Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Morgunblaðið/Theodór
Berti spókar
Borgarnesi - í óvenju löngum
stillum í vetrarbyrjun, hefur
fólk og ferfætlingar notið úti-
veru í ríkum mæli. Þessi mynd
var tekin á Seleyrinni sunnan
sig á Seleyri
Borgarfjarðarbrúar af hundin-
um Berta, þar sem hann var
að viðra sig. í baksýn má sjá
Klausturtungukoll sem er hluti
Hafnarfjalls.
Vindur brýt-
ur afturrúðu
Borg - Bílstjóri á fólksbíl sem átti
leið um Kerlingarskarð í fyrradag
lenti í miklum vestanvindhviðum.
Jörð var snjólaus en svo harður
vindsveipur var að gijót og möl
þyrluðust upp og brutu afturrúðu
bílsins. Bílstjórann sakaði ekki. Bíll-
inn kastaðist til í vindhviðunni en
bílstjóranum tókst að halda honum
á veginum.
-----» ♦ ♦----
Bókmenntakynn-
ing á Akranesi
BÓKMENNTAKYNNING hefst
fimmtudagskvöldið 24. nóvember á
veitingastaðnum Barbró, Akranesi,
kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis.
Þar lesa úr verkum sínum rithöf-
undamir: Silja Aðalsteinsdóttir, Vig-
dís Grímsdóttir, Nína Björk Ama-
dóttir, Kristín Steinsdóttir og Guð-
rún H. Eiríksdóttir. Einnig lesa
Hannes Sigfússon og Gyrðir Elías-
son úr þýðingum sínum og Bjarnfríð-
ur Leósdóttir les úr verkum dóttur
sinnar, Steinunnar Jóhannesdóttur.
-----♦ ♦ ♦----
■ NÁTTÚRUVERNDARSAM-
TÖK Vesturlnnds efna til fundar
í Hótel Borgarnesi í kvöld,
fimmtudaginn 24. nóvember, kl. 21.
Fundurinn er að þessu sinni tileink-
aður fuglalífi í héraðinu. Jóhann
Oli Hilmarsson fuglaáhugamaður
flytur erindi með myndum og nefil-
ir það: Fuglalíf og fuglaskoðun í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og
Sigurður Ingvarsson segir að því
loknu frá fuglamerkingum í Borg-
arnesi. Að lokum munu þeir félagar
svara fyrirspurnum. Aðgangseyrir
er 550 kr. og erú kaffiveitingar
innifaldar.
„3/a ára
óþægmál
áð baki!“
„Siðastliðin 3 ár hef ég verið
mjög siæmur í hásinunum
og bakinu, átt erfitt með
gang á morgnana og þurft
að kæla mig vel eftir
æfingar. Ég fór til læknis,
sem eftir árangurslausar
tilraunir sendi mig til
Stoðtækni. Þar kom i Ijós
að annar fóturinn á mér er
örlítið styttri og fékk ég þá
sérsmíðuð íþróttainnlegg.
Ég lagaðist ótrúlega fljótt
og nú finn ég ekki fyrir
neinum óþægindum og
verkirnir eru horfnir!“
rvBOH^í^r \
«90. í 2.50°.
^öeins -c
15% a
ifsláttur
efkeypteru"!
af skom
innlegé-
Ko/beinn Gís/ason, stoðtækjafræðingur
við greiningarbúnaðinn.
STOÐTÆKNI
Gísli Ferdinandsson hf.
Lækjargata 4, Reykjavík
Tímapantanir í síma 91-14711
Hjwcfesting. í Bebti heilau. og. uetlíðcm !
Morgunblaðið/Árni Helgason
NEMENDUR á vélvarðarnámskeiðinu í Stykkishólmi ásamt
kennurunum Erling Garðari Jónassyni og Ólafi Eiríkssyni.
Vélvarðanám í
Stykkishólmi
Stykkishólmi - Farskóli Vestur-
lands starfar á Vesturlandi og er
hluti af Fjölbrautaskóla Vestur-
lands. Tilgangur skólans er að bjóða
nám í heimabyggð og gefa íbúum
fjórðungsins tækifæri á að afla sér
menntunar og þekkingar sem næst
sínu bæjarfélagi. Margir hafa not-
fært sér fræðslu á vegum Farskól-
ans sem þeir að öðrum kosti hefðu
ekki geta fengið.
Á vegum Farskóla Vesturlands
er boðið upp á vélavarðarnám í
Stykkishólmi. Námið hófst sl. vetur
og jafngildir prófið frá Farskólan-
um 1. stigi í vélskólanámi við Vél-
skóla íslands. Haustönninn er um
240 kennslustundir og skiptist í 2
hluta. Fyrri hlutinn var rafmagns-
fræði, kenndu hana Erling Garðar
Jónasson og Leó Jóhannsson og
síðan tók við vélfræðinám sem Ólaf-
ur Eiríksson annast.
Námið stunda 28 nemendur, 17
frá Stykkishólmi og 11 úr Grundar-
firði. Skólahaldið fer fram um helg-
ar og 3 kvöld í viku. Flestir nem-
endurnir eru starfandi sjómenn og
eru í fullri vinnu. Að sögn Erlings
Garðars Jónassonar, umsjónar-
manns námskeiðsins, hafa nem-
endur stundað námið með miklum
áhuga og mikill hugur er hjá nem-
endum að fá áframhaldandi nám í
þessari grein í heimabyggð og mið-
að við reynsluna af þessu nám-
skeiði ættu allar aðstæður að vera
til þess.
Samstarf við fyrirtæki
Mikið hefur verið talað um rétt-
indaskort hjá skipstjórnarmönnum
á fiskiskipum og er þetta námskeið
spor í þá átt að efla menntun
þeirra. Margir telja að svo mikið
þurfi af tækjum og búnaði, sem
aðeins eru til í stærri verkmennta-
skólum landsins, að ekki sé mögu-
legt að halda upp kennslu þessum
greinum á landsbyggðinni. Áð sögn
Erlings Garðars er þar hægt að
fara aðrar leiðir. Sú leið er valin í
þessu námi og haft er samstarf við
atvinnufyrirtæki á staðnum, bæði
í Stykkishólmi og á Grundarfirði
og fengin not af tækjabúnaði í
skipum og aflvélum rafstöðva.
Einnig hefur tekist gott samstarf
við Fiskifélag íslands og fjölda
annarra aðila um lán á tækjum og
búnaði.
Einn þáttur í náminu er 5 daga
björgunarnámskeið og var það
haldið vikuna 14.-20. nóvember á
vegum Slysavarnaskóla SVFI.
Náminu lauk með björgunaræfing-
um með þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar.
Gömul
klausturhurð
á Reynisstað
Húsavík - „Geym vel það ei glat-
ast má“ segir máltækið og svo
hefur gert Jón heitinn Sigurðs-
son óðalsbóndi og alþingismað-
ur á Reynisstað í Skagafirði.
Þegar Jón á sínum tíma yfir-
gaf gamla bæinn á Reynisstað
og byggði íbúðarhús það, sem
nú stendur þar, flutti hann
innvið stofu gamla bæjarins og
klæddi veggi einnar stofu í
hinu nýja steinsteypta húsi og
prýðir klæðningin enn veggi
hennar.
Einnig var í gamla bænum
hurð sú, sem meðfylgandi mynd
er af og munnmæli herma að
hún sé úr gamla klaustrinu á
Reynisstað eða frá því um 1500,
en Jón lét setja hana fyrir eitt
herbergjanna á loftinu á Reyn-
isstað. Við hurðina stendur Sig-
urður Jónsson óðalsbóndi á
Reynisstað, sonur Jóns alþingis-
manns og Sigrúnar Pálmadótt-
ur, sem bjuggu að Reynisstað
frá 1919 til dánardags.
Morgunblaðið/Silli
SIGURÐUR Jónsson óðals-
bóndi á Reynisstað við gömlu
klausturhurðina.
Excel framMdmámskeíð
94045
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 68 80 90 .