Morgunblaðið - 02.12.1994, Síða 29

Morgunblaðið - 02.12.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 29 LISTIR Ekkí er allt sem sýnist BOKMENNTIR Unglingabök DULARFULLA EYÐIBÝLIÐ eftir Krislján Jónsson Teikningar: Bjarni Jónsson Prentun: Singapore Skjaldborg hf. 1994 -125 síður. ÞETTA er æsispennandi ung- lingabók, rituð af snilli þess er kann til verka. Straumröstin er svo þung í upphafi sögu að lesanda hreinlega svimar á iðutorgi Eyrarvatns við Eyrarfjörð. Tvö börn, Ari og Jóa, eru týnd, ótti og skelfing grípur um sig, og fólk æðir um í stjórnlausu fumi. Runólfur og Hnúi, ærslastrákar, leggja sitt til leitar- innar. Atburðarásin verður þó önnur en þeir ætluðu, og fyrr en varir eru þeir komnir, dragslandi með sóknarprestinn, á flótta undan svolanum Gísla verkstjóra. Smygl,- þjófnaður hafði sem sé, enn einu sinni, ver- ið framinn á Eyrarvatni, og Gróa á Leiti var fljót að fá fólk til þess að gleyma týndum börnum, fá það til að smjatta á getsökum um saklausan mann. Runólfur og Hnúi voru aðrir en fólk taldi þá vera. Sá fyrri átti sér málsbót sára og bitra, sem prestin- um var sífelld martröð, sá síðar- nefndi vár meiri bógur en hann sjálfur vissi. Nú, skátastelpurnar hans Krist- jáns: Kiddý, Munda, Stína og Erla eru einnig leiddar á sviðið, Jói líka. Þegar þetta lið leggur saman, með Skafta sýslumann sér við hlið, þá er ekki að sökum að spyija, mál skýrist, og berrassaðir sökudólgar eru baðaðir ljósi. Já, dagur rennur bjartur, hlýr yfir Eyrarvatn: Börnin fundin heil á húfi; sak- laus maður stangaður úr tönnum fólks; Gróa á Leiti læðist niðurlút í skuggasundið sitt; sannar hetjur hljóta lof. Kristján kann þá list að skapa spennu, •halda lesanda föngn- um þar til saga er öll. Málfimi, hraði og fyndni einkenna stíiinn, oft svo mynd- rænt, til dæmis atriðið í kirkjugarðinum, að lesandinn veltist um af hlátri. Ekki draga teikningar lista- mannsins Bjarna úr gildi bókar, þær eru tærar perlur. Allur frá- gangur útgáfunni til sóma. Hörku spennubók, vafin hlýju höfundar til unglinga. Sig. Haukur Guðjónsson Kristján Jónsson Tónskóli Sigursveins Tónleikar í desember TÓNLEIKAR Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar í desember verða sem hér segir: Laugardagur 3. desember. Tón- leikar strengjasveita í Áskirkju kl. 16. Fjórar strengjasveitir koma fram á tónleikunum og auk þess Kór Flataskóla í Garðabæ. Sunnudagur 4. desember. Jóla- tónleikar í Hraunbergi kl. 14. Tón- leikar Árbæjardeildar í Árbæjar- kirkju kl. 17. Á tónleikunum koma fram einleikarar og hópar. Laugardagur 10. desember. Jólatónleikar forskólans og blás- aradeildar í Langholtskirkju kl. 14. Á tónleikunum mun kór 100 for- skólanema leika og syngja og sveit allra blásaranemenda í skólanum kemur fram í fyrsta sinn. Sunnudagur 11. desember. Jólatónleikar Suzuki-deildar í Hraunbergi 2 kl. 14. Jólatónleikar í Norræna húsinu kl. 17. Á tónleik- unum koma fram einleikarar og hópar. Laugardagur 17. desember. Tónleikar framhaldsdeildar í Listasafni Sigutjóns Olafssonar kl. 17. Auk þess að koma fram á þess- um tónleikum munu nemendur skólans leika fyrir vistmenn á heil- brigðisstofnunum og við önnur tækifæri. Jólakort Tónskóla Sigursveins Heilög María og Hátíð fer að höndum ein. Jólakort Tónskólans 1994 eru komin út. Á kortinu er íslensk teikning frá 15. öld og jóla- lagið Hátíð fer að höndum ein, en birting þess á jólakorti skólans á sínum tíma áttu verulegan þátt í kynningu lagsins, sem þá var al- veg óþekkt. Enn er eftir lítilshátt- ar af jólakorti skólans 1993, Hug- sjónatréð, litprentun á málverki eftir Grímu (Olöf Grímea Þorláks- dóttir (1895-1988). Kortin verða til sölu á skrifstofu skólans eftir 1. desember. Ágóðinn af sölu kort- anna rennur í byggingarsjóð Tón- skólans, Sparisjóður Hafnarfjarðar „Leysingar og loftkastalar“ SOFFÍA Sæmundsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Spari- sjóði Hafnarfjarðar, Garðabæjar- útibúi, Garðatorgi 1, laugardaginn 3. desember kl. 14. Á sýningunni sem nefnist „Leysingar og loftkastalar" eru þrykk unnin á árunum ’93 og ’94. I sýningarskrá segir: „... að taka inn lit úr umhverfi sínu, gulan hvítan, himinbláan, appelsínu- rauðan, sægrænan ... bera hann á tréð, þrykkja á pappírinn, drekkja blaðinu í lit uns það öðlast sjálf- stætt líf ... ferðalagið er hafið...“ Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 8.30-16 og stendur út jan- úar 1995. Þetta er önnur einka- sýning Soffíu en hún útskrifaðist úr grafíkdeild MHÍ 1991. Svimandi há upphæð! Handa þér? Fjórfaldur fyrsti vinningur á laugardag. MERj<ISMENN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.