Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 18
QLAN 18 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SIEMENS NY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • íslenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.430 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 VHjir þú endingu og gæði> KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR NK TANNIOGTÚPA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. FRÉTTIR: EVRÓPA Frakkar vilja Evrópuher Brussel. The Daily Telegraph. ALAIN Lamassoure, aðstoðarutan- ríkisráðherra Frakklands, hvatti á þriðjudag til þess að sett yrði á laggirnar samevrópskt utanríkis- ráðuneyti og Evrópuher. Viðraði Lamassoure, sem fer m.a. með Evrópumál i frönsku stjórninni, þessar hugmyndir á ráðstefnu þar sem hann kynnti þá stefnu er Frakkar hyggjast fylgja er þeir taka við formennsku í ráðherraráðinu af Þjóðveijum um áramót. Frakkar ætla meðal annars að láta framkvæmdastjórnina, þingið og ráðherraráðið taka saman skýrslur um hvernig Maastricht- sáttmálin hefur reynst. „Bosníudeil- an hefur verið ákveðinn prófsteinn. Hún hefur leitt í ljós helstu galla Maastricht-sáttmálans. Við verðum að flýta þróuninni á sviði utanríkis- og varnarmála," sagði ráðherrann. Færði hann rök fyrir því að ESB hefði þörf fyrir stofnun er sæi um að þróa samræmda utanríkisstefnu á sama hátt og framkvæmdastjórn- in ynni að stefnu sambandsins í efnahags- og peningamálum. Lamassoure sagði einnig nauð- synlegt að ESB hefði eigin her til að vera ekki háð NATO og Banda- ríkjamönnum. Reynslan af Bosníu sýndi að Bandaríkjamenn ættu það til að skipta fyrirvaralaust um stefnu og óttuðust þar að auki að- gerðir. Hann sagði Evrópusam- bandið vera vísi að slíkum her en þróunin hefði verið of hæg. Opnir fundir ráðherraráðsins Franski ráðherrann ræddi einnig uppstokkun á ESB og lagði til að fundir ráðherraráðsins yrðu opnir almenningi er ný samevrópsk lög væru til umræðu. Fundirnir ættu hins vegar að vera lokaðir áfram er ráðherrarnir væru í fram- kvæmdavaldshlutverkinu. Ráðherraráðið er líklega eina stofnunin með löggjafarvald í hin- um lýðræðislega heimi sem ekki vinnur starf sitt fyrir opnum tjöld- um. Aðildarríkin eru heldur ekki skuldbundin til að gefa upp þá af- stöðu sem þau tóku á fundunum. Lamassoure sagði loks að Frakk- ar myndu einbeita sér að Miðjarðar- hafssvæðinu á meðan þeir væru í forsæti í stað Austur-Evrópu líkt og Þjóðveijar hafa gert. BRESK Jagúar-vél lendir á flugvelli á Ítalíu eftir sprengjuárás á stöðvar Serba í Bosniu gær. Reuter Strangari reglur um ekjuferjur • RÁÐHERRAR samgöngumála innan Evrópusambandsins hvöttu á þriðjudag til að settar yrðu strangari reglur um ekjuferjur sem sigla frá höfnum í vestur- hluta Evrópu. Voru ráðherrarnir m.a. sammála um að þeir yrðu að samhæfa stefnu sína þannig að þeir gætu beitt sér af fullu afli innan Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar fyrir nýjum regl- um um hönnun slíkra skipa. Þá töldu þeir nauðsynlegt að skipafé- lög yrðu sem fyrst skylduð til að taka saman farþega- og áhafna- lista á öllum lengri siglingaleiðum o g að herða bæri eftirlit. • EVRÓPUÞINGIÐ hefur í kjöl- far fundar Norður-Atlantshafs fiskveiðiráðsins (NAFO) í sept- ember samþykkt ályktun, sem lögð var fram af spænskum Evr- ópuþingmönnum, þar sem sú ákvörðun framkvæmdastjórnar- innar að lúðukvóti í Norður-Atl- antshafi verði 27 þúsund tonn er hörmuð. Er það í samræmi við tillögur NAFO. Segir í álykt- uninni að ákvörðunin hafi ekki verið byggð á vísindalegum grunni. Henning Christophersen, fulltrúi í framkvæmdasljórninni, andmælti þeirri staðhæfingu. Spánveijar og Portúgalir vilja auka kvótann um þijú þúsund tonn. • TALIÐerlíklegtaðfiskveiði- ráðherrar ESB muni fara fram á það við framkvæmdastjórnina að haldið verði áfram tilraunum til að semja við Rússa um átta þúsund tonna þorskveiðiheimild- ir í Barentshafi. Var Spánveijum og Portúgölum heitið kvótum sem „sárabót“ vegna aðildar Norðmanna. Þar sem engir kvót- ar eru til staðar innan lögsögu bandalagsins var ákveðið að reyna að semja við Rússa. Ef Norðmenn hafna aðild fellur þó málið um sjálft sig. • VERÐBÓLGA var 3% I ríkjum ESB í október og er það sama tala og í september. I ágúst mældist verðbólga 3,1% að með- altali. Hún hefur ekki verið lægri í sjö og hálft ár. í október í fyrra var verðbólga 3,3%. Lægst er verðbólga í Frakklandi en hæst í Grikklandi. Sameigmleg flugumfer ðar stj órn? Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJORNIN ætlar á fundi ráðherraráðsins í Essen í Þýskalandi í næsta mánuði að fara fram á að fá umboð til þess að leggja drög að sameiginlegri flug- umferðarstjórn í Evrópu. „Það er hneyksli að í dag skuli flugumferðarstjórn vera í höndum 55 aðila í Evrópu. Það er mjög al- varlegt öryggisvandamál,“ sagði Henning Christophersen, sem fer með efnahagsmál í framkvæmda- stjórninni. Christophersen benti á að flug- umferð myndi tvöfaldast á næstu tíu árum og að ekki væri hægt að halda óbreyttu eftirlitskerfi. Nú þeg- ar væru vandamálin orðin of mikil. í l I i í i t, »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.