Morgunblaðið - 02.12.1994, Síða 13

Morgunblaðið - 02.12.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 13 AKUREYRI Barnabóka- sýning- í Deiglunni BARNABÓKASÝNING verður opnuð í Deiglunni á morgun, laug- ardaginn 3. desember kl. 14. Hún verður opin daglega frá kl. 14 til 18. Á sýningunni eru lögð áhersla á myndskreytingar í barnabókum og mikilvægi þess að hinn sjónræni þáttur barnabókmennta sé vandað- ur. Sýndar verða barnabækur og frumteikningar nokkurra lista- manna og reynt að bregða ljósi á ferlið frá teikniborði listamannsins að fullbúinni bók. Sýndar verða m.a. frummyndir eftir myndlistar- mennina Olgu Bergmann og Hall- dór Baldursson. Bækurnar eru fengnar frá all- mörgum bókaforlögum í landinu en Amtsbókasafnið á Akureyri hefur lánað þær sýningarbækur sem ófá- anlegar eru hjá forlögunum en auk þess nýtur sýningin stuðnings bóka- verslunarinnar Bókvals. Þegar líða tekur á desember mun Café Karólína bjóða upp á upplestur fyrir unga sýningargesti. Morgunblaðið/Hermína Ný nuddstofa ARNA Jóhannsdóttir nuddari hefur opnað nuddstofu í nýju sundlaugarbyggingunni og býð- ur upp á allt almennt nudd. Hún vinnur með þýsku heilsuvörurn- ar Weleda og íslenskar lækninga- jurtir frá Vallanesi á Fljótsdals- héraði. Nuddstofan er opin á opnunartíma sundlaugarinnar alla daga nema sunnudag. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastruptlugvclli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Sjábu hlutina fiPrS í víbara samhengi! SIGRÍÐUR Sigurþórsdóttir, Rósa Júlíusdóttir, Aðalheiður Eysteinsdóttir og Ólöf Sigurðardóttir undirbúa barnabókasýninguna í Deiglunni. Indversk matar- gerð hjá Indls SUREKHA Datye hefur stofnað fyr- irtækið Indís sem framleiðir ind- verska rétti. Hún er indversk að uppruna, kemur frá Nýju Delhi á Indlandi en hefur búið á Akureyri í fjórtán ár. Hún hefur haldið nám- skeið í indverskri matargerð nokkur síðustu ár við góðar undirtektir og aðsókn. Síðastliðið vor sótti hún nám- skeið í stofnun og rekstri smáfyrir- tækja hjá Iðnþróunarfélagi Eyja- fjarðar með það í huga að vinna að uppbyggingu eigin fyrirtækis. Indls býður upp á fjölbreytta þjón- ustu við einstaklinga og smærri fyrir- tæki. Markmiðið er að mæta fjöl- breyttum kröfum neytenda með því að bjóða upp á, auk fisk- og kjöt- rétta, grænmetis- og baunarétti. Þá er áformað að bjóða minni fyrirtækj- um þjónustu með hádegisverðartil- boðum fyrir starfsfólk og verður hægt að velja á milli þriggja rétta í senn sem sendir verða á staðinn. Einnig er boðið upp á veisluþjónustu fyrir minni veislur. Þá gefst fólki sem vill prófa eitthvað nýtt tækifæri til að kitla bragðlaukana með framandi réttum. bbEvtt og endurbætt ver slun HREYSTI LlKAMSRÆKTARVORUR SKEIFUNNI 19 - S: 68 17 17 - FAX: 81 30 64 r TILBOÐ ŒSEMBI ER L Kr. 3.500 IÁ HJA OKKUR NÆR FÓLK ÁRANGRI ■ FRÁBÆRIR KENNARAR FYLGJA ÞÉR ALLA LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.