Morgunblaðið - 02.12.1994, Síða 45

Morgunblaðið - 02.12.1994, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 45 ________ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ____________ íslenska stórmeistarasveitin teflir í Moskvu Fullt hús í fyrstu umferð , # Reuter LIÐSMENN kvennasveita írans og Slóveníu þungt hugsi í fyrstu umferðinni í Moskvu í gær. SKÁK Umsjón Bragi Kristjánssnn 31. Ólympíuskákmótið hófst í Moskvu í gær. 124 sveitir tefla i karlaflokki og 76 í kvennaflokki, og hafa aldrei svo margir skákmenn teflt á ólympíuskákmóti. íslenska sveitin er í fyrsta skipti eingöngu skipuð stórmeisturum, en þeir eru Jóhann Hjartarson, sem teflir á fyrsta borði, Hannes Hlífar Stefáns- son, á öðru borði, Margeir Péturs- son, á því þriðja, Jón L. Árnason á fjórða borði, en varamenn eru Helgi Olafsson og Helgi Áss Grétarsson, nýbakaður stórmeistari og heims- meistari unglinga. íslendingar eru í átjánda sæti í styrkleikaröð þátt- tökuþjóð, ef mið er tekið af alþjóð- legum skákstigum. í fyrstu umferð tefldu íslendingar við skákmenn frá Kosta Ríka. Þegar hefja átti taflið, var ástandið mjög óvenjulegt. Aðeins tveir andstæð- ingar voru mættir til leiks, þannig að nafnamir á 3. og 4. borði unnu þannig sínar skákir, án tafl- mennsku. Skýringin mun vera sú, að aðrir þátttakendur frá Kosta Ríka munu enn vera á leiðinni til Moskvu. Hannes Hlífar og Jón L. gátu þó ekki byrjað að tefla strax, því að stólarnir, sem þeim voru ætlaðir tíl' sjö klukkustunda setu, voru lágip ög lélegir garðstólar úr plasti. Eftir nokkrar deilur við móts- haldara fundust tveir antíkstólar á hótelinu og skákimar gátu hafíst. Hannes Hlífar og Jón L. fengu báð- ir þægilegri stöðu í skákum sínum, en ekki reyndist auðvelt að knýja fram sigur, fýrr en tímahrakið kom til sögunnar. Að lokum unnust báð- ar skákirnar og úr'slitin 4-0 Islend- ingum í hag. Lítið um óvænt úrslit Úrslitin í fyrstu umferð komu yfirleitt ekki á óvart, nema jafntefli Úkraínumanna, 2-2, við Víetnam. Sterkustu þjóðir senda mjög öflugar sveitir til keppninnar eins og eftirfarandi upptalning sýnir: Nr. 1: Rússland A: Kasparov, Kramnik, Barejev, Drejev, Tiviakov, Svídler. Nr. 2: Úkraína: Ivantsjúk, Malanjúk, Rómanishín. (Beljavskíj er ekki í sveitinni.) Nr. 3: Ungveijaland: J. Polgar, Almasi, Tsjérnín, Portisch, Ribli, Leko. Nr. 4: England: Short, Adarns,^ Speelman, Nunn, Hodgson. Nr. 5: Þýskaland: Júsupov, Hubner, Hertneck, Lobroni. Nr. 6: ísrael: Júdasín, Smírín, Psakhis, Greenfeld. I sjöunda sæti eru Hollendingar, Armenar í því áttunda og loksins koma heimsmeistarar Bandaríkjamanna í níunda sæti. I sveit þeirra vantar m.a. Gata Kamsky og Patrick Wolff. Bandaríska sveitin er skipuð þeim Gulko, Yermolinsky, Benjamin, Seirawan, Shabalov og Kudrin. Þátttaka þess síðastnefnda er sérkennileg, því að Bandaríkjamenn eiga marga sterkari skámenn en hann. Skýringin er sú, að hann er fluttur til baka til Rússlands og býr í Moskvu. Sæti hans í sveitinni er þannig til komið af spamaðar- ástæðum! Fjárskortur hefur hijáð fleiri sterkar skákþjóðir, m.a. em Svíar ekki með af þeim ástæðum, að því er sagt er í Moskvu. Fyrsta konan á 1. borði Ungverska sveitin vekur einnig athygli, vegna þess að á fyrsta borði teflir átján ára stúlka, Júdít Polgar. Ungveijar hafa sterka og langa skákhefð, og því er það fréttnæmt, að sterkasti skákmaður þeirra sé ung stúlka. Hún er jafnframt fyrsta konan sem teflir á 1. borði í ólympíusveit í karlaflokki. Athygli vekur einnig, að heimssamband blindra skákmanna sendir í fyrsta skipti sveit á ólympíuskákmót. B-sveit Rússa er skipuð Morosevitsj, Zvaginsjev, Ubilin og Sakajev, en þeir unnu Færeyinga 4-0. Aðbúnaður keppenda á Hótel Cosmos er ágætur, en aðstæður á skákstað eru slæmar eins og lýsing á upphafí skáka íslendinganna hér að framan sýnir. Viðureignir á tíu efstu borðum eru tefldar á sviði í ráðstefnusal hótelsins, og þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Aðrir verða að tefla í litlum, loftlausum sölum. í fyrstu umferð voru ekki sett upp spjöld með nöfnum keppenda í skáksölum. Aðstæður fyrir fréttamenn eru bágbornar, og engum upplýsingum hefur verið dreift um þátttakendur. Rússar hafa ef til vill þá afsökun, að þeir tóku mótið að sér með mjög stuttum fyrirvara, þegar Grikkir hættu við að halda mótið á síðustu stundu. Vinningsskák Hannesar Við skulum nú sjá skák Hannesar Hlífars úr fyrstu umferð. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: A. Valdes Enskur leikur 1. c4—Rf6 2. Rc3—d5 3. cxd5—Rxd5 4. g3—Rxc3 5. bxc3—g6 6. Bg2—Bg7 7. Rf3-c5 8. 0-0—Rc6 9. Da4—Bd7 10. Dc4-b6 11. d4—Hc8 12. d5— Hvítur getur ekki unnið peð. með 12. dxc5—Ra5 13. Db4—Hxc5 o.s.frv. 12. —Ra5 13. Dd3—0-0 14. Bf4—De8 15. Re5-Bb5 16. De4-f5?! Svartur veikir peðastöðu sína til að ná uppskiptum. Eðlilegast hefði verið að flytja svarta riddarann til d6, en við það losnar c6-reiturinn fyrir hvíta riddarann. Eftir 16. —Rb7 17. Rc6—Bxc6 18. dxc6—Rd6 19. Dd3 verður svartur veikur fyrir á hvítu reitunum. 17. De3—Rc4 18. Rxc4-Bxc4 19. Be5—Df7 20. Bxg7-Dxg7 21. Hfdl—Hcd8 22. a4-Df7 23. a5- Hvítur getur ekki valdað peðið á d5, t.d. 23. De5—Df6 24. f4-Hd7 25. Hd2 —Hfd8 26. Hadl-Bb3 27. Hbl—Dxe5 28. fxe5—Bxd5 29. Hbdl—Bc6 o.s.frv. 23. —Bxd5 24. Bxd5-Hxd5 25. Hxd5—Dxd5 26. Dxe7—Df7 27. Dd6—Df6 28. Dd5+-Df7 29. Dd3—Dc7 30. Hbl— Hvítur stendur örlítið betur, vegna veikrar kóngsstöðu svarts, en ekki er auðvelt að notfæra sér það. Svartur var kominn í tímahrak, þegar hér var komið, og opnar hvíta hróknum línu til sóknar að óþörfu. 30. —bxa5? 31. Dd5+-Kh8 Eftir 31. — Hf7 32. Hb5 er svartur einnig í vandræðum. 32. Hb7—Hd8 33. Df3-Dd6 34. Hxa7—Db6 35. Hb7-Dd6 36. h4— Hvítur hótar að veikja enn meira svörtu kóngsstöðuna með 37. h5. Svartur á við það vandamál að stríða, að hróksendataflið verður honum mjög erfítt, vegna þess að kóngurinn hans er lokaður af á áttundu leikjaröð, t.d. 36. — Dd5 37. Kg2 Dxf3+ 38. Kxf3 Hd2 39. Ha7—Hc2 40. Kf4-Hxe2 41. Kg5—He6 42. Hxa5 o.s.frv. 36. —a4 37. Ha7-Hd7 38. Da8+ Kg7? 39. Dd8! og svartur gafst upp, því að hann getur ekki drepið hvítu drottninguna, vegna þess að hrókurinn er leppur, og hrókinn drepur hann ekki, því að þá feliur drottningin. Hann tapar minnst hrók. * Athuga- semd vegria ÓpusAllt FORSVARSMENN íslenskrar for- ritaþróunar, Vilhjálmur Þorsteins- son og Háldfán Karlsson, hafa óskað að koma á framfæri athuga- semd við ummæli sem eftir þeim er höfð í grein Marínós Njálssonar um ÓpusAllt hugbúnaðinn í við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær, fimmtudag, og hljóðaði svp:. „Þeir félagar viðurkenndu að ÓpusAllt hafi upp á síðkastið farið halloka fyrir erlendum bókhaldspökkum, sem lagaðir hafa verið að íslensk- um aðstæðum.“ í athugasemdinni segir m.a. : „Þetta sögðum við ekki enda ijarri sanni. Við sögðum að samkeppnin á þessum markaði væri mjög hörð, einkum við hina dönsku bókhald- spakka, Fjölni og Concorde, og færi sífellt harðnandi. Núverandi ÓpusAllt (fyrir DOS) hefur engan veginn farið halloka í þeirri sam- keppni enda að okkar mati fyllilega sambærilegur við hina erlendu keppinauta. Sala ÓpusAllt hefur aukist milli ára og eftir því sem við komumst næst er markaðshlut- deild íslenskrar forritaþróunar ekki minni í ár en undaþrátt fyrir þennan misskilning á borð við þá sem eftir okkur er höfð er telji að við höfum misst trú á okkar núver- andi söluvöru og treystum okkur ekki út í samkeppnina, sem skaðar okkar traust og sölumöguleika, þrátt fyrir ágæta umfjöllun um hina nýju Windows-útgáfu. Einnig er minniháttar missögn í greininni þar sem sagt er (ofar- lega í 3. dálki) að af 1300 notend- um ÓpusAllt séu 1000 virkir. Þetta er á einhverjum misskilningi byggt því fleiri en 1300 hafa keypt Ópu- sAllt en af þeim eru 1300 virkir." Tekið er fram að eftir sem áður beri ÍF fyllsta traust til greinarhöf- undar þrátt fyrir þennan misskiln- ing en að í þeirri hörðu samkeppni sem ríki á hugbúnaðarmarkaðinu geti örfá orð skipt miklu máli, og því nauðsynlegt að leiðrétta rang- hermið. Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! RADAUGí YSINGAR NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embœttisins á Hörðuvöllum I, Sel- fossi, miðvikudaginn 7. des. 1S94, kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Arnarheiði 23, Hveragerði, þingl. eig. Guðrún Guðmundsdóttir, gerðar- beiðendur eni Samvinnulífeyrissjóðurinn og Byggingarsjóður ríkisins. Austurmörk 18, Hveragerði, þingl. eig. Leirá hf., gerðarbeiðandi er Búnaðarbanki Islands. Heiðarbrún 52, Hveragerði, þingl. eig. Balijur Borgþórsson, gerðar- beiðendur eru Sjóvá-Almennar hf. og Byggingarsjóður ríkisins. Jörðin Borgarholt, Bisk., þingl. eig. Jarðasjóöur ríkisins, gerðarbeið- andi er Stofnlánadeild landbúnaðarins. Lóð úr landi Snorrastaða, Laugardalshr., þingl>eig. Magnús Kristins- son, gerðarbeiðendur eru Húsasmiðjan hf. og Laugardalshreppur. Norðurbrún, Bisk., þingl. eig. Einar P. Sigurðsson, gerðarbeiðandi er sýslumaðurinn á Selfossi. Skógarspilda úr landi Drumboddsstaða, Bisk., þingl. eignarhl. Krist- jáns Stefánssonar, gerðarbeiðandi er Hitaveita Reykjavíkur. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Breiðamörk 8, Hveragerði, þingl. eig. Magnús Þ. Stefénsson, gerðar- beiðendur eru Kreditkort hf., Landsbanki Islands, Byggingarsjóður ríkisins, Steypustöð Suðurlands, Prentsmiðja Suðurlands, Lifeyrissj. verkalýðsfélaganna á Suðurlandi, Skeljungur hf.t Heilbrigöiseftirlit Suðurlands, Aðalheiður Oddsdóttir, Sparisjóður Reykjavfkur og nágr., (slenska útvarpsfélagið hf. og Lífeyrissjóður Norðurlands. Jöröin Kringla 2, Grímsneshr., þingl. eig. Sigríður Hannesdóttir, gerð- arbeiðendur eru Olíufélagiö hf., Búnaðarbanki Islands, Ingvar Helga- son hf„ Lífeyrissjóður bókagerðarmanna, Lýsing hf. og Lind hf. Sýslumaðurinn á Selfossi, 1. desember 1994. SMÁAUGL ÝSINGAR I.O.O.F. 1 = 1761228'A = I.O.O.F. 12 = 1761228’/a = 9.O. Hvítasunnukirkjan Fíladelfia Almenn samkoma kl. 20.30 í umsjón ungs fólks. Frá kl. 20.00 er bænastund fram að samkom- unni. Allir hjartanlega velkomnir. Frá Guöspeki- félaginu Ingótfsstraeti 22 Áskrtftarsími Ganglera er 989-62070 Föstudagur 2. desember 1994: í kvöld kl. 21.00 heldur Gunn- laugur Guðmundsson erindi um frumkafla lífsins í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu og umræðum í umsjá Sigriðar Einarsdóttur. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.