Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 15 Nintendo og Sega sjá fram á aukna samkeppni á tölvuleikjamarkaðnum Verða leikja- tölvur úreltar? Manntjón í eldgosi á Jövu ELDGOS hófst í fjallinu Merapi á Jövu klukkan 7.00 i gærmorgun að íslenskum tíma. Höfðu 17 manns látist og rúmlega 100 slasast af völdum þess þegar síðast fréttist. Fjöldi húsa í hlíðum ij'allsins hvarf undir hraun og eðju. Undir fjallinu, sem er 400 km austur af Jakarta, stendur borgin Yogyakarta og hefur ösku rignt yfir hana. Sagður hafa þegið mútur NÍKOLAJ Selíverstov, hers- höfðingi í rússneska flughern- um, var dreginn fyrir herdóm- stól í gær og sakaður um fjár- drátt og mútuþægni meðan hann gegndi herþjónustu í Þýskalandi. Hann er m.a. sagður hafa aðstoðað þýskt trúfélag við að smygla vörum til Kazakhstan og þegið mút- ur fyrir. Selíverstov neitaði sakargiftum og sagðist hafa verið gerður að blóraböggli. Vegatollar í Tékklandi UM NÆSTKOMANDI ára- mót verða allir sem aka um hraðbrautir Tékklands að borga sérstakt leyfisgjald. Fyrir bíla undir 3,5 tonnum er árgjaldið 400 kórúnur, jafnvirði 1.000 króna, en hækkar síðan eftir þyngd far- artækisins. Olía hækkar og lækkar OLÍA var örlítið lægri í verði við lok viðskipta í gær en hún hækkaði um tíma eftir að samkomulag náðist á fundi olíuútflutningsríkja (OPEC) um óbreytt þak á framleiðslu út árið 1995. Vegna efna- hagsbata og aukinnar eftir- spurnar er taiið að óbreytt framleiðsla, 24,52 milljónir fata á dag, geti leitt til frek- ari verðhækkunar síðar. Kútsjma í Washington LEONÍD Kútsjma, forseti Ukraínu, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og ræðir við Bill Clinton Banda- ríkjaforseta í dag. Samkvæmt frétt bandarísku útvarps- stöðvarinnar Voice of Amer- ica mun Clinton tilkynna að Bandaríkjastjóm veiti Úkra- ínu 100 milljóna dala efna- hagsaðstoð. Sú aðstoð bætist við 350 milljóna dala aðstoð sem Bandaríkjastjórn hafði áður lofað Úkraínumönnum til að auðvelda efnahagsum- bætur og eyðileggingu kjamavopna frá Sovétríkjun- um fyrrverandi. Vopnahlé I Angóla virt VOPNAHLÉ gekk í gildi í Angóla í gær eftir að friðar- samningar, sem binda eiga enda á 19 ára borgarastríð, höfðu verið undirritaðir á sunnudag. Efasemdir ríktu um að vopnahléið héldi lengi. SAMDRÁTTUR hefur orðið hjá ris- unum á tölvuleikjamarkaðnum, Nintendo og Sega, og þau sjá nú fram á aukna samkeppni frá jap- önskum fyrirtækjum sem reyna nú að hasla sér völl á markaðnum. Leikjatölvur gætu á hinn bóginn orðið undir í samkeppninni við ein- menningstölvur, sem verða æ al- gengari á heimilunum. Japanska fyrirtækið Matsushita kynnti fyrr á árinu nýja leikjatölvu sem 3DO í Kaliforníu hannaði. Sony, NEC, JVC og Sanyo hafa nú einnig ákveðið að taka þátt í slagn- um. Jafnvel Atari, bandaríska fyrir- tækið sem varð fyrst til að fram- leiða leikjatölvur (en varð undir í samkeppninni snemma á síðasta áratug vegna lélegs hugbúnaðar), hyggst rejma að koma undir sig fótunum á markaðnum að nýju. Á sama tíma og þessi fyrirtæki ætla að hagnast á tölvuleikjamark- aðnum, sem talinn er velta jafnvirði 1.300 milljarða króna á ári, versnar afkoman hjá ris- unum tveimur, Nintendo o g Sega. Hagnaður Nintendo fyrir skatt minnkaði um 45% á fjárhagsárinu sem lauk í mars og talið er að hann minnki um 25% á þessu fjárhagsári. Hagn- aður Sega minnkaði um tæp 43% á sama tíma í fyrra og salan um 25%. Bæði fyrirtækin sjá nú ekki aðeins fram á minni sölu á heima- markaði, heldur einnig miklar birgðir af óseldum tölvum á útflutn- ingsmörkuðunum. Ofan á versnandi afkomu risanna bætist óvissa um þróunina á tölvu- leikjamarkaðnum, sem byggist enn á stórum minnishylkjum í sérnota leikjatölvur. Geislaplötur með les- minni - líkar þeim sem eru í flestum hljómflutningstækjum - virðast nú þegar ódýrari kostur við geymslu Ofurfiskur með gen úr nautum Peking. Reuter. KÍNVERSKUM vísindamönnum hefur tekist að auka vöxt eldisfíska um 20% með því að setja í þá gen úr nautgripum. Fréttastofan Xinhua sagði að vís- indamennirnir hefðu notað 400 vatnakarfa við tilraunirnar og von- uðust til að geta búið til nýjan „ofur- físk“ með 30% meiri vaxtarhraða. Fréttastofan sagði að vísinda- mennirnir hefðu hætt við að nota gen úr mönnum „af siðferðilegum ástæðum." Hún sagði að „fiskar með gen úr öðrum lifandi vemm skaða ekki menn á nokkurn hátt.“ leikja en kubbar í minnishylkjum. Og margir sérfræðingar efast um að sémota leikjatölvur haldi velli þegar fram líða stundir. Þeir telja að þær kunni að víkja fyrir venjuleg- um einmenningstölvum með leikjum sem sendir em til viðskiptavinanna um ljósþræði eða gervihnetti. Þetta er áhyggjuefni fyrir Nin- tendo og Sega þar sem einokun þeirra á markaðnum hefur byggst á framleiðslu- og sölukerfi sem reið- ir sig á minnishylki og sérnota tölv- ur. Þetta kerfí gerir risunum kleift að einoka framleiðslu minnishylkja sem passa í leikjatölv- umar, jafnvel þótt óháð hugbúnaðarfyrirtæki hanni sjálfa leikina. Þetta hefur einnig gert Nintendo og Sega kleift að selja tölvumar á lágu verði en krefjast hárra þóknana fyrir minn- ishylkin. Um 80% hagnaðarins hjá Nintendo er fenginn með hugbún- aðarviðskiptunum. Geislaplötur í sókn Nintendo-leikimir em geymdir í kísilmálmskubbum en nýju fyrir- tækin á markaðnum, svo og Sega með nýrri 32 bita leikjatölvu, hafa hins vegar veðjað á geislaplöturnar. Þær eru margfalt ódýrari en minn- iskubbarnir og passa í diskadrifín án minnishylkja. Geislaplötumar hafa einnig stærra minni en kubb- amir. Helsti kosturinn við kubbana er að hægt er að lesa minni þeirra mjög hratt. RAÐHERRAR og yfirvöld dóms- og lögreglumála hétu alþjóðlegri samstöðu gegn glæpum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í gær en deildu um hvernig best væri að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Elias Jansson dómsmálaráðherra Argentínu lagði til að sett yrðu al- þjóðalög gegn skipulegri glæpa- starfsemi til þess að samhæfa bar- áttu gegn mafíustarfsemi. Alfredo Biondi dómsmálaráð- herra Ítalí sagði að nær væri að lögregluyfirvöld aðlöguðu baráttu sína í samræmi við þróun glæpa- Fræðilega ætti lágt verð geisla- platnanna að gera nýju fyrirtækjun- um mögulegt að ijúfa einokun Nint- endo og Sega á markaðnum, með því að bjóða óháðu hugbúnaðarfyr- irtækjunum hagstæðari kjör. Það verður þó ekki auðvelt. Enginn kaupir nýja og öflugri tölvu nema hugbúnaðurinn sé í lagi. Hugbúnað- arfyrirtækin vilja hins vegar ekki leggja út í miklar fjárfestingar í nýja tölvuleiki fyrir þessar tölvur nema vera viss um að geta selt að minnsta kosti 100.000 stykki. Mörg hugbúnaðarfyrirtæki vilja jafnvel halda að sér höndum þar til seldar hafa verið millj- ón tölvur. Matsushita virðist þegar í vandræðum vegna skorts á leikjum, því fyrstu átta mánuðina seldust aðeins 50.000 tæki. Sony býður aðeins upp á 23 leiki, og NEC 20. Sega bauð hins vegar upp á 130 nýja leiki fyrir 16 bita tölvu sína í fyrra. Nintendo og Sega ættu því að hafa góða möguleika á að standast þessa atlögu þótt fyrirtækin kunni að verða undir í samkeppninni við einmenningstölvurnar þegar fram líða stundir. Einmenningstölvur sækja á Um 30% bandarískra heimila eiga einmenningstölvur, sem merkir að þær eru álíka algengar og leikja- tölvurnar. Nýleg könnun bendir til þess að 71% Bandaríkjamanna noti starfsemi sem fengi stöðugt á sig alþjóðlegri blæ vegna aukinnar samvinnu mismunandi mafíuhópa. Fulltrúi Breta sagði alþjóðalög aukaatriði, miklu nær væri að menn einbeittu sér að því að finna raun- hæfar og skilvirkar aðferðir til að vinna á glæpastarfsemi. Arnold Koller, ráðuneytisstjóri dóms- og lögreglumála í Sviss, sagði að svæðisbundið samstarf lögregluyfirvalda, s.s. í Evrópu, gæti orðið skilvirkara í viðureign- inni við glæpagengin en nýr laga- bálkur. PC-tölvumar sínar til afþreyingar og skemmtunar. Áætlað er að salan á tölvuleikjum fyrir einmennings- tölvur í Bandaríkjunum nemi 2,8 milljörðum dala á næsta ári, en búist er við’að leikir í leikjatölvur verði seldir fyrir 3,6 milljarða dala. Sérnota leikjatölvur gætu vikið fyrir einmenningstölvunum innan fímm ára og vélbúnaðareinokun Nintendo og Sega á tölvuleikja- markaðnum myndi þá heyra sög- unni til. Það myndi minnka hugbún- aðarviðskipti fyrirtækjanna, þótt þau eigi nú mikið safn þekktra leikja sem hægt yrði að nota í ein- menningstölvum. Nýjar dreifingaraðferðir Athygli vekur að bæði fyrirtækin hafa sýnt áhuga á nýjum dreifing- araðferðum, sem byggjast á því að viðskiptavinurnir geta keypt leiki með hjálp tölva í stað þess að fara í verslanir. Nintendo hefur veðjað á gervihnettina. Um 8 milljónir heimila í Japan eiga gervihnattadiska, en aðeins 1,6 -milljónir eru með kapalsjónvarp. Nintendo keypti í fyrra japanskt gervihnatta- fyrirtæki og fékk þannig rétt til að sjónvarpa um NHK-gervihnöttinn. Fyrirtækið hyggst ekki selja heilu leikina með þessum hætti, heldur aðeins hluta þeirra, sem hægt verð- ur að nota í leikjatölvunum, í von um að fólk kaupi leikina í heilu lagi í verslunum. Sega einbeitir sér hins vegar að kapalsjónvarpinu og er ekki með neitt hálfkák. Sega-rásin í Banda- ríkjunum verður tekin í notkun í desember og þá geta viðskiptavin- irnir valið um 50 leiki sem hægt verður að geyma í sérstökum minn- ishylkjum. Heimild: The Economist. Margföld ávöxtun STARFSSTÚLKA Spinks-upp- boðshaldaranna í London heldur á fágætu ensku penníi frá árinu 1933 sem bjóða átti upp í gær- kvöldi. Búist var við það yrði slegið á a.m.k. 24.000 sterlings- pund, jafnvirði 2,6 milljóna króna. Er það dágóð ávöxtun þvi gamla penníið var 1/240 úr pundi. Laug til um lottó- vinning London. Reuter. ATVINNULAUS, ungur mað- ur, sem kvaðst hafa unnið ásamt öðrum hæsta vinning- inn í breska lottóinu um síð- ustu helgi, hefur viðurkennt að hafa spunnið það upp. Bresku blöðin Today og Sun höfðu það eftir Mark Wright, 18 ára gömlum manni í Liver- pool, að hann hefði búið til söguna til að vekja athygli á slæmum áhrifum lottósins á framlög til góðgerðastarfsemi. „Ég hef áhyggjur af afleið- ingum lottósins á góðgerða- starfsemi og á veðmálastarf- semina og ég er ánægður ef þetta hefur vakið athygli." Ágóði af lottóinu rennur að hluta til góðgerðastarfsemi en margir óttast, að sumir kaupi miða fyrir fé, sem annars hefði runnið til góðgerðafélaga. Blöðin skýrðu einnig frá því, að tveir menn hefðu verið handteknir fyrir að reyna að svíkja út vinning en alls voru helstu vinningshafarnir sjö og koma rúmlega 88 milljónir ísl. kr. í hlut hvers. Afkoma risanna versnar Reuter Deilt um aðferðir gegn glæpum Napólí. Reuter. Óvissa um þróun tölvu- leikja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.