Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 49
FONIX RAFTÆKJAKYNNING
FÓLK í FRÉTTUM
► GAMANLEIKARINN John Cle-
ese lék sem kunnugt er í myndinni
„A Fish Called Wanda“ eða Fiskur
sem nefnist Wanda. Og þegar hann
gerði sér ferð í dýragarð London
nýverið varð á vegi hans gíraffi sem
nefnist James. Tvær vikur voru síð-
an James hafði komið í heiminn,
en hann hafði þegar myndað sér
skoðun á Cleese og kyssti hann á
kinnina. Eftir þetta sagði Cleese við
fjölmiðlamenn: „Ég gæti miklu
frekar hugsað mér að eiga gíraffa
en hund sem gæludýr."
GABRIELE Henkel er í öðru
sæti, en er í fullri vinnu sem
prófessor í listasögu.
er ríkust þeirra kvenna sem
hafa komist áfram fyrir eigin
dugnað.
Ríkustu konur
Þýskalands
NÝLEGA birtist í þýskum blöðum
listi yfir 50 ríkustu konur Þýska-
lands. Sú ríkasta er Johanna Qu-
andt, 64 ára gömul ekkja millj-
ónamæringsins Herberts Qu-
andts. Hún berst ekki á og þykir
afar feimin, en svo mikil eru
auðæfi hennar að engar tölur eru
nefndar í því sambandi. En í öðru
sæti er Gabriele Henkel 65 ára,
eiginkona efnafræðingsins
Konrads Henkels, framleiðanda
samnefnds þvottaefnisins, og hún
Íénar um það bil 500 milljarða
kr. á ári. Frú Henkel aflar sér
þó vasapeninga með starfi sínu
sem prófessor í listasögu. Sú „fá-
tækasta" er Andrea Zangemeist-
er, ritstjóri Bild der Frau, en hún
er með um 20 milljónir í tekjur á
ári.
Það er eftirtektarvert að aðeins
13 þessara 50 kvenna hafa orðið
ríkar af eigin rammleik, hinar eru
erfingjar mikilla auðæva eða hafa
auðgast með því að giftast
auðkýfingum.
Þær konur sem hafa hagnast
á hugviti sínu, hæfileikum eða
fegurð eru eftirtaldar og taldar
upp í röð eftir ríkidæmi.
Hæst ber þar tískuhönnuðinn
og snyrtivöruframleiðandann JU
Sander sem þénar um 12 millj-
arða íkr. á ári. Á eftir henni kem-
ur tennisleikarinn Steffi Graf
sem hefur þénað sínar milljónir
með hörkuvinnu eins og hún seg-
ir en engar tölur eru gefnar upp
í því sambandi. Ein frægasta fyr-
irsæta heims, Claudia Schiffer
fær tvær milljónir króna í veskið
sitt á hveijum degi og fiðlusnill-
ingurinn Anne-Sophie Mutter
fær sömu upphæð fyrir hveija
tónleika. Skautadrottningin Kat-
arina Witt þénaði ágætlega á
Ólympíuleikunum síðustu, en þeir
færðu henni 200 milljónir íkr.
Á eftir þeim koma svo þær
Sonia Bogner tískuhönnuður,
tennisleikarinn Anke Huber og
poppsöngkonan Sandra. Listmál-
arinn Elvira Bach selur hverja
mynd á 10-15 milljónir, fyrirsæt-
an Nadja Auermann þénar 160
milljónir á ári, E. Noelle-Neu-
mann eigandi Allensbach-stofn-
unarinnar sem hefur gert skoð-
anakannanir í tugi ára, er með
100 milljónir á ári, sundkonan
Franzi van Almsick hefur hagn-
ast á auglýsingum
um 80 milljónir á
ári og lestina
rekur
Andrea
Zang-
meister
ritstjóri Bild der
Frau sem er með
20 milljónir í
árslaun.
JOHANNA Quandt rikasta
kona Þýskalands flaggar
ekki auðæfum sínum.
NADJA
Auermann
hefur hagnast á
fyrirsætustörf-
um en kemst
þó ekki með
tærnar þar sem
Claudia Schiffer
hefur hælana
hvað tekjur snert-
ir.
Plata frá Cynthiu Lennon
►ÞAÐ virðist fyrir flestum
liggja sem lent hafa í slagtogi
við John Lennon heitinn að
gefa út hljómplötu. Ekkja hans
Yoko Ono stofnaði eigin hljóm-
sveit á sínum tíma sem gerði
lagið „Woman Power“ frægt.
Sonur hans Julian Lennon hef-
ur gefið út nokkrar hljómplöt-
ur með misjöfnum árangri. Og
á næstunni geysist fyrsta eigin-
kona hans og móðir Julians,
Cynthia Lennon, fram á plötu-
markaðinn og hyggst endur-
vekja lag Mary Hopkin „Those
Were the Days“.
Vegna síaukins vöruvals höfum við stækkað og breytt verslun okkar í Hátúninu.
Af þessu tilefni bjóðum við viðskiptavinum okkar að koma og skoða raftækjaúrvalið.
Það er heitt á EMIDE-kaffikönnunni, ískalt EGILS-gos í GRAM-glerhurðarskápnum
og djúpfrystir KJÖRÍS-pinnar í GRAM-frystikistunni. Það er greiðfært í Fönix-húsið
í Hátúninu og næg bílastæði við búðarvegginn.
Við bjóðum aðeins vönduð raftæki frá virtum framleiðendum, sem skara fram úr, hver á sínu
sviði. Og þjónustan í Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur.
Auðvitað erum við með tilboð í gangi, svo þú getir gert virkilega góð kaup. Við veitum drjúgan
afslátt á flestum vörum okkar, allt að 20% á stórum raftækjum og enn meiri, jafnvel allt að 40%
á smærri tækjurh, eins og sjá má hér að neðan:
CT’
m ASKO
ÞVOTTAVELAR, TAUÞURRKARAR
OG UPPÞVOTTAVÉLAR
ASKO þvottavélarnar, tauþurrkararnir og uppþvottavélarnar eru sænsk
hágæðavara. Takmark ASKO er einfalt: „Aðeins það besta er nógu
gott". Árangurinn er vélar, sem hafa hlotið frábæra dóma í neytenda-
prófunum á kröfuhörðustu mörkuðum Evrópu og Ameríku.
Nú bjóðum við ASKO vélarnar á frábæru verði, t.d. ASKO 10504
þvottavél m/1000 sn. vindingu á kr. 65.540,- stgr.
KÆLISKÁPAR, FRYSTISKAPAR
OG FRYSTIKISTUR
Nú kynnum við nýjar gerðir dönsku GRAM kæliskápanna, glæsilegri
en nokkru sinni fyrr. Nýtt útlit, ný innrétting og ný rafeindastýrð hita-
stilling.
Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis, 8 gerðir
frystiskápa og 9 gerðir af frystikistum. Að sjálfsögðu eru öll GRAM
tæki freonfrí.
OMENGUÐ GÆÐI
Mll BICIT FÖNIX KYNNIR NYJU NILFISK
NILrlolv gm-ryksugurnar
3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra
og sogstykkjageymsla. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega
rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða mótor, TURBO-teppasogstykki
með snúningsbursta og nýjan síunarbúnað, svonefnda HEPA-síu, sem
er svo fullkomin, að hún heldur eftir 99,95% rykagna.
Ný NILFISK á frábæru kynningarverði, frá kr. 17.990,-
INNBYGGINGAROFNAR OG
HELLUBORÐ (RAF OG GAS)
Frábær tæki á enn betra verði. Fjölmargar gerðir og litir af ofnum, með
eða án blásturs, á verði frá kr. 19.990,-. Helluborð með 2 eða 4
hellum, keramikhelluborð í miklu úrvali, einnig gas- eða gas+raf
helluborð.
Það er þess virði að kanna úrvalið og verðið hjá okkur.
VANDAÐAR
íQiTURBO ELDHÚSVIFTUR
15 gerðir og litir. Venjulegar, hálfinnbyggðar, með útdregnum gler-
hjálmi, hálf-háfformaðar og til innbyggingar í háf.
Verð frá aðeins kr. 6.980,-
LITLU TÆKIN A LAGA VERÐINU
(chbep) kfeline
Ávaxtapressur, borðeldavélar, borðofnar, borðviftur, brauðristar,
brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðar-
ar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hrærivélar, hraðsuðukönnur,
kaffivélar, matvinnsluvélar, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssug-
ur, safapressur, samlokugrill, straujárn, vöfflujárn, örbylgjuofnar - og
margt fleira.
Já, Fönix er sannkallaður raftækjamarkaður um þessar mundir. Staðgreiðslu- og magn-
afsláttur. EURO- og VISA-raðgreiðslur til allt að 18 mánaða án útborgunar - og MUNALAN
með 25% útborgun og 3.000,- á mánuði. Frí heimsending - og við fjarlægjum gamla ísskáp-
inn, þvottavélina eða önnur tæki þér að kostnaðarlausu - um leið og við komum með nýja
tækið - glæsilegt, notadrjúgt og sparneytið - og nú á betra verði en nokkurn tíma fyrr. Við
munum taka vel á móti þér og nlökkum til að sjá þig.
mánud.-föstud. 9-18
laugard. 10-14
fyrsta
flokks
frá ■#-
/rQnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMi (91)24420