Morgunblaðið - 23.11.1994, Side 33

Morgunblaðið - 23.11.1994, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 33 BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Ingunn Bemburg - Halla Ólafsdóttir 132 HelgiJóhannsson-JónÞorleifsson 127 Þorleifur Þórarinsson - Eyjólfur Hjörleifsson 125 Sæbjörg Jónasdóttir - Þorsteinn Erlingsson 117 Meðalskoríbáðumriðlum 108 N or ðurlandsmót eystra í tvímenningi NORÐURLANDSMÓT eystra í tví- menningi 1994 verður haldið í starfs- mannasal KEA í Sunnuhlíð laugardag- inn 26. nóvember og hefst kl. 10. Spilað verður um silfurstig auk þess sem sigurvegari mótsins fær þátttöku- rétt í úrslitum íslandsmótsins í tví- menningi. Þátttökugjald er kr. 3.000 fyrir parið og greiðist á staðnum. Keppnisstjóri verður Páll H. Jónsson. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 17 fimmtudaginn 24. nóvember til: Hauks Jónssonar, hs. 25134, vs. 11710, og Páls H. Jónssonar, hs. 21695, vs. 12500. Suðurlandsmót í tvímenningi Suðurlandsmótið í tvímenningi verður haldið i Hveragerði laugardag- inn 26. nóvember. Spilað verður á Hótel Örk og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 9.30. Keppnisstjóri verður Kristján Hauksson. Brynjólfur Gestsson tekur við skráningu í síma 98-21695. Frestur til að skrá sig er fram að hádegi fimmtudaginn 24. nóvember. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 17. nóvember spil- uðu tuttugu og tvö pör í tveim riðlum. A-riðill, 10 pör Kristinn Magnússon - Helga Helgadóttir 139 BragiMelax-HjálmarGíslason 129 Kristinn Gislason - Margrét J akobsdóttir 117 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 109 Meðalskor 108 B-riðill, 12 pör Ragnar Halldórss. - Vilhjálmur Guðmundss. 201 Soffia Theodorsdóttir - BergljótRafnar 194 Þórhildur Magnúsdóttir - Halla Ólafsdóttir 183 Gunnþórunn Erlingsd. - Ásta Erlingsd. 182 Meðalskor 165 Sunnudaginn 20. nóvember mættu nítján pör og spilað var í tveim riðlum. A-riðill, 10 pör Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 135 Eggert Einarsson - Karl Adólfsson 118 Margrét Bjömsson - Guðrún Guðjónsdóttir 114 Inga J ónsdóttir - Jóhanna Gunnlaugsdóttir 112 B-riðill, 9 pör yfirseta Bridsfélag Kópavogs Hjá Bridsfélagi Kópavogs var síðast spilaður eins kvölds tvímenningur. Röð efstu para varð þessi: N/S: Sigurður Siguijónsson - Rapar Björnsson 251 Magnús Torfason, Hlynur Mapússon 245 Ólafur H. Ólafsson — Helgi Víborg 235 A/V: Magnús Aspelund - Steingrímur Jónasson 247 MuratSerdar-ÞórðurBjömsson 243 Árni Már Bjömsson - Guðmundur Baldursson 233 Næsta fimmtudgskvöld hefst Hrað- sveitakeppni félagsins. Skráning er þegar hafin, en unnt verður að skrá sig á staðnum. Hjálpað er til við mynd- un sveita. Bridsfélag Kópavogs vill óska Bridssambandi íslands og öllum brids- áhugamönnum landsins til hamingju með hið glæsilega húsnæði sem sam- bandið opnaði síðastliðinn föstudag. Bridsdeild Húnvetninga Þriðja umferð í hraðsveitakeppni var spiluð miðvikudaginn 16. nóvem- ber. Úrslit: Sv.ValdimarsJóhannssonar 631 Sv. Höllu Ólafsdóttur 605 Sv.JúlíönuIsebam 588 Sv. Ólafs Ingvarssonar 587 Staðan eftir 3 umferðir af 5: Sv. Höllu Ólafsdóttur 1823 Sv.ValdimarsJóhannssonar 1842 Sv. Gunnars Birgissonar 1753 Sv.ÓlafsIngvarssonar 1749 Átján pör í Philip Morris á Suðurnesjura Átján þör tóku þátt í Philip Morris tvímenningnum sl. föstudag. Spilað var í Sandgerði á vegum beggja félag- anna á Suðurnesjum. Lokastaðan í N/S-riðli: Valur Símonarson - Kristján Kristjánsson 48,5 Óli Þór Kjartansson - Kjartan Ólason 33.7 Lokastaðan í A/V: Karl Hermannsson - Amór Ragnarsson 32.2 Helgi Hólm - Helgi Guðleifsson 22.5 Um 350 pör spiluðu í keppninni og var árangur Kristjáns og Vals 13. besti yfir landið í norður/suður riðlin- um. Hjá Muninn hefst í kvöld sveita- keppni, sem jafnframt er firmakeppni. Morgunblaðið/Amór Ragnarsson SILFURHAFARNIR. Þessir ungu menn eru af Vestfjörðunum. Þeir náðu þeim frábæra árangri um sl. helgi að spila til úrslita um bikar- inn í Bikarkeppni Bridssambandsins. Talið frá vinstri: Ragnar Torfi Jónasson, Trygvi Ingason, Hlynur Magnússon og Jóhann Ævarsson. FANNFERGI í Reykjavík. VETRARGARÐUR NÚ LÍTUR síðasta „blóm“ ársins dagsins ljós. Það er farið að hægja á öllu. Sólin kemur stoðugt seinna upp og sest fyrr. Með erfiðismunum rétt gægist hún yfir hlíðar og hálsa. Geislar hennar, sem yljuðu okkur svo vel í sumar, vekja engan gróður lengur, náttúran er komin í vetrardvala. Garðeigandinn hef- ur þó að ýmsu að huga áður en hann leggst í vetrardvala. Nú þegar uppskeran er komin í hús og von- andi sem flestir laukar hæfilega djúpt í moldu er sitthvað enn ógert. Já, vel á minnst, laukar. Vissulega eru allra síðustu forvöð að leggja lauka í moldu, en þó þarf ekki að afskrifa þá hafí maður gleymt sér í annríki hversdagsins. Ég hef holað niður laukum í desember með að- stoð járnkarls og heita vatnsins og sjá — um vorið uppskar ég ekki eins og ég átti skilið; við mér brostu bæði krókusar, páskaliljur og túlip- anar, eins og þeir hefðu hreiðrað um sig í moldinni frá því í byrjun september. Ennþá, eftir 15 ár, koma upp nokkrir af desembertúlipönun- um mínum, verst að ég veit ekki hvað þeir heita. Nú er einmitt tíminn til að nota góðu dagana til að dunda sér við vetrarsnyrtinguna. Safna saman laufinu, sem alls staðar fýkur núna og sest helst að þar sem við viljum ekki hafa það, svo sem yfír niður- föllum, við innganginn eða á gras- flötina. Laufið á hins vegar heima í safnkassanum eða í gróðurbeðun- um. Til að hemja það þar má grípa til ýmissa ráða. Gott er að leggja það að fjölæringunum, þar sem það hlífir þeim yfir veturinn, en klippa svo háu blómstönglana 1 svona 10-20 cm hæð, leggja þá yfir lauf- ið og jafnframt stinga á milli stubbana sem eftir stóðu. Stuðnings- prikin, sem voru svo nauðsynleg í sumar, eru best geymd inni yfir veturinn, en hins vegar má koma niður grindum eða plastneti fyrir hlífðardúk um- hverfís sígræna ung- viðið, sem þoiir illa síðvetrarsólina. Hlífð- ardúkurinn má bíða enn um sinn. Ekki má gleyma garðáhöldun- um. Hrífur og gafflar, skólfur og stungu- spaðar, allt þarf þetta að þvo og gott er að strjúka yfir járnið með olíu, svo það ryðgi ekki í vetur. Og hvernig var það, þarf ekki að brýna eitthvað, svo það bíti eind og til er ætlast næsta vor. Auðvitað eru allir búnir að skrúfa fyrir stoppkranann við garðvatnið og tæma vatnsslönguna og koma henni í hús. Já hús, gróðurhúsið þarf líka sína athygli, þótt ekki sé Tölu- setn. Fyrirsögn 282 Trjáklippingar 283 Fræsán. og uppeldi sumarblóma 284 Sumarmál 285 Safnkassinn - jarðgerð 286 Stjörnulauf 287 Roðalykill 288 Hvítasunnulilja 289 Huldulykill 290 Kryddjurtir 1 291 Kryddjurtir II 292 Fjallasóley 293 Heggur 294 Smærur 295 Ranabjöllur 296 Stjúpublóm 297 Tröliahnoðri/skessuhnoðri 298 Mahonía 299 Burkni 1 300 Burkni II 301 Stikilsber 302 Svífur að hausti 1 303 Svífur að hausti II 304 Inniræktun blómlauka 305 Vetrargarður - skrá þar hiti í vetur. Það þarf að fjar- lægja visnaðar jurtaleifar og svo þarf að þvo það hátt og lágt með góðu sápuvatni og skola svo vel á eftir bæði gler, tré eða ál og stein. Grænþörungar vilja setjast á gler og tré og skordýr og sniglar líta á gróðurhús sem kjörstaði fyrir varp. Ekki má heldur gleyma pottum og bökkum. Mun minni líkur eru á að plöntur misfarist í uppeldi, ef vel er gætt að hreinlæti. Ekki má gleyma moldinni. Mold í beðum verður smám saman þreytt, það gengur á næringarefnin og bakter- íur og sníkjudýr geta tekið sér þar bústað. Því þarf að skipta um mold reglulega. Besta moldin í gróðurhús er góð safnhaugamold, en sumir aðilar selja moldarblöndur í gróður- hús. Mestu máli skiptir að moldin sé laus við illgresishluta eða fræ, næringarrík og „humusrík" eins og danskurinn segir. Kæri lesandi, bestu þakkir fyrir samfylgdina í sumar. Hittumst með hækkandi sól. S. Hj. Höfundur Birt Steinn Kárason 29.3. Einar I. Siggeirsson 13.4. Umsj.m. 21.4. Sigr. Hjartar 30.4. Sigr. Hjartar/Ó.B.G. 7.5. Sigr. Hjartar/Ó.B.G. 14.5. Kristinn Guðsteinsson 22.5. Sigr. Hjartar 29.5. Umsj.m. 3.6. Umsj.m. 11.6. Sigr. Hjartar 17.6. Sigr. Hjartar 29.6. Ól.B.Guðm.son 14.7. Guðm. Halldórsson 23.7. Áslaug Skúladóttir 3.8. Sigr. Hjartar 16.8. Hermann Lundholm 23.8. Hermann Lundholm 2.9. Hermann Lundholm 9.9. Ingibjörg Steingr.d. 17.9. Umsj.m. 1.10. Umsj.m. 8.10. Umsj.m. 27.10. Sigr. Hjartar/Umsj.m. BLOM VIKUNNAR 305. þáttur U m s j ó n Á g ú s t a Björnsdóttir Fyrirlestur um fíkn og bata NÁMUNDI, Ánanaustum 15, Reykjavík, gengst á morgun, fimmtudag, fyrir fyrirlestri um fíkn og bata, undir yfirskriftinni „Leiðin að heiman og heim - fíkn sem and- legt villuráf". Fyrirlesari er Vé- steinn Lúðvíksson. Fyrir tæpum sextíu árum komust fáeinir alkóhólistar í Bandaríkjunum að þeirri niðurstöðu, að sjúkdómur þeirra væri ekki síst andlegur og viðleitni þeirra til bata þyrfti að taka mið af því. Þessi uppgötvun hefur ekki aðeins gerbreytt hug- myndum manna um alkóhólisma, hún hefur einnig reynst haidgott veganesti fyrir milljónir fíkla af ýmsu tagi um allan heim. En í hvaða skilningi er fíkn andlegur sjúkdóm- ur, andlegt villuráf, andleg örbirgð? Og hvaða skýringar eru á því, að jafnvel langt. genginn fíkill skuli geta náð því að eignast innihalds- meira og hamingjuríkara líf en flest- ir þeirra sem aldrei hafa villst að heiman? Fyrirlesturinn hefst kl. 20. Að- gangseyrir er 500 kr. Ráðstefna um fjár- mál sveitarfélaga RÁÐSTEFNA Sambands ísl. sveitarfélaga um Ijármál sveitarfé- laga verður haldin í dag, miðviku- dag, og á morgun á Hótel Sögu. Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra ávarpar ráðstefnuna og Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra flytur framsöguerindi um færslu grunnskólans til sveitarfélag- anna. Á ráðstefnunni verða lagðar fram niðurstöður nýrrar könnunar á fjár- hag sveitarfélaganna á árunum 1989 til 1993. Þá verður rætt um ijárhagsaðstoð sveitarfélaga, Land- skrá fasteigna og horfur í fjármálum sveitarfélaga. í í TAKT VIÐ TÍMANN i« /■ • /*//, XM þessari viku sýnum við það nýjasta í vasaúrum i hálsfesti Vasaúrin eru fáanleg í 18k gulli, silfri og með 18k gullhúð, með og án loks. Verðmæt tímamótagjöf. Úr í hálsfesti eru mjög vinsæl. Emailérað bak með 18k gullrós, einnig með 18k gullhúð, með og án loks. Fallegur skartgripur. QARÐAR ÓLAFSSON ÚRSMIÐUR Lækjartorgi, sími. 10081.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.