Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Theodór Berti spókar Borgarnesi - í óvenju löngum stillum í vetrarbyrjun, hefur fólk og ferfætlingar notið úti- veru í ríkum mæli. Þessi mynd var tekin á Seleyrinni sunnan sig á Seleyri Borgarfjarðarbrúar af hundin- um Berta, þar sem hann var að viðra sig. í baksýn má sjá Klausturtungukoll sem er hluti Hafnarfjalls. Vindur brýt- ur afturrúðu Borg - Bílstjóri á fólksbíl sem átti leið um Kerlingarskarð í fyrradag lenti í miklum vestanvindhviðum. Jörð var snjólaus en svo harður vindsveipur var að gijót og möl þyrluðust upp og brutu afturrúðu bílsins. Bílstjórann sakaði ekki. Bíll- inn kastaðist til í vindhviðunni en bílstjóranum tókst að halda honum á veginum. -----» ♦ ♦---- Bókmenntakynn- ing á Akranesi BÓKMENNTAKYNNING hefst fimmtudagskvöldið 24. nóvember á veitingastaðnum Barbró, Akranesi, kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Þar lesa úr verkum sínum rithöf- undamir: Silja Aðalsteinsdóttir, Vig- dís Grímsdóttir, Nína Björk Ama- dóttir, Kristín Steinsdóttir og Guð- rún H. Eiríksdóttir. Einnig lesa Hannes Sigfússon og Gyrðir Elías- son úr þýðingum sínum og Bjarnfríð- ur Leósdóttir les úr verkum dóttur sinnar, Steinunnar Jóhannesdóttur. -----♦ ♦ ♦---- ■ NÁTTÚRUVERNDARSAM- TÖK Vesturlnnds efna til fundar í Hótel Borgarnesi í kvöld, fimmtudaginn 24. nóvember, kl. 21. Fundurinn er að þessu sinni tileink- aður fuglalífi í héraðinu. Jóhann Oli Hilmarsson fuglaáhugamaður flytur erindi með myndum og nefil- ir það: Fuglalíf og fuglaskoðun í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Sigurður Ingvarsson segir að því loknu frá fuglamerkingum í Borg- arnesi. Að lokum munu þeir félagar svara fyrirspurnum. Aðgangseyrir er 550 kr. og erú kaffiveitingar innifaldar. „3/a ára óþægmál áð baki!“ „Siðastliðin 3 ár hef ég verið mjög siæmur í hásinunum og bakinu, átt erfitt með gang á morgnana og þurft að kæla mig vel eftir æfingar. Ég fór til læknis, sem eftir árangurslausar tilraunir sendi mig til Stoðtækni. Þar kom i Ijós að annar fóturinn á mér er örlítið styttri og fékk ég þá sérsmíðuð íþróttainnlegg. Ég lagaðist ótrúlega fljótt og nú finn ég ekki fyrir neinum óþægindum og verkirnir eru horfnir!“ rvBOH^í^r \ «90. í 2.50°. ^öeins -c 15% a ifsláttur efkeypteru"! af skom innlegé- Ko/beinn Gís/ason, stoðtækjafræðingur við greiningarbúnaðinn. STOÐTÆKNI Gísli Ferdinandsson hf. Lækjargata 4, Reykjavík Tímapantanir í síma 91-14711 Hjwcfesting. í Bebti heilau. og. uetlíðcm ! Morgunblaðið/Árni Helgason NEMENDUR á vélvarðarnámskeiðinu í Stykkishólmi ásamt kennurunum Erling Garðari Jónassyni og Ólafi Eiríkssyni. Vélvarðanám í Stykkishólmi Stykkishólmi - Farskóli Vestur- lands starfar á Vesturlandi og er hluti af Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Tilgangur skólans er að bjóða nám í heimabyggð og gefa íbúum fjórðungsins tækifæri á að afla sér menntunar og þekkingar sem næst sínu bæjarfélagi. Margir hafa not- fært sér fræðslu á vegum Farskól- ans sem þeir að öðrum kosti hefðu ekki geta fengið. Á vegum Farskóla Vesturlands er boðið upp á vélavarðarnám í Stykkishólmi. Námið hófst sl. vetur og jafngildir prófið frá Farskólan- um 1. stigi í vélskólanámi við Vél- skóla íslands. Haustönninn er um 240 kennslustundir og skiptist í 2 hluta. Fyrri hlutinn var rafmagns- fræði, kenndu hana Erling Garðar Jónasson og Leó Jóhannsson og síðan tók við vélfræðinám sem Ólaf- ur Eiríksson annast. Námið stunda 28 nemendur, 17 frá Stykkishólmi og 11 úr Grundar- firði. Skólahaldið fer fram um helg- ar og 3 kvöld í viku. Flestir nem- endurnir eru starfandi sjómenn og eru í fullri vinnu. Að sögn Erlings Garðars Jónassonar, umsjónar- manns námskeiðsins, hafa nem- endur stundað námið með miklum áhuga og mikill hugur er hjá nem- endum að fá áframhaldandi nám í þessari grein í heimabyggð og mið- að við reynsluna af þessu nám- skeiði ættu allar aðstæður að vera til þess. Samstarf við fyrirtæki Mikið hefur verið talað um rétt- indaskort hjá skipstjórnarmönnum á fiskiskipum og er þetta námskeið spor í þá átt að efla menntun þeirra. Margir telja að svo mikið þurfi af tækjum og búnaði, sem aðeins eru til í stærri verkmennta- skólum landsins, að ekki sé mögu- legt að halda upp kennslu þessum greinum á landsbyggðinni. Áð sögn Erlings Garðars er þar hægt að fara aðrar leiðir. Sú leið er valin í þessu námi og haft er samstarf við atvinnufyrirtæki á staðnum, bæði í Stykkishólmi og á Grundarfirði og fengin not af tækjabúnaði í skipum og aflvélum rafstöðva. Einnig hefur tekist gott samstarf við Fiskifélag íslands og fjölda annarra aðila um lán á tækjum og búnaði. Einn þáttur í náminu er 5 daga björgunarnámskeið og var það haldið vikuna 14.-20. nóvember á vegum Slysavarnaskóla SVFI. Náminu lauk með björgunaræfing- um með þyrlu Landhelgisgæslunn- ar. Gömul klausturhurð á Reynisstað Húsavík - „Geym vel það ei glat- ast má“ segir máltækið og svo hefur gert Jón heitinn Sigurðs- son óðalsbóndi og alþingismað- ur á Reynisstað í Skagafirði. Þegar Jón á sínum tíma yfir- gaf gamla bæinn á Reynisstað og byggði íbúðarhús það, sem nú stendur þar, flutti hann innvið stofu gamla bæjarins og klæddi veggi einnar stofu í hinu nýja steinsteypta húsi og prýðir klæðningin enn veggi hennar. Einnig var í gamla bænum hurð sú, sem meðfylgandi mynd er af og munnmæli herma að hún sé úr gamla klaustrinu á Reynisstað eða frá því um 1500, en Jón lét setja hana fyrir eitt herbergjanna á loftinu á Reyn- isstað. Við hurðina stendur Sig- urður Jónsson óðalsbóndi á Reynisstað, sonur Jóns alþingis- manns og Sigrúnar Pálmadótt- ur, sem bjuggu að Reynisstað frá 1919 til dánardags. Morgunblaðið/Silli SIGURÐUR Jónsson óðals- bóndi á Reynisstað við gömlu klausturhurðina. Excel framMdmámskeíð 94045 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 68 80 90 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.