Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 31 MINNINGAR i. i i ) ) K > > + Maria Dolores Font LIopico fæddist á Mallorca 14. september 1951. Hún lést á sjúkra- húsi í Palma 27. september síðastlið- inn. María Dolores Font LIopico ólst upp i föðurgarði ásamt systur. Snemma kom i ljós áhugi hennar á verslun og rak hún sína eigin verlsun meðan _ heilsan leyfði. Árið 1977 giftist María Dolor- es Font Llopico Boyeras Morey rafvirkjameistara. Dætur þeirra eru Antonia Boyras Font, f. 30. maí 1978, og María Boyeras Font, f. 23. febrúar 1980, báðar í menntaskóla. Útför Maríu fór fram í Palma Nova 29. septem- ber. LÁTIN er heiðurskona og íslands- vinur í mörg ár og þekkt af mörgum íslendingum, sem dvalið hafa á Mallorca. María Dolores hét hún og gekk undir nafninu Lolly. Hún rak minjagripaverslun á Magaluf, sem var and- spænis stóru íbúðarhót- eli, Maria Elena. Fyrstu öryrkjaferð- irnar frá íslandi voru famar 1971, með góðri fyrirgreiðslu ferðaskrif- stofunnar Úrvals undir stjórn Steins Lárusson- ar. Þessar ferðir fyrir efnalitla öryrkja stóðu yfir í tíu ár og var allt- af farið með Urvali. Þar reyndist bestur skiln- ingur á svona ferðum og kjörin best. Fyrstu árin var búið á Maria Elena og leituðu þá margir til Lolly- ar, sem alltaf var til taks, ef á þurfti að halda. Veitti hún aðstoð og upp- lýsingar, ekki síst þegar hópurinn frá Höfðaskóla (nú Öskjuhlíðarskóli) kom 1974 og dvaldi á Maria Elena. Var þá mikið leitað til Lollyar og dvalið langtímum saman hjá henni við alls konar leiki. Mörg bömin eru horfin héðan, eins og margir öryr- kjamir og munu þeir án efa taka á móti Lolly sinni, eins og þau kölluðu hana. Árið 1976 rættist draumur Lollyar að koma til íslands, og tókst það með aðstoð Úrvals. Dvaldi Lolly á heimili okkar í mánaðartíma og fórum við með hana víða um landið. Minningar hennar um þessa dvöl vom henni mjög kærar og talaði hún oft um dvölina á íslandi. Árið eftir, eða 1977, giftist Lolly miklum heiðursmanni, Bartolome Boyeras Morey. Var brúðkaup þeirra ógleymanlegt okkur tíu íslending- um, sem viðstaddir vorum ásamt mörg hundmð manns. Lolly var mjög tryggiynd kona og minning- amar streyma fram, heimsóknir til þessara elskulegu hjóna, dvöl okkar í sumarhúsi þeirra á Can Pikafort og ótal margt fleira. Lolly fylgdist með veikindum manns míns, sem lá á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn í marga mánuði og hringdi hún í hverri viku til að spyija um líðan hans. Lolly gekk aldrei heil til skógar og fór hún oft til aðgerða á Sjúkrahús, en aldrei heyrðist hún kvarta. Árið 1990 hætti Lolly með minjagripaverslunina á Magaluf og setti upp ritfanga- og skólavömverslun í Palma Nova og vann hún við verslunina á meðan heilsan leyfði með hjálp eiginmanns og dætra. í sumar hringdi Lolly og sagði okkur að nú væri móðir sín látin og væri hún sjálf veik af og til og spurði hvort við kæmum í heimsókn fljót- lega. Vegna veikinda mannsins míns dróst það fram í september og fómm við og sonur okkar til Mallorka hinn 27. september, en Lolly lést þennan sama dag, svo við náðum ekki að kveðja hana. Hér með kveðjum við þig, elsku Lolly okkar, með þökk fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir hópana okkar og sérstaklega drenginn okkar og fjölskyldu okkar. Við biðjum eftirlif- andi ástvinum, eiginmanni, dætmm, systur og öldruðum föður guðs bless- unar í þeirra miklu sorg. Ötför Mar- iu Dolores Font Llopico fór fram í Palma Nova 29. september að við- stöddu miklu fjölmenni. Dóra, Guðmundur Marinó, Þröstur og Berglind, Kaupmannahöfn. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afinælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi í númer 691181. Það era vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MARIA DOLORES FONT LLOPICO HREFNA PÉTURSDÓTTIR + Hrefna Péturs- dóttir var fædd á Kolgrímastöðum í Ejrjafirði 23. júní 1907. Hún lést á Kristnesspítala hinn 27. október sl. Útför hennar fór fram frá Glérár- kirkju hinn 1. nóv- ember. Hrefna var dóttir hjónanna Stefaníu Sig- tryggsdóttur og Péturs Tómasson- ar. Stefanía var ekkja, þegar hún giftist Pétri og átti einn son frá fyrra hjónabandi, Jóhann Jóhannsson, sem var lengi skólasljóri á Siglufirði. Hans kona var Aðalheiður Halldórs- dóttir og áttu þau þijú börn, Jóhann Heiðar, Stefaníu og Jóninu. Systkini Hrefnu voru tvö: Sigtryggur, f. 1912, d. 1966, bakari á Húsavík, kvæntur Helenu Líndal, þau áttu fjögur börn, Björn, Pétur, Bertu Stefaníu og Helenu Bjargeyju; Bjargey, f. 1918, d. 1956. Hún missti unnusta sinn rétt fyrir brúðkaup þeirra og giftist aldrei. Hrefna giftist Halldóri Jónssyni frá Ytra-Krossanesi, f. 1906, d. 1964 og eignuðust þau fjögur börn: Jón, Þórarin, Hrein og LUy. HREFNA og Halldór bjuggu fyrst í Ytra-Krossanesi, en fluttu að stuttum tíma liðnum í Ásbyrgi í Glerárþorpi og þangað var alltaf gott að koma. Hrefna var alltaf svo ljúf og góð og kom ævinlega brosandi á móti gest- - um, hún geislaði frá sér innri hlýju. Halldór var afar glaðlyndur og hæfilega stríðinn við okkúr Eyju, mágkonu sína, þegar við kom- um hlaupandi ofan úr Oddeyrargötu, þar sem hún átti heima ásamt Pétri, föður sín- um, en móður sína missti hún ung. Við Eyja vorum * báðar í MA veturinn 1933 til 1934 og strax þegar búið var að lesa fyrir næsta dag, var lagt af stað. En einn farartálmi var á leiðinni, það var Glerá. Yfir hana urðum við að fara á plönkum, þeir vom mjóir og gátu verið hálir, þegar frost var. En ekkert gat aftrað okkur frá því að fara út í Ásbyrgi til þessara góðu hjóna og elskulegu barnanna þeirra. Síðar flutti ég suður til Reykja- víkur, en ævinlega var komið í Ásbyrgi, þegar farið var norður og síðast í Lönguhlíð, þangað sem Hrefna flutti seinast. Hrefna veittr vel að vanda og það var drukkið mikið kaffi og spjallað enn meira. Alltaf var mikið samband milli okkar, bamanna þeirra systra, Stefaníu, Maríu og Sigurlínu, móð- ur minnar. Mér fundust þau alltaf eins og systkini mín, enda komu þau öll oft heim að Æsustöðum, þar sem við bjuggum, því að mikl- ir kærleikar vom með systranum, mæðram okkar. Ég kveð nú elsku frænku mína með innilegum þökkum fyrir sam-'**" verana og bið Guð að blessa hana og fólkið hennar. Jónheiður Níelsdóttir. > ; s RAÐAUGí YSÍNGAR Vanur starf skraftur Vanur starfskraftur óskast tímabundið á end- urskoðunarskrifstofu. Stafssvið: Bókhalds- vinna, tölvuvinnsla, ritvinnsla o.fl. Svör sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 25. nóv., merkt: „Endurskoðunarskrifstofa - 2329“. Frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð Stundakennara í ensku og líkamsrækt vantar að skólanum á vorönn 1995 (hlutastörf). Um er að ræða forfallakennslu, svo að ekki verður um framhald að ræða. Nánari upplýsingar eru veittar í skólanum. Umsóknir berist þangað fyrir 10. desember. Rektor. Birkimelsskóli Barðaströnd íslenskukennarar - fjölskyldufólk Birkimelsskóli óskar að ráða kennara í ís- lensku frá og með næstkomandi áramótum. Birkimelsskóli er fámennur skóli í sveit við norðanverðan Breiðafjörð. Við bjóðum rétt- indakennurum upp á ýmis hlunnindi. Næg vinna á staðnum fyrir maka. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 94-2028 og heimasíma 94-2025. Akstur Starfsmaður óskast til aksturs og annarra starfa hjá stofnun í Reykjavík. Um er að ræða forfallavinnu að sinni. Umsóknir sendist Mbl. fyrir 28. nóvember 1994, merktar: „Akstur - 69 “. Faxafeni 11-108 Reykjavík Matreiðslumaður óskast. Um fast starf er að ræða. Dagvinna. Upplýsingar á staðnum frá kl. 18-19 á kvöldin. Lögmannsstofa Lögmannsstofa í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmann í hálft eða fullt starf. Verksvið starfsmanns er umsjón með inn- heimtu. Skilyrði er að viðkomandi hafi trausta þekkingu á notkun innheimtuforritsins IL+ og geti sjálfstætt séð um rekstur þess. Til greina kemur að ráða löglærðan starfs- mann jafnt sem starfsmann með aðra menntun eða reynslu. Bókhaldsþekking er æskileg en ekki skilyrði. Umsóknir, sem greini menntun og/eða reynslu, auk hugmynda um launakjör, sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „L - 10785“, fyrir 10. desember 1994. ASKUR Matreiðslumaður óskast Veitingahúsið ASKUR óskar eftir að ráða matreiðslumann. • Við leitum að dugmiklum einstaklingi, sem á gott með að umgangast fólk og stjórna fólki og vera opinn fyrir nýjungum. • Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði, vera vel skipulagður og metnaðarfullur. Hann þarf að vera reglusamur, snyrtilegur og áreiðanlegur. Lögð er áhersla á þjón- ustulipurð og sjálfstæði í starfi. • Starfið felst m.a. í matreiðslu, vaktstjón og innkaupum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um aldur menntun og fyrri störf, sendist skrif- stofunni, Suðurlandsbraut 6,108 Reykjavík. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. ASKUR er einn af rótgrónu veitingastöðum landsins - tekur 100 manns í sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.