Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SAUMAVÉLAR 06 FÖNDURVÖMM FÖNDURBOX , Ný saumavélfrá HUSQVARNA HUSQVAKNA Hentugt fyrirföndur, saumadót, prjónadót, hekludót, blómaföndur, myndlistarefni, brúöuefni, keramikdót, liti o.fl. Tölvuvél frá HUSQVASNA Verð 61.598, - kr. stgr. I Husqvarna Verð frá 37.810, - kr. stgr. Husky Lock 460 D Nýja overlock línan Fyrir hina kröfuhörðu Verð 43.300, -kr. stgr. FÖNDURVÖRUR brother Ótrúlegt úrval afföndurvörum ^fVÖLUSTEINN Faxafen 14, Sími 889505 Verð frá 19.130, - kr. stgr. HF ÖRKIN 2096-29-4 Siglufjörður Reykjavík Aðventutilboð á öllum áætlunarleiðum íslandsflugs Einn borgar fullt og hinn ferðast frítt Bókið saman - ferðist saman Flateyri Þingeyri Bíldudalur Hólmavík Tálknafjörður . Gjögur Patrcksflörður *'1 / C 1 Egilsstaðir Seyðisfjörður Islllíí' Norðljörður EskiQörður Reyöarljörður Vestmannaeyjar ? ISLANDSFLUG ÞÚ GETUR VALIÐ Reykjavíkurflugvöllur, 101 Reykjavík Sími: 91-616060, Fax: 91-623537 Umboðsmenn um allt land Blab allra landsmanna! kjarni málsins! URVERINU Framleiðsla aukaafurða úr fiskmeti 1984 og 1992 Nim.., _ n j V4' Rannsóknastofnun |fiskiðnaðarins, tekjustofnar 1993 fííkisframlag Þjónusturannsóknir Innlendir sjóðir Verkefni f. ráöuneyti, 5% Erlendirsjóöir, 3% Verketnit. fyrirtæki, 2% Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins 60 ára Mikil eftírspum eftír íslendingnm í fisk- iðnaðarverkefni FORSTJÓRI Rannsóknastofnunar fiskiðanaðarins telur nauðsynlegt að setja verulegt fé í rannsóknir og þróun fyrir fiskiðanaðinn og annan matvælaiðnað. „Við eigum að reisa hér fullkomna þróunarstöð fyrir þessar greinar, þar sem rannsókna- stofnarnir, skólar og fyrirtæki hafa aðgang að fyrsta flokks aðstöðu og þar sem unnt er að gera vinnslutil- raunir við beztu aðstæður. Þannig sendum við skýr skilaboð til vax- andi fjölda vel menntaðra ung- menna um að það sé framtíð í fisk- iðnaði á íslandi," segir Grímur Valdimarsson, forstjóri RF. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli sínu. Grímur Valdimarsson ræddi meðal annars fortíð og fram- tíð stofnunarinnar á ráðstefnu af þvi tilefni. Þar sagði hann svo: „Þótt reyndar vanti enn mikið af mennt- uðu fólki í sjávarútveginn, eins og reyndar flestar greinar matvælaiðn- aðar hér á landi, þá hafa orðið mik- il umskipti í þessum efnum á liðnum áratug og greinin hefur þróazt hratt. Pjöldi fyrirtæki hefur farið út í markvissa vöruþróun og ráðið til sín sérhæft starfsfólk. Margt af þessu sérhæfða starfsfólki hefur komið frá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og sumir hafa stofnað eigin fyrirtæki. Þetta hefur verið bæði veikleiki stofnunarinnar og styrkleiki. Veikleikinn felst í því að kostnaðarsamt er að þjálfa upp óreynt fólk, styrkleikinn í því að stofnunin hefur fyrir vikið sterk sambönd við iðnaðinn.“ Tekið er mark á Islendingum Grímur segir ennfremur að úti í hinum stóra heimi sé tekið mark á Islendingum þegar að fiski komi. Flestir sem þekki til landsins viti að við séum mikil fiskveiðiþjóð. Þetta gildi einnig um rannsóknir í fískiðnaði, því á því sviði sé tekið mark á okkur. „Ég fullyrði að mun meiri eftirspurn er eftir Islendingum í samstarf um fiskiðanaðarverkefni, en við getum annað. Sá hængur er hins vegar á, að styrkir úr rann- sóknasjóðum fást ekki nema stofn- anir geti lagt með sér fé og þekk- ingu. Ég er þeirra skoðunar að við höfum ekki sinnt matvælarannsókn- um eins skyldi, hvorki á stofnunum né háskólum," sagði Grímur. Fjöldi erinda fluttur Fjöldi erinda var fluttur á afmæl- isráðstefnu Rannsóknarsofnunar fiskiðanaðarins: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, ávarpaði fundinn í upphafi og Grímur Valdi- marsson ræddi um fortíð, nútíð og framtíð RF. Auk þeirra fluttu erindi Alda Möller frá SH, Guðbrandur Sigurðsson frá ÍS, Jón Reynir Magn- ússon, SR-mjöli, Vilhjálmur Lúð- víksson, Rannsóknarráði íslands og Guðmundur Stefánsson og Hjörleif- ur Einarsson frá RF. Ráðstefnu- stjóri var Björn Dagbjartsson, fyrr- um forstjóri RF. Síldarafli orðinn rúm 100.000 tonn SÍLDVEIÐAR ganga jafnt og þétt á vertíðinni og er aflinn nú kominn í 100.000 tonn. Rúmur helmingur síldarinnar hefur farið í bræðslu, eða um 55.000 tonn. í frystingu hafa tæplega 27.000 tonn farið og 18.000 í söltun. Samkvæmt útreikningum Sam- taka fiskvinnslustöðva standa því eftir tæplega 27.000 tonn af kvót- anum. Eigi að nást að salta og frysta upp íu gerða sölusamninga þarf um 5.400 tonn tit viðbótar í frystingu og nánast sama magn til frystingar. Því má ekki bræða meira en 16.000 tonn, eigi nóg að fást til manneldisvinnslu. Þrjú fyrirtæki hafa í haust tekið á móti mestu af síld. Borgey á Höfn hefur tekið á móti 13.200 tonnum, Síldarvinnslan í Neskaup- stað er með sama magn, en á þess- um stöðum hefur mjög hátt hlut- fall síldarinnar farið til vinnslu. Næst kemur svo fiskimjölsverk- smiðja RS-mjöls á Seyðisfírði með 12.300 tonn, en þar fer síldin öll í bræðslu. Nám í sjávarútvegsfræðum NEMENDUR, sem brautskráðir eru í sjávarútvegsfræðum frá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands, hljóta ekki starfstitilinn sjávarútvegsfræðingur. Að baki námi þeirra stendur vinna, sem svarar til 12,5 eininga í Háskóla Islands. Titilinn sjávarútvegsfræð- ingar hljóta þeir einir hér á landi, sem ljúka 4 ára námi eða 120 ein- ingum frá sjávarútvegsdeild Há- skólans á Akureyri. Sagt var frá brautskráningu nemenda í sjávar- útvegsfræðum frá Endurmenntun- arstofnin í Morgunblaðinu síðast- liðinn þriðjudag. í þeirri frásögn var talað um sjávarútvegsfræðinga og er þssi munur á náminu áréttað- ur her til að koma í veg fyrir mis- skilning. P í [■ í I I | i i r i i L L m i i í l l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.