Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI 900.000 kr. í sundlaugarbyggingii FULLTRÚAR frá Hjarta- og æða- gangur söfnunarinnar er að koma 2,5 milljónir frá ýmsum aðilum. verndarfélagi Akureyrar og ná- upp sundlaug í efndurhæfingar- Stefán sagði að hann hefði heyrt grennis afhentu nýlega, fyrir hönd deild Kristnesspítala. um háar fjárhæðir til viðbótar í félagsins, 900.000 kr. að gjöf í Að sögn Stefáns Yngvasonar söfnunina sem félagssamtök hygð- söfnun sem Lions-klúbbarnir á yfirlæknis á deildinni fer söfnunin ust gefa á næstunni. Norðurlandi hafa sett af stað. Til- vel af stað og hafa þegar safnast Morgur.blaðið/Rúnar Þðr ODDNÝ Stefánsdóttir á Bjargi í óða önn að setja saman krossa sem lýsa munu upp leiði í Gufuneskirkjugarði fyrir jólin en kveikt verður á þeim fyrsta sunnudag í aðventu. Djass í Deiglu „JASS um landið þvert“ heitir jasssveit sem spilar í Deiglunni í kvöld kl. 22.00. 1 sveitinni eru Gunnar Gunnarsson, píanóleikari, Tómas R. Einarsson, bassaleikari, Matthías M.D. Hemstock tromm- ari og Ragnheiður Ólafsdóttir, söngkona. Fjórmenningarinar flytja fjölbreytta dagskrá, blönd- um af amerískum, norrænum og íslenskum jasslögum. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Café Karólínu. Unglingar og sorg Sigurður Arnarson guðfræðingur frá Háskóla íslands mun ræða um unglinga og sorg á fundi Samtaka Um sorg og sorgarviðbrögð í kvöld, fimmtudagskvöldið 24. nóvember kl. 20.30. Jafnhliða námi í guð- fræðideild hefur Sigurður unnið mikið með unglingum og hafði m.a. umsjón með æskulýðsstarfi Dómkirkjunnar og tók þátt í íjölda fermingarnámskeiða á vegum kirkjunnar. Ljósmynda- sýning UM næstu helgi, dagana 26. -27. nóvember og þá þamæstu, 3. - 4. desember verður Ahugaljós- myndaklúbbur Akureyrar, A.L.K.A. með ljósmyndasýningu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þema sýningarinnar er „Akureyri ’94“ og er þetta í annað sinn sem félagar eru með slíka samsýningu. Hún er opin frá kl. 15.00-19.00 sýningardagana. AFMÆLISTILBOÐ 24. nóvember - 1. desember A JARLINUM, SPRENGISANDI Nauta- eða lambagrillsteik og glas af á aáeins *9® K* A JARLINUM, KRINGLUNNl Hamborgari og glas af á aáeins Jarlinn \9* V* Plastiðjan Bjarg býr til krossa sem lýsa upp leiði 2.000 krossar sendir suður til Reykjavíkur PLASTIÐJAN Bjarg sendi í vik- unni frá sér fyrstu sendinguna af krossum sem notaðir verða til að lýsa upp leiði í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík. Framleiddir hafa ver- ið 2.000 krossar sem verða afhent- ir fyrir helgi en kveikt verður á þeim fyrsta sunnudag í aðventu, næstkomandi sunnudag. Sýnis- hom af krossinum hefur verið sent utan til Bandaríkjanna. „Þetta hefur verið býsna erfitt og krefjandi, að koma þessu heim og saman en tókst til allrar guðs- lukku,“ sagði Davíð Jóhannsson framkvæmdastjóri Plastiðjunnar Bjargs, sem líkt hefur verkefninu, smíði 2.000 krossa, við himna- sendingu fyrir fyrirtækið. Þar starfa 12—14 manns flestir öryrkj- ar. Ögrun Davíð segir um tildrög málsins að Kristján Jóhannsson hjá Raf- þjónustunni Ljósi í Reykjavík hafí sett sig í samband við Plastiðjuna en fyrirtæki hans hafi einkaleyfi á lýsingu fyrir jólin í Kirkjugörðum Reykjavíkur. Fremur naumur tími var til stefnu, en Bjargsmenn treystu sér til að taka verkið að sér. „Það var mikil pressa á okkur og vissulega hafa komið upp erfið- leikar, þá höfum við staldrað við og allir lagst á eitt um að finna réttu lausnina. Það fólst mikil ögmn í þessu verkefni fyrir okkar fyrirtæki og þess vegna er gaman að segja frá því að í raun tókst þetta elskulega vel,“ sagði Davíð. Lýsa hálfan kirkjugarðinn í Gufunesi Krossarnir munu sem fyrr segir lýsa upp hálfan Gufuneskirkjugarð en vænta má að síðar verði smíð- aðir samskonar krossar í hinn helminginn og að þá verði jafn- framt farið að huga að lýsingu í Fossvogskirkjugarði. Davíð sagði að forstöðumenn íjögurra kirkju- garða hefðu sett sig í samband við fyrirtækið og falast eftir slík- um ljósakrossum, en ljóst væri að það gæti ekki sinnt fleirum nú fyrir þessi jól. „Við höfum ekki gert neitt í markaðsmálum, höfum ekki haft tíma til þess fyrir önn- um, allur tíminn farið í að gera þessa krossa en við sjáum fyrir okkur að á þessu sviði verði heil- mikið að gera í framtíðinni,“ sagði Davíð. Fékk hagl í lærið við riúpnaveiði Grýtubakka. Morgunblaðið. UNGUR maður frá Grenivík fékk hagl í lærið þar sem hann var við ijúpnaveiðar á Leirdalsheiði í gær. Maðurinn var ásamt félaga sín- um við veiðarnar í skógi á heið- inni um hádegisbilið þegar óhapp- ið varð. Leyfðar eru fjórar byssur á Leirdalsheiði og vildi svo ein- kennilega til að allir fjórir menn- irnir sem voru við rjúpnaveiðar þar í gær voru á sömu slóðum. Ungi maðurinn varð fyrir skoti á um 15 metra færi og lenti hagl- ið í læri hans. Hann leitaði strax aðhlynningar hjá slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Rjúpnaveiði á Leirdalsheiði hef- ur verið þokkaleg það sem af er veiðitímabilinu, en þó nokkuð mis- jöfn milli daga. / Saga Akureyrar — Opinber fyrirlestur — Hvernig stóð á því að nokkur maöur vildi eiga heima á Akureyri 19. aldar, því auma syndabæli er mörgum þótti þá vera? Jón Hjaltason, sagnfræðingur og höfundur Sögu Akureyrar, heldur opinberan fyrirlestur um sögu Akureyrar sem hann nefnir „Hvernig stóð á því að nokkur maður vildi eiga heima á Akureyri 19. aldar, þvíauma syndabæli er mörgum þótti þá vera?“ Tími: Laugardagur 26. nóvember nk. kl. 14.00. Staður: Háskólinn á Akureyri v/Þingvallastræti, stofa 24, 2. hæð. 94024 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.