Morgunblaðið - 02.12.1994, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.12.1994, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 . MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR INGVIRAFN ALBERTSSON + Ing-vi Rafn Albertsson fædd- ist á Eskifirði 13. ágúst 1939. Hann lést á Landspítalanum 9. nóvember og fór útför hans fram frá Eskifjarðarkirkju 19. nóvem- ber. FALLINN er í valinn, langt fyrir aldur fram, Ingvi Rafn Albertsson, skipstjóri á Eskifirði, nýorðinn 55 ára. Ingvi Rafn var einn af þessum hressilegu og skemmtilegu per- sónuleikum, sem maður kynnist á lífsleiðinni. Aldrei nein lognmolla í kringum hann. Hann tók jafnan afstöðu til allra málefna sem efst voru á baugi hveiju sinni, hvort heldur þau snertu bæjarfélagið okk- ar, landsmálin eða heimsmálin. Aldrei skorti umræðuefnin þegar Ingvi Rafn var í hópnum. Ingvi Rafn er mér eftirminnileg- ur fyrir margra hluta sakir, og satt best að segja setur mann hljóðan, þegar menn á besta aldri eru svo skyndilega og óvænt á brott kallað- ir. Ósjálfrátt fer maður að vona að fregnin um dauðann sé ekki rétt. En þetta er nú einu sinni það eina sem við vitum fyrir víst að bíður okkar allra. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Ingva þegar ég byijaði feril minn á sjónum haustið 1973. Ég hafði þá stundað nám í Verslunar- skólanum í 2 ár, og orðinn hálf leið- ur á skólagöngunni, og ákvað að hvíla mig í einn vetur. Hugurinn stefndi á sjóinn, enda gáfu loðnu- veiðar þá vel af sér launalega séð. Ingvi Rafn var þá skipstjóri á mb. Sveini Sveinbjörnssyni NK og var ég svo heppinn að fá hásetapláss hjá honum. Síldveiðar voru um haustið stundaðar í Norðursjónum og aðallega landað í Skagen í Dan- mörku. Eftir áramótin var farið á loðnuveiðar hér við land og byijuðu þær þá í lok janúar. Enda þótt Sveinn Sveinbjörnsson NK væri með afkastaminni loðnu- bátunum þá, en hann bar um 230-240 tonn, gekk okkur afar vel á þessari loðnuvertíð. Hæfileikar Ingva Rafns sem skipstjóra komu einkar vel í ljós. Árangurinn var frábær. Mátti margur skipstjórinn, sem hafði yfir að ráða stærri bátum en Ingvi, sætta sig við verulega minna aflamagn á vertíðinni. Er mér sérstaklega minnisstætt þegar við á Sveini lönduðum þrisvar sinn- um fullfermi á sama tíma og burð- armesta loðnuskip landsins, sem tók þrisvar sinnum meira en við, land- aði sama magni eftir langa útivist. Þarna sannaðist svo sannarlega að margur er knár þótt hann sé smár. Hæfileikar Ingva sem snjalls veiði- manns komu vel í ljós. t Frændi okkar, SIGURÐUR VIGFÚSSON trésmiður, Auðbrekku 29, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 5. desember kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Gunnarsdóttir, Álfheiður Unnarsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HILDIGUNNI MAGNÚSDÓTTUR, Víðilundi 24, Akureyri. Ragnheiður Garðarsdóttir, Þráinn Karlsson, Helga Garðarsdóttir, Jóhannes Óli Garöarsson, Ásta Þorsteinsdóttir, Brynhildur Garðarsdóttir, Þórður Jón Guðlaugsson, Magnús Garöarsson, Barbara M. Geirsdóttir, Gerður Garðarsdóttir, Smári P. Aðalsteinsson og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÁRNA JÓNSSONAR frá Fossi á Húsavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Húsavíkur. Guð blessi ykkur öll. Kristín Árnadóttir, Birgir Lúðvíksson, Steingrfmur Árnason, Ragna Pálsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Sveinn Indriðason, Bjarni Árnason, Þórdfs Helgadóttir, Jón Ármann Árnason, Agnes Arnardóttir, Sigurður Árnason og fjölskyldur t Hjartans þakkir sendum við öllum, nær og fjær, sem sýnt hafa okkur ómetan- lega hlýju og vináttu vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, sonar, föð- ur okkar, tengdaföður og afa, FINNBJARNAR HJARTARSONAR prentara. Helga Guðmundsdóttir, Jensfna Sveinsdóttir, Oddur Kristján Finnbjarnarson, Björg Dan Róbertsdóttir, Guðrún Finnbjarnardóttir, Guðmundur Helgi Finnbjarnarson, Jensína Helga Finnbjarnardóttir, Jón Hjörtur Finnbjarnarson, Guðmundur Helgi Oddsson, Finnbjörn Oddsson. Ingvi naut þess vel að vera skip- stjóri. Hann var ætíð með sjálfs- öryggið í lagi, og naut þess ósjaldan að skjóta kollegum sínum, sem á stærri og fullkomnari skipum voru, ref fyrir rass í árangri. Ingvi Rafn var á sínum skip- stjórnarferli farsæll í sínu starfi. Naut hann jafnan virðingar áhafnar sinnar, góður stjómandi, einkar fiskinn og framúrskarandi flinkur á nótaveiðum, hvort heldur var á síld eða loðnu. í sínum einkamálum var Ingvi afar lánsamur að kynnast mikilli heilladís, Maríu Hjálmarsdóttur, sem hann valdi að lífsförunaut sín- um. Eignuðust þau 4 böm, sem öll eru uppkomin og farin að heiman. Það stendur mér ennþá skýrt fyrir hugskotssjónum, þegar við á Sveini Sveinbjömssyni vomm að koma með fullfermistúr af loðnu tii Eskifjarðar fyrir tæpum 20 árum, og Mæja kom niður á bryggju að taka á móti manni sínum ásant börnunum, sem þá voru ung að árum. Það er svo ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Og látandi tímann reika til baka, finnst mér svo stutt síðan ég samfagnaði Ingva í 50 ára afmælinu hans, sem þau hjón héldu veglega upp á í félagsheimilinu Valhöll á Eskifirði. Það er einkennilegt að það skuli heyra liðinni tíð að mæta þeim hjón- um Mæju og Ingva í göngutúr. Ingvi var duglegur í útiverunni, sérstaklega eftir að hjartasjúkdóm- ur hans kom í ljós. Eftir að kvótakerfið kom á, gerð- ist Ingvi opinber starfsmaður. Nán- .ar tiltekið veiðieftirlitsmaður á Austfjörðum, hjá Halldóri Ásgríms- syni þáverandi sjávarútvegsráð- herra og síðar Fiskistofu. Er það mál manna að Ingvi Rafn hafi, með sinni löngu reynslu sem sjómaður, verið réttur maður á réttum stað, á þeim starfsvettvangi. í landi tók Ingvi virkan þátt í félagsstörfum. Þannig var hann í stjórn Félags hjartasjúklinga á Austurlandi frá stofnun samtak- anna 1990, og formaður frá 1992 til dauðadags. Ennfremur sat hann, fýrir framsóknarmenn, í hafnar- stjórn Eskifjarðar frá 1990-1993, og gegndi hann formennsku í nefndinni. Ósjaldan var leitað til Ingva með að koma tímabundið til starfa sem skipstjóri á síldveiðar. Algengt var að hann næði þá að fiska tvo og þijá kvóta, þegar aðrir voru að basla við ná einum kvóta. Þótti Ingvi Rafn með ólíkindum fiskinn og ótrúlega rétt staðsettur þegar síldin, á sinn dyntótta hátt, gaf sig allt í einu til. Að leiðarlokum vil ég þakka Ingva Rafni fýrir góð kynni og ógleymanleg. Ég gleðst yfir því að hafa kynnst góðum dreng. Mæju eiginkonu hans, börnum og barna- börnum þeirra, svo og Hrefnu, aldr- aðri móður hins látna og öðrum aðstandendum flyt ég innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um Ingva Rafn mun lifa. _ „ Emil Thorarensen. Erfidrykkjur HÓTEL ESJA i Sími 689509 1 GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON + Guðmundur Kristjánsson var fæddur á Gíslabæ á Snæfellsnesi 18. júlí 1902. Hann lést á Siglufirði 10. október síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. október. FORELDRAR Guðmundar Kristj- ánssonar voru Kristján Kristjánsson bátasmiður frá Skógarnesi og Helga Ingibjörg Helgadóttir frá Gíslabæ. Móður sína missti hann ungur. Hann átti einn albróður, Helga. Þá átti hann þijú hálfsystk- ini, Jóhönnu, Oliver og Magnús (lát- inn). Guðmundur ólst upp í Gíslabæ á Hellnum, sem .er næsti bær við mig. Hann reri til fiskjar á árabát- um frá Hellnum. Síðan fór hann að stunda sjó á þilfarsbátum, bæði á Suðurlandi og fyrir norðan á síld- veiðum. Hann settist svo að á Siglu- firði og setti þar upp vélsmiðju sem hann rak svo lengi sem þrek og heilsa leyfði. Hann átti heima á Siglufírði til dauðadags. Guðmundur var mikill smiður bæði á tré og jám. Hann var með afbrigðum vandvirkur, sama hvað hann gerði. Allt lék í höndum hans. Hann byijaði ungur að smíða. Mér er sérstaklega minnisstæð segl- skúta sem hann smíðaði ungur í Gíslabæ. Hún var um einn metri á lengd, máluð svört með hvítan fleyg og spruði með fullum seglum og öllum þeim útbúnaði sem þá þekkt- ist á seglskútum. Skútan var svo mikið listaverk að allir undruðust sem hann sáu. Guðmundur átti ekki langt að sækja þennan hagleik, því margt listafólk var í báðum ættum hans, Jóhannes Helgason frá Gíslabæ, móðurbróðir hans, var skurðlista- maður. Meðal annars skar hann út altaristöflurammann í Hellnakirkju sem er rómað listaverk. Jóhannes og systkini hans gáfu kirkjunni rammann árið 1919 til minningar um 50 ára sambúð foreldra þeirra. Guðmundur smíðaði marga góða gripi. Meðal annars ýmis verkfæri, vel vönduð. Mér gaf hann nokkur verkfæri sem hann smíðaði. Þegar Hellnakirkja var 100 ára gaf hann kirkjunni tvo blómavasa á altarið ásamt blómum og voru þeir vel vandaðir. Móðir Guðmundar, móðurafi og amma og mörg móðursystkini hans voru jarðsett í kirkjugarðinum á Hellnum. Guðmundur kom á sumrin frá Siglufirði til að hirða um leiði ættingja sinna og gerði hann það af mikilli snilld svo lengi sem hann gat. í þessum ferðum sínum að norðan kom hann alltaf til mín, og gisti hjá mér. Hann var á eigin bíl, og bíllinn hans var alltaf að sjá sem nýr væri þótt hann væri gamall. Mér er það mjög minnisstætt hvað bíllinn hans gat verið vel hirtur, vélin var táhrein og glansandi felg- ur skrautmálaðar og það sama má segja um allan bílinn utan og inn- an. Ég hef aldrei séð svo vel hirtan bíl. Það var alltaf fýrsta verk Guð- mundar þegar hann kom að þvo bílinn eftir ferðina. Það var alltaf gaman að fá Guð- mund í heimsókn, hann var hlýr, ræðinn og skemmtilegur. Mikla tryggð bar hann alltaf til æsku- stöðvanna. Við höfðum alltaf náið samband. Það gladdi hann að fá fréttir frá æskustöðvunum. Alla tíð sendum við hvor öðrum jólakveðju. Guðmundur var traustur vinur, raungóður og hjálpfús. Hann gaf mikið til hjálpar bágstöddum. Hann var trúaður og treysti Guði. Ég átti því láni að fagna að vera með Guðmundi lengi í æsku og eiga hann að góðum og traustum vini allt til hinstu stundar. Af hlýhug þakka ég honum alla þá góðvild og hlýju sem hann sýndi mér og minni konu alla tíð. Nú hefur hann fengið hvíldina. Hann fær nú signuð sigurlaun hjá góðum Guði og dvelur nú með engl- um Guðs í sólardýrð. Blessuð sé ljúf minning hans. Aðstandendum Guðmundar bið ég blessunar Guðs. Finnbogi G. Lárusson, Laugarbrekku. ÞORGERÐUR BJÖRNSDÓTTIR + Þorgerður Björnsdóttir fæddist á Refsstöð- um í Húnavatns- sýslu 22. nóvember 1912. Hún lést á Borgarspítalanum 23. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru María Guðmundsdóttir og Björn Leví Gests- son, sem bjuggu á Refsstöðum. Þor- gerður var næstelst fjögurra systra, og lifir ein þeirra, Mar- ía, sem var yngst og býr á Sauðárkróki, en hinar tvær, Heiðrún og Bergþóra, eru látn- ar. Þorgerður giftist Einari Vilhjálmssyni, d. 1970. Þau eignuðust átta börn. Þau eru: Birna, Leví (dó á öðru ári), Vil- hjálmur, Rúnar, Sævar, Gunn- ar, Karl og María. Afkomend- IHinningarsjóður , Skjóls Sími 688500 urnir eru orðnir 56. Utför Þorgerðar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag. NÚ ER látin elskuleg amma okkar Þorgerð- ur Björnsdóttir til heimilis í Hólmgarði 6. Okkur langar til að þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur á meðan hún var á lífi. Þau voru ófá skiptin sem hún hringdi og bauð í kaffi og pönsur eða kleinur. Við systkinin eyddum hjá henni margri helginni og þáðum þar margvíslegar kræsingar. Hún hafði gaman af því að spila enda tókum við oft í spil. Hún hefur alltaf verið fastur punktur í tilveru okkar og okkur þótti mjög vænt um hana. Okkur brá því illilega þegar við fréttum að hún þjáðist af alvarleg- um sjúkdómi. og lítil von væri til þess að hún lifði marga mánuði. En minningin um hana mun lifa með okkur alla ævi ásamt þeirri vissu að hún fylgist með okkur þaðan sem hún er nú, laus við þján- ingar og sorgir heimsins. Hún var sérstök amma og alltaf var hún til- búin að hafa okkur. Og einhvern tímann þegar jarð- vist okkar lýkur munum við hitta hana aftur og þá verða fagnaðar- fundir. Birkir Rúnar og Gunnur Ýr Gunnarsbörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.