli
sjálfsveru og umheims, á milli sýnd-
ar og einhvers sem lá handan henn-
ar. En hann leitaði ekki fundar við
heiminn í gegnum tákn náttúrunn-
ar, speglaði í þeim sjálf sitt til að
hefja hvort tveggja upp á svið ein-
ingar og sátta, heldur reyndi að
fanga umhverfið í hinni lotulöngu
hrynjandi ljóða sinna, tala tungum
götustráka og veiðimanna, segja frá
víðáttum Norður-Ameríku jafnt sem
borgarlífí Manhattan og fella allt
Nýjar bækur
Sögiileg skáldsaga
eftir Ama Bergmann
SKÁLDSAGAN Þor-
valdur víðförli eftir
Áma Bergmann er
komin út. Þorvaldur
víðförli var uppi fyrir
þúsund árum, slóst
ungur í lið með Frið-
riki trúboðsbiskupi og
lenti í mannvígum fyr-
ir Hvítakrist á íslandi.
Eftir það héldu honum
engin bönd. Hann leit-
aði guðs síns, var í
hernaði, kom í kon-
ungshallir, gekk í
klaustur og gerðist
einsetumaður.
í kynningu segir:
„Þorvaldur víðförli er söguleg
skáldsaga um umbrotatíma í sögu
íslands og Evrópu. Þetta er frá-
sögn sem spannar vítt
svið ^ögustaða og
heimspekihugmynda,
svo listilega sögð að
stundum veit les-
andinn ekki hvort
hann sjálfur er stadd-
ur í fortiðinni eða Þor-
valdur víðförli í nútím-
anum.“
Þorvaldur víðförli
er þriðja, skáldsaga
Áma Bergmann.
Útgefandi er Mál
og menning. Bókin er
302 bls. prentuð í G.
Ben. prentstovu hf.
Kápuna hannaði Margrét E. Lax-
ness. Verð kr. 3.380.
Árni Bergmann
Verðlaunaskáldsaga
Helga Ingólfssonar
VERÐLAUNA-
SKÁLDSAGAN Letr-
að í vindinn eftir
Helga Ingólfsson er
komin út. Sögusviðið
er Rómaveldi á síðustu
öld fyrir Krists burð,
og meginvettvangur-
inn er Rómaborg.
Sögumaður er skáldið
Helvíus Cinna. Þrælar
hans tveir skrá hvert
orð sem af vömm hans
hrýtur.
í kynningu segir:
„Tvennum sögum fer
fram samtímis: annars
vegar fylgist les-
andinn með skáldinu
Cattúllusi og félögum hans í svall-
sömu daðri við listagyðjuna og lífs-
nautnimar. Hins vegar prettunum
og svikunum sem ein-
kenna stjómmála-
ástandið þegar kappar
eins og Gajus Júlíu
Caesar, Catílína og
Cícéró berast á bana-
spjót í flóknu sam-
særi.“
Letrað í vindinn er
fyrsta skáldsaga
Helga Ingólfssonar,
frumraun sem hann
hlaut fyrir Bók-
menntaverðlaun
Reykjavíkur 1994.
Útgefandi er Mál og
menning. Bókin er 342
bls., unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf.
Kápu gerði Margrét E. Laxness.
Bókin kostar 3.380 krónur.
Helgi Ingólfsson
LISTIR
saman í sýn eins
manns, í sýn sjáandans
og skáldsins: „Ég fer
hjá rótum fjallgarða,
lófar mínir snerta meg-
inlönd/ Ég er á stjái
með sjón mína“ (bls.
62) segir í 33. ljóði. Hið
ólíka efni sem Whitman
sótti sér úr öllum áttum
og safnaði saman í
skáldheimi sínum var
langt í frá allt sprottið
af hans eigin beinu
reynslu en þessi brot
úr ólíkum áttum, þessir
bútar úr lífí þjóðar í
risavöxnu landi dansa
hringinn um einamiðju:
hann sjálfan. „Ég er bæði aldinn
og ungur, heimskur jafnt og spakur
[...] Móðurlegur og föðurlegur, bam
jafnt og fullvaxta maður,“ (bls. 38)
allt sem Ameríka nær yfír safnast
saman í þessum eina ljóðmælanda.
En eins og Sigurður A. Magnús-
son bendir á í prýðis inngangi (sér-
staklega er yfírlitið yfír þýðingar á
ljóðum Whitmans yfír á íslensku
gagnlegt) er þessi skáldsýn um leið
klofín. Whitman er stöðugt að lýsa
þeim hluta af sjálfum sér sem flýg-
ur landshoma á milli og sogar í sig
líf landsmanna sinna og setur hann
andspænis öðrum hluta sínum, þeim
sem tilheyrir hinu „opinbera“ lífí.
Líkt og hjá samtímamönnum hans
Edgar Allan Poe og Baudelaire er
skáldskapur hans fullur af klofningi
á milli þessara tveggja heima en á
meðan þeir síðamefndu bregðast við
honum með því að smíða heim „hins
fagra“ þar sem ljóðið verður að eins-
konar flekklausri kirkju hreinnar
upphafningar, heims handan hvers-
Walt Whitman
dagsins, settur saman
úr hljómum, litum og
skynjunum, er Whit-
man stöðugt að syngja
hinu hversdagslega lof.
Upphafning hans á
hinu hversdagslega
yfír í heim hins hetju-
lega byggist ekki á
flótta frá hversdagnum
heldur á því að gera
eðlisþætti hans og
tungumál, alþýðu- og
talmál, að efni í þessi
mælsku ljóð. Þessi
ljóðstíll hans skóp
Bandaríkjunum sína
sérstöku rödd en þessi
þáttur í ljóðlist hans
hefur ekki síður reynst notadijúg
fyrirmynd fyrir þau fjölmörgu skáld
sem síðan hafa veitt talmáli um-
hverfís síns inn í ljóð. Þessi þáttur
er hvað vandmeðfamastur í þýðing-
unni þar sem íslenskt nútímatalmál
er óhjákvæmilega litað öðrum auka-
merkingum. Þannig hefst t.d. 4. ljóð
bálksins á línunni: „Túristar og
spyrlar safnast að mér“, og er nokk-
uð annað bragð af orðinu „túristar"
en „trippers" í fmmmálinu. Það er
heldur ekki alltaf auðvelt að fylgja
eftir mælskufræðilegri uppbygg-
ingu ljóðlína Whitmans og stundum
hefði þýðingin að skaðlausu mátt
standa eilítið nær fmmmálinu, þetta
gildir einnig um óþarfa samheita-
notkun, t.d. í einu frægasta ljóð
safnsins, því sjötta, þar sem „child"
er þýtt með „hnokka“ og „krakka".
Þetta er hins vegar sparðatiningur.
Þýðing Sigurðar stendur allajafna
fyrir sinu.
Kristján B. Jónasson
Hannbara
kom - og fór
BOKMENNTIR
Skáldsaga
AMÓ AMAS
Höfundur: Þorgrímur Þráinsson.
Útgefandi: Fróði. Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf. Verð kr.
1.690.
FRÆNDSYSTKIN-
IN Ómar og María em
í sveit hjá ömmu sinni
og afa þegar drengur-
inn Amó Amas svífur á
ljósgeisla niður til jarð-
ar. Hann þarf að læra
einhveija lexíu á jörð-
inni en veit ekki hver
hún er. Dvölin á að taka
um tvo mánuði. Of-
boðslega drykkfelldur
sýslumaður sá ljósið
lflca og sendi naut-
heimskan lögregluþjón
á bæinn til þeirra til að
leita að ljósgeisla-
drengnum. En afí er
sniðugur og kjaftar þá
af sér, án þess að vita
hið rétta í málinu og krakkarnir
skrökva því að honum að Amó sé
skólabróðir þeirra, Árnason, sem þau
hafí gleymt að segja frá að ætlaði
að dvelja með þeim í mánuð. Þau
hafa lofað að varðveita leyndarmál
Amós.
Eftir mánuðinn fara þau til
Reykjavíkur til að byija í skóla. Þau
segja foreldrum sínum satt og rétt
frá um Amó og foreldramir ákveða
að hjálpa honum líka. Hann sest á
skólabekk með þeim og kennarar
og skólayfírvöld átta sig á að hann
er nokkuð sérstæður drengur. Hann
kann allt utanbókar. Hann hefur
ljósmyndaminni og les heilu næturn-
ar í gegnum doðranta. Hann þarf
ekki að sofa. Aldrei. Hann er naut-
sterkur og hefur hugarorku sem
fleytir boltum ofan í körfur. En auð-
vitað er svona „búllí" í bekknum;
heimskur, leiðinlegur, illgjarn, of-
beldishneigður strákur sem á pabba
í rannsóknarlögreglunni. Kemur í
ljós að ástæðan fyrir því að stráksi
er bara rétt sísvona eins og hann á
kyn til. Pabbinn kemur til að hand-
taka Amó en afí kemur þjótandi í
fjósagallanum úr sveitinni og bjarg-
ar málum. Svo er farið í skólaferða-
Iag þar sem Amó slær í gegn og
hverfur út í geiminn. Hann er jú
geimvera.
Ég verð nú að segja
eins og er að mér þykir
þetta afspymu léleg
saga. Hún fjallar ekki
um neitt; eykur hvorki
við skilning á raunvem-
leikanum né felur í sér
forsendur ævintýrsins.
Amó er ofurmenni en
lýsingin á honum er
þannig að manni dettur
helst í hug „pabbi minn
er sterkari en pabbi
þinn, hann getur sko
lyft heilu fjalli". Geim-
veran Amó er svo ýkt
persóna að hinn heims-
frægi Súperman fölnar.
Enda verður stúlku-
barnið María orðlaus og
gapandi af hrifningu öðru hveiju.
Og allir aðrir en Omar, María og
þeirra slekti er heimskt pakk. Sér-
staklega allt yfírvald, hvort sem það
er lagalegt eða skólalegt.
Það er enginn boðskapur í sög-
unni og frásögnin finnst mér í hálf-
gerðum „vaðalsstíl". Þetta er saga
um að vera sigurvegari, vera bestur
— hefur ekkert með það að njóta
lífsins að gera — og til að vera best-
ur í nútímasamfélagi harðrar sam-
keppni og ómennskra krafna til
barna, getur aðalsögupersónan ekki
verið jarðnesk. Enda verður Amó
varla sigraður að líkamlegu og and-
legu atgervi í skáldsögummæstu ára.
Sögunni lýkur á því að Amó hverf-
ur aftur. Það fer engum sögum af
því hvort hann hafí haft einhver
áhrif, hvað þá varanleg, á þau jarð-
arinnar börn sem hafa mætt honum.
Hann bara kom — og fór.
Súsanna Svavarsdóttir
Þorgrímur
Þráinsson
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• Ut eru komnnar í íslenskri þýð-
ingu þijár verðlaunabækur frá
Ástralíu fyrir böm og unglinga.
Bækumar eru Hefnd villikatt-
anna eftir Joan Phipson, Óradís
eftir Ruth Park og Geimpúkar,
en höfundur þeirrar bókar er GiII-
ian Rubinstein. Allar era bækurn-
ar ætlaðar lesendum frá aldrinum
11-14 ára. Þetta era fyrstu bæk-
urnar í ritröð sem eiga að vera
þýðingar á erlendum verðlauna-
bókum fyrir böm og unglinga.
Hefnd villikattanna eftir Joan
Phipson var fyrst gefin út árið
1976. Árið eftir vann hún ein af
heiðursverðlaunum í úthlutun
Áströlsku barnabókaverðlaun-
anna. Þýðandi þessarar bókar á
íslensku er Sigrún Klara Hannes-
dóttir.
Óradís kom fyrst út í Ástralíu
árið 1980. Bókin vakti þegar geysi-
mikla athygli. Skömmu síðar kom
bókin út í Bretlandi. Áströlsku
barnabókaverðlaunin fékk bókin
árið 1981 og síðan fylgdu fleiri
verðlaun í kjölfarið.
Óradís, eins og sagan hefur verið
kölluð í þýðingu Guðna Kolbeins-
sonar, er bók þar sem foríð og
nútíð blandast saman í ímynduðum
heimi og raunverulegum. Aðal-
söguhetjan Abigel sem er fjórtán
ára og sönn nútímastelpa, ófeiminn
við að hafa sínareigin skoðanir á
hlutunum. í þýðingu sögunnar var
notaður gamail íslenskur bamale-
ikur um Óradísi sem virðist hafa
verið á margan hátt líkur leiknum
sem áströlsku börnin leika í sög-
unni.
Geimpúkar eftir GiIIian Rubin-
stein kom fyrst út í Ástralíu árið
1986. Þetta var ein fyrsta ungl-
ingabókin sem om út í Ástralíu þar
sem tölvur léku meiri háttar hlut-
verk. Árið 1987 komst Geimpúkar
á heiðurslista ástralska bamabóka-
ráðsins og sama ár vann hún
Children’s Literature Peace
Prize og Sputh Australian Fes-
tival National Children’s Book
Awards. Árið 1990 vann hún
YABBA verðlaunin sem besta
skáldsagan fyrir unglinga.
Útgefandi bókanna erBókaút-
gáfan Lindin. Bækurnar kosta
1.480 krónur.
• Slátrarinn er eftir frönsku
skáldkonuna Alinu Reyes í ís-
lenskri þýðingu Guðrúnar Finn-
bogadóttur.
Alina Reyes hóf rithöfundaferil
sinn með þessari bók og sendi
handritið í skáldsagnasamkeppni
sem efnt var til í Bordeaux. Hlaut
hún fyrstu verðlaun í keppninni
og sama ár var bókin tilnefnd til
frönsku Councourt-bókmennta-
verðlaunanna sem em æðstu bók-
menntaverðlaun Frakklands.
Slátrarinn er opinská saga
skólastúlku sem fær sumarvinnu
hjá slátrara nokkmm. Fjallar sag-
an um kynlífsvakningu hennar.
Útgefandi erFróði. Slátrarinn
er80 bls. Bókin er prentunnin í
Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu-
hönnun annaðist Guðmundur
Ragnar Steingrímsson. Bókin
kostar 1.590 krónur.
• Bókasafnslöggan eftir banda-
ríska rithöfundinn Stephen King
er komin út í íslenskri þýðingu
Guðna Jóhannessonar. Er þetta
tíunda bókin eftir Stephen King
sem út kemur á íslensku.
Bókasafnslöggan er spennu-
saga sem fjallar um miðaldra mann
sem tekur að sér að halda ræðu á
klúbbfundi í heimabæ sínum. Til
þess að skreyta ræðu sína fer hann
á bókasafnið og fær léðar bækur
með frægum tilvitnunum. Þegar
bækurnar glatast hjá honum hefst
óvænt atburðaráðs.
Útgefandi er Fróði. Bókasafns-
löggan er 200 blaðsíður. Bókin er
prentunnin í Prentsmiðjunni Odda
hf. Kápuhönnun annaðist Helgi
Sigurðsson. Bókin kostar 2.180
krónur.