Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Jólavörur
I Rúmfatalagernum
Körfur úr basti
með eða án haldi
með haldi:
690 kr.
án halds:
390 kP.
3 stk.
3 stk. saman
Lúxus- hægindastóll
Ekta leður!
19.900 kr.
Kaffí, koku- eða
sælgætisbaukar
3 stærðir. Há og lág
gerð, sama verð. Allar
með fallegu jólamynstri.
390 kr.
3 dósir saman
Jólavaxdúkur
breidd130sm. v
299 kr./m
4 saman
Holtagörðui
Reylqavík
4 könnur
4 litir
UPPSKRIFTIRNAR
Laukur er í hverjum
kíma á laukmánuðum
LAUKMARKAÐIRNIR í Weimar
í Þýskalandi og Bern í Sviss eiga
sér langa hefð og eru með vinsæl-
ustu „hátíðisdögum“ borganna. Þá
svigna söluborð undan laukhrúg-
um, laukfléttur skreyta sölutjöldin
og ilmur af laukkræsingum fyllir
loftið. Rútur koma drekkhlaðnar
ferðamönnum til borganna svo að.
þeir geti tekið þátt í laukhátíðinni.
Nokkrir aðrir staðir í Evrópu hafa
tekið upp laukmarkaði en þeir
komast ekki í hálfkvisti við mark-
aðinn í Weimar, sem er haldinn í
október, og í Bern, en þar hefur
markaðurinn verið haldinn fjórða
mánudaginn í nóvember síðan elstu
menn muna.
Laukbaka fró Weimar
Deigið:
300 g hveiti
100 g smjörlíki
100-150 g mjólk
___________25 g ger____________
salt
Grautur:
_________80 g grjónomjöl_______
500 g mjólk
5 g salt
Annaö:
1 kg laukur
100 g olía
50 g mjólk
1 egg
___________10 g kúmen__________
______________sajt_____________
(magnið nægir fyrir 30x40 cm
bökungrplötu)
Hnoðið gerdeigið saman og látið
standa í klukkustund. Afhýðið og
rífið niður laukinn. Látið hann
krauma með olíunni og dálitlu salti
en brúnið hann ekki. Látið suðuna
koma upp á grautnum og látið
hann síðan kólna. Fletjið deigið út
á bökunarplötuna og látið það lyfta
sér dálítið. Smyrjið grautnum á
deigið og dreifið lauknum yfir
hann. Hrærið eggið og mjólkina
saman og hellið yfir laukinn.
Kryddið með kúmeninu. Bakið við
góðan hita.
Laukbaka frá Bern
___________Peigið:______________
300 g hveiti
___________90 g smjör___________
______________sah_______________
um 7 msk. vatn eóa mjólk
Skerið smjörið út í hveitið, saltið
og blandið öllu saman með fingrun-
um þangað til hveitið verður eins
og mylsna. Bætið vökvanum smátt
og smátt saman við og hnoðið sam-
an í mjúkt deig.
Gumsið:
___________750 g laukur_________
___________100 g smjör__________
______________2 egg_____________
_____70 g mildur, horður ostur
___________(greyerzer)__________
salt, pipgr og múskat
Fletjið deigið út og setjið það í
kringlótt form. Látið laukinn
krauma í smjörinu en brúnið hann
ekki. Kryddið smávegis. Rífið ost-
inn út í létthrærð eggin og blandið
saman við laukinn. Dreifið lauk-
blöndunni yfir deigið og bakið við
200 gráðu hita í rúman hálftíma.
Rjómalauksúpa
___________1 kg laukur___________
___________5 msk. smjör__________
___________4 msk. olíg___________
___________salt og pipgr_________
___________1 /4 tsk. múskat______
___________7,5 dl mjólk_______
___________7,5 dl rjómi_______
___________3 eggjarauður_________
_____________1 egg_______________
fersk steinselja eða graslaukur
Skerið laukinn í fínar sneiðar
og steikið hann í smjörinu og ol-
íunni í góðum potti. Kryddið með
salti, pipar og múskat. Hitið mjólk-
ina og ijómann í öðrum potti þang-
að til suðan kemur upp og hellið
yfir laukinn. Látið krauma í 10
mínútur og þrýstið þá í gegnum
sigti eða setjið í blandara. Þeytið
eggjarauðurnar og eggið í heitri
súpuskál og blandið súpunni sam-
an við. Skreytið með ferska krydd-
inu.
Lauksalaf
_____________4 laukar__________
___________3 msk. olíq___________
________1 tsk. sterkt sinnep_____
___________1 tsk. edik___________
___________1 msk. hvítvín________
steinselja og graslaukur
salt og pipor
Afhýðið og skerið laukinn smátt.
Blandið öllu hinu saman og hellið
yfir laukinn. í Sviss þykir þetta
salat gott með bræddum osti.
Kuldagallar úr gömlum
gallabuxum og pollagöllum
BRÆÐURNIR Bjarni
Þór, 7 ára og Högni
Freyr, 3ja ára, eru eins
og klipptir út úr tísku-
blaði í nýju kuldagöllun-
um, sem móðir þeirra,
Kristín Bjarnadóttir,
saumaði á þá.
Gallana saumaði
Kristín upp úr gömlum
gallabuxum og pollagöll-
um og fóðraði með bút-
um af vattfóðri, sem hún
hafði haldið til haga. „Ég
keypti aðeins rennilása
og skinnefnið í kragann
og innan í hettuna. Út- KRISTÍN heldur
lagður kostnaður var um öllum garnafgöngum
fimmtán hundruð krón- til haga.
ur, sem er ekki mikið
miðað við að öðrum kosti hefði ég þurft að kaupa
kuldagalla fyrir fimm til sex þúsund krónur á hvorn
drenginn."
Kristín segist ógjarnan henda gömlum flíkum og
garnafgöngum. Sá tími komi yfirleitt að hægt sé
að nýta flesta afganga. Hún prjónar sokka og vettl-
inga i öllum regnbogans litum á kvöldin þegar hún
horfir á sjónvarpið. Ilugmyndina að kuldagöllunum
segir hún bara hafa þróast um leið og hún settist
við saumavélina.
„ Amma mín kenndi mér að sauma og prjóna.
Fyrstu „alvöruflíkina" saumaði ég 13 ára gömul;
gráa kápu sem ég gekk í næstum öll framhaldsskóla-
árin. Mér finnst gaman að þessu og þar sem ég er
heimavinnandi um þessar mundir verður mér meira
úr verki auk þess sem sparnaðurinn er gífurlegur."
Morgunblaðið/Árni Sæberg
í SPLUNKUNÝJUM kuldagöllum - Kristín
ásamt sonuin sínum, Bjarna Þór og Högna Frey.
i
c
i
€
€
i
I
í
i
í
i
$
I
i
t i
I i
i
I
<
(