Morgunblaðið - 02.12.1994, Síða 31

Morgunblaðið - 02.12.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 31 átíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðu >úsund manns hafi komið til athafnarinnar.Var hvert sæti skipað. Morgunblaðið/RAX FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skoðar verkin. Verk Laxness á sérsafni VERK Halldórs Laxness verða geymd á sérsafni í Þjóðarbókhlöð- unni. Að sögn Þorleifs Jónssonar bókavarðar verður safnað öllum bókum skáldsins og þýðingum á verkum hans á erlend mál og komið fyrir á einum stað. Einnig verða handrit verka hans geymd í handritasafni og afsteypu af skáldinu komið fyrir í sérsafninu. Söfnun á þýðingum verkanna stendur enn yfír að sögn Kristínar Bragadóttur bókavarðar, sem hef- ur yfirumsjón með sérsöfnum í húsinu, en Sigríður Helgadóttir bókavörður hefur haft veg og vanda af söfnun verka Laxness að undanförnu. „Það hefur verið heihnikið lagt upp úr því að fá bækur á öllum tungumálum sem hann hefur verið þýddur á, sem munu vera rúmlega 40. Síðan hef- ur Sigríður verið í því að safna samásögum og öllu smálegu eftir hann sem birst hefur í erlendum blöðum og tímaritum," segir Kristín. „Svo er hugmynd uppi um að safna öllu um Laxness svo að fræðimaður, sem er að rann- saka verk og þýðingar, geti borið saman texta og séð hvernig farið er með verkin á mismunandi mál- svæðum og fengið upplýsingar um hann sjálfan að auki.“ Kristín segir búið að safna í eina hillustæðu en einnig sé meira að finna um höfundinn í öðrum safnkosti, til dæmis í tengslum við bókmenntafræði. „Þetta er vax- andi safn og það þarf að endur- skoða það hversu mikið rými verð- ur lagt undir það.“ JÓHANNES Nordal, formaður safnsljórnar og fyrrum Seðlabanka- s^jóri, bendir Sverri Hermannssyni, bankastjóra Landsbanka, á sitthvað athyglisvert sem ber fyrir augu í Þjóðarbókhlöðu. FRÚ VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, heilsaði Gylfa Þ. Gíslasyni, prófessor og fyrrverandi menntamálaráðherra, sérstak- lega áður en athöfnin hófst. MARTIN Næss, landsbókavörður í Færeyjum, afhenti starfsbróður sínum á íslandi, Einari Sigurðssyni, gestabók fyrir Þjóðarbókhlöðu og skoðuðu þeir í sameiningu titilblað bókarinnar sem skreytt er af listamanninum Bárð Jakupsson. sínum tíma að Þjóðarbókhlaða skyldi reist í tilefni ellefu alda afmælis ís- landsbyggðar árið 1974, og þótt 20 ár hafi bæst við aldur þjóðarinnar frá því afmæli, megi tengja þjóðargjöfina við hálfrar aldar afmæli lýðveldisins íslands. í safninu verði sinnt verkefn- um sem varði undirstöðuþætti sjálf- stæðs menningarsamfélags á íslandi. „Annars vegar verður hér unnt að ganga að þeirri arfleifð sem geymd er á bókum og er grundvöllur þjóð- menningar okkar, hins vegar gefst hér kostur á að leita fanga í hinu alþjóðlega forðabúri vísindalegrar þekkingar og rækja þau tengsl við umheiminn sem eru forsenda þess að öflugt menningarþjóðfélag fái þrif- ist,“ sagði Ólafur. Hann kvaðst hafa vikið að því áður að byggingarsaga Þjóðarbókhlöðu væri orðin í lengra lagi, en jafnframt látið svo um mælt, að „áhyggjur manna af töfinni mundu tjúka út í veður og vind þegar sá dagur rynni er bókhlaðan stæði full- búin við verklok: Vegleg en prjállaus, aðlaðandi og hagfelld bækistöð fyrir fræðaiðkun og frjóa varðveislu menn- ingararfs íslendinga. Nú er sá þráði dagur runninn upp“. Olafur lýsti því síðan yfir að Lands- bókasafn Islands - Háskólabókasafn væri tekið til starfa í Þjóðarbókhlöðu og óskaði því farsældar í starfi og að það yrði „íslensku þjóðinni til þeirr- ar gæfu sem björtustu vonir standa til“. Ólafur afhenti að þeim orðum töluðum Einari Sigurðssyni lands- bókaverði lykilkort er veitir honum aðgang að Þjóðarbókhlöðu. Reynt að standast væntingar „Fyrir hönd okkar, sem falið hefur verið að stýra hinu nýja Landsbóka- safni íslands - Háskólabókasafni og starfa við það í næstu framtíð, vil ég lýsa þeim eindregna ásetningi, að í okkar forsjá megi stofnunin rísa und- ir þeim væntingum sem landsmenn hafa um hana,“ sagði Einar í upp- hafi ræðu sinnar. Hann gerði síðan grein fyrir stöðu mála varðandi fram- kvæmdir og flutninga. „Sjálfu húsinu er að fullu lokið, einnig föstum inn- réttingum. Húsgögn eru að mestu komin, sem og tækjabúnaður. Frá- gangur í vissum sérdeildum bíður þó fram yfir opnun. Þá eru merkingar innan húss enn með bráðabirgða- sniði, svo og sýningarbúnaður. Flutn- ingi á ritakosti er að mestu lokið, en eftir er að ganga betur frá ritunum allvíða. Þannig tókst að standa að flutningum, að þjónusta gömlu safn- anna lagðist ekki niður nema örfáa daga. En nú hefur þeim verið lokað, og umsvif þeirra flytjast hingað frá og með deginum í dag. Enginn skyldi þó ætla, að starfsemi þessa nýja safns fái gengið með öllu snurðulaust fyrir sig frá fyrsta degi. Flókinn tæknibún- aður krefst síns reynslutíma, starfs- fólk þarf að venjast nýjum aðstæðum o.s.frv. En ég á ekki von á öðru en safngestir taki því með umburðar- lyndi og láti sér líða vel í þessari glæsilegu byggingu," sagði Einar. Liðnir mánuðir og raunar ár hafa verið annasamur tími hjá starfsfólki safnanna tveggja að sögn Einars. Á þeim tíma hafi m.a. allar skrár um safnkostinn verið tölvuvæddar og spjaldskrár séu nú með öllu horfnar. Flutningar ritakostsins hafi staðið yfir allt liðið ár. Einar þakkaði Ólafí G. Einarssyni menntamálaráðherra og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem setti sér það markmið að ljúka bygg- ingunni á kjörtímabilinu. „Þjóðin hef- ur beðið þessarar stundar lengi, og ég er þess fullviss að hið nýja þjóð- bókasafn, sem við opnum hér í dag, á stuðning hennar vísan," sagði Einar að lokum. Gjafir víða að Blásarakvintett Reykjavíkur lék því næst Hræra, þjóðlagasvítu eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Jóhannes Nor- dal kynnti síðan þá einstaklinga sem gerðu opinskátt um gjafir til hins nýja safns. Helstu aðstandendur Þjóð- arátaks stúdenta fyrir Þjóðarbók- hlöðu stigu fyrstir í pontu. Skúli Helgason, framkvæmdastjóri átaks- ins; sagði frá því að gjafir hefðu meðal annars borist frá Þýskalandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Mexíkó, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Heildar- verðmæti þess sem safnast hafði um hádegi í gær, næmi nú 22,5 milljónum króna sem er meira en stefnt var að í upphafi. Ánna Elín Bjarkadóttir, formaður Bókavarðafélags íslands, færði safn- inu fyrir hönd eigin félags og Félags bókasafnsfræðinga geisladisk með alþjóðlegu bókavalsforriti að gjöf. Formaður NORDINFO, norrænu samstarfsnefndarinnar um vísinda- legar upplýsingar, afhenti því næst 730 þúsund íslenskar krónur. Yfir- bókasafnsvörður í Konunglega danska bókasafninu tilkynnti fyrir hönd menntamálaráðherra Danmerk- ur um gjöf að andvirði einnar milljón- ar íslenskra króna til hins sameinaða safns. Landsbókavörðurinn í Færeyj- um færði safninu síðan handunna gestabók klædda færeysku sajað- skinni. Sendiherra Svíþjóðar á íslandi gaf bækur með verkum sænska rit- höfundarins Augusts Strindbergs og forstöðumaður Norræna hússins hér- lendis afhenti safninu síðan veglega bókagjöf til eignar. Fornvinir Safnahússins flytja -i Gott að fínna hlýhug „Mér er efst í huga gleði yfír því að þetta skuli hafa tekist og tekist svo vel sem raun ber vitni,“ segir Finnbogi Guð- mundsson fyrrver- andi landsbóka- vörður. „Kostir þessarar bygging- ar eru svigrúmið, fyrir bækur, starfs- menn og gesti, en það er viðbúið að bókarýmið endist ekki nema tak- { j markaðan tíma. Þetta hefur verið ánægjuleg samkoma og gott að finna i hlýhuginn sem stofnunin hefur átt að fagna í dag. Mikið hefur borist af góðum gjöfum og sagt er að hátið- ir séu til heilla bestar og þá til gjafa líka.“ J Fyrirtaks þjónusta „Það jafnast enginn salur á við gamla salinn á Landsbókasafninu, “ segir Agnar Þórðarson fyrrverandi bókavörður. „Mér líst afskaplega vel á nýju bygginguna og ugglaust mikil framför að hafa svo yfirgripsmikla byggingu en gamla safnið má ekki nota undir annað en bækur í framtíð- inni. Ég nefni sem dæmi bókaminjasafn eins og viða tíðkast erlendis. Annars er mér efst í huga gleði yfir að þessum áfanga hafi verið náð og ég held að þjónust- an verði alveg fyrirtak hér.“ Verið að skapa nýtt safn „Ég veit ekki hvað skal segja, maður er búinn að bíða svo lengi eftir þessu,“ segir Þorleifur Jónsson bókavörður. „011 aðstaðan gjör- breytist og við erum í raun að skapa nýtt safn því þetta er breyting á öllum sviðum. Það er ánægjulegt fyrir bókavörð að geta boðið upp á þessa nýbreytni. Hérna eru allt aðrir og meiri möguleikar fyrir hendi. Að vísu þykir manni alltaf örlítið vænt um safnahúsið því það er mjög fallegt en þetta er at- burður sem hlýtur að geymast í minni alla tíð.“ Líst ákaflega vel á „Ég hef sótt handritadeiid Lands- bókasafnsins mikið, ætli það séu ekki orðin um tuttugu ár,“ segir Sig- urður Kristinsson, kennari á eftir- launum. „Ég vil óska safninu og þjóðinni til ham- ihgju og vona að þetta viðhaldi okk- ar menntun. Mér líst ákaflega vel á mig hérna og nýt þess að sjá þennan mannf agnað sem hér er. Eg reikna með því að verða gestur hérna áfram.“ Kem á inniskónum „Ég hef stúderað kirkjusögu og kristna guðfræði í háskólasafninu og Landsbókasafninu nærfellt í þijá- tíu ár,“ segir Kol- beinn Þorleifsson. „Ég hef gengið um allt húsið og að- staðan er svo dýr- leg að ég hlakka til að vinna hér. Ég hef verið á nokkr- um söfnum erlend- is og ekkert þeirra er jafn fallegt og ^ glæsilega útbúið og hérna. Við hand- ritalestur hefur maður hingað til þurft að nota skrifblokk og penna en nú sýnist mér vera tækifæri til þess að geta tölvusett beint upp úr handritum. Margra ára verk getur orðið að eins árs vinnu. Ég er svo heppinn að eiga lieima hérumbil í næsta húsi svo ég get skroppið hing- ) að á inniskónum hvenær sem er.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.