Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjármálaráðherra um sjúkraliðadeiluna á Alþingi Sjúkraliðamir ekki dregist aftur úr Reykjavík- urborg fær 20% afslátt af akstri INNKAUPASTOFNUN Reykjavík- urborgar hefur komist að sam- komulagi við Bæjarleiðir, BSR og Hreyfil um að veita borginni 20% afslátt frá taxta leigubíla fyrir fyrir- tæki og stofnanir hennar. „Það má segja að mönnum hafi blöskrað hversu langt var gengið í útboðum ríkisins sem höfðu leitt til þess að sumar leigubílastöðvarnar höfðu gefið upp undjr 40% afslátt," sagði Alfreð Þorsteinsson, stjómar- formaður Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið. Kemur niður á launum Hann sagði þetta greinilega vera farið að koma niður á launum leigu- bílstjóranna. Innkaupastofnun hafi því tekið upp samningaviðræður við þijár stærstu leigubflastöðvarnar um hvort ekki væri hægt að ná samkomulagi um góðan afslátt af viðskiptunum. Reykjavíkurborg greiddi á síð- asta ári tæplega 30 milljónir fyrir leigubílaakstur. ♦ ♦ ♦---- Guðmundar- og Geirfinnsmál Krefst hreinsunar af dómi SÆVAR Marínó Ciesielski, sem Hæstiréttur dæmdi árið 1980 í 17 ára fangelsi fyrir aðild að morðum Guðmundar Einarssonar og Geir- fínns Einarssonar, afhenti í gær Ara Edwald, aðstoðarmanni dóms- málaráðherra, bréf og greinargerð þar sem Sævar krefst þess að verða hreinsaður af dómi í málinu og að honum verði bætt gæsluvarðhalds- og refsivist sem hann hafi orðið að þola vegna málanna. Skýrslunni fylgir ljósrit af bréfí dómsmálaráðuneytisins frá 12. september sl. til Sævars þar sem kemur fram að bréf með beiðni um endurupptöku beri að senda ríkis- saksóknara en ráðuneytið telji að gera megi ráð fyrir með næstum óyggjandi hætti að núverandi ríkis- saksóknari víki sæti við meðferð málsins og annar verði skipaður til að taka afstöðu til þess þar sem ríkissaksóknari sé svo verulega rið- inn við framangreind mál. ÓLAFUR G. Einarsson mennta- málaráðherra sagði á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga í gær að flutn- ingur grunnskólans til sveitarfélag- anna sem fyrirhugaður er 1. ágúst mætti að sínu mati alveg eins verða um áramótin 1995/96, og í hans huga væri 1. ágúst engin heilög dagsetning. Það myndi auðvelda málið að ýmsu leyti, en með því fengist lengri tími til að ganga frá kjarasamningum við kennara, og einnig gæti nauðsynleg breyting á skattalögum orðið á haustþingi og bráðabirgðaaðgerðir af hálfu ríkis- ins til að greiða kostnað vegna haustmisserisins væru þá óþarfar. Á ráðstefnunni kom fram í máli nokkurra fundarmanna að áður en ný grunnskólalög yrðu afgreidd frá Alþingi þyrfti að semja við sveitar- félögin um hvemig þeim yrðu tryggðar tekjur til að standa undir auknum kostnaði þegar þau taka við rekstri grunnskólans. Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- band íslenskra sveitarfélaga, vísaði í ræðu sinni til ályktunar landsþings FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að sjúkraliðar hafí ekki dregist aftur úr öðrum launþegum í kjörum á undanfömum árum. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að samkvæmt yfirliti um dag- vinnulaun frá ársbyijun 1992 til ársbyijunar 1994 hefðu meðallaun félaga í heildarsamtökum launþega á almennum markaði og ríkinu hækkað um 3,5-5%. Á sama tíma hefðu meðallaun félaga í Sjúkra- liðafélagi íslands hækkað um 6%. Og frá ársbyijun 1987 hefðu laun félaga í bandalögum opinberra starfsmanna hækkað um 93-112% og þar hefðu sjúkraliðar ekki dreg- ist aftur úr.' Ólafur Ragnar Grímsson þing- maður Alþýðubandalags lagði í gær fram fyrirspum á Alþingi um hver byijunarlaun og meðallaun sjúkra- liða og hjúkrunarfræðinga hefðu verið í janúar 1992, maí 1992 og október 1994, og hver hlutfallslegur munur hefði verið á launum þessara starfsstétta á þessum tíma. Ólafur sambandsins frá því í haust þar sem settir voru fram þeir fyrirvarar að fullt samkomulag náist milli ríkis og sveitarfélaga varðandi flutning verkefna og tekjustofna til sveitar- félaganna til að standa undir öllum þeim aukna kostnaði er yfírtökunni fylgir, að vanda sveitarfélaga sem yfirtaka hlutfallslega háan grunn- skólakostnað miðað við tekjur verði mætt með jöfnunaraðgerðum og að fullt samkomulag náist milli ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélaga kenn- ara um kjara- og réttindamál kenn- ara. Sagði Viljhálmur að öll þessi Ödrengilegt að nota þá sem stíflu í launaþróun, segir Svavar Gestsson sagði að fýrirspumin væri orðuð á þann hátt að Ijármálaráðherra gæti lýst nákvæmlega stöðunni og breyt- ingunum á þessum launum og þar með gengist undir próf um hvort sú lýsing sem hann gaf á launaþró- un sjúkraliða væri rétt. Launastífla Verkfall sjúkraliða var rætt utan dagskrár á Alþingi í gær að ósk Svavars Gestssonar þingmanns Al- þýðubandalagsins. Svavar sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert sérstaka samþykkt á flokksráðs- fundi að hækka laun láglauna- stétta. Sjúkraliðar væru láglauna- stétt og ijármálaráðherra hefði greinilega ekki lesið þessa sam- þykkt. Svavar sagði að Sjálfstæðis- atriði þyrftu að vera frágengin áður en ný grunnskólalög verða afgreidd frá' Alþingi. Þarf að gerast í takt Ólafur G. Einarsson sagði að allt þetta þyrfti að gerast í takt, og það yrði að liggja ljóst fyrir um leið og frumvarpið yrði endanlega afgreitt í þinginu hver kostnaðurinn yrði. „Við vitum það ekki nákvæmlega fyrr en gerðir hafa verið nýir kjara- samningar við kennara, og þeir . verða heldur ekkert gerðir fyrr en löggjöfin liggur alveg ljós fyrir.“ flokkurinn, alþingismenn úr öllum flokkum, heilbrigðisráðherra, Al- þýðusambandið, BSRB og Morgun- blaðið hefðu lýst því yfir að hækka ætti laun sjúkraliða. „Í raun má segja að það sé víðtæk samstaða um að það á ekki að nota kjaramál sjúkraliða sem stíflu í launaþró- uninni í þessu landi en það er hæst- virtur fjármálaráðherra að gera og það er ódrengilegur leikur,“ sagði Svavar. Friðrik Sophusson hafði fyrr í umræðunni sagt að ef nást ætti fram lausn fyrir þá lægst launuðu í þjóðfélaginu gerðist það eingöngu í heildarkjarasamningum, þar sem allir aðilar á vinnumarkaði væru tilbúnir að slá skjaldborg um þá breytingu. Annars yrði ekkert úr þeirri stefnu. Eyjólfur Konráð Jónsson þing- maður Sjálfstæðisflokksins sagði að í þessu máli væri fjármálaráð- herrann ekki sinn ráðherra og tal- aði ekki fyrir sínar skoðanir eða sinn flokk. Hann benti á að í fjárlagafrum- varpinu væri gert ráð fyrir að kostn- aðarauki vegna frumvarps að nýjum grunnskólalögum væri á bilinu 680-910 milljónir króna. Hins vegar bætti búast við að frumvarpið tæki einhveijum breytingum í meðförum þingsins og því væri ekki hægt að svara því nákvæmlega í dag hversu mikinn kostnað þyrfti að flytja yfir frá ríki til sveitarfélaganna. Nefnd til að vinna að undirbúningi Óiafur sagði að hann hefði ákveð- ið með samþykkt ríkisstjómarinnar að setja á fót sérstaka nefnd sem falið verður að vinna að undirbún- ingi flutnings grunnskólans. Henni væri ætlað að fylgja eftir þeirri vinnu sem þegar hefði verið innt af hendi og fylgjast með framgangi málsins þannig að tryggt verði að allur undirbúningur af hálfu stjórn- valda væri eins og best yrði á kos- ið. Sagðist hann vonast til að nefnd- in hæfí störf í þessari viku eða þeirri næstu. Sony styð- ur þjóð- arátakið SONY Electronic Publishing Company hefur fýrir milli- göngu ðlafs Jóhanns Ólafs- sonar, forstjóra fýrirtækisins, ákveðið að styðja þjóðarátak stúdenta til eflingar ritakosti Þjóðarbókhlöðunnar með gjöf sem meta má á tvær til þijár milljónir króna. í frétt frá Stúdentaráði Háskóla íslands segir að hér sé um að ræða safn a.m.k. 60 nýtísku tölvugeisladisjca (CD- ROM) er hafa að geyma al- fræðiefni auk fræðilegs efnis í hinum ýmsu vísindagreinum, s.s. læknisfræði, líffræði, jarð- og landafræði, lyfjafræði, við- skiptafræði og hugvísindum svo eitthvað sé nefnt. Svoköll- uð nýsigagnadeild verður opn- uð í hinu nýja safni, sem legg- ur áherslu á fyrrnefnda margmiðlunartækni. í dag eru einungis til örfáir slíkir geisla- diskar í safninu. í bréfí frá Ólafí Jóhanni Ólafssyni segir m.a.: „Mennt- un og menning eru nú sem fyrr homsteinn tilvistar okkar. ... Það er von okkar að disk- arnir geti orðið vísir að safni sem gerir stúdentum kleift að nálgast margskonar fróðleik sem annars væri ef til vill fjarri fingrum þeirra.“ ESB vill ræða um Smugnna Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) til- kynnti sjávarútvegsráðhermm sambandsins í gær að hún ynni að því að koma á viðræð- um við Islendinga um þorsk- veiðar í Barentshafi. Að sögn embættismanna ESB er ástæðan áhyggjur framkvæmdastjórnarinnar af veiðum íslendinga í Smugunni. Vilja umsögn ráðuneytis RÍKISENDURSKOÐUN hef- ur óskað umsagnar heilbrigð- isráðuneytis um athugasemdir þær sem Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari og fyrrum ríkislögmaður sendi Ríkisend- urskoðun í framhaldi af því að fullyrðingar Gunnlaugs og ráðuneytisstjóra og skrifstofu- stjóra ráðuneytisins stönguð- ust á um vitneskju þeirra síð- amefndu um álit ríkislög- manns á réttarstöðunni varð- andi starfslok fyrrum trygg- ingayfírlæknis. Sigurður Þórðarson ríkis- endurskoðandi sagðist í gær bíða svars ráðuneytsins og viidi ekki upplýsa um efni athuga- semda Gunnlaugs Claessens. Frítt fyrir byrjendur AÐGANGSEYRIR verður felldur niður í byijendalyftur í Bláfjöllum í vetur og 67 ára og eldri greiða ekki aðgang að lyftum. Þá verður ■ sölu á átta miða kortum hætt Borgarráð hefur samþykkt tillögu Bláfjallanefndar að gjaldskrá á skíðasvæðunum í vetur. Verður hún óbeytt frá því í fyrra að öðru leyti en því sem á undan er talið. Morgunblaðið/Þorkell SJÚKRALIÐAR fjölmenntu á þingpalla þegar þingmenn ræddu verkfall þeirra. Hér sést hluti þeirra og Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir er í miðjum hópnum. Menntamálaráðherra um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna Hlynntur því að gildistími verði í ársbyijun 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.