Morgunblaðið - 02.12.1994, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Ný áhættuflokkun húseigendatrygginga hjá VIS
Tíð tjón hækka
iðgjöld á 5 stöðum
Bensínið
hækkar um
2,5%-2,6%
HVER lítri af blýlausu bensíni er nú
1,70 krónum dýrari en í gær og blý-
bensín hefur hækkað um 1,80 krón-
ur. Hækkunin nemur um 2,5%—2,6%
og stafar af 5,7% hækkun bensín-
gjalds. Gert er ráð fyrir að olíugjald,
eða þungaskattur á dísilbíla, hækki
um tæp 4% um áramót að sögn Stein-
gríms Ara Arasonar, aðstoðarmanns
fjármálaráðherra.
Þessi hækkun vegagjaldsins er
vegna sérstaks framkvæmdaátaks í
vegamálum. Ákveðið var að flýta
fyrri áformum og framkvæma fyrir
3,5 milljarða á árunum 1995-98, þar
af á næsta ári fyrir 1.250 milljónir,
1.000 milljónir 1996, 750 milljónir
1997 og 500 milljónir 1998. Því er
bensíngjald hækkað í einu lagi nú, í
stað 1. janúar og 1. júní nk. Gert
er ráð fyrir að hækkunin skili 310
milljónum í ríkissjóð á næsta ári eða
um 350 milljónum að meðaltaii á ári
næstu fímm árin.
Hækkunin veldur 0,12% hækkun
á framfærsluvísitölu og 0,04% hækk-
un á lánskjaravísitölu.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær ríkis-
sjóð til að greiða eiganda mynd-
bandaleigu 200 þúsund krónur í
miskabætur þar sem rannsókn sú
sem fram fór í kjölfar þess að lagt
var hald á myndbönd í leigu manns-
ins í umfangsmiklum lögregluað-
gerðum í Reykjavík og nágp-enni 22.
desember 1986 hafi verið andstæð
lögum um að lögregla skuli ekki
valda manni tjóni, óhagræði eða
miska framar en óhjákvæmilegt er.
Framvinda málsins hafi og ekki ver-
ið í anda ákvæða Mannréttindasátt-
máia Evrópu um að sakaður maður
eigi rétt tii réttlátrar og opinberrar
málshöfðunar innan hæfilegs tíma
fyrir sjálfstæðum og óháðum dóm-
stóli.
Hjá leigu mannsins sem höfðaði
málið hafði verið lagt hald á tæplega
1.000 myndbandsspólur, langflestar
án merkinga rétthafa og kvikmynda-
eftirlits. Hæstiréttur telur að maður-
inn hafí ekki getað fært sönnur á
þá staðhæfíngu sína að hann hafi
verið beittur óþarfa harðræði af hálfu
lögreglunnar þegar haldlagningin fór
fram en þá var honum meinað að
fara af staðnum og að hafa samband
við lögmann fyrr en tveimur klukku-
stundum eftir að lögreglan kom á
staðinn.
Vítavert seinlæti
Hæstiréttur segir að Ijóst sé að
rannsókn lögreglu eftir haldlagningu
myndbandsspólanna hafí mjög farið
úr böndum og vítavert seinlæti hafi
einkennt alla meðferð málsins. Er-
indum lögmanna mannsins til yfir-
valda hafí ekki verið svarað og hann
hafi hvorki fengið upplýsingar um
HIN nýja áhættuflokkun húseig-
endatrygginga, sem Vátrygg-
ingafélag íslands hefur tekið upp,
getur leitt til þess að vegna tjóna-
reynslu verði iðgjöld á ákveðnum
svæðum á landinu hærri en á
sambærilegum húseignum annars
staðar. Morgunbiaðið hefur upp-
lýsingar um að vegna tjóna-
reynslu kunni iðgjöld að vera allt
að fjórðungi hærri í ákveðnum
sveitarfélögum en þegár um er
að ræða sambærilegar eignir ann-
ars staðar en Örn Gústafsson,
framkvæmdastjóri hjá VÍS, vildi
ekki staðfesta neina ákveðna tölu
í því sambandi.
Ekki eingöngu miðað
við brunabótamat
Hefðbundið hefur verið hjá
tryggingafélögum hér á landi, að
sögn Arnar, að leggja eingöngu
brunabótamat til grundvallar við
útreikning iðgjalds húseigenda-
trygginga en frá næstu áramótum
mun VIS gera breytingu á því.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu á þriðjudag munu heildarið-
gjöld lækka um 6% vegna þessa
en um hækkun getur orðið að
ræða hjá eigendum eldri húsa og
einnig hjá eigendum húsa á
ákveðnum svæðum. Auk aldurs
og staðsetningar, hafa stærð
húsa, brunabótamat og eigin
áhætta tryggingatakans áhrif á
fjárhæð iðgjaldsins.
framvindu rannsóknarínnar né heiti
og Qölda þeirra myndbanda sem lög-
regla lagði hald á. Þá hafi hann ekki
verið kvaddur til skýrslutöku hjá lög-
reglu fyrr en 2'A ári eftir haldlagn-
inguna og honum ekki gerð grein
fyrir niðurfellingu saksóknar sem
ákveðin hafí verið rúmum þremur
árum eftir aðgerðina. Samningaum-
leitanir hagsmunaaðila í mýndbanda-
viðskiptum kunni að varpa ljósi á
töfina en réttlæti hana á engan hátt.
Mannréttindasáttmáli
Haldlagningu lögreglunnar á
myndbandsspóulm hafí ekki verið
áfátt að lögum en engu að síður
verði að telja að meðferð málsins hjá
rannsóknaraðilum hafí verið svo and-
stæð þeim rétti sakaðra manna, sem
varinn sé í lögum og skýra verði
með hliðsjón af Mannréttindasátt-
mála Evrópu, að manninum beri
bætur. Maðurinn hafi ekki sýnt fram
á rétt sinn til útleigu þorra þeirra
myndbanda sem hald var lagt á, og
voru hvorki merkt rétthafa né með
merki um skoðun kvikmyndaeftirlits
og þv,í sé m.a. ekki grundvöllur fyrir
að bæta honum fjártjón.
Hins vegar eigi hann rétt til miska-
bóta sem þyki hæfílegar 200 þúsund
krónur, auk þess sem allur máls-
kostnaður, þar á meðal 150 þúsund
króna þóknun lögmanns hans, Gunn-
ars Jóhanns Birgissonar, var felldur
á ríkissjóð. Málið dæmdu hæstarétt-
ardómararnir Hrafn Bragason, Garð-
ar Gíslason, Haraldur Henrysson,
Pétur Kr. Hafstein og Ingibjörg
Benediktsdóttir. Guðrún M. Áma-
dóttir hrl. flutti málið fyrir hönd rík-
isins.
Munar allt að
fjórðungi eftir
sveitarfélögum
Skemmdir ofnar á
Suðurnesjum
Örn Gústafsson sagði að t.d.
hefðu tíð tjón á ofnum í húsum á
Suðurnesjum, sem rekja mætti til
vandamála í hitaveitu svæðisins,
áhrif til hækkunar iðgjalda þar
sem aukin áhætta væri fólgin í
að taka húseignir þar í tryggingu.
Auk Suðurnesja hefur Morgun-
blaðið upplýsingar um hækkun
verðs á ákveðnum stöðum á Snæ-
fellsnesi, í Hornafírði, Akranesi
og á Hvolsvelli, en Örn Gústafs-
son vildi ekki staðfesta að um
fyrrgreind svæði væri að ræða
né tjá sig um það hvort rétt væri
að álagið gæti numið allt að 25%.
Aukin úrvinnsla gagna
Örn sagði að að baki þessum
breytta iðgjaldagrunni lægi það
að féiagið hefði undanfarið. lagt
vinnu í að skoða og vinna úr gögn-
um sínum með tilliti til áhættu
þannig að iðgjöld endurspegluðu
þá áhættu sem viðskipti hefðu í
för með sér fyrir tryggingafélagið
HLJÓMSVEITIN Mezzoforte er
nú á hljómleikaferðalagi í Suð-
austur -Asíu. í gærkvöldi lék
sveitin á mjög fjölmennum úti-
hljómleikum á vegum jasshátíð-
arinnar í Jakarta. Leikur Mezzo-
forte er eitt þriggja aðalatriða á
jasshátíðinni, auk japönsku sveit-
arinnar Casseopeia og hollensku
saxafóndrottningarinnar Candy
Dulfer. Hún hefur meðal annars
leikið með Prince. Fjöldi annarra
tónlistannanna kemur fram á
hátíðinni.
Að sögn Eyþórs Gunnarssonar
kom Mezzoforte síðust á svið á
útitónleikunum í gærkvöldi.
Hljómsveitinni var mikið fagnað
enda þekkt frá vel heppnaðri
heimsókn sinni í fyrra til Indó-
nesiu. Þá birtist stór litmynd af
Mezzoforte á forsíðu stærsta
dagblaðs í Jakarta með fyrir-
sögninni „Hip, hip, húrra.“ I gær
voru þeir félagar í sjónvarpsvið-
tali.
_ miðað við tjónareynslu.
Hann sagði að þessi aðferð
væri alþekkt í tryggingaviðskipt-
um, t.d. varðandi ábyrgðartrygg-
ingar ökutækja, þar sem landinu
væri skipt niður í áhættusvæði; í
sambandi við foktryggingar þar
sem sérstakt álag hefði verið á
iðgjöld á ákveðnum svæðum,
vegna tjónareynslu, t.d. undir
Eyjafjöllum; þá hefðu störf
manna áhrif á iðgjöld slysatrygg-
inga, og iðgjald brunatrygginga
tæki mið af skipulagi brunamála
í viðkomandi sveitarfélagi.
Reglugerðir ekki virtar
í samtali Morgunblaðsins við
Örn Gústafsson kom einnig fram
að í þeim sveitarfélögum þar sem
tjónareynslan verkaði til hækkun-
ar hefði félagið sett sig í samband
við sveitarstjórnir til að vinna að
úrbótum á þeim þáttum.
Hann sagði að þar gæti verið
um að ræða að eftirlit með fram-
kvæmd byggingareglugerða væri
lélegt og því væri t.d. ekki tryggt
að frágangur lagna væri í sam-
ræmi við reglugerð eða kröfur
fagmanna.
Auk tíðra ofnaskemmda á Suð-
urnesjum, sem verið væri skipu-
lega að leita orsaka fyrir hjá hita-
veitu svæðisins, hefðu ýmis
vandamál tengd húshitun valdið
ijölda tjóna á ýmsum öðrum
svæðum á landinu.
Athyglin sem hljómsveitin hef-
ur vakið í Indónesíu kom henni
á óvart að sögn Eyþórs. „Salan
á plötum okkar hér er ekki í
neinu samræmi við vinsældirnar,
enda er mikið um það á þessum
slóðum að framleiddir séu geisla-
diskar og snældur án þess að
leyfa sé aflað.“
Hringferð um SA-Asíu
Eyþór átti von á náðugum dögum
á næstunni. Góð frí gefast á milli
tónleikanna og átti hann von á
því að frídagarnir yrðu notaðir
til hvíldar og sóldýrkunar meðan
svartasta skammdegið umvefur
gamla Frón.
Mezzoforte heldur tvenna tón-
leika til viðbótar í Jakarta á
sunnudag, síðan liggur leiðin til
Bandu, þaðan til Bali, Surabaya,
Kuala Lumpur í Malaysíu og loks
til Singapore um miðjan mánuð-
inn. Heimkoma er ráðgerð þann
18. desember.
Sjúkraliðadeilan
í Félagsdómi
Ríkið féll
frá aðal-
kröfu sinni
RÍKIÐ féll í gær frá kröfu sinni
f Félagsdómi um að verkfall
sjúkraliða á Ríkisspítölunum
verði dæmt ólöglegt. Dæmt verð-
ur eftir varakröfu sem varðar
undanþágulista sem spítalarnir
hafa lagt fram og vilja að sjúkra-
liðar fari eftir. Ekki er búist við
úrskurði Félagsdóms fyrr en í lok
næstu viku.
Lögmaður Sjúkraliðafélagsins
lagði fram kröfu í Félagsdómi í
gær um frávísun á þeirri for-
sendu að aðalkrafa ríkisins um
að verkfallið yrði dæmt ólöglegt
heyrði ekki undir dóminn. Ekki
væri ágreiningur um að verkfall-
ið væri löglega boðað. Áður en
Félagsdómur tók afstöðu til frá-
vísunarkröfunnar dró lögmaður
ríkisins kröfuna til baka og því
verður dæmt eftir varakröfu.
Ríkið höfðaði málið vegna
ágreinings um hveijir ættu að
vinna í verkfallinu. Ríkið telur
að sjúkraliðum sé skylt að mæta
til vinnu samkvæmt undanþágu-
listum, en Sjúkraliðafélagið er
ekki sátt við túlkun ríkisins á
listunum.
Málið verður flutt í Félags-
dómi nk. þriðjudag.
Líkamsárás-
um hefur
fækkað
KÆRÐUM líkamsárásum hefúr
fækkað síðustu ár. Samkvæmt
upplýsingum frá Rannsóknarlög-
regiu ríkisins voru þær 129 árið
1988, í fyrra voru þær 81 og
fyrstu ellefu mánuði þessa árs 75.
Í yfírliti frá RLR yfír kærðar
líkamsárásir frá 1988 til 1994
er þeim skipt í líkamsárásir (Lá.)
og meiriháttar líkamsárásir (Mh.
lá.). Ár Lá. Mh. lá. Samt.
1988 120 9 129
1989 98 13 111
1990 98 4 102
1991 74 8 82
1992 69 16 85
1993 69 12 81
1994 64 11 75
Af kærðum líkamsárásum
árið 1993 er rannsókn lokið í
39 málum, 14 eru enn óupplýst
og 16 enn í rannsókn. Af meiri-
háttar líkamsárásum, kærðum
sama ár, er rannsókn lokið í 11
málum, 1 mál er óupplýst og
ekkert mál er ennþá í rannsókn.
Af kærðum líkamsárásum á
þessu ári er rannsókn lokið í 20
málum, 1 er enn óupplýst og 43
eru enn í rannsókn. Af meirihátt-
ar líkamsárásum, kærðum á
þessu ári, er rannsókn 9 mála
lokið og 2 eru enn í rannsókn.
Tveir fjöl-
bílaárekstrar
TVEIR árekstrar urðu í Reykja-
vík í gær þar sem mörg ökutæki
komu við sögu.
Fjögurra bíla árekstur varð
um kiukkan eitt á gatnamótum
Laugavegar og Nóatúns. Flytja
þurfti farþega úr einum bílnum
á slysadeild en meiðsl hans
reyndust minniháttar.
I'imm bíla árekstur varð svo
um tvöleytið á gatnamótum
Grensásvegar og Bústaðavegar.
Flytja þurfti einn farþega og
einn ökumann á slysadeild.
Meiðsl voru minniháttar.
Ríkið greiði bætur
vegna seinlætis í
lögreglurannsókn
Morgunblaðið/Halldór
MEZZOFORTE gerir nú garðinn frægan í Jakarta í Indónesiu.
Hljómsveitin er á tónleikaferðalagi um Suðaustur-Asiu.
íslensk sveifla í Asíu