Morgunblaðið - 23.11.1994, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Er héraðsdómur-
um stjórnað
af Hæstarétti?
Sveinn Björnsson,
ÞAÐ ER orðið til
skammar hvað dóm-
skerfið er orðið slakt í
landinu.
Héraðsdómarar virð-
ast vera hræddir við að
dæma dálítið hart
vegna þess að Hæsti-
réttur minnkar alla
dóma þeirra, en hækk-
ar þá aldrei. Það er
orðið svo mikið af skil-
orði, sem gerir lítið
gagn. Afbrotamennirn-
ir ganga sífellt lausir
og fremja fleiri og fleiri
afbrot, þannig að lög-
reglan ræður ekki neitt
við neitt, eru alltaf með sömu menn-
ina. Svo er það líka ólíðandi, að
nauðgarar og kynferðisafbrotamenn,
sem nota böm sín og annarrra árum
saman, fá enga dóma. Maður fer að
halda að það séu ekki nein lög sem
ná yfir þessa menn. Glæpamenn af
verstu tegund, sem eru kannski
klikkaðir eða bijálaðir, ganga lausir,
eru ekki einu sinni geðrannsakaðir
eða settir á Klepp, já eða geðsjúkra-
hús. Halda bara sinni iðju áfram.
Bömin ná sér aldrei. Þjófnaði og
Meðan þetta gengur
svona, segir Sveinn
Björnsson, er dóms-
kerfið hættulegt.
skemmdarverk er hægt að bæta, en
aldrei er hægt að lækna blessuð
bömin. Þetta ættu dómarar að vita.
Þetta er að verða voðalegt ástand
hér á íslandi. Fólk er farið að vera
svo hrætt, að það þorir ekki að heim-
an vegna innbrotsþjófa eða húsarott-
ur sem sitja um heimili fólks og eru
kannski búnir að hirða allt bitastætt
í innbúinu þegar fólkið kemur heim.
Það er líka ráðist á fólk á götum úti
bæði á nóttu sem degi og það rænt
og barið til óbóta. 20-30 slík brot
virðast ekki nægja til að setja þessa
menn, ef menn skal kalla, undir lás
og slá. Þeir eru bara látnir gagna
lausir. Játa og svo sleppt.
Það sjá allir nema dómarar að
þetta gengur ekki. Dómskerfíð er á
hættulegri braut. Það eru flestir bún-
ir að sjá, en enginn gerir neitt. Fólk-
ið verður að taka sig saman og krefj-
ast að þessi óaldalýður verði lokaður
inni.
Forvarnastarf hjá lögreglunni,
sem nú er mikið talað
um, og grenndarstöðv-
ar er ágætt framtak,
en það hefur ekkert
með það að gera að
stemma stigu við þess-
ari óöld, sem er hroða-
leg og verður að linna.
Það verður að bæta við
lögreglumönnum og
auðvitað að veita meira
fé til þess að svo megi
verða, en ekki að skera
meira og meira niður
peninga til lögreglunn-
ar eins og nú er gert.
Það er ekki nóg að
dómskerfíð dæmi hrað-
ar en áður var, eins og þeir voru að
hrósa sér af nýlega, ef dómar þeirra
eru litlir sem engir og glæpalýðurinn
hlær af. Smá innilokun þeim til hvíld-
ar og svo fá þeir þetta elskulega
skilorð. Þáð er mikil þreyta og sár-
indi hjá lögreglunni, sem von er. Að
synja lögreglunni um gæsluvarðhald
á manni fyrir 19 innbrot er ekki
nægilegt til að stoppa hann af.
Að dæma mann sem er hættuleg-
ur þjóðfélaginu í 8 mánaða fangelsi,
þar af 3 skilorðsbundna er bara vit-
leysa. Dómarar virðast vera að
vernda glæpafólk.
Þetta sýnir hvað dómskerfið er
máttlaust. Það þarf bara að skipta
um dómara í Hæstarétti eins og ég
hefí talað um áður. Fá unga menn
þangað, sem skilja hvað réttarkerfí
er. Það þarf hörku í þetta. Fara eft-
ir lögum og enga miskunn eða góð-
mennsku.
Þegar menn hafa brotið svona
hrottalega af sér verður að loka þá
inni fyrir þá sjálfa og almenning, sem
vill vera laus við þá úr þjóðfélaginu
og er eins og fyrr segir orðinn hrædd-
ur við þennan óþjóðalýð, sem veður
uppi.
Hæstiréttur verður að taka sér
tak. Hætta að gera lítið úr héraðs-
dómurum með því að lítilsvirða dóma
þeirra.
Meðan þetta gengur svona er dóm-
skerfíð hættulegt og fólk fer að taka
lögin í sínar hendur.
Svo til athugunar. Það eru tvær
konur í Hæstarétti. Þær geta ekki
einu sinni komið á framfæri mótmæl-
um vegna dóma í nauðgunarmálum
og kynferðisafbrotum á bömum.
Hvað eru þær að gera þama?
Höfundur er
rannsóknarlögreglumaður.
Friðardúfur og
heilög einfeldni
Síðari grein
Blóð og tár
HAUSTIÐ 1952 þóknaðist Stalín
að kalla saman þing. Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna, hin 19. í röð-
inni, og voru þá liðin 13 ár frá síð-
asta þingi. Þann 14. október 1952
flutti Stalín ræðu á þinginu. Hann
byijar á að lýsa því, að rússneskir
kommúnistar hafí sigrað í Rúss-
landi, og síðan hafi Sovétríkin sigrað
fasistaríkin Þýzkaland og Japan. í
auðvaldslöndum er borgarastéttin
orðin veikburða og hætt
að halda uppi borgara-
legu lýðræði. Hún held-
ur ekki lengur uppi per-
sónufrelsi né jafnrétti
manna og þjóða.
Kommúnistaflokkarnir
hafa því færi á að fylkja
innan sinna vébanda
meirihluta þjóða. Það
er hlutverk hvers
kommúnistaflokks að
verða forystuafl sinnar
þjóðar. Þeir kommúni-
staflokkar í löndum
auðmagnsins, sem enn
hafa ekki völdin, sjá nú
hilla undir sigur.
Það fer ekki á milli
Arnór Hannibalsson
mála hver fyrirmælin eru: Nú er
tækifæri til að hrifsa völdin!
En það vannst ekki ráðrúm til að
nýta þetta tækifæri. Þann 5. marz
1953 hvarf Stalín af þessum heimi,
og eftirmenn hans treystu sér ekki
til að ráðast í stórræðin.
En áætlunin var ekki lögð á hill-
una. Baráttan skiptist í tvennt: Sov-
étstjómin efldi hernaðarmátt sinn
svo sem fremst hún mátti. Á hinn
bóginn var rekin gífurleg áróðursher-
ferð um allan heim, til að sannfæra
jarðarbúa um áð vígbúnaður Sovét-
stjórnarinnar væri til að efla frið.
Auðvaldslöndin þijóskuðust við að
fella sig undir kenningar komm-
únistaflokksins. Samkvæmt þeim
kenningum átti auðvaldið og heims-
valdastefnan að vera um það bil að
geispa golunni. En í stað þess að
gera það, efldust þar mannréttindi
og atvinnulíf. Sovétríkin aftur á
móti sigu hægt og hægt niður í hyl-
dýpi örbirgðar og réttindaleysis.
Þrátt fyrir það var ótrúlegur fjöldi
manna á Vesturlöndum, sem nutu
frelsis og þæginda, þeirrar sannfær-
ingar, að sovétvaldið væri framtíð
mannkynsins og að ekkert mætti
gera, sem tmflaði fyrirætlanir þess
til að breiðast yfír æ fleiri lönd.
Fjöldahreyfingar börðust fyrir því,
að Vesturveldin afvopnuðust eða
legðu a.m.k. kjarnorkuvopn á hill-
una. Heimsfriðarráðið fískaði vel í
þeim grugguga sjó.
Þriðja heimsstyrjöldin
skipulögð
Þegar Þýzkaland var sameinað
féllu í hendur vestur-þýzkra yfírvalda
höfuðstöðvar austur-þýzka hersins í
Strausberg, austur af
Berlín. Mörgum mikil-
vægum skjölum hafði
þá verið eytt. En eftir
vom um það bil 25.000
skjöl sem leiddu í ljós
nýjustu áætlanir um
undirokun Vestur-Evr-
ópu. í hergagnageymsl-
um vom skriðdrekar,
brynvarðar bifreiðar,
vörubílar, flugvélar og
í höfnum vom skip -
allt með fulla eldsneyt-
istanka og hlaðnar
byssur. Þeir 380.000
sovéthermenn, sem
voru í Austur-Þýzka-
landi, og 170.000 aust-
ur-þýzkir hermenn, vom allan sólar-
hringinn, virka daga sem helga,
reiðubúnir til árásar með tveggja
klukkustunda fyrirvara. í húsakynn-
um varnarmálaráðuneytis Austur-
Þýzkalands fundust 300.000 vega-
bréf handa þeim sem áttu að taka
að sér stjórn Vestur-Þýzkalands.
Staflar af peningaseðlum, sem átti
að setja í umferð á hernumdum
svæðum, 4,9 milljarðar DM. Þá voru
þar merki til að setja á einkennisbún-
inga. í pappakassa vom 8.000 heið-
ursmerki, Blúcher-orðan, til að
heiðra þá, sem gengu vel fram fýrir
málstað sósíalismans. í stórri
skemmu vom umferðar- og vega-
merki. Allur þessi viðbúnaður var til
árásar. Allar fullyrðingar um, að
þessi her gripi til aðgerða þá og því
aðeins að á hann yrði ráðist, vom
hrein áróðurslygi.
í löndum Atlantshafsbandalagsins
voru hermenn í vinnu venjulegan
vinnudag. Þeir fóra heim á kvöldin
og unnu ekki um helgar. Vopnabún-
aður þeirra var miklu minni um sig
en búnaður Varsjárbandalagsins
Fyrirgefning og trúverðugleiki
ÞJÓÐFÉLAGSUM-
RÆÐAN undanfarna
mánuði hefur verið svo-
lítið óvanaleg og sumt
er í nokkuð Iausu lofti
og ekki laust við að
hugtökum hafí verið
blandað saman.
Það hefur víst aldrei
verið skortur á leið-
togaefnum. En gamalt
orðtak segir „að vandi
fylgi vegsemd hverri“.
Hér er um spakmæli að
ræða er minnir þann
á, að um leið og hann
leitar eftir leiðtoga-
stöðu afsalar hann sér
því að hafa í frammi
það atferli er gengur þvert á eigin
boðskap.
Það geta allir borið fram fagran
boðskap og góðar lífsreglur öðmm
til handa, ef þeir em óbundnir að
fara eftir reglunum sjálfir.
Til að ná árangri sem leiðtogi í
hverju sem er verður leiðtoginn að
eiga traust þeirra er á hlýða.
Skorti boðberann trúverðugleika
er starf hans unnið fyrir gýg og
boðskapur hans getur snúist upp í
andhverfu sína.
Björn G. Jónsson
Stjómmálamenn
reyna að ná trausti okk-
ar kjósenda, þeirra
vandi er að vera ekki
um of fullyrðingasamir,
því blekkingum em tak-
mörk sett í lýðræðislegu
þjóðfélagi.
Nú er það oft svo að
fyrir kemur að einstakl-
ingar em ekki vandan-
um vaxnir og gerast
sekir um mistök sem
kemur niður á þeim sem
einstaklingum, stétt
þeirra eða flokki. Eng-
inn getur komið í veg
fyrir hæfíleikaskort eða
að brotalamir leynist
meðal einstaklinga í sínum hópi og
oft em það þeir sem haldið var að
síst skyldu, verða á vandræði.
Margt getur komið til sem leiðir
til þess að fólk gerir mitök svo sem
rangir siðir samtíðar, gáfnaskortur,
dómgreindarleysi, siðferðisbrestir,
o.fl. o.fl.
Þegar slys eiga sér stað þá veltur
á hvemig við er brugðist, hver er
metnaður viðkomandi einstaklings,
stéttar eða flokks.
Margir taka þann kost að viður-
Okkur er uppálagt
að fyrirgefa öðrum,
segir Björn G. Jónsson,
og gefa þeim trúverð-
ugleika á ný.
kenna ekki vandann, heldur segja
að svart sé hvítt og hvítt sé svart.
Mjög oft er sú aðferð notuð að draga
saman andstæður og setja í einn
pott og nota vífílengjur og reyna að
ragla aðra í ríminu og segja að hvítt
sé grátt og svart sé grátt.
Svo eru þeir sem viðurkenna mis-
tök og gera sér Ijóst að það taki tíma
að byggja upp að nýju.
Svo koma þeir semsegja að við
eigum að fyrirgefa mistök og ég
held að flestir vilji fyrirgefa, ekkert
stendur á því.
Landsmenn eru aldir upp í kristn-
um sið og fáir bera með sér hefndar-
hug og flestir okkar gera sér Ijóst
að það er ekki á okkar færi að dæma
einstaklinga.
Fyrirgefning er hugtak sem allir
fá að njóta í einhveiju, skilja og
þekkja, það er að gefa öðrum upp
sakir. Hversu vel tekst til er undir
þroska viðkomandi einstaklings
hveiju sinni.
Þá er ég komin að kjarna máls-
ins, okkur er uppálagt að fyrirgefa
öðrum og gefa þeim trúverðugleika
á ný.
Þetta sjónarmið er með ólíkindum,
því allir þekkja þetta hugtak, um það
em notuð fleiri orð, svo sem traust,
trúnaður o.fl.
Þetta hugtak er eitt af undirstöðu-
atriðum allra mannlegra samskipta
og allir vita að trúverðugleika er
ekki hægt að gefa, hann verður að-
eins áunninn af viðkomandi.
Ég frábið mér í bili að þurfa að
hlusta á fleiri umvandanir í þá veru
að á skorti vilja okkar almennings
til að fyrirgefa, þar sem við viljum
ekki gefa trúverðugleikann um leið.
Þessi málflutningur nær ekki
nokkurri átt, því hann stenst ekki
rökræna hugsun.
Almenningur ber fulla ábyrgð
hveiju sinni á gjörðum ríkisstjórna
sinna í lýðræðisþjóðfélögum. Eins er
því farið að meðlimir flokka og stétta
bera alla ábyrgð á orðum og gjörðum
réttkjörinna, eigin málssvara.
Höfundur er bóndi á Laxamýrí.
Þjóðfélag ríkisrekstrar
og lögreglueftirlits
skilaði engu nema
örbirgð og óhamingju,
segir Amór Hanni-
balsson, Sovétríkin
hrundu undan þyngsl-
um eigin glæpa.
(22.200 skriðdrekar á móti 53.000,
10.600 fallstykki á móti 36.000,
brynvarðar bifreiðar 6.200 á móti
23.600).
Árásaráætlunin fólst í því að fara
yfír landamærin milli Áustur- og
Vestur-Þýzkalands á fímm víglínum.
Hin fyrsta var flotadeild sem fór um
Sundin út á Norðursjó. Önnur lá um
Danmörku. Þriðja um Neðra-Saxland
til Benelux-landa. Fjórða um Hessen
til Frakklands og Spánar og fimmta
yfir Bæjaraland. Á fyrsta degi áttu
12.000 skriðdrekar og 25.000 bryn-
varðar bifreiðar að renna yfír landa-
mærin. Gert var ráð fyrir kjarnorku-
vígvallarvopnum. Á þriðja degi var
Vestur-Þýzkaland sigrað. Á 14. degi
- Holland, Belgía, Lúxemborg og
Danmörk. Á 30. degi yrði Ermar-
sundi náð, og á 35. degi yrði herinn
við landamæri Spánar.
Þannig leit undirbúningur Var-
sjárbandalagsins út að hinum varan-
lega friði, pax sovietica. Þriðja
heimsstyijöldin brauzt aldrei út. Það
var því einu að þakka, að Atlants-
hafsbandalagið bjó sig undir það,
sem í vændum var.
Þögn
Sovétríkin hrundu undan þyngsl-
um eigin glæpa. Þjóðfélag ríkisrekst-
urs og lögreglueftirlits skilaði engu
nema örbirgð og óhamingju.
Friðarbardagahetjumar hafa
þagnað. Öll alþjóðasamtökin, sém
kostuð voru af alræðisflokki Sovét-
ríkjanna, hafa gufað upp og heyrist
ekki af þeim meir. Þeir, sem börðust
af hvað mestri hörku gegn Atlants-
hafsbandalaginu, fyrir einhliða af-
vopnun Vesturlanda, fyrir kjarnorku-
vopnalausum svæðum og öðmm að-
gerðum til undirbúnings lokaátökun-
um, em hættir að hrópa á torgum.
Það er helzt, að haldið er áfram að
minnast Hírósíma. Heimsfriðarráð-
inu stóð að sjálfsögðu á sama um
þá, sem fórust í þeirri borg árið 1945.
Það sem Sovétstjórnin bar fyrir
bijósti var það, að hún leit svo á,
að með árásinni á Hírósíma væri
Bandaríkjastjóm að tilkynna Sovét-
stjóminni að næsta skotmark gæti
verið innan landamæra Sovétríkj-
anna. Því var handhægt að biðja
góðviljað fólk víða um heiminn að
minnast Hírósíma.
Einstaka sinnum skjótast friðar-
bardagamenn úr leynum og lýsa ást
sinni og umhyggju fyrir einræðis-
hermm heimsins. Þvílíku fólki hefur
væntanlega verið ljóst, fyrir hveiju
það var að beijast með þátttöku í
friðarhreyfingum, sem kommúnistar
höfðu tögl og hagldir í. Þessir menn
telja að friður verði í heiminum því
aðeins að einræðisherrar fái óáreittir
að níðast á þegnum sínum.
Öðru fólki ætti lexían að vera
augljós: Einræði og alræði leiðir til
ófriðar. Leiðin til friðar er lýðræði
og mannréttindi.
Höfundur er prófessor.
Helztu IwiniiUlir:
Time, 144,1.
Sunday Times, 28.3.1993.
Karel Kaplan:Da/is les Archives du
Comité Centrnl, Paris 1978.
J.V. Stalín: Ritsafn, 3. bindi,(XVI).
Christophcr Andrew & Oleg
Gordicvsky: KGB - the Inside Story.
Ncw York 1990.