Morgunblaðið - 24.11.1994, Side 18

Morgunblaðið - 24.11.1994, Side 18
QLAN 18 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SIEMENS NY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • íslenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.430 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 VHjir þú endingu og gæði> KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR NK TANNIOGTÚPA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. FRÉTTIR: EVRÓPA Frakkar vilja Evrópuher Brussel. The Daily Telegraph. ALAIN Lamassoure, aðstoðarutan- ríkisráðherra Frakklands, hvatti á þriðjudag til þess að sett yrði á laggirnar samevrópskt utanríkis- ráðuneyti og Evrópuher. Viðraði Lamassoure, sem fer m.a. með Evrópumál i frönsku stjórninni, þessar hugmyndir á ráðstefnu þar sem hann kynnti þá stefnu er Frakkar hyggjast fylgja er þeir taka við formennsku í ráðherraráðinu af Þjóðveijum um áramót. Frakkar ætla meðal annars að láta framkvæmdastjórnina, þingið og ráðherraráðið taka saman skýrslur um hvernig Maastricht- sáttmálin hefur reynst. „Bosníudeil- an hefur verið ákveðinn prófsteinn. Hún hefur leitt í ljós helstu galla Maastricht-sáttmálans. Við verðum að flýta þróuninni á sviði utanríkis- og varnarmála," sagði ráðherrann. Færði hann rök fyrir því að ESB hefði þörf fyrir stofnun er sæi um að þróa samræmda utanríkisstefnu á sama hátt og framkvæmdastjórn- in ynni að stefnu sambandsins í efnahags- og peningamálum. Lamassoure sagði einnig nauð- synlegt að ESB hefði eigin her til að vera ekki háð NATO og Banda- ríkjamönnum. Reynslan af Bosníu sýndi að Bandaríkjamenn ættu það til að skipta fyrirvaralaust um stefnu og óttuðust þar að auki að- gerðir. Hann sagði Evrópusam- bandið vera vísi að slíkum her en þróunin hefði verið of hæg. Opnir fundir ráðherraráðsins Franski ráðherrann ræddi einnig uppstokkun á ESB og lagði til að fundir ráðherraráðsins yrðu opnir almenningi er ný samevrópsk lög væru til umræðu. Fundirnir ættu hins vegar að vera lokaðir áfram er ráðherrarnir væru í fram- kvæmdavaldshlutverkinu. Ráðherraráðið er líklega eina stofnunin með löggjafarvald í hin- um lýðræðislega heimi sem ekki vinnur starf sitt fyrir opnum tjöld- um. Aðildarríkin eru heldur ekki skuldbundin til að gefa upp þá af- stöðu sem þau tóku á fundunum. Lamassoure sagði loks að Frakk- ar myndu einbeita sér að Miðjarðar- hafssvæðinu á meðan þeir væru í forsæti í stað Austur-Evrópu líkt og Þjóðveijar hafa gert. BRESK Jagúar-vél lendir á flugvelli á Ítalíu eftir sprengjuárás á stöðvar Serba í Bosniu gær. Reuter Strangari reglur um ekjuferjur • RÁÐHERRAR samgöngumála innan Evrópusambandsins hvöttu á þriðjudag til að settar yrðu strangari reglur um ekjuferjur sem sigla frá höfnum í vestur- hluta Evrópu. Voru ráðherrarnir m.a. sammála um að þeir yrðu að samhæfa stefnu sína þannig að þeir gætu beitt sér af fullu afli innan Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar fyrir nýjum regl- um um hönnun slíkra skipa. Þá töldu þeir nauðsynlegt að skipafé- lög yrðu sem fyrst skylduð til að taka saman farþega- og áhafna- lista á öllum lengri siglingaleiðum o g að herða bæri eftirlit. • EVRÓPUÞINGIÐ hefur í kjöl- far fundar Norður-Atlantshafs fiskveiðiráðsins (NAFO) í sept- ember samþykkt ályktun, sem lögð var fram af spænskum Evr- ópuþingmönnum, þar sem sú ákvörðun framkvæmdastjórnar- innar að lúðukvóti í Norður-Atl- antshafi verði 27 þúsund tonn er hörmuð. Er það í samræmi við tillögur NAFO. Segir í álykt- uninni að ákvörðunin hafi ekki verið byggð á vísindalegum grunni. Henning Christophersen, fulltrúi í framkvæmdasljórninni, andmælti þeirri staðhæfingu. Spánveijar og Portúgalir vilja auka kvótann um þijú þúsund tonn. • TALIÐerlíklegtaðfiskveiði- ráðherrar ESB muni fara fram á það við framkvæmdastjórnina að haldið verði áfram tilraunum til að semja við Rússa um átta þúsund tonna þorskveiðiheimild- ir í Barentshafi. Var Spánveijum og Portúgölum heitið kvótum sem „sárabót“ vegna aðildar Norðmanna. Þar sem engir kvót- ar eru til staðar innan lögsögu bandalagsins var ákveðið að reyna að semja við Rússa. Ef Norðmenn hafna aðild fellur þó málið um sjálft sig. • VERÐBÓLGA var 3% I ríkjum ESB í október og er það sama tala og í september. I ágúst mældist verðbólga 3,1% að með- altali. Hún hefur ekki verið lægri í sjö og hálft ár. í október í fyrra var verðbólga 3,3%. Lægst er verðbólga í Frakklandi en hæst í Grikklandi. Sameigmleg flugumfer ðar stj órn? Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJORNIN ætlar á fundi ráðherraráðsins í Essen í Þýskalandi í næsta mánuði að fara fram á að fá umboð til þess að leggja drög að sameiginlegri flug- umferðarstjórn í Evrópu. „Það er hneyksli að í dag skuli flugumferðarstjórn vera í höndum 55 aðila í Evrópu. Það er mjög al- varlegt öryggisvandamál,“ sagði Henning Christophersen, sem fer með efnahagsmál í framkvæmda- stjórninni. Christophersen benti á að flug- umferð myndi tvöfaldast á næstu tíu árum og að ekki væri hægt að halda óbreyttu eftirlitskerfi. Nú þeg- ar væru vandamálin orðin of mikil. í l I i í i t, »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.