Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 56
 APC dpLjl htrúam 0MH0 Wtip1 hewlett wLtæ packard AMERICAN POWER CONVERSION :— uMBOÐiÐ s H P A ISLANDI H F 1 MEST SELDU VARAAFLGJAFARNIR í Höfðabakka 9, Reykjavik, sími (91) 671000 Cnt) NÝHERJI Frá mögaieika tíl veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Verkalýðsforingjar um samninga við ríkisstarfsmenn Starfslokasamn- ingar ráðuneyta Biðlaun í ár auk 3,7 millj. kr. DÆMI eru um að ríkisstarfs- menn njóti biðlauna í nokkur ár eftir að þeir hætta störfum og fái háar greiðslur vegna starfslokanna. Þannig fékk fyrrverandi skrifstofustjóri for- sætisráðuneytisins 12 mánaða biðlaun auk yfiivinnu þegar hann hætti störfum í febrúar 1992 og að auki tæplega 3,7 milljónir króna. Þetta kom m.a. fram f skrif- legu svari forsætisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Svavars Gestssonar þingmanns Alþýðu- bandalagsins um starfsloka- samninga á vegum ráðuneyta í tíð núverandi ríkisstjómar. I svari forsætisráðherra kemur fram að 4 starfslokasamningar hafí verið gerðir á vegum for- sætisráðuneytis, 2 á vegum utanríkisráðuneytis, 1 á vegum menntamálaráðuneytis, 1 á vegum landbúnaðarráðuneytis, 4 á vegum samgönguráðuneyt- is, 1 á vegum umhverfisráðu- neytis og 1 á vegum heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytis ■ Dæmi um nokkurra ára/4 Morgunblaðið/RAX Rólegt í Bolungarvík RÓLEGT er yfir atvinnulifi í Bolungarvík frá því Einar Guð- finnsson hf. varð gjaldþrota. Á myndinni sést gamall bátur sem dreginn hefur verið á land og sólin lýsir upp fjallstoppinn á Traðarhyrnu. Útgerðarfélagið Ósvör er mið- punkturinní þeirri geijun sem er í atvinnulífi við ísafjarðardjúp. Þijár fyrirtækjablokkir í Bolung- arvík og nágrannabyggðum hafa óskað eftir viðræðum við fyrir- tækið um samruna eða samvinnu. ■ Nú vilja allir/28-29 Fjárhagsaðstoð á vegTim s veitarfélaganna til einstaklinga Aðstoðin hefur aukist um 80% á tveimur árum BEIN fjárhagsaðstoð á vegum sveitarfélaganna til einstaklinga hefur aukist mjög verulega að undanfömu og hjá fjórum stærstu sveitarfélögun- um, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfírði og Akur- eyri, og nemur aukningin milli áranna 1992 og 1994 um 80%. Áætluð heildarupphæð til fjárhags- aðstoðar á árinu 1994 er í þessum sveitarfélögum einum um 660 milljónir króna. Er þá ótalin sú fjárhagsaðstoð sem veitt er í formi niðurgreiddrar þjónustu, en á Akureyri er áætlað að fjárhagsað- stoð af því tagi sé jafnmikil beinum greiðslum. Þetta kom fram í máli Jóns Björnssonar, félags- málastjóra á Akureyri, á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga sem hófst á Hótel Sögu í gær. Jón sagði að fyrsta og augljósasta skýringin á þessari aukningu væri versnandi kjör þeirra sem fyrir hafí verið tekjulægstir í þjóðfélaginu og þá fyrst og fremst fyrir tilkomu atvinnuleysis á síð- ustu árum. Fjöldi fólks hefði um lengri eða skemmri tíma misst vinnu sína með öllu og yrði að komast af á bótum, sem aukinheldur féllu tímabundið niður svo oft væri um enga aðra kosti að ræða en fjár- hagsaðstoð sveitarfélagsins. Onnur skýring sagði Jón að væri að viðhorfin til fjárhagsaðstoðar væru að'breytast og þriðju skýringuna sagði hann vera þá að fjárhagsaðstoð- in hjá mörgum sveitarfélögum væri orðin eins konar tekjutrygging. „Hvort sem einhveijum of- býður það eða ekki, þá verð ég að segja að hjá sæmilegri félagsmálastofnun fær fólk núna ein- faldlega hærri tekjur í fjárhagsaðstoð heldur en af margri vinnunni átta tíma á dag,“ sagði hann. Aðeins 24 sveitarfélög með reglur um aðstoð Árið 1991 voru sett lög um félagslega þjónustu sveitarfélaga og samkvæmt þeim voru sveitarfé- lögin skylduð til að setja reglur um íjárhagsaðstoð og gera félagsmálaráðuneytinu grein fyrir þeim. í máli Jóns kom fram að nú þegar lögin hafa verið í gildi í hálft fjórða ár hafa einungis 24 sveitarfé- lög, eða 13-14% sveitarfélaganna í landinu, sett sér slíkar reglur og sent ráðuneyti, en þeirra á meðal eru mörg fjölmennustu sveitarfélögin. Fordæmi í samningum FORYSTUMENN innan verkalýðs- hreyfíngarinnar telja að með kjara- samningunum við hjúkrunarfræð- inga og nokkrar aðrar stéttir há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna á undanfömum mánuðum hafí verið sett ákveðið fordæmi sem óhjá- kvæmilegt sé að líta til í þeim samn- ingaviðræðum á almennum markaði sem framundan séu, en kjarasamn- ingar langflestra launþegafélaga í landinu eru lausir um áramótin. Fram hefur komið að þessar stéttir hafa fengið meiri hækkanir en samið hefur verið um við aðra á undanförn- um tveimur árum. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sagði að óneitanlega horfðu menn til þeirra samninga sem gerðir hefðu verið. „Hins vegar gera menn sér grein fyrir því að launahækkanir í prósentuvís upp eftir öllum launa- stigum í landinu kalla fram óðaverð- bólgu og það vilja menn forðast. Það breytir ekki því að ríkið, einhverra hluta vegna, taldi efni til að hækka þessa tilteknu launataxta um ákveðna prósentu. Að þessu leyti hefur verið gefin út ávísun á vissar hækkanir," sagði Magnús. Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, segir að ef einhveijir hafí verið að hugsa um kjarasamninga innan ákveðins ramma miðað við tiltekna efnahags- stefnu þá sé búið að leggja þá launa- stefnu til hliðar. „Ég held það hljóti að vera mjög erfitt fyrir þessi al- mennu stéttarfélög í landinu að fara að semja hér um einhveija hungurlús í prósentum talið þegar búið er að skammta hér í þjóðfélaginu sem nemur kannski á annan tug prósenta í launahækkunum," sagði Bjöm. Grétar Þorsteinsson, formaður Samiðnar, segir að ekki sé raunhæft að ímynda sér að það verði minni breytingar á launum en þegar hafí átt sér stað á síðustu mánuðum. Björn Snæbjömsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar í Eyja- firði, segir að ákveðin launastefna hafí verið mótuð með þeim samning- um sem stjórnvöld hafi gert. ■ Telja launahækkanir/6 Fyrsta barn sem á var gerð ósæðaraðgerð Eins árs í dag og fer vel fram Morgunblaðið/Kristinn mjög illa að fá hana til að borða, því hún var með sontu fyrstu fimm mánuðina. Hún þurfti að læra að drekka úr pela og þar sem ekkert lesefni var fáanlegt þurfti ég að prófa mig áfram. Við þetta opnaðist nýr heim- ur fyrir okkur og við áttuðum okkur á hvernig barátta fatl- aðra barna er. Maður lærir að meta öll þessi litlu skref eins og þegar barnið fer að drekka og borða sjálft.“ Engin einangrun fyrir hendi Hallfríður óskaði þess sér- staklega að fram kæmi hversu aðstaða starfsfólks og að- standenda barna á Landspítal- anum væri erfið. Hún nefndi sem dæmi að engin aðstaða til einangrunar væri fyrir börn sem ættu líf sitt undir því að smitast ekki, eins og hjarta- og krabbameinssjúklingar. Meðan líf Margrétar var hvað mest í hættu hafi til dæmis legið mörg börn með lungna- vírus á barnadeildinni. „Það var eiginlega bara heppni að hún smitaðist ekki,“ sagði hún. „Það var okkur samt geysilega mikils virði hvað starfsfólkið var allt jákvætt og brosandi, þrátt fyrir erfiða aðstöðu og sýndi aldrei pirring." „MARGRÉT er nyög dugleg og lífskrafturinn er mikill. Það er ekki síst því að þakka, hversu vel gengur með hana núna,“ sagði Hallfríður Kristinsdóttir, móðir Margrétar Ásdísar Björnsdóttur, sem gekkst undir óvei\ju flókna ósæðarskurðað- gerð fyrir tæpu ári. Að- gerðin er sú fyrsta sinn- ar tegundar hér á landi á nýbura og var hún í hönduin Bjarna Torfa- sonar hjartaskurðlækn- is. Margrét á árs afmæli í dag. Tvísýnt var um líf hennar fyrstu mánuðina og í lok febr- úar var hún orðin mjög mátt- farin. Æðaþrenging hafði orð- ið aftur sem kallaði á aðra aðgerð sem Hróðmar Helga- son, sérfræðingur í barna- lækningum og hjartasjúkdóm- um barna, sá um. Fyrsta hjartaþræðing á svo ungu barni „Við víkkuðum út æðina í hjartaþræðingu og hefur það ekki verið gert áður hér á svo ungu barni. Ein af ástæðum þess að við urðum að bíða svo lengi var sú að a.m.k. þrír mánuðir verða að líða frá að- gerð. Eftir það fóru hlutirnir að ganga betur. Síðan hefur henni farið býsna vel fram,“ sagði Hróðmar. Margrét er haldin öðrum hjartagalla, sem er op á milli hólfa. Fer það eftir stærð ops- ins hvort laga þarf það síðar. „Eins og málum er háttað núna eru ekki miklar líkur á að þess þurfi,“ sagði hann. Fór snemma að ganga „Margrét hefur staðið sig vel á undanförnum mánuðum og hún fór til dæmis að ganga tíu og hálfs mánaðar,“ sagði Hallfríður. „Lengi vel gekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.