Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 43 Nýttjólakort rauðakross- hússins ÚT ER komið jólakort rauðakross- hússins 1994 og er að þessu sinni á því mynd af steindum glugga í Fáskrúðsbakkakirkju á Snæfells- nesi eftir Benedikt Gunnarsson listmálara. Rauðakrosshúsið er neyðarathvarf fyrir börn og ungl- inga, rekið af Rauða krossi ís- lands. Húsið tók til starfa í desem- ber 1985 og veitir þrenns konar þjón- ustu sem öll er ókeypis. Í fyrsta lagi er þar rekið neyðar- athvarf, sem opið er allan sólar- hringinn allan ársins hring, í öðru lagi er þar símaþjónusta (grænt númer 99 66 22) en þangað er hægt að hringja hvenær sem er sólarhringsins og ræða viðkvæm mál án þess að segja til nafns og í þriðja lagi veita starfsmenn húss- ins ráðgjöf, sem foreldrar, börn og unglingar leita eftir í auknum mæli. Starfsemin í rauðakrosshúsinu hefur aukist með hveiju ári og er greinilega engin vanþörf á henni. Hundruð ungmenna víðsvegar af landinu hafa leitað athvarfs í hús- inu og fengið þar hjálp. Jólakortasalan er eina fjáröflun rauðakrosshússins. Kortin í ár eru 11X17 sm. Hægt er að fá þau í þremur útgáfum. Kortið kostar það sama og undanfarin ár, 100 kr. stykkið. -----♦ ♦ ♦---- ■ FÉLAGIÐ ísland- Ungverja- land efnir til kaffisamsætis í dag, fimmtudaginn 24. nóvember, kl. 20 á Hótel Sögu. Félagið hefur eignast nokkur myndbönd með ungverskum kvikmyndum. Félags- menn geta fengið þau að láni. Myndböndin eru yfirleitt með ung- versku tali og enskum texta. Af þessari sendingu ætlum við að sýna verðlaunamyndina Eldoradó eftir Berményi Géza. Félagið hefur af- not af videóvarpi svo að stærri hópar geti notið myndarinnar. Veitingar verða á 300 kr. Mynda- sýningin er að öðru leyti í boði félagsins og opin öllum sem áhuga hafa á. -----♦ ♦ ♦---- ■ STOFNUÐ hafa verið samtök um Vefjagigt og síþreytu, skammstafað SUVS en á seinni árum héfur orðið vart við aukningu á tíðni sjúkdómanna og hefur oft liðið langur tími þar til rétt grein- ing hefur fundist. Samötkin hafa staðið fyrir upplýsingaöflum um sjúkdómana og dreift meðal félags- manna sinna. Samtökin hafa nú komið á símatíma alla fimmtu- daga. Fyrsti símatíminn verður 1. desember nk. kl. 17-19 í síma 30760. Haldinn verður fundur í húsnæði Gigtarfélags íslands, Ár- múla 5, Reykjavík, laugardaginn 26. nóvember kl. 14 Fundarefni er kosning stjórnar og nefnda og önnur mál. ■ KÚNNAKVÖLD verður haldið í Borgarkringlunni fimmtudaginn 24. nóvember kl. 20. Verslunin Tölvuland býður viðskiptavinum að heimsækja ævintýrakastala sem reistur hefur verið í versluninni. Þar verður leikurinn „Kings Quest VII“ kynntur og einnig leikirnir „Lion King“ og „Under a killing moon“. FRÉTTIR Veggtöflur á slysadeild SLYSADEILD Borgarspítal- ans voru nýlega afhentar tvær veggtöflur með upplýs- ingum um öryggisbúnað fyrir heimili af Slysavarnafélagi Islands og Rauða krossi Is- lands. Þetta er hluti af átaki sem Slysavarnafélagið hefur staðið fyrir undir yfirskrift- inni: Vörn fyrir börn. Fyrsta taflan var sett upp í Keflavík í maí á sl. ári en síðan hafa 18 töflur verið settar upp víðsvegar um landið. Við- staddir afhendingu vegg- taflnanna voru, f.v.: Esther Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri SVFÍ, Erla Sig- tryggsdóttir, deildarstjóri á endurkomudeild, Pálína Ás- geirsdóttir, hjúkrunarstjóri slysadeildar, Brynjólfur Mog- ensen, yfirlæknir, Herdís Storgaard, barnaslysafulltrúi, Þórir Gunnarsson, deildar- sljóri SVFÍ, og Svanhildur Þengilsdóttir, hjúkrunar- fræðingur RKÍ. Fyrirlestur um kynhegðun Is- lendinga JÓNA Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur BS, MS Ed, flytur fyrirlesturinn, Könnun á kynhegð- un íslendinga, mánudaginn 28. nóvember kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Árið 1992 fór fram póstkönnun á landsvísu í þeim tilgangi að afla upplýsinga um kynhegðun sem eykur á eða dregur úr hættu á HlV-smiti og öðru kynsjúkdóm- asmiti og að afla upplýsinga fyrir markvisst fornvarnarstarf. Könn- unin markar tímamót í kynfræði- rannsóknum hérlendis, því upplýs- inga um kynhegðun hefur ekki verið aflað áður á öllu landinu með skipulögðum hætti, segir í fréttatil- kynningu. Niðurstöður munu nýt- ast víðar en í forvarnarstarfi vegna alnæmis og annarra kynsjúkdóma. í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir forsendum við val spuminga í mælitækinu og skýrt frá framkvæmd í grófum dráttum. Fjallað verður um helstu niðurstöð- ur hvað varðar kynhegðun meðal íslendinga en sjónum aðallega beint að kynhegðun fólks á aldrin- um 16-25 ára. GUÐRÚN Eiríksdóttir vann tvær körfur í jólahapp- drætti síðasta ár. ■ KONUR úr Kvenfélagi Hafn- arfjarðarkirkju safna nú í hið árlega jólahappdrætti sitt sem verður á jólafundinum þann 4. desember nk. kl. 20.30 í Skút- unni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Þær félagskonur sem gefa muni í happdrættið eru beðnar að koma þeim í safnaðarathvarfíð á Suður- götu 11 laugardaginn 3. desember nk. milli kl. 13 og 15. Jólahapp- drætti kvenfélagsins er aðal fjár- öflun félagsins og er öllum ágóða varið til að hlúa að kirkjunni og starfi hennar. eftir Giuseppe Verdi Síðara sýningartimabil að heijast jf. j|| | Kristján Jóhannsson ■ iplft I -3' :.ýí ! ' Áðnr■fiörifrv'í, f I / , ^ Elín Osk Óskarsdóttir, Ingibjörg Marteinsdóttir, Keith Reed, Xrond Halstein Moe, Magnús Baldvinsson, Viðar Gunnarsson, íngveldur Ýr Jonsdöttir, Elsa Waage, Stefán Arngrimsson o.fl. 'i f : * • \ r :: & & | 25. nóv. UPPSFJJ, 27. nóv. UPPSBIJ, 29. nóv. ÖRFÁ SÆTILAUS, 2. des. ÖRFÁ SÆTI LAUS, 4. des. FÁEIN SÆTILAUS, 6. des. LAUS SÆTI, 8. des. FÁEIN SÆTILAUS, 10. des. UPI\S)ÆT. Ósóttar pantanir seldar daglega ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 11200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.