Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
KRISTJÁN Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi
fíkniefnadeildar, við vopnasafnið.
Vopnasafn og brugg
fínnst á bóndabæ
Framkvæmdastjóri ASÍ vill rjúfa of-
urtengingu launa og lánskjaravísitölu
VSÍ segir ekki for-
sendu til verðtrygg-
ingar styttri lána
Sendiherra ESB
Áhrif ís-
lands munu
minnka
Ósló. Morgunblaðið.
ANEURIN Rhys Hughes, sendiherra
Evrópusambandsins á íslandi og í
Noregi, segir að með inngöngu
þriggja eða Qögurra EFTA-ríkja í
Evrópusambandið muni áhrif íslands
á þróun samningsins og ákvarðanir
ESB sem varða íslenzka hagsmuni
„minnka mjög verulega."
Í samtali við Morgunblaðið vísaði
Rhys Hughes til yfirlýsinga Hans van
den Broek, sem fer með utanríkismál
í framkvæmdastjóm ESB um að
samningurinn væri uppsegjanlegur
og stofnanauppbygging EES yrði að
breytast með fækkun EFTA-ríkja.
„Samningurinn verður áfram til
sem lagalegt plagg en hmn pólitíski
veruleiki verður annar. Ég sé enga
leið til þess að núverandi stofnana-
uppbygging verði áfram jafnöflug
og hún átti að vera,“ sagði Rhys
Hughes
Samkomulag um
fiskveiðimál óbreytt
Hvað hugsanlegar breytingar á
EES-samningnum sjálfunv varðaði,
sagði Rhys Hughes að hagsmunir
íslendinga snertu fyrst og fremst
fískveiðimál. „íslendingar munu von-
ast til þess að sá hluti EES-samn-
ingsins, sem snertir fiskveiðimál,
verði óbreyttur, hváð sem líður breyt-
ingum á stofnanahliðinni. Ég tel ekki
að það vandkvæðum bundið að koma
til móts við það. Allir vita hvaða
máli fískveiðar skipta á íslandi."
Aðspurður um pólitísk áhrif Is-
lendinga sagði sendiherrann: „Þau
munu minnka mjög verulega."
FIMM skotvopn, þar á meðal riff-
ill með hjjóðdeyfi og sjónauka,
fundust þegar fíkniefnalögreglan
og lögreglan á Hvolsvelli gerðu
leit að bruggi á bæ í Rangárvalla-
sýslu í fyrradag. Einnig fundust
þar lásbogi, fíkniefnaáhöld og föln-
uð kannabisplanta.
Enginn var heima á bænUm en
rúmlega þrítugur maður, sem
margsinnis hefur komið við sögu
í fíkniefnamálum, mun hafa hann
á leigu og stunda þar takmarkaðan
búskap.
Skotvopnin fundust flest í hlöðu
við bæinn en þar var um að ræða
þijár haglabyssur, eina með afsög-
uðu hlaupi, fyrrgreindan riffil og
eftirlíkingu af skammbyssu. Einn-
ig fundust tugir eggvopna, þar á
meðal stóreflis sveðjur og fjaður-
hnífar, auk skotfæra.
Þá var á bænum bruggtæki og
um 150 lítrar af gambra og 10-20
lítrar af eimuðum landa, áhöld til
fíkniefnaneyslu og kannabisplanta
sem lítið var eftir af annað en
stöngullinn.
Húsráðandinn hafði ekki verið
handtekinn í gær en hann hefur í
tugi skipta komið við sögu fíkni-
efnalögreglunnar.
Einnig fóru lögreglumennirnir á
annan bæ eystra í fyrradag og
lögðu þar hald á talsvert af gambra
og um 20 lítra af landa, sem í hafði
verið blandað ýmsum bragðefnum,
svo sem koníaksbragði.
Þar var handtekin kona á fer-
tugsaldri.
„ÞAÐ er vont þegar verið er að
raska mælikvörðum mikið og það
sjónarmið var ríkjandi hjá VSI þeg-
ar samsetningu lánskjaravísitölunn-
ar var breytt árið 1989. Verðtrygg-
ing getur átt rétt á sér þegar um
skuldbindingar til lengri tíma er að
ræða og við viljum ekki afnema
hana sem slíka, en það eru ekki
forsendur fyrir henni á styttri lán-
um,“ sagði Þórarinn V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands íslands í samtali við
Morgunblaðið. Ari Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands ís-
lands, sagði að það væri undarlegt
að menn þyrðu ekki að afnema láns-
kjaravísitöluna, þegar verðbólga
væri hér sú lægsta sem þekktist í
Evrópu.
í Morgunblaðinu í gær var skýrt
frá útreikningum Talnakönnunar
hf. á áhrifum 10% launahækkunar
á lánskjaravísitölu. Þar kom fram,
að slík hækkun myndi valda því að
lán hækkuðu um 5-6% og rúmlega
helmingur launahækkunar meðal-
flölskyldu, sem skuldar 4 milljónir
króna, hverfa.
„Það eru engin ný sannindi, sem
fram koma í útreikningum Talna-
könnunar hf. Það hefur alltaf verið
í umræðunni hjá ASÍ að fella láns-
kjaravísitölu niður frá og með ein-
hveijum ákveðnum tíma. Þá höfum
við einnig rætt hvort ekki eigi að
fella niður verðtryggingu á lánum,
sem eru til dæmis til skemmri tíma
en 5-7 ára. Það er mjög almenn
krafa, að þessi ofurtenging vísi-
tölunnar við launin verði afnumin,
enda var hún sett á einhliða á sínum
tíma og við mótmæltum þá harð-
lega,“ sagði Ari Skúlason, fram-
kvæmdastjóri ASÍ.
Ari sagði að um 60% lánskjara-
vísitölunnar væru beintengd við
laun. Hann sagði að nú væru uppi
háværar kröfur um að þessi ofur-
tenging lánskjaravísitölu og launa
verði afnumin og að það hljóti að
vera forsenda kjarasamninga.
Verðtrygging notuð
of mikið
Þórarinn V. Þórarinsson sagði
að laun hefðu haft óeðlilegt vægi í
lánskjaravísitölunni frá því að henni
var breytt. „Við vöruðum við því
áð breyta samsetningunni á þann
hátt,“ sagði hann. „Þetta hefur hins
vegar gert það að verkum að síð-
ustu misserin hefur fjármagns-
kostnaður á verðtryggðum lánum
verið lægri en á óverðtryggðum.
Til lengri tíma er ekki allur munur
þarna á. Þó við leggðum af alla
verðtryggingu þá vinnur fjármála-
markaðurinn út frá væntingum sín-
um um verðlagsþróun og tekur þær
inn í sínar vaxtaforsendur."
Kíarasamningar við stéttir ríkisstarfsmanna hafa áhrif á viðhorf til samninga
Telja launahækkan-
ir skapa fordæmi
Ný viðhorf eru aðmót-
ast til þeirra kjarasamn-
inga sem framundan
eru í ljósi samninga sem
gerðir hafa verið við
nokkrar stéttir ríkis-
starfsmanna og upplýs-
inga um launahækkanir
samhvæmt þeim.
Ávísun á vissar hækkanir
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur,
sagði að óneitanlega horfðu menn
til þeirra samninga sem gerðir hefðu
verið. Það væri að staðreynd að ríkis-
valdið hefði gert þessa samninga og
menn gætu ekkert horft framhjá
því. „Hins vegar gera menn sér grein
fyrir því að launahækkanir í pró-
sentuvís upp eftir öllum launastigum
í landinu kallar fram óðaverðbólgu
og það vilja menn forðast. Það breyt-
ir ekki því að ríkið, einhverra hluta
vegna, taldi efni til að hækka þessa
tilteknu launataxta um ákveðna pró-
sentu. Að þessu leyti hefur verið
gefin út ávísun á vissar hækkanir.
Það er ekkert hægt að horfa fram-
hjá því og það er ríkið sjálft sem
gerir þetta,“ sagði Magnús.
Hann sagði að þetta sýndi meðal
annars í hvaða ógöngur við værum
komin með launataxtana. Launa-
taxtarnir væru hér margir á bilinu
43 til 55 eða 60 þúsund krónur og
allir viðurkenndu að enginn gæti lif-
að af þessum töxtum. Hann sagði
það athyglisvert að þegar borin væru
saman skilyrði hér á landi og í sam-
keppnislöndu'num kæmi á daginn að
laun hér væru með þeim allra lægstu
sem þekktust í Evrópu. Menn væru
að bera saman mögulegar launa-
hækkanir hér og í Danmörku og í
því sambandi væri talað um 2%. Það
gleymdist hins vegar í þessu sam-
hengi að afgreiðslufólk í Danmörku
væri með 140% hærri laun fyrir dag-
vinnu heldur en fólk hérlendis hefði.
Því væri haldið fram að við þyrftum
að vera samkeppnisfær við þessi lönd
hvað varðaði skattalöggjöf og annan
aðbúnað að atvinnurekstri. Maður
hlyti að spyija sig hvort atvinnuiífíð
í þessum samkeppnislöndum þoldi
að borga fólki miklu hærri laun og
úr því svo væri hvort ekki hlyti að
vera eitthvað að í atvinnulífínu hér.
Magnús sagði að það stafaði mik-
il hætta af þessum gjörningi ríkis-
valdsins. Það væri óábyrgt að þetta
skuli hafa gerst með þessum hætti,
nema menn treysti sér til þess að
hækka þessa lágu launataxta án
þess að sú hækkun fari gegngum
allt launakerfíð í landinu. Það væri
kjarni málsins.
Erfitt að semja um hungurlús
Björn Grétar Sveinsson, formaður
Verkamannasambands íslands, sagði
að ef einhveijir 'hafl verið að hugsa
um kjarasamninga innan ákveðins
ramma miðað við einhveija efna-
'hagsstefnu þá sé búið að leggja þá
launastefnu til hliðar. „Sumir segja;
farið hefur fé betra, það eru misjafn-
ar skoðanir á því, en ég held það
hljóti að vera mjög erfítt fyrir þessi
almennu stéttarfélög í landinu að
fara að semja hér um einhveija hung-
urlús í prósentum talið þegar búið
er að skammta hér í þjóðfélaginu sem
nemur kannski á annan tug prósenta
í launahækkunum. Þetta fer einhvem
veginn ekki saman,“ sagði Björn
Grétar.
Aðspurður sagði hann að þetta
væri sá veruleiki sem menn væru smá
saman að átta sig á að þeir stæðu
frammi fyrir. „Að vísu var ég búinn
að átta mig aðeins á þessum veru-
leika á síðasta Verkamannasam-
bandsþingi. Þar sagði ég í minni setn-
ingarræðu að við værum svo upptek-
in við að leggja þessa þjóðarsáttar-
braut að við sæjum lítt hvemig aðrir
ækju utan vegar og væru vel tækjum
búnir,“ sagði hann ennfremur.
Aðspurður sagði hann að búið
væri að marka stefnuna í launamál-
um í þessum samningum við hjúkr-
unarfræðinga og aðra. í hans huga
væri það alveg Ijóst að ef það ætti
að nota afraksturinn af þeirri kyrr-
stöðuleið sem farin hefði verið á
undanfömum árum til þess að fólk
sem farið hefði í gegnum háskóla
ætti að fá hækkanir umfram venju-
•legd- launafólk, yrði það ekki látið
afskiptalaust. Menn þyrftu ekki að
ímynda sér það eitt augnablik.
Óhjákvæmilegt að líta til þessa
Grétar Þorsteinsson, formaður
Samiðnar, sagði að það væri ekki
búið að leggja línumar vegna þeirra
kjarasamninga sem framundan væru
en það væri óhjákvæmilegt að litið
yrði til þess sem gerst hefði í þeim
kjarasamningum sem búið væri að
Ijúka. Hins vegar bæri aðilum alls
ekki saman um hvað þessar hækkan-
ir væru miklar og rætt um meðaltals-
hækkanir allt frá 6% og upp í 12-14%.
Hann sæi ekki að það væri raunhæft
að ímynda sér að það yrðu minni
breytingar á launum en þegar hefðu
átt sér stað á síðustu mánuðum.
Samiðn hefur byijað samningavið-
ræður og lagt fram kröfugerð. Grét-
ar sagði meginkrafan væri að færa
taxta að greiddu kaupi og að þeir
sem væru á lægstu greiðslunum yrði
færðir upp. Hins vegar vildu þeir
sameina kjarasamninga Samiðnar í
einum samningi og undirbúnings-
vinna í sambandi við það væri þegar
hafín.
Grétar sagði að ekki væri hægt
að tala einungis um kauphækkanir
í þessu samhengi. Meginmálið væri
að kaupmáttur yrði aukin umtals-
vert. Það væri afdráttarlaus krafa
innan verkalýðshreyfíngarinnar. Ein
leiðin í þeim efnum væru kauphækk-
anir og það væri óhjákvæmilegt að
af þeim yrði, því það væri sýnilegt
að atvinnureksturinn þoldi tölverðar
launahækkanir, burtséð frá hluta-
skiptunum í samfélaginu. Auk þessa
væri hægt að huga að breytingum á
skattakerfínu til að auka kaupmátt-
inn og breyta lánskjaravísitölunni,
en það væri óhjákvæmilegt að á
henni yrðu einhveijar breytingar.
Aðspurður hvort almenn launa-
hækkun sem næði til alls þjóðfélags-
ins gæti ekki ógnað þeim stöðugleika
sem ríkt hefði hérlendis á undanföm-
um árum, sagði Grétar, að það væri
deginum ljósara að þær viðræður
sem framundan væru myndu taka
eitthvað mið af því sem hefði verið
að gerast undanfarna mánuði. Það
væri ekki eins og það væri einhveij-
ir aukvisar sem hefðu staðið að þess-
um samningum, heldur stjórnvöld
með beinum hætti. Þau hefðu verið
þriðji aðilinn, auk verkalýðshreyfíng-
ar og atvinnurekenda, sem hefðu
staðið að svokallaðri þjóðarsátt und-
anfarin ár.
Ákveðin launastefna mótuð
Björn Snæbjömsson, formaður
verkalýðsfélagsins Einingar í Eyja-
fírði, sagði að með þeim kjarasamn-
ingum sem stjórnvöld hefðu gert við
tilteknar starfstéttir eins og hjúkr-
unarfræðinga og þýtt hefðu veruleg-
ar launhækkanir hefði ákveðin
launastefna verið mótuð. Hann liti
þannig á að nú eigi ófaglært fólk í
verkalýðsfélögunum rétt á því að
kröfur þess séu skoðaðar rækilega.
„Þarna eru ákveðnir hópar sem hafa
skriðið upp og það er engin sann-
girni í því að ófaglærða fólkið sitji
eftir. Það munum við ekki sam-
þykkja," sagði Bjöm.
Hann sagði að það væri engin
spurning að það yrði litið til þessa í
þeim kjaraviðræðum sem framundan
væru og hann gerði ráð fyrir að
gætu komist á fullan skrið um eða
upp úr mánaðamótum. Hann benti á
að það væri ekki láglaunafólk innan
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja
sem hefði fengið þessar hækkanir
heldur þeir sem betur væru settir.
Láglaunafólk innan BSRB væri í
sömu sporum og láglaunafólk innan
ASÍ og hlyti að krefjast þess að fá
þetta metið inn og hann tryði ekki
öðru en stjómvöld stæðu við þessa
stefnu gagnvart því eins og þeim
betur settu.
Aðspurður hvort ekki gæti stefnt
í sama verðbólgufarið og áður ef þær
launahækkanir sem orðið hefðu
næðu til alls launamarkaðsins sagði
Bjöm að efnahagslegar forsendur
væru að ýmsu leyti aðrar en verið
hefði. Miklar byrðar hefðu verið lagð-
ar á launafólk á undanfömum árum
og því hefði verið lofað að það myndi
skila sér til þess. Þetta loforð hefði
ekki verið efnt og fólk væri ekki til-
búið til að bíða mikið lengur. „Mér
fínnst vera vaxandi þungi í fólki
núna í sambandi við þetta. Því fínnst
það hafa verið svikið. Ég tala nú
ekki um þegar ríkið hefur gengið á
undan með ákveðnu fordæmi, sagði
Björn einnig.
Hann sagði að eitt af höfuðverk-
efnunum framundan væri að breyta
tengslum launavísitölu og lánskjara-
vísitölu. Þeim tengslum hefði verið
komið á til höfuðs launabreytingum
í landinu að hans mati og því yrði
að breyta áður en eðlilegar launa-
hækkanir fengjust fram.
>
i
>
i
i
Í
i
i
i
i
I
i
i
i
b
I
i
I
I
I
f