Morgunblaðið - 02.12.1994, Page 22

Morgunblaðið - 02.12.1994, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ -+ LISTIR \ Verðlaun í ritgerðasamkeppni SÖGUFÉLAG, Sagnfræðistofnun Háskóla íslands og Sagnfræðinga- féíag íslands gerðu í gær heyrin- kunnug úrslit í ritgerðasamkeppni sem efnt var til með stuðningi menntamálaráðuneytis í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Tveir þátttakendur urðu hlut- skarpastir og skiptu 200 þúsund króna verðlaunum bróðurlega á rnilli sín; þeir eru Valur Ingimund- arson fyrir ritgerðina Áhrif banda- rísks fiármagns á íslensk utanríkis- mál; stefnubreyting vinstri stjórnar- innar í varnarmálum 1956 og Guðni Thorlacius Jóhannesson fyrir rit- gerðina Síldarævintýrið í Hvalfirði 1947-48. Valur lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Columbia University í New York-ríki í Bandaríkjunum í fyrra en Guðni leggur stund á nám til MA-prófs við Háskóla íslands. Markmiðið með samkeppninni var einkum að hvetja leika og lærða til að skrifa um sögu íslands á lýð- veldistímabilinu. Ritgerðirnar voru metnar með tilliti til sögulegs gildis efnis, heimildameðferðar og mál- fars og stíls. Dómnefnd skipuðu sagnfræðingarnir Helgi Þorláksson dr. phil., formaður, Bragi Guð- mundsson cand. mag. og Sigríður Th. Erlendsdóttir cand. mag. Bestu ritgerðirnar sem bárust verða birtar í tímaritum Sögufélags, Sögu eða Nýrri sögu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg GUÐNI Thorlacius Jóhannesson og Valgerður Valsdóttir, sem tók við verðlaununum fyrir hönd sonar síns Vals Ingimundarson- ar, ásamt Heimi Þorleifssyni forseta Sögufélags. Hlini í Kramhúsinu „HLINI kóngsson" verður sýndur í Kramhúsinu sunnudaginn 4. des- ember kl. 14. Furðuleikhúsið frum- sýndi þetta leikrit fyrr á þessu ári og hefur það verið sýnt í leikskólum að undanförnu. Núna gefst öðrum tækifæri á að komá og sjá þetta íslenska ævintýri. Ekki verður unnt að sýna fleiri sýningar fyrir jól. Þrír leikarar leika í sýningunni, þau Margrét Kr. Pétursdóttir, Eggert Kaaber og Ólöf Sverrisdóttir. Söng- lag er eftir Ingólf Steinsson og leik- stjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Gunnar Rafn sýnir á Húsavík NÚ stendur yfir málverkasýning Gunnars Rafns Jónssonar í Safna- húsinu á Húsavík. Á sýninguni eru yfir 60 vatnslita- myndir, allar málaðar á þessu ári. Sýningin verður opin 2. des. frá kl. 15-19, 3-4. des. frá kl. 14-19 og 5.-7. des frá kl. 15-19. Morgunblaðið/Kristinn FYRSTU eintök Biblíulykils voru formlega afhent í Hallgrímskirkju í gær. Frá vinstri eru: Sigurð- ur Pálsson, framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags, Jón Sveinbjörnsson prófessor, Baldur Pálsson forritari, Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans, herra Ólafur Skúlason biskup og Baldur Jónsson prófessor. Hið íslenska Biblíufélag gefur út Biblíulykil HJÁ Hinu íslenska Biblíufélagi er kominn út Biblíulykill, orðalykill að þeirri útgáfu Biblíunnar sem fyrst kom út árið 1981. Biblíulykill hefur verið í undirbúningi sl. átta ár í samvmnu fjögurra háskólastofn- ana: íslenskrar málstöðvar, Orða- bókar Háskólans, Guðfræðistofnun- ar og Málvísindastofnunar. Biblíulykill er í raun þrír lyklar. I fyrsta lagj er aðallykill að Biblíu- textanum. í honum er að finna öll nafnorð og lýsingarorð sem koma fyrir í Bibliutextanum, flest sagnorð og hluta atviksorða og fylgja hveiju orði næstu orð lesmálsins á undan ogeftir. í öðru lagi er talnalykill þar sem raðað er eftir tölugildi og er hann gerður með sama hætti og aðallyk- illinn. í þriðja lagi er sérstakur nafna- lykill. í aðallyklinum er reyndar að finna þau eiginnöfn sem oft koma fyrir í textanum eða eru nöfn á konum og körlum sem vel eru þekkt úr Biblíunni, þótt þeirra sé ekki oft getið. í nafnalyklinum eru hins veg- ar öll sémöfn sem koma fyrir í Bibl- íunni og nöfn þeirra sem getið er í aðallykli feitletruð. Sigurður Pálsson, framkvæmda- stjóri Hins íslenska Biblíufélags, aflienti biskupi íslands, herra Ólafi Skúlasyni, og Biblíulykilsnefnd fyrstu eintök Biblíulykils formlega í Hallgrímskirkju í gær. Við það tækifæri sagði hann að ætla mætti að Biblíulykill kæmi ekki eingöngu fræWmönnum, prestum og kristn- um predikurum að haldi, heldur einnig ræðumönnum sem vilja skreyta mál sitt með tilvitnunum í hina helgu bók, að ógleymdum áhugasömum Biblíulesendum. í Biblíulykilsnefnd, st?m haft hef- ur veg og vanda af undirbúningi útgáfunnar, áttu sæti Baldur Jóns- son prófessor, forstöðumaður ís- lenskrar málstöðvar, formaður, Baldur Pálsson forritari, sem stjórn- aði tölvuvinnslu lykilsins, Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans, sem var verkefnisstjóri, Jón Sveinbjörnsson prófessor, full- trúi Guðfræðistofnunar, varafor- maður, og Svavar Sigmundsson dósent, fulltrúi Málvísindastofnun- ar, ritari. ig hafi nefndin tekið við honum í tölvutæku formi. Biblíufélagið hafi síðan annast útgáfu Biblíulykils í samvinnu við nefndina og sjái félag- ið um dreifingu hennar. Til verksins fengust styrkir úr Rannsóknarsjóði Háskóla íslands, frá Vísindaráði, Guðfræðistofnun Háskólans, Jöfnunarsjóði sókna, Kristnisjóði, Hinu íslenska Biblíufé- lagi og Ottó A. Michelsen forstjóra. Á skilið að vera í heiðri haft Verkefnið styrkt af ýmsum í máli Sigurðar kom fram að Baldur Jónsson hefði fengið leyfi Hins íslenska Biblíufélags til að hirða setningarræmur Biblíuútgáf- unnar 1981 og hafi síðan látið flytja textann af þeim á segulband. Þann- SKIÐAGALLAR CRAFT skíðagallarnir nú með meiri vatnsvörn. St.80-110cm. . St.120-130 cm... St.140-150 cm... St. 160-170 cm. - Eldri gerðir kr. St. 140-170. ... 5.900 ... 7.900 ... 8.900 ... 9.800 ... 6.900 Sýn í Gerðarsafni mm L E I G A N ■ ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðamiðstöðina símar 19800 og 13072. SÝN hét sýning sex íslenskra listakvenna sem var fyrst sett upp í Barbican-listamiðstöðinni í London á vegum utanríkis- ráðuneytisins í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins í júnímánuði í vor. Þaðan hélt sýning þessi til New York fyrir tilstuðlan American-Scandinavian Fo- undation og var í Kramarsky- galleríinu í Soho. Sýningin vakti athygli og hlaut góða dóma og því varð að ráði að setja hana upp í Gerðarsafni í Kópavogi á aðventu til að færi gæfist á að sjá hana hér heima. Halldór Björn Runólfsson list- fræðingur er sýningarsljóri og hann valdi listakonurnar Guð- rúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Huldu Hákon, Ingu Þóreyju Jó- hannsdóttur, Ráðhildi Ingadótt- ur, Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Svövu Björnsdóttur á sýningu þessa. Allar eru þær á svipuðu reki og hafa gert garðinn fræg- an heima og erlendis. í fréttatilkynningu segir: Ætl- unin með sýningunni var að sýna þá miklu breidd sem er í mynd- list íslenskra kvenna, enda eru verk sexmenninganna gjörólík hvað efni, inntak og útfærslu varðar. Guðrún Hrönn sækir formin í verkum sínum til hvers- dagslegra húsmuna en vinnur þau út frá sjónrænni reynslu sinni í bernsku. í verkum Huldu Hákon birtist gagnrýni í siði og hátterni manna nú á dögum en þrátt fyrir það gerir hún íslensk- um sérkennum hátt undir höfði með því að upphefja þau á ljóð- rænan hátt. Inga Þórey veltir hins vegar fyrir sér takmörkun málverksins með því að vinna verk sem eru á mörkum mál- verks og lágmynda. Ráðhildur fæst við að upphefja einföld frumform, en Sólveig leitar feg- urðarinnar þar sem hennar er síst von, í ýmsu smálegu dóti sem til fellur. Svava beitir leik- rænum vinnubrögðum og gæðir jafnófínt efnj og pappamassa eðalfínni ásýnd. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 18. desember og er opin alla daga frá kl. 12-18 nema mánudaga. i 1 Herra Ólafur Skúlason sagði, þegar hann tók við bókinni, að eft- ir henni hefði lengi verið beðið. Þeir sem að henni stæðu hefðu unnið mikið afrek og ætti það skil- ið að vera haft í heiðri, vel til þess hugsað og ekki síst notað. Þá færði hann Ottó A. Michelsen sérstakar þakkir fyrir þá framsýni að styrkja verkið á sextugsafmæli sínu árið 1980. Biblíulykill er 1,700 bls. að stærð í stóru broti og kostar 5.750 krón- ur. Umbrot og frágangur texta var í höndum þeirra Baldurs Pálssonar og Friðriks Magnússonar málfræð- ings, gerð kápu og filmuvinnu ann- aðist Offsetþjónustan hf. Bókin var prentuð og bundin í prentsmiðju Biblíufélags Shður-Kóreu í Seoul. fl i e fl i fl i i í í 4 i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.