Morgunblaðið - 24.11.1994, Page 32

Morgunblaðið - 24.11.1994, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SIA£P VARMASKIPTAR Á NEYSLUVATNSKERFIÐ • Koma í veg fyrir kísilhúð á hand- laugum, baðkörum, blöndunartækjum o.fl. • Afkastamiklir • Fyrirferðalitlir • Auðveld uppsetning • Viðhald í lágmarki • Hagstætt verð Þú finnur varla betri lausn! = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 AÐSENDAR GREINAR Að leyna því sem ekki er til UM ÞAÐ var ágæt sátt á sínum tíma þeg- ar ríkisstjórnin ákvað að fela fimm stofnun- um í Háskóla íslands að meta kosti og galla aðildar að Evrópusam- bandinu. Hér er enda um að ræða mikið stór- mál, þar sem skoðanir eru skiptar. Því er nauðsynlegt að um þau mál sé rætt af þekk- ingu. Furðuleg með- ferð forystumanna Al- þýðuflokksins á þessu máli knúði mig til þess að taka það upp á Al- þingi. Viðbrögð þeirra síðar gera það nauðsynlegt að útskýra málin enn frekar. Fyrir nokkru fékk Utanríkis- málanefnd Alþingis í sínar hendur ófullgerðar skýrslur Hagfræði- stofnunar og Sjávarútvegsstofnun- ar Háskóla íslands, ásamt ósk skýrsluhöfunda um að gætt yrði fyllsta trúnaðar um efni þeirra. Ennfremur bárust nefndinni tvær fullgerðar skýrslur, frá Félagsvís- indastofnun og Alþjóðamálastofn- un. Ein skýrsla til viðbótar frá Lagastofnun Háskólans er enn í vinnslu. í umræðu um utanríkismál á Alþingi þann 27. október síðastlið- inn kvað utanríkisráðherra upp úr um að frá hans hendi þyrfti ekki að gæta trúnaðar um efni skýrsln- anna. Þetta var athyglisverð yfirlýs- ing í ljósi þess að einungis tvær þessara skýrslna voru fullbúnar, aðrar voru á vinnslustigi og að mati höfunda þeirra því ekki tilbún- ar til birtingar á þeim tíma. Einar K. Guðfinnsson Að leyna því sem ekki er til Það kom því mjög á óyart að lesa íjölrit sem m.a. barst þingmönn- um sl. fimmtudag þar sem boðað var til fund- ar á vegum Alþýðu- flokksins, til þess að kynna efni umræddra skýrslna. Þess var sér- staklega getið í fundar- boði, sem fram- kvæmdastjóri flokks- ins ritaði undir, að Al- þýðuflokkurinn efndi til þessa fundar vegna þess að ótilgreindir stjómmálamenn vildu þegja um efni þeirra. Þetta er dæmalaus rökleysa. Þessar skýrslur hafa einfaldlega ekki borist inn á borð stjómmála- manna, nema ef til vill innvígðra alþýðuflokksmanna. Þessi rit stofn- ana Háskólans eru ekki til, í endan- legri gerð, hvorki í ráðuneytum, né hjá Utanríkismálanefnd Alþingis. Til þeirra spurðist fyrst á þessum umrædda kratafundi á Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag. Þegar þessi grein er skrifuð, síðdegis á mánu- dag, hafa þær enn ekki borist Utan- ríkismálanefnd Alþingis né öðmm alþingismönnum. Að bera stjórnmálamönnum úr öðmm flokkum það á brýn að þeir vilji þegja um niðurstöður stofnana Háskóla íslands, er því gjörsamlega út í bláinn. Við höfum ekki barið þessar niðurstöður augum og get- um því einfaldlega ekki um þær ijallað, þó við fegnir vildum. Svo einfalt er nú það. Og misvirði nú hver sem er það við mig þó ég hlífi Nú kaupa allir /MftdC 486DX2-66 tölvur! Aðelns kr. 119.900 fullbúin! MITAC 486DX2-66 borð- eða tumtölva (Uppfæranleg í Pentium), 4MB minni, 256KB flýtiminni, 214MB diskur, 3.5" drif, S3 VL-bus skjáhraðall (24M Winmarks!), 14" örgjörvastýrður lággeisla litaskjár, lyklaborð, MS- DOS 6.22, Windows 3.11 og mús - Aðeins kr. 119.900 staðgreitt! fitf Skipholti SOo Sími 620222 Skýrslur stofnana Háskólans um ESB, segir Einar K. Guð- finnsson, hafa einfald- lega ekki borizt inn á borð stjórnmálamanna. mér við að elta uppi stjómmálasam- komur Alþýðuflokksins til þess að meðtaka boðskap þessara skýrslna. Fáheyrð vinnubrögð Ég býst við að vinnubrögð af þessu tagi séu fáheyrð. Ríkisstjórn Islands óskar eftir skýrslum frá stofnunum sjálfs Háskóía íslands í máli sem alla varðar og mikill ágreiningur er um í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir að eftir því sé gengið á Alþingi berast þessar skýrslur ekki til þingmanna, eða til þeirrar nefnd- ar Alþingis sem fjallar um utanríkis- mál. Niðurstöður þriggja þessara stofnana eru á hinn bóginn kynntar án nokkurs frekari fyrirvara á stjórnmálasamkomu þess stjórn- málaflokks er lýtur forystu utanrík- isráðherrans. Og til þess að kóróna vitleysuna gefa fundarboðendur síð- an til kynna að einhverjir stjóm- málamenn utan Alþýðuflokksins vilji leyna niðurstöðunum úr skýrslum sem þeir fá ekki að sjá í fullgerðri mynd! - Hvílík hræsni, hvílík þver- stæða og þvílík stjómsýsla! Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Verkfall sjúkraliða og heilbrigðis- þjónustan HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTAN er mikill og stór þáttur í at- vinnulífínu. Starfsfólk hennar skiptist' í íjöl- marga hópa, enda eru störfin margvísleg, allt milli þrifa og viðhalds og hinna eiginlegu lækningastarfa. Öli eru þessi störf þýðingar- mikil og afar erfitt að gera þar upp á milli. Mestu máli skiptir að þau séu vel og sam- viskusamlega af hendi leyst hvert sem starfs- Guðsteinn Þengilsson heitið er, og ég fæ ekki betur séð en hver starfsmaður axli töluverða ábyrgð. Einn stærsti hópurinn meðal þeirra sem vinna þjónustustörf inn- an heilbrigðiskerfisins fyrir sjúkl- inga, bæklað fólk og gamalmenni eru sjúkraliðar. Þeir eru meðal margra fórnarlamba þeirra stefnu í kjaramálum að sundra launafólki í ötal hópa, sem er svo samið við sitt á hvað, svo að aldrei næst jafnvægi milli þeirra. Oftsinnis hefur verið bent á, að þetta sé hið versta mál og ein hin mikilvægasta orsök ófrið- ar á vinnumarkaði. Sjúkraliðar eru ein þeirra láglaunastétta í þjóðfélag- inu, sem eiga það sameiginlegt að vera haldið við hungurmörkin, ef miðað er við eðlilegan vinnutíma. Þótt þeir hafi beðið eftir því í hátt á annað ár að hlustað væri á kröfur þeirra um að geta lifað nokkurn veginn þrautalaust af vinnu sinni, hefur það ekki vakið viðbrögð. Loks varð að grípa til þess eina tiltæka ráðs sem fyrir hendi var, verkfalls- ins. Óhætt mun að segja, að sjúkralið- ar séu meðal þeirra sem vinna erfið- ustu verkin í heilbrigðissþjón- ustunni. Þeir hafa um 3ja ára fram- haldsmenntun að baki, ef með eru taldar hliðargreinar við eiginlega sérgrein þeirra sem sjúkraliða. Þeir ættu því að geta vænst eitthvað hærri launa vegna framhaldsmennt- unar, eins og aðrir sem slíkrar skóla- göngu hafa notið til að búa sig undir ævistarfið, því ekki er því að heilsa að farið sé að greiða náms- laun hér eins og eðlilegt væri til launajöfnunar. Það ber víst flestum saman um, að um þessar mundir séu 100 þús. krónur lágmarkslaun til að geta komist sómasamlega af. Jafnvel sú upphæð skarðast fljótlega, þegar af henni hafa verið sniðin síhækk- andi opinber gjöld að viðbættum kostnaði vegna húsnæðis. Krafan um 100 þús. kr. mánaðarlaun sýnist enn hógværari í ljósi þess, að vitað er um allstóran hóp manna sem hafa tífaldara þessar mánaðartekjur eða jafnvel meira. Þetta sýnir hve gífurlega mikið vantar á, að skynsamlegur jöfnuður náist á laun og bilið á milli láglaunastéttanna og hinna launahæstu breikkar stöðugt. Það er einkenni aft- urhaldsstjórna, að þeg- ar gripið er til sparn- aðarráðstafana, verður fyrst vegið að heil- brigðiskerfinu og menntakerfinu. Ég reyni ekki að skýra það nánar hér, hvernig á því stendur, en þetta höf- um við reynt hér á landi undarnfar- ið og sjálfsagt oftar fyrr á árum. En nú hefur spjótum verið aðallega beint gegn heilbrigðisþjónustunni hin síðari ár. Nú hafa stjórnvöld á fjármálasviði þrjóskast óeðlilega mikið við að samþykkja bætt kjör láglaunahóps, sem vinnur vandasöm Sjúkraliðar vinna erfið verk, segir Guðsteinn Þengilsson, og verð- skulda launabætur. og ábyrgðarmikil störf. (Það stendur ekki á toppunum að skírskota til ábyrgðarinnar þegar háu launin þeirra koma til umræðu!!) Nú er farinn að læðast að manni sá illi grunur að þessi þrjóska stafi af því að stjórnvöld séu að „prufukeyra" heilbrigðiskerfið og sjá hvernig gengur án þátttöku sjúkraliða. Það væri e.t.v. ekki ónýtt að koma út af launaskrá heilli stétt! Þá er ekki að fást um það, þótt sjúklingar, örkumla fólk og gamalmenni verði áðallega fyrir barðinu á þessum ráðstöfunum. Þau eru eins og þýð- ingarlítil peð á skákborði fjármála- valdsins. Og þá er heldur ekki spurt' um hvar í röðinni íslenska heilbrigð- isþjónustan verður borin saman við það sem gerist í grannalöndum, ef þessi grunur hefur við rök að styðj- ast. En hvernig sem þessu er nú var- ið, er það staðreynd að stétt sjúkra- liða berst nú fyrir lífl sínu í bókstaf- legri merkingu. Ef hún fær ekki bætt kjör sín svo að viðunandi sé, er hætt við að lítið verði um nýliðun í framtíðinni og stéttin deyr smám saman út. En við sem störfum með þessu fólki eða njótum þjónustu þess á stofnunum eða heimilum vonum í lengstu lög að til þess þurfi ekki að koma. —75------------------------------- Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.