Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 39 MINNINGAR VIGLUNDUR JÓNSSON + Víglundur Jónsson, útgerð- armaður og fiskverkandi, fæddist í Haga í Staðarsveit 29. júlí 1910. Hann lést á St. Frans- iskusspítalanum í Stykkishólmi 9. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ólafsvíkur- kirkju 19. nóvember. Flýt þér vinur í fegri heim Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans Meira að starfa guðs um geim. (J.M.) ÞEGAR mér barst fregnin um lát vinar míns, Víglundar Jónssonar, duttu mér í hug síðustu hendingar úr kvæði listaskáldsins góða um Tómas Sæmundsson, þótt ekki væru þeir líkir að öðru en því að báðir voru eldhugar og starfsins menn. Er Víglundur var fjögurra eða fimm ára flytja foreldrar hans, Jón Sigurðsson bóndi og Guðrún Sig- urðardóttir, að Arnarstapa. Þar var fleira til bjargar þrekmiklum sjó- manni, auk þess gegndi Jón kaupfé- lagsstjórastarfi aukalega frá 1919- 1945. Ekki munu þau störf hafa gefið mikið af sér, því það þótti sjálfsagt að veita aðkomnum við- skiptamönnum greiða án þess að taka fyrir. Má nærri geta hvort slíkt hefur ekki aukið störf húsmóð- urinnar sem voru þó ærin fyrir. Þar sem elsti bróðirinn var fatlaður, lenti það í hlut hinna að hjálpa föð- ur sínum að afla heimilinu tekna og þar voru engir aukvisar á ferð. Trausti, sá næst elsti, sem að því mér er tjáð var mikill að vexti og afli sem faðir hans, réð sig hjá kunnum aflamanni en varð úti á Jökulhálsi (á leið frá Ólafsvík að Arnarstapa), þá 19 ára. Víglundur og Tryggvi fóru líka í þetta skiprúm hjá Birni Hanssyni sem þá var á toppnum sem aflamaður. (Víglund- ur mun hafa áður stundað doríu- veiðar með Norðmönnum út af Vestfjörðum.) Tjáði hann mér síðar að duglegri menn hefði hann ekki haft, enda höfðu þeir sem smá- drengir reynt að láta helming af vertíðarafla ganga í heimilið. Þó tókst honum að taka skipstjórapróf frá Stýrimannaskóla Reykjavíkur árið 1935. (Stundaði smíðar á milli vertíða.) Víglundur kaupir bát 1938 ásamt yngri bróður sínum, Tryggva, Snæ- fell SH 197, hét áður Fram, 14 tonn, stækkaði það síðar í 17 tonn. Áður höfðu þeir bræður átt opinn vélbát er þeir reru á vorin heima á Arnarstapa. Á Snæfelli byijaði Víglundur á dragnót hér vestra og seldi aflann í Reykjavík, var svo með bátinn frá Sandgerði og Hafnarfirði. Hann flytur svo til Ólafsvíkur 1940 og gerir bátinn út þaðan. Víglundur kvæntist 1942 Kristjönu Tómas- dóttur sem bjó honum indælt heim'- ili, enda þau bæði annáluð fyrir snyrtimennsku. Þau byrjuðu búskap í Garðarshúsi, en er það brann keyptu þau gamla prestshúsið, Skálholt. Þar byggðu þau skemmti- legt íbúðarhús, þar sem þau bjuggu á meðan bæði lifðu, en Kristjana andaðist 6. júní 1986. Hér mun ekki rakin útgerðarsaga Víglundar Jónssonar því þá yrði að geta fleiri sem reyndust frumkvöðl- ar á því sviði. Vona ég að síðara hefti af sögu Ólafsvíkur komi út og að þá verði þar minnst þeirra manna sem mestan þátt áttu í að hefja Ólafsvík frá örbirgð til vel- megunar. Þó er ekki hægt að sleppa henni að öllu. Árið 1943 kaupa þeir Lárus Svejnsson og hann mb. Framtíðina, 27 tonna bát. Lárus var ungur maður en afburða duglegur, munu þeir hafa verið byijaðir á bygging- um með aðstöðu til beitingar og saltfískverkunar þegar sá hörmu- legi atburður gerðist að haustið 1947 ferst Framtíðin og með henni Lárus og Sigurður bróðir hans. Víg- lundur stofnar ásamt öðrum salt- fiskverkunina hf. Hróa á árinu 1949-50 en árið 1951 er Hrói hf. starfræktur að fullu sem fisk- vinnslustöð og var Ársæll Jónsson bróðir Víglundar fyrsti verkstjórinn en hafði áður verið á sjó með bróð- ur sínum. Hann var afburðamaður eins og allir þeir bræður sem undir- ritaður hefur kynnst. (Víglundur eignaðist síðan fyrirtækið að fullu árið 1960.) Árið 1954 fer hann í land dg verður þá framkvæmdastjórn Hróa hans aðalstarf ásamt útgerð, enda ærið starf því að fyrirtækið Hrói ásamt Þorbimi í Grindavík urðu brátt stærstu söltunarstöðvar á landinu. Tryggvi bróðir hans, sá mikli aflamaður, var oftast með bát fyrir bróður sinn og Stapafellið sem þeir létu smíða fyrir sig í Svíþjóð held ég að hafi sett aflamet er hann þijá daga í sömu vikunni kom með yfir 60 tonn hvern dag, þá var meiri fiskur í sjó við ísland en nú. Þennan bát og fleiri áttu þeir bræður saman og var Tryggvi ávallt á sjónum og þegar hann hætti að fara með stærri báta, fór hann að róa á trillu frá Arnarstapa en þar átti hann hús. Síðustu róðrana fór hann síðsumars árið 1993, en 13. apríl 1994 var hann allur. Þar var starfað á meðan stætt var. Böm Kristjönu og Víglundar em Úlfar vömbifreiðastjóri, kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur, Guðrún gift Pétri Jóhannssyni skipstjóra, og Ragnheiður, sem hefur helgað sig fyrirtækinu og foreldmm sínum á meðan þeir þurftu þess við. Að telja upp félagsmálastörf Víglundar Jóns- sonar legg ég ekki upp í stuttri minn- ingargrein og býst heldur ekki við að honum hefði verið það að skapi, hann var lítt fyrir að flagga slíku svo sem orðum fyrir björgun mannslífa, Fálkaorðu og að hafa verið fyrsti heiðursborgari Ólafsvíkur. Eins og áður-getur lést Kristjana 6. júní 1986. Víglundur hafði nokkru áður fengið væga heila- blæðingu, sem ágerðist síðar. Hann var þó á heimili sínu með Ragn- heiði dóttur sinni til ársins 1989. Þá lærbrotaði hann og var fluttur á St. Fransiskusarspítalann í Stykk- ishólmi og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Hann gat ekki tjáð sig síð- ustu árin og fannst manni það harð- ur dómur og óverðskuldaður. Nú er hann búinn að fara þá leið er við eigum öll eftir að feta, „Stig- inn fyrir dómara allra tíma.“ (E.Ben.) Sé sá dómari til og réttlátur sem oss er tjáð, þá mun hann fá „meira að starfa guðs um geim“. Að svo mæltu kveð ég Víglund Jónsson með þakklátum huga og bið aðstandendum hans allrar bless- unar. Sigurður Brandsson. t Móðir okkar, HILDUR MAGNBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR, lést í Vífilsstaðaspítala 22. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Hafdís Reynis Þórhallsdóttir, Hjalti Berg Hannesson, Sigbert Berg Hannesson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT G. MAGNÚSDÓTTIR, Búlandi 29, lést í Landakotsspítala 22. nóvember. Matthías Bjarnason, Jenný Matthíasdóttir, Asgeir Torfason, Bjarni Matthíasson, Erna Matthíasdóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson, Jónas Matthíasson, Inge Elisabeth Meller og barnabörn. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR GUÐFINNA GUÐBRANDSDÓTTIR frá Loftsölum, verður kvödd í Fossvogskirkju föstudaginn 25. nóvember nk. kl. 13.30. Jarðsett verður í Skeiðflatarkirkjugarði laugardaginn 26. nóvember. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Styrktarsjóð Vífilsstaðaspítala njóta þess. Hrafnhildur Stella Stephens, Guðbrandur Elling Þorkelsson, Elín Sæmundsdóttir. t Útför eiginmanns míns, föður, afa og langafa, LÚÐVÍKS JÓSEPSSONAR fyrrverandi alþingismanns, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. nóvembér kl. 13.30. Fjóla Steinsdóttir, Steinar Lúövíksson, Elfn Sólveig Steinarsdóttir og börn. t Móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, EDDA FILIPPUSDÓTTIR, Lynghaga 7, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 25. nóvember, kl. 15.00. Blóm afþökkuð. Þeim, sem vilja minn- ast hinnar látnu, er vinsamlega bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Guðlaugur Ragnar Magnússon, Sigrfður Ó. Björnsdóttir, Nanna Kristfn Magnúsdóttir, Smári Emilsson, Berglind Jófrfður Magnúsdóttir, Steinar Davfðsson, Sigurður Grétar Magnússon, Margrét H. Brynjólfsdóttir,' Sturlaugur Grétar Filippusson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTRÚN NÍELSDÓTTIR, Sporðagrunn 17, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudag- inn 25. nóvember kl. 13.30. Ragnar Sigurðsson, Andrés Ragnarsson, Sigurður Ragnarsson, Inga Stefánsdóttir, Asa Helga Ragnarsdóttir, Karl Gunnarsson og barnabörn. t Útför ástkærs móðurbróður okkar, INGA S. ÁSMUNDSSONAR tæknifræðings, Vesturhólum 17, Reykjavfk, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnst hans, er bent á líknar- stofnanir. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Ása Gréta Einarsdóttir, Ólafía Sigrún Einarsdóttir, Hjálmar Ingi Einarsson, Jakob Einarsson, Auðbjörg Jóhanna Einarsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT AGNES HELGADÓTTIR, Tjarnargötu 29, Keflavík, sem lést fimmtudaginn 17. nóvember, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta Þroskahjálp Suðurnesja njóta þess. Benedikt Jónsson, Jón Benediktsson, Bjarnhildur H. Lárusdóttir, Margrét Þóra Benediktsdóttir, Hermann Th. Ólafsson, Svanhildur Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu samúð og vináttu við andlát og útför konu minnar og móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU B. ÞÓRHALLSDÓTTUR, Háafelli. Sérstakar þakkir til starfsfólks E-deildar Sjúkrahúss Akraness. Þorvaldur Hjáimarsson, Edda Þorvaldsdóttir, Guðlaugur Antonsson, Jóhanna Þorvaldsdóttir, Þorbjörn Oddsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð, vináttu og virðingu við andlát og útför AÐALHEIÐAR E. JÓNSDÓTTUR (frá Gróf), Hjallabraut 33, Hafnarfiröi. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.