Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 30
30' MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Móðir okkar, HILDIGUNNUR MAGNÚSDÓTTIR, Viðilundi 24, Akureyri, lést 21. nóvember. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Ragnheiður Garðarsdóttir, Þráinn Karlsson, Helga Garðarsdóttir, Jóhannes Óli Garðarsson, Brynhildur Garðarsdóttir, Magnús Garðarsson, Gerður Garðarsdóttir, og aörir aðstandendur. Ásta Þorsteinsdóttir, Þórður Jón Guðlaugsson, Barbara M. Geirsdóttir, Smári P. Aðalsteinsson t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA GUÐRÚN FINNBOGADÓTTIR KJELD, sem lést mánudaginn 14. nóvember, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvík- urkirkju föstudaginn 25. nóvember kl. 15.00. María Kjeld, Hanna Kjeld, Kristbjörg Kjeld, Guðmundur Steinsson, Matthías Kjeld, Marcella Kjeld, Anna Jóna Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu sem okkur var sýnd við andlát og útför GUÐBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Bergstaðastræti 40, Reykjavík. Gunnar Valdimarsson og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir til þeirra, er sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, DANÍELS BRANDSSONAR, Fróðastöðum. Unnur Pálsdóttir, dætur og fjölskyldur þeirra. t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ÞURÍÐAR PÁLSDÓTTUR, sem andaðist 3. nóvember 1994. Sérstakar þakkir færum við stjórnend- um og starfsmönnum á elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund, svo og öðrum vinum hennar innan og utan stofnunarinnar. Halldóra Elíasdóttir, Jón Dan Jónsson, Ingibjörg Elíasdóttir, Gunnar Runólfsson og aðrir niðjar og tengdabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför SIGRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR, frá Fáskrúðsfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Jón G. Antoníusson, Elisabet Erlendsdóttir, Jóhann Antoníusson, Guðný Kröyer, Sigriður Antoniusdóttir, Jón Þ. Ólafsson, Erlingur G. Antoníusson, Sigrfður Tómasdóttir, Guðrún Michelsen og systur hinnar látnu. + Jóhanna Árna- dóttir fæddist í Reykjavík 15. júní 1904. Hún lést á Borgarspítalanum mánudaginn 14. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Árni Þorsteinn Zakar- íasson og Heiga Guðbjörg Ófeigs- dóttir. Hún átti tvö alsystkini, þau Sig- ríði og Árna Þ., auk tveggja hálfsystra, Ásthildar Árna- dóttur og Valgerð- ar Jóhannsdóttur. I febrúar- mánuði 1924 giftist Jóhanna Helga Eiríkssyni, sem lést 14. mars 1976. Eftirlifandi börn þeirra eru Helga Helgadóttir, f. 16. desember 1924, og Eirík- ur Helgason, stórkaupmaður, f. 25. júní 1927. Útför Jóhönnu fer fram frá Dómkirkjunni í dag. í DAG verður amma mín og vin- kona, Jóhanna Árnadóttir, kvödd. Vil ég, fyrir hönd allrar fjölskyld- unnar, nota þetta tækifæri til þess að þakka hjúkrunarfólki og læknum á deild A-6 á Borgarspítalanum góða umönnun á erfiðum tímum. Jóhanna amma var níræð þegar hún lést. Hún ólst upp í Þingholts- strætinu hjá foreldrum sínum, Árna Þ. Zakaríassyni og Helgu Ofeigs- dóttur, ásamt_tveimur alsystkinum sínum, þeim Árna og Sigríði. Aðeins 19 ára giftist hún Helga afa og stofnuðu þau sitt fyrsta heimili á Tjarnargötu 11 í Reykja- vík. Þar bjuggu þau allt fram til ársins 1952 er þau fluttu í Laugar- ásinn í hús sem afi Helgi byggði og var eitt af fyrstu húsunum sem þar risu. Þetta varð þeirra sælureit- ur allt til dauðadags. Amma og afi eign- uðust góða og trygga vini sem fylgdu þeim allt lífið. A heimili þeirra var alltaf mjög gestkvæmt og endur- minningarnar margar um ljúfar stundir í góðra vina hópi. Amma vann, eins og þá tíðkaðist, innan veggja heimilisins, sem hún ástundaði af alúð og umhyggju. Hún var smekkleg og listræn og sérstaklega næm fyrir allri litasamsetningu. Það bar heimili hennar góðan vott um, þrátt fyrir að vera í senn lát- laust og fágað. Endurspeglaði þetta vel hennar innri persónu. Foreldrar mínir bjuggú á neðri hæð hússins á Laugarásveginum, þar sem við systkinin fæddumst, allt til ársins 1962, er þau slitu samvistum. Þá voru það amma og afi sem tóku þá ákvörðun að taka okkur tvö eldri systkinin inn á heim- ili sitt og veita okkur það öryggi og þá umhyggju sem líf okkar bygg- ir á. Má segja að það hafi orðið okkar gæfa. Þetta var stór ákvörð- un sem krafðist mikilla fórna, en tekin af heilum hug. Það er erfitt að kveðja konu sem helgað hefur líf sitt á svo óeigin- gjarnan hátt umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni og þeim sem henni var annt um. I senn var hún mér amma, móðir og vinur. Ef eitthvað bjátaði á var hún alltaf til staðar, tilbúin að hlusta og hlúa að, með sitt hlýja bros og mjúku arma. Á hveijum degi hringdi síminn og blíðleg röddin hennar ömmu heyrðist segja: „Sæl, Anna mín, þetta er amma. Hvernig hafa engl- arnir mínir það?“ Börnin voru henni mjög kærkomin og hafði hún svo oft á orði að hana langaði til þess að fá að njóta þeirra lengur. Ég er þakklát fyrir það að börnin mín skuli hafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi að fá að kynnast henni ömmu Hönnu og eiga þennan tíma með henni. Veit ég að hún mun alltaf skipa stóran sess í hjarta þeirra. Nú er síminn hættur að hringja, en röddin hennar ömmu mun halda áfram að hljóma fyrir eyrum mér og orð hennar umveíja mig hlýju um ókomna tíð við minninguna eina. Þau segja í raun allt um ömmu mína og vin, Jóhönnu Árnadóttur. Ég þakka samfylgdina og bið góðan guð að blessa miningu henn- ar. Anna. Hún amma Hanna er dáin. Amma Hanna sem vakandi og sofandi vildi vera okkur vernd og skjól. Okkur langar til að minnast hennar fáum orðum. Amma Hanna var alltaf svo hlý, bjartsýn og jákvæð, og um leið yfir- veguð og fáguð. Hreinlyndi og kristileg umhyggja voru einnig það sem hún brýndi fyrir okkur. Og allt- af hafði hún áhyggjur af því hvort við fengjum nóg að borða eða hvort við værum nógu vel klædd. Við þökkum fyrir þær stundir sem við fengum að njóta með ömmu, og fyrir þá lífssýn sem hún vildi miðla okkur. Illa dreymir drenginn minn: Drottinn sendu engil þinn vöggu hans að vaka hjá vondum draumum stjaka frá. Láttu hann dreyma líf og yl, ljós og állt sem gott er til, ást og von og traust og trú. Taktu hann strax í fóstur nú. Langa og fagra lífsins braut leiddu hann gegnum sæld og þraut. Verði hann besta barnið þitt. Bænheyrðu nú kvakið mitt svo ég megi sætt og rótt sofa dauðans löngu nótt. Góður Guð geymi ömmu Hönnu. Hákon Helgi, Helga Björt, Vaka og Adolf. JOHANNA ÁRNADÓTTIR ÓLAFÍA ÞÓRÐARDÓTTIR + Ólafía Þórðardóttir fæddist á Firði 1 Múlasveit í A- Barðastrandarsýslu 24. febrúar 1927. Hún lést á Borgarspítal- anum 30. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 8. nóvember. VINKONA mín, Ólafía Þórðardótt- ir, er látin eftir erfið veikindi. Ég átti ekki kost á að fylgja henni til grafar þar sem ég var stödd erlend- is. Mig langar til að minnast henn- ar nú og þakka henni fyrir allar þær ánægjulegu stundir sem við höfum átt saman. Við Ólafía, eða Olla, hittumst fyrst hjá sameiginlegri kunningja- konu, þegar ég bjó á Ægisíðunni og hún á Lynghaga. Þá vorum við Erfidrykkjur Glæsileg kaífi- hlaðborð Ííillegir salirognijög gt)ð þjónusta. lipplýsingar ‘ísíma22322 FLUGLEIDIR HÓTEL LðFTLEIDIlt báðar heimavinnandi með börnin okkar og þróaðist vinátta okkar hratt. Eiginmönnum okkar féll enn- fremur vel hvorum við annan og mynduðust náin vináttubönd á milli fjölskyldanna tveggja. Samveru- stundir voru tíðar og var spilað brids á vetrarkvöldum og á sumrin var farið í tjaldferðir og veiðitúra, að ógleymdum ferðalögum að æskuheimili Ollu, Firði á Múlanesi. Svo kom að því að Jón og Olla fluttust til Hafnar í Hornafírði. Urðu heimsóknir til þeirra um páska árviss viðburður hjá okkur Sveini og var alltaf jafn ánægjulegt að koma til þeirra, enda móttökur höfðinglegar. Á Höfn kynntust þau hjón golfíþróttinni og spiluðum við fjögur oft saman, á Hornafirði, í Reykjavík og víðar um heiminn. Það var gaman á vellinum með Ollu, sem og annars staðar, því hún var með afbrigðum brosmild, skapgóð og skemmtileg kona. Vil ég þakka henni innilega allar þær góðu stund- ir sem við höfum átt saman. Eftir að þau hjón fluttust aftur til Reykjavíkur æxluðust mál okkar Ollu þannig að við hófum báðar störf hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands. Störfuðum við þar saman samfleytt í rúmlega tíu ár. Vinátta okkar var slík að hún þoldi vel þessi daglegu samskipti. Eins og komið hefur fram þá hófst vinskapur okkar Ólafíu þegar börnin voru ung. Eðlilega skipa börn hennar stóran sess í hjarta mínu og hef ég fylgst með sorgum þeirra og gleði. í dag eiga þau um sárt að binda, en tíminn læknar öll sár og eftir stendur minningin um ástríka og skemmtilega móður. Jón, Begga Dóra, Gunna, Doddi, Lolla og Sigga. Hugur minn er hjá ykkur. Herdís. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS BJARNASON fráTeigagerði, Reyðarfirði, til heimilis á Hrafnistu, Réykjavík, verður jarðsettur frá Langholtskirkju fimmtudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Anna María Tómasdóttir, Karl Sigurjónsson, Ingibjörg Tómasdóttir, Haraldur Haraldsson, Bjarni Tómasson, Inga Tómasdóttir, Sigfús Tómasson, Ásgeir T ómasson, Helge Lyckberg, Sigrf&ur Sigursteinsdóttir, Élín Albertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.