Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 47
FRETTIR
Verslanir og veitingahús verða
með tilboð í tilefni dagsins. Þennan
Langa laugardag eru verslanir opn-
ar frá kl. 10-18. Verslanir verða
opnar sunnudaginn 4. desember frá
kl. 13-17.
-------♦ »-♦-------
Á MYNDINNI eru f.v. Ása Sif Arnardóttir, Guðrún Norberg,
Þorbjörg Möller og Margrét Ása Sigfúsdóttir.
Kanebo-
snyrtivörur
á markaðinn
SNYRTIVÖRUR frá japanska fyrir-
tækinu Kanebo er nú til sölu í fyrsta
sinn á íslandi. Kenbo nýtir hina
margrómuðu hátækni sína til þess
að rannsaka og þróa virk efni úr
náttúrunni sem eru betri fyrir húð
og heilsu.
Kanebo er umfangsmikið fyrir-
tæki sem framleiðir m.a. snyrtivör-
ur, matvæli og náttúrulyf. Fyrir-
tækið rekur þijú virt sjúkrahús í
Japan þar sem öflugt rannsóknar-
starf fer fram.
í snyrtivörurnar er blandað pró-
teini úr silkiþráðum með aðferðum
sem hafa verið í þróun hjá Kanebo
í rúm 100 ár. Þetta efni hefur sér-
staka eiginleika til þess að halda
húðinni hæfilega rakri (15%) sem
er afar mikilvægt. Úr vörunni hafa
verið fjarlægð öll þau efni sem
hugsanlega gætu valdið ofnæmi.
Kanebö snyrtivörurnar verða til
sölu hjá Hagkaup í Kringlunni.
♦ ♦■-♦-
Starfsgreina-
dagar í mat-
vælaiðnaði í
Kópavogi
ATVINNUMÁLANEFND Kópa-
vogs ásamt Iðnþróunarfélagi Kópa-
vogs standa að starfsgreinadögum
í matvælaiðn 2. og 3. desember nk.
Tilgangur þessara starfsgreina-
daga er fyrst og fremst að kynna
þau fjölmörgu matvælafyrirtæki
sem starfrækt eru í Kópavogi.
Ýmis fyrirtæki munu kynna og vera
með framleiðsluvörur sínar á til-
boðsverði í verslunum bæjarins
helgina 2.-3. desember. Jafnframt
verður Hótel- og matvælaskólinn
sem nú er að rísa við hlið Mennta-
skólans í Kópavógi til sýnis öllum
þeim sem hafa áhuga á að skoða
hann laugardaginn 3. desember.
Skólayfirvöld, Hótel- og matvæla-
skólinn ásamt forsvarsmönnum
námsgreinanna hafa ákveðið að hafa
skólann opinn almenningi laugar-
daginn 3. desember kl. 14-18.
■■» -♦--»-
Langur laugar-
dagur á morgun
LANGUR laugardagur verður á
morgun, 3. desember. Kaupmenn
við Laugaveg og Bankastræti
standa fyrir Löngum laugardögum
fyrsta laugardag hvers mánaðar.
Þennan Langa laugardag er fyr-
irhugað að fá harmonikuleikara úr
Harmoniufélagi Reykjavíkur til að
leika fyrir vegfarendur. Cote d’Or
fíllinn verður fyrir utan Hagkaup,
Kjörgarði, og gefur vegfarendum
góðgæti. Bangsaleikurinn verður í
gangi og í verðlaun verða fimm
vinningar frá versluninni Jóni Indía-
fara, Laugavegi 17, og margt fleira
verður í boði þennan dag.
Fiskvinnslufólk
ræðir kaup-
tryggingu
FISKVINNSLUFÓLK, _ innan
Verkamannasambands Islands,
heldur dagana 2.-3. desember ráð-
stefnu á Hótel Loftleiðum um kjara-
mál.
Aðalviðfangsefni ráðstefnunnar
verður kauptryggingarsamningur
fiskvinnslufólks, starfsöryggi og
kaupaukakerfi í fiskvinnslu. Til ráð-
stefnunnar kemur fiskvinnslufólk
alls staðar af landinu úr félögum
V erkamannasambandsins.
Ráðstefnan verður sett í dag,
föstudaginn 2. desember, í Kristal-
sal Hótels Loftleiða kl. 13.30 af
Karítas Pálsdóttur, formanni deild-
ar fiskvinnsiufólks innan Verka-
mannasambandsins.
------♦ ♦ ♦----
Jólafundur
Kvenfélags
Hafnarfjarðar-
kirkju
JÓLAFUNDUR Kvenfélags Hafn-
arfjarðarkirkju verður haldinn
sunnudaginn 4. desember nk. kl.
20.30 í Skútunni, Hólshrauni 3,
Hafnarfirði.
Guðrún Helgadóttir, alþingis
maður, flytur sjálfvalið efni, hjónin
Anna Pála og Aðalsteinn Ásberg
syngja við gítarundirleik, jólakaffi
og jólahappdrætti verða á fundinum
og sr. Þórhildur Ólafs flytur hug-
vekju. Allir eru velkomnir.
Jólahappdrættið er aðal fjáröflun
Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju og
rennur allur ágóði til að hlúa að
kirkjunni og starfi hennar.
Fyrirtæki í Hafnarfirði hafa
ávallt tekið vel á móti félgskonum
er þær safna í jólahappdrættið. Þær
félagskonur, sem vilja gefa muni
happdrættið, eru beðnar um að
koma þeim í Safnaðarathvarfið,
Suðurgötu 11, laugardaginn 3. des-
ember milli kl. 13 og 15.
ísland í Rúss-
landi í 200 ár
ÁRNI Bergmann, rithöfundur, verð-
ur laugardaginn 3. desember gestur
MÍR í félagsheimilinu á Vatnsstíg
10 og flytur þá erindi sem hann nefn-
ir: ísland í Rússlandi í 200 ár.
í fyrirlestri sínum mun Árni greina
frá athugunum sem hann hefur unn-
ið að um skeið og varðar ímynd ís-
lands í rússneskri menningarumræðu
og skáldskap. Leitast hann við að
svara spurningunni: Hvað hafa Rúss-
ar verið að hugsa og skrifa á síðustu
öldum um hinn forna norræna menn-
ingararf og þá sérstaklega ísland og
fslendinga, bæði í umræðunni um
eigin sögu og í skáldskap? Stiklar
Árni á stóru í frásögninni af þessu
tímaskeiði frá Katrínu miklu til Alex-
anders Solzhenitsyns.
Aðgangur að fyrirlestrinum er öll-
um. heimill meðan húsrúm leyfír.
Kaffiveitingar verða á boðstólum í
kaffistofunni á Vatnsstíg 10 að fyrir-
lestri loknum en kl. 17 verða sýndar
í bíósal þrjár gamlar fréttamyndir
um ferðir hópa af íslandi til fyrrum
Sovétríkja.
------» ♦ ♦-------
» ♦ »
Ráðstefna Samtaka um vestræna samvinnu
Eigum við val-
kosti í utan-
ríkismálum?
SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg munu laugardaginn
3. desember nk. standa fyrir hádegisverðarfundi og ráðstefnu í Átthaga-
sal Hótels Sögu. Salurinn verður opnaður kl. 12. Ráðstefnan fjallar um
stöðu íslands í utanríkismálum í ljósi mikilla breytinga í öryggismálum á
Norður-Atlantshafssvæðinu og verulegs umróts í stjórn- og efnahagsmál-
um Evrópu.
Flóamarkaður
KFUM og
KFUK
KFUM og KFUK í Reykjavík halda
flóamarkað nk. laugardag 3. des-
ember kl. 10-17 í Austurstræti 20
(þar sem Hressingarskálinn var áður).
Á boðstólum verður einkum fatn-
aður af ýmsu tagi sem verður seldur
ódýrt. Jólakort félaganna verða einn-
ig til sölu á staðnum.
Mjóddin í jóla-
undirbúningi
TÆKNIMENN hafa undanfarna
daga unnið að uppsetningu á jóla-
skreytingum í göngugötu í Mjódd,
einnig eru verslanir og fyrirtæki
komin í jólaundirbúning.
í desember verður sölutími versl-
ana í Mjódd sem hér segir:
Laugardaginn 3. des. kl. 10-18,
sunnudaginn 4. des. kl. 13-17, laug-
ardaginn 10. des. kl. 10-18, sunnu-
daginn 11. des. kl. 13-17, laugar-
daginn 17. des. kl. 10-22, sunnudag-
inn 18. des. kl. 13-17, þriðjudaginn
20. des. kl. 9-22,
miðvikudaginn 21. des. kl. 9-22,
fimmtudaginn 22. des. kl. 9-23,
Þorláksmessa kl. 9-23, aðfangadag
kl. 9-12 og þriðjudaginn 27. des.
er lokað. Aðra daga er venjulegur
sölutími.
Næg bílastæði eru í Mjóddinni og
engir stöðumælar.
Jólamarkaður á
Hvolsvelli
HANDVERKSHÓPURINN Sælu-
verið á Hvolsvelli heldur jólamarkað
helgina 3. og 4. desember.
A boðstólum verður íslensk hand-
unnin gjafa- og nytjavara, ásamt
úrvali af jólaskreytingum. Þetta er í
annað skipti sem Sæluverskonur
standa fyrir jólamarkaði.
Jólamarkaðurinn verður á loftinu
í Félagsheimilinu Hvoli og verður
opið frá kl. 13-17 báða dagana.
Aneurin Rhys
Hughes
ELSÁ, Margrét og Ólöf pakka munum í jólahappdrættið ’93.
Aðalræðumaður fundarins verður
Aneurin Rhys Hughes, sendiherra
Evrópusambandsins á íslandi og í
Noregi, sem mun flytja erindi sem
hann nefnir Menningarleg kjölfesta
í nýrri Evrópu. í
ræðu sinni mun
hann koma inn á
úrslit þjóðar-
atkvæðagreiðslu
Norðmanna,
Svía og Finna um
aðild að Evrópu-
sambandinu.
Að lokinni
ræðu sendiherr-
ans, sem talar
ensku, munu sex
kunnir íslendingar flytja erindi á
íslensku um stöðu íslands í utanrík-
ismálum séða frá eigin sjónarhóli.
Frummælendur verða Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráðherra og
formaður Alþýðuflokksins, Halldór
Ásgrímsson, formaður Framsóknar-
flokksins og alþingismaður, Björn
Bjarnason, alþingismaður og for-
maður utanríkismálanefndar Al-
þingis, Bolli R. Valgarðsson, upplýs-
ingaráðgjafi, Siv Friðleifsdóttir, bæj-
arfulltrúi og Ólafur Þ. Stephensen,
blaðamaður. Á eftir fara fram á ís-
lensku almennar umræður, spurn-
ingar og svör.
Aneurin Rhys Hughes, er fæddur
árið 1937 í Suður-Wales í Bretlandi
af velsku foreldri og stundaði há-
skólanám í University College of
Wales í Aberystwyth og lauk þaðan
háksólaprófi í heimspeki og velsku
árið 1961. Hughes stundaði fram-
haldsnám við University of London
’61-’62 var þá kosinn forseti Nat-
ional Union of Students og gegndi
því til ’64.
Hughes var í bresku utanríkis-
þjónustunni árin 1968 til 1973 er
hann gerðist starfsmaður fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins í Brussel. Hann hefur gegnt
ýmsum veigamiklum stöðum innan
sambandsins frá þeim tíma og varð
sendiherra þess á Islandi og í Nor-
egi árið 1987 með aðsetri í Osló.
Fundurinn er opinn félagsmönn-
um SVS og Varðbergs og öðrum
þeim er áhuga hafa á málefni fund-
arins. Skorað er á félagsmenn að
fjölmenna.
Staða Norður-
landa rædd
í Norræna
húsinu
BREYTT staða Norðurlandanna inn-
an Evrópu og norræn samvinna
verður til umræðu í fundaröðinni
„Orkanens Öje“ í Norræna húsinu á
sunnudaginn klukkan 16.
Guðmundur K. Magnússon, pró-
fessor við Háskóla íslands, fjallar í
fyrirlestri um efnahagsmál Norð-
urlanda. Að því loknu taka sendi-
herrar Norðurlandanna til máls; þeir
Klaus Otto Kappel, Danmörku, Tom
Södermann, Finnlandi, Nils O. Dietz,
Noregi og Pár Kettis, Svíþjóð. Fjalla
þeir um breytt viðhorf í kjölfar þjóð-
aratkvæðagreiðslna í Finnlandi, Sví-
þjóð og Noregi. Umræður verða síð-
an á dönsku, norsku og sænsku
undir stjórn Torbens Rasmussens,
forstjóra Norræna hússins,
ISLENSKU
ALMANÖKIN '95
Vandaðar gjafir til
allra er unna Islandi.
ISL. ALMANAKIÐ
stærð; 27,5 x 35 sm.
SL. NATTURUALMANAKIÐ
stærS; 22 x 26 sm.
•'W
SAnntMM\s.\u[>
m
STORA NATTURUALMANAKIÐ
stærð; 35 x 42,5 sm.
l.unwi I
V* .'„r a r
t. 1 > 1 u :
• .: r. u :s u
. v; , ,r», ,ii ’4.' :i '
ISL. HESTAALMANAKIÐ
stærð, 22,5 x 25 sm.
Útsölustaðir um land allt.
Álmanaksútgáfa &
náttúruljósmyndun
Sími: 673350 - Fax: 676671.