Morgunblaðið - 24.11.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.11.1994, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI 900.000 kr. í sundlaugarbyggingii FULLTRÚAR frá Hjarta- og æða- gangur söfnunarinnar er að koma 2,5 milljónir frá ýmsum aðilum. verndarfélagi Akureyrar og ná- upp sundlaug í efndurhæfingar- Stefán sagði að hann hefði heyrt grennis afhentu nýlega, fyrir hönd deild Kristnesspítala. um háar fjárhæðir til viðbótar í félagsins, 900.000 kr. að gjöf í Að sögn Stefáns Yngvasonar söfnunina sem félagssamtök hygð- söfnun sem Lions-klúbbarnir á yfirlæknis á deildinni fer söfnunin ust gefa á næstunni. Norðurlandi hafa sett af stað. Til- vel af stað og hafa þegar safnast Morgur.blaðið/Rúnar Þðr ODDNÝ Stefánsdóttir á Bjargi í óða önn að setja saman krossa sem lýsa munu upp leiði í Gufuneskirkjugarði fyrir jólin en kveikt verður á þeim fyrsta sunnudag í aðventu. Djass í Deiglu „JASS um landið þvert“ heitir jasssveit sem spilar í Deiglunni í kvöld kl. 22.00. 1 sveitinni eru Gunnar Gunnarsson, píanóleikari, Tómas R. Einarsson, bassaleikari, Matthías M.D. Hemstock tromm- ari og Ragnheiður Ólafsdóttir, söngkona. Fjórmenningarinar flytja fjölbreytta dagskrá, blönd- um af amerískum, norrænum og íslenskum jasslögum. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Café Karólínu. Unglingar og sorg Sigurður Arnarson guðfræðingur frá Háskóla íslands mun ræða um unglinga og sorg á fundi Samtaka Um sorg og sorgarviðbrögð í kvöld, fimmtudagskvöldið 24. nóvember kl. 20.30. Jafnhliða námi í guð- fræðideild hefur Sigurður unnið mikið með unglingum og hafði m.a. umsjón með æskulýðsstarfi Dómkirkjunnar og tók þátt í íjölda fermingarnámskeiða á vegum kirkjunnar. Ljósmynda- sýning UM næstu helgi, dagana 26. -27. nóvember og þá þamæstu, 3. - 4. desember verður Ahugaljós- myndaklúbbur Akureyrar, A.L.K.A. með ljósmyndasýningu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þema sýningarinnar er „Akureyri ’94“ og er þetta í annað sinn sem félagar eru með slíka samsýningu. Hún er opin frá kl. 15.00-19.00 sýningardagana. AFMÆLISTILBOÐ 24. nóvember - 1. desember A JARLINUM, SPRENGISANDI Nauta- eða lambagrillsteik og glas af á aáeins *9® K* A JARLINUM, KRINGLUNNl Hamborgari og glas af á aáeins Jarlinn \9* V* Plastiðjan Bjarg býr til krossa sem lýsa upp leiði 2.000 krossar sendir suður til Reykjavíkur PLASTIÐJAN Bjarg sendi í vik- unni frá sér fyrstu sendinguna af krossum sem notaðir verða til að lýsa upp leiði í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík. Framleiddir hafa ver- ið 2.000 krossar sem verða afhent- ir fyrir helgi en kveikt verður á þeim fyrsta sunnudag í aðventu, næstkomandi sunnudag. Sýnis- hom af krossinum hefur verið sent utan til Bandaríkjanna. „Þetta hefur verið býsna erfitt og krefjandi, að koma þessu heim og saman en tókst til allrar guðs- lukku,“ sagði Davíð Jóhannsson framkvæmdastjóri Plastiðjunnar Bjargs, sem líkt hefur verkefninu, smíði 2.000 krossa, við himna- sendingu fyrir fyrirtækið. Þar starfa 12—14 manns flestir öryrkj- ar. Ögrun Davíð segir um tildrög málsins að Kristján Jóhannsson hjá Raf- þjónustunni Ljósi í Reykjavík hafí sett sig í samband við Plastiðjuna en fyrirtæki hans hafi einkaleyfi á lýsingu fyrir jólin í Kirkjugörðum Reykjavíkur. Fremur naumur tími var til stefnu, en Bjargsmenn treystu sér til að taka verkið að sér. „Það var mikil pressa á okkur og vissulega hafa komið upp erfið- leikar, þá höfum við staldrað við og allir lagst á eitt um að finna réttu lausnina. Það fólst mikil ögmn í þessu verkefni fyrir okkar fyrirtæki og þess vegna er gaman að segja frá því að í raun tókst þetta elskulega vel,“ sagði Davíð. Lýsa hálfan kirkjugarðinn í Gufunesi Krossarnir munu sem fyrr segir lýsa upp hálfan Gufuneskirkjugarð en vænta má að síðar verði smíð- aðir samskonar krossar í hinn helminginn og að þá verði jafn- framt farið að huga að lýsingu í Fossvogskirkjugarði. Davíð sagði að forstöðumenn íjögurra kirkju- garða hefðu sett sig í samband við fyrirtækið og falast eftir slík- um ljósakrossum, en ljóst væri að það gæti ekki sinnt fleirum nú fyrir þessi jól. „Við höfum ekki gert neitt í markaðsmálum, höfum ekki haft tíma til þess fyrir önn- um, allur tíminn farið í að gera þessa krossa en við sjáum fyrir okkur að á þessu sviði verði heil- mikið að gera í framtíðinni,“ sagði Davíð. Fékk hagl í lærið við riúpnaveiði Grýtubakka. Morgunblaðið. UNGUR maður frá Grenivík fékk hagl í lærið þar sem hann var við ijúpnaveiðar á Leirdalsheiði í gær. Maðurinn var ásamt félaga sín- um við veiðarnar í skógi á heið- inni um hádegisbilið þegar óhapp- ið varð. Leyfðar eru fjórar byssur á Leirdalsheiði og vildi svo ein- kennilega til að allir fjórir menn- irnir sem voru við rjúpnaveiðar þar í gær voru á sömu slóðum. Ungi maðurinn varð fyrir skoti á um 15 metra færi og lenti hagl- ið í læri hans. Hann leitaði strax aðhlynningar hjá slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Rjúpnaveiði á Leirdalsheiði hef- ur verið þokkaleg það sem af er veiðitímabilinu, en þó nokkuð mis- jöfn milli daga. / Saga Akureyrar — Opinber fyrirlestur — Hvernig stóð á því að nokkur maöur vildi eiga heima á Akureyri 19. aldar, því auma syndabæli er mörgum þótti þá vera? Jón Hjaltason, sagnfræðingur og höfundur Sögu Akureyrar, heldur opinberan fyrirlestur um sögu Akureyrar sem hann nefnir „Hvernig stóð á því að nokkur maður vildi eiga heima á Akureyri 19. aldar, þvíauma syndabæli er mörgum þótti þá vera?“ Tími: Laugardagur 26. nóvember nk. kl. 14.00. Staður: Háskólinn á Akureyri v/Þingvallastræti, stofa 24, 2. hæð. 94024 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.