Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 27 Nýjar bækur • Haltu mér fast, er unglingabók eftir Elías Snæland Jónsson. í kynningu útgefanda segir meðal annars: „Hún er fimmtán ára en hann 17. Þau hittust fyrst á bensín- stöðinni og þá varð ekki aftur snú- ið ... Hann æfir sportköfun með félögum sínum og fljólega er hún líka komin á bólakaf ... Hætturnar eru víða og i djúpinu leynist ógn- vekjandi leyndardómur frá liðinni tíð ..." Haltu mér fast er þriðj a ung- lingaskáldsaga Elíasar Snælands Jónssonar. Hinar eru Davíð og krókódílarnir (1991) og Brak og brestir, en fyrir hana fékk Elías Islensku barnabókaverðlaunin 1993. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin erl43 bls. ogkostar 1.690 krónur. • Armann Kr. Einarsson á sextíu ára rithö/undarafmæli um þessar mundir. Á þeim tímamótum kemur út ný bók eftir Ármann sem hlot- ið hefur nafnið Valli valtari eftir einni sagnanna í bókinni. í kynningu út- gefanda segir meðal annars: „Þessi bók hefur að geyma fjórar ljúfar og skemmti- legar smásögur eftir barnabókahöfundinn góð- kunna Ármann Kr. Einarsson. Sögurnar tengjast allar jólunum með einhveijum hætti.“ Eftir Ármann Kr. Einarsson liggja tugir barnabóka og hafa nokkrarjieirra verið gefnar út er- lendis. Armann hefur hlotið verð- laun Skólamálaráðs Reykjavíkur og norsku Solfugls-verðlaunin fyrir verk sín. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er86 bls. ogkostar 1.290 krónur. • „Snælda og bók“ er nýung frá Vöku-Helgafelli. Um er að ræða myndskreytta bók með sígildu æv- intýri frá Walt Disney og í sama pakka er hljóðsnælda með ævintýr- inu, ýmist leiknu og lesnu. Gosi. Ævintýrið um spýtustrák- inn Gosa og vin hans Tuma engi- sprettu er löngu orðið sígilt. Sögu- maður á snældunni: Guðmundur Olafsson. Skógarlíf. Bókin er byggð á sí- gildri sögu um Mógla og vini hans í frumskóginum. Sögumaður á snældunni: Jóhann Sigurðarson. Aladdín. Ævintýrið um Aladdín úr Þúsund og einninóttí sömu gerð og í mynd Disneys. Leikradd- ir á hljóðsnældunni: Jóhann Sig- urðarson,Þórhaldlur Sigurðsson - Laddi, Örn Árnason, Edda Heiðrún Backman, Rúrik Har- aldsson og fleiri. Litla hafmeyjan Sagan um litlu hafmeyjuna er byggð á ævintýri H.C. Andersens. Sögumaður á snældunni er Edda Heiðrún Back- mann, en söngvari Jóhann Sigurð- arson. Hver bók kostar 1.490 krónur. • Draugur í söunda himni er ný Kristínu Steins- I kynningu út- gefanda segir: „Draugur í sjö- unda himni er frumleg og fjörug saga sem leiftrar af frásagnargleði. Draugurinn Móri er kominn til himna en þar er flest á annan veg én hann átti von á.“ Bók Kristínar Steinsdóttur, Draugur ísjöunda himni er sjálf- stætt framhald bókarinnar Draug- ar vilja ekki dósagos. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Draugar í sjöunda himni er 142 bls. ogkostar 1.490 krónur. barnabók eftir dóttur. Kristín Steinsdóttir. Ármann Kr. Einarsson. •Vændiskonur á vesturreið KVIKMYNPIR S a g a bí ó VILLTAR STELPUR („BAD GIRLS“) ★Vi Leikstjóri Jonathan Kaplan. Tónlist Jerry Goldsmith. Aðalleikendur Madeleine Stowe, Andy McDowell, Mary Stuart Masterson, Drew Barry- more, James Russo. Bandarísk. 20th Century Fox 1994. VILLTAR stelpur kemur á óvart, því miður í neikvæðum skilningi. Hvernig má það vera að jafn dýr og vel útlítandi fram- leiðsla, undir leikstjórn virts leik- stjóra, með eitt besta tónskáld kvikmyndaborgarinnar og fjórar kunnar leikkonur sér til fulltingis, er ekki hótinu skárri en B-vestr- arnir með Audie Murphy í „den“ (sem urðu -reyndar engum von- brigði - fólk vissi að hveiju það gekk)? Ástæðan er augljós, handritið, sjálfur Akkilesarhæll Hollywood, plagar myndina mest. Sjálfsagt hefði Murphy þótt það dágott á sjöunda áratugnum en fólk er kröfuharðara í dag. Það er nánast ein klisja frá upphafi en reynt að flikka uppá moðsuðuna með því að setja konur í hið dæmigerða hetjuhlutverk úr þúsundum vestra. Sú skipan verður þó ekki mynd- inni til framdráttar (þó hugmyndin sé í sjálfu sér ágæt og varð til þess að Bandaríkjamenn flykktust á myndina - fyrstu vikuna), held- ur eykur til muna á ólíkindin og endaleysuna. Fjórar þorpsmellur (McDowell, Masterson, Barrymore, og Stowe í farabroddi), flýja útnárabæ í Arizona er ein þeirra verður mannsbani og dæmd til henging- ar. Þá kemur í Ijós hjartnæm sam- staða gleðikvennanna sem bera saman ráð sín eftir að þær bjarga Stowe úr gálganum. Ein þeirra lumar á landskika í Oregon, önnur á fjársjóð í banka, nú skal söðla hrossin og ríða í vestur. Reynast gjálífiskonurnar kunna ýmislegt annað fyrir sér en að leggjast á bakið; eru afburðaskyttur og knapar góðir. Og víla ekki fyrir sér að drepa mann og annan. Annar áberandi galli er afleitur leikur kvennanna, ekki bætir úr skák að þær eru jafnan sem ný- komnar útaf snyrtistofu og tísku- verslun. Einu sinni eru þær reynd- ar krímugar í framan, þar með á víst raunsæinu að vera fullnægt. Villtar stúlkur tekur sig því miður grafalvarlega, hún hefði getað lukkast sem grín, jafnvel farsi. Sæbjörn Valdimarsson jam ammMaaam Æf-Wi gir ' im COMPU T E VEL WTT' BESTU - fyrir þig 64 »glWjWj<j n PLÁY í * Intel 4/33SX; 4/50SX2; 4/66DX2 ; * Intel 4/50SX2; 4/66 DX2 \ og 4/100DX4 i 60 - og 90-Mhz Pentium i * ZIF sökkull 3 fyrir SL Enh- og ! * ZIF sökkull 3 fyrir SL Enh- og Pentium Overdrive j Pentium Overdrive | * Asynchronus, write back, t * Synchronus, write back, j second level skyndiminni i second level skyndiminni [ * VESA LB Cirrus 5428 skjáhraðall. ! * PCI Cirrus 5434,64-bita skjáhrað- i 1MBDRAM J alls með 1MB DRAM, 2MB mest ! * Minni stækkanlegt 164MB t * Minni stækkanlegt í 128MB ! * VL - IDE stýring ! * 32- bita PCI Enhanced IDE j * VL/ISA tengibrautir ! * PCI/ISA i * Multilevel Security j * Multilevel Security ! * Raðtengi (UART16450) í * Raðtengi (UART 16550) j * Styður EPA, DPMS i * EPA, DPMS, DMI og Plug and Play ! ! * Hliðtengi (ECP) ! * FlashBIOS \ 3 ára varahlutaábyrgð 1 3 ára varahlutaábyrgð * Intel 4/66DX2; 60-Mhz Pentium * ZIF sökkull 3 fyrir SL Enh- og Pentium Overdrive * Synchronous, burst mode, write backskyndiminni * PCIATI Pro Turbo, 64- bita, 135MHz RAMDAC, 2MBVRAM, 4MB mest. * 8MB minni stækkanlegt í 128MB * 32-bita PCI Enhanced IDE * PCI/ISA * Multilevel Security * Raðtengi (UART16550) * Styður EPA, DPMS, DMI og Plug and Play * Hliðtengi (ECP) * FlashBIOS * PCMCIA möguleiki , 3 ára varahlutaábyrgð * Intel 90- og 100-Mhz Pentium * ZIF sökkull 5 fyrir Multiple Pentium örgjörva skv. Intel MP 1.1 * Synchronous, burst mode, write backskyndiminni * PCIATI Pro Turbo, 64 bita 135MHz RAMDAC, 2MB VRAM, 4MB mest. * 8MB minni stækkanlegt 1192MB * 32-bita PCIE-IDE og PCI FastSCSI2 * PCI/EISA * Multilevel Security * Raðtengi (UART 16550) * Styður EPA, DPMS, DMI og Plug and Play * Hliðtengi (ECP) * FlashBIOS * PCMCIA möguleiki * Ethernet netkort með TP og AUItengi 3 ára varahlutaábyrgð Kröfuhörð fyrirtæki velja AST 4.0 WinMarks® 1024x768 DS Q| RAÐGREIÐSLUR Verðdæmi: LC 4/66 8MB 270MB 14-skjár: Frá 169.000 kr. Stgr. m/vsk MS Pentium 60 8MB 420MB 14"skjár: Frá 239.000 kr. s,q, Hringdu eða komdu í verslun okkar og fáðu ráðgjöf. EINAR J. SKÚLASON HF Grensásvegi 10, Sími 63 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.