Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 47 FRETTIR Verslanir og veitingahús verða með tilboð í tilefni dagsins. Þennan Langa laugardag eru verslanir opn- ar frá kl. 10-18. Verslanir verða opnar sunnudaginn 4. desember frá kl. 13-17. -------♦ »-♦------- Á MYNDINNI eru f.v. Ása Sif Arnardóttir, Guðrún Norberg, Þorbjörg Möller og Margrét Ása Sigfúsdóttir. Kanebo- snyrtivörur á markaðinn SNYRTIVÖRUR frá japanska fyrir- tækinu Kanebo er nú til sölu í fyrsta sinn á íslandi. Kenbo nýtir hina margrómuðu hátækni sína til þess að rannsaka og þróa virk efni úr náttúrunni sem eru betri fyrir húð og heilsu. Kanebo er umfangsmikið fyrir- tæki sem framleiðir m.a. snyrtivör- ur, matvæli og náttúrulyf. Fyrir- tækið rekur þijú virt sjúkrahús í Japan þar sem öflugt rannsóknar- starf fer fram. í snyrtivörurnar er blandað pró- teini úr silkiþráðum með aðferðum sem hafa verið í þróun hjá Kanebo í rúm 100 ár. Þetta efni hefur sér- staka eiginleika til þess að halda húðinni hæfilega rakri (15%) sem er afar mikilvægt. Úr vörunni hafa verið fjarlægð öll þau efni sem hugsanlega gætu valdið ofnæmi. Kanebö snyrtivörurnar verða til sölu hjá Hagkaup í Kringlunni. ♦ ♦■-♦- Starfsgreina- dagar í mat- vælaiðnaði í Kópavogi ATVINNUMÁLANEFND Kópa- vogs ásamt Iðnþróunarfélagi Kópa- vogs standa að starfsgreinadögum í matvælaiðn 2. og 3. desember nk. Tilgangur þessara starfsgreina- daga er fyrst og fremst að kynna þau fjölmörgu matvælafyrirtæki sem starfrækt eru í Kópavogi. Ýmis fyrirtæki munu kynna og vera með framleiðsluvörur sínar á til- boðsverði í verslunum bæjarins helgina 2.-3. desember. Jafnframt verður Hótel- og matvælaskólinn sem nú er að rísa við hlið Mennta- skólans í Kópavógi til sýnis öllum þeim sem hafa áhuga á að skoða hann laugardaginn 3. desember. Skólayfirvöld, Hótel- og matvæla- skólinn ásamt forsvarsmönnum námsgreinanna hafa ákveðið að hafa skólann opinn almenningi laugar- daginn 3. desember kl. 14-18. ■■» -♦--»- Langur laugar- dagur á morgun LANGUR laugardagur verður á morgun, 3. desember. Kaupmenn við Laugaveg og Bankastræti standa fyrir Löngum laugardögum fyrsta laugardag hvers mánaðar. Þennan Langa laugardag er fyr- irhugað að fá harmonikuleikara úr Harmoniufélagi Reykjavíkur til að leika fyrir vegfarendur. Cote d’Or fíllinn verður fyrir utan Hagkaup, Kjörgarði, og gefur vegfarendum góðgæti. Bangsaleikurinn verður í gangi og í verðlaun verða fimm vinningar frá versluninni Jóni Indía- fara, Laugavegi 17, og margt fleira verður í boði þennan dag. Fiskvinnslufólk ræðir kaup- tryggingu FISKVINNSLUFÓLK, _ innan Verkamannasambands Islands, heldur dagana 2.-3. desember ráð- stefnu á Hótel Loftleiðum um kjara- mál. Aðalviðfangsefni ráðstefnunnar verður kauptryggingarsamningur fiskvinnslufólks, starfsöryggi og kaupaukakerfi í fiskvinnslu. Til ráð- stefnunnar kemur fiskvinnslufólk alls staðar af landinu úr félögum V erkamannasambandsins. Ráðstefnan verður sett í dag, föstudaginn 2. desember, í Kristal- sal Hótels Loftleiða kl. 13.30 af Karítas Pálsdóttur, formanni deild- ar fiskvinnsiufólks innan Verka- mannasambandsins. ------♦ ♦ ♦---- Jólafundur Kvenfélags Hafnarfjarðar- kirkju JÓLAFUNDUR Kvenfélags Hafn- arfjarðarkirkju verður haldinn sunnudaginn 4. desember nk. kl. 20.30 í Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Guðrún Helgadóttir, alþingis maður, flytur sjálfvalið efni, hjónin Anna Pála og Aðalsteinn Ásberg syngja við gítarundirleik, jólakaffi og jólahappdrætti verða á fundinum og sr. Þórhildur Ólafs flytur hug- vekju. Allir eru velkomnir. Jólahappdrættið er aðal fjáröflun Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju og rennur allur ágóði til að hlúa að kirkjunni og starfi hennar. Fyrirtæki í Hafnarfirði hafa ávallt tekið vel á móti félgskonum er þær safna í jólahappdrættið. Þær félagskonur, sem vilja gefa muni happdrættið, eru beðnar um að koma þeim í Safnaðarathvarfið, Suðurgötu 11, laugardaginn 3. des- ember milli kl. 13 og 15. ísland í Rúss- landi í 200 ár ÁRNI Bergmann, rithöfundur, verð- ur laugardaginn 3. desember gestur MÍR í félagsheimilinu á Vatnsstíg 10 og flytur þá erindi sem hann nefn- ir: ísland í Rússlandi í 200 ár. í fyrirlestri sínum mun Árni greina frá athugunum sem hann hefur unn- ið að um skeið og varðar ímynd ís- lands í rússneskri menningarumræðu og skáldskap. Leitast hann við að svara spurningunni: Hvað hafa Rúss- ar verið að hugsa og skrifa á síðustu öldum um hinn forna norræna menn- ingararf og þá sérstaklega ísland og fslendinga, bæði í umræðunni um eigin sögu og í skáldskap? Stiklar Árni á stóru í frásögninni af þessu tímaskeiði frá Katrínu miklu til Alex- anders Solzhenitsyns. Aðgangur að fyrirlestrinum er öll- um. heimill meðan húsrúm leyfír. Kaffiveitingar verða á boðstólum í kaffistofunni á Vatnsstíg 10 að fyrir- lestri loknum en kl. 17 verða sýndar í bíósal þrjár gamlar fréttamyndir um ferðir hópa af íslandi til fyrrum Sovétríkja. ------» ♦ ♦------- » ♦ » Ráðstefna Samtaka um vestræna samvinnu Eigum við val- kosti í utan- ríkismálum? SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg munu laugardaginn 3. desember nk. standa fyrir hádegisverðarfundi og ráðstefnu í Átthaga- sal Hótels Sögu. Salurinn verður opnaður kl. 12. Ráðstefnan fjallar um stöðu íslands í utanríkismálum í ljósi mikilla breytinga í öryggismálum á Norður-Atlantshafssvæðinu og verulegs umróts í stjórn- og efnahagsmál- um Evrópu. Flóamarkaður KFUM og KFUK KFUM og KFUK í Reykjavík halda flóamarkað nk. laugardag 3. des- ember kl. 10-17 í Austurstræti 20 (þar sem Hressingarskálinn var áður). Á boðstólum verður einkum fatn- aður af ýmsu tagi sem verður seldur ódýrt. Jólakort félaganna verða einn- ig til sölu á staðnum. Mjóddin í jóla- undirbúningi TÆKNIMENN hafa undanfarna daga unnið að uppsetningu á jóla- skreytingum í göngugötu í Mjódd, einnig eru verslanir og fyrirtæki komin í jólaundirbúning. í desember verður sölutími versl- ana í Mjódd sem hér segir: Laugardaginn 3. des. kl. 10-18, sunnudaginn 4. des. kl. 13-17, laug- ardaginn 10. des. kl. 10-18, sunnu- daginn 11. des. kl. 13-17, laugar- daginn 17. des. kl. 10-22, sunnudag- inn 18. des. kl. 13-17, þriðjudaginn 20. des. kl. 9-22, miðvikudaginn 21. des. kl. 9-22, fimmtudaginn 22. des. kl. 9-23, Þorláksmessa kl. 9-23, aðfangadag kl. 9-12 og þriðjudaginn 27. des. er lokað. Aðra daga er venjulegur sölutími. Næg bílastæði eru í Mjóddinni og engir stöðumælar. Jólamarkaður á Hvolsvelli HANDVERKSHÓPURINN Sælu- verið á Hvolsvelli heldur jólamarkað helgina 3. og 4. desember. A boðstólum verður íslensk hand- unnin gjafa- og nytjavara, ásamt úrvali af jólaskreytingum. Þetta er í annað skipti sem Sæluverskonur standa fyrir jólamarkaði. Jólamarkaðurinn verður á loftinu í Félagsheimilinu Hvoli og verður opið frá kl. 13-17 báða dagana. Aneurin Rhys Hughes ELSÁ, Margrét og Ólöf pakka munum í jólahappdrættið ’93. Aðalræðumaður fundarins verður Aneurin Rhys Hughes, sendiherra Evrópusambandsins á íslandi og í Noregi, sem mun flytja erindi sem hann nefnir Menningarleg kjölfesta í nýrri Evrópu. í ræðu sinni mun hann koma inn á úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslu Norðmanna, Svía og Finna um aðild að Evrópu- sambandinu. Að lokinni ræðu sendiherr- ans, sem talar ensku, munu sex kunnir íslendingar flytja erindi á íslensku um stöðu íslands í utanrík- ismálum séða frá eigin sjónarhóli. Frummælendur verða Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins og alþingismaður, Björn Bjarnason, alþingismaður og for- maður utanríkismálanefndar Al- þingis, Bolli R. Valgarðsson, upplýs- ingaráðgjafi, Siv Friðleifsdóttir, bæj- arfulltrúi og Ólafur Þ. Stephensen, blaðamaður. Á eftir fara fram á ís- lensku almennar umræður, spurn- ingar og svör. Aneurin Rhys Hughes, er fæddur árið 1937 í Suður-Wales í Bretlandi af velsku foreldri og stundaði há- skólanám í University College of Wales í Aberystwyth og lauk þaðan háksólaprófi í heimspeki og velsku árið 1961. Hughes stundaði fram- haldsnám við University of London ’61-’62 var þá kosinn forseti Nat- ional Union of Students og gegndi því til ’64. Hughes var í bresku utanríkis- þjónustunni árin 1968 til 1973 er hann gerðist starfsmaður fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins í Brussel. Hann hefur gegnt ýmsum veigamiklum stöðum innan sambandsins frá þeim tíma og varð sendiherra þess á Islandi og í Nor- egi árið 1987 með aðsetri í Osló. Fundurinn er opinn félagsmönn- um SVS og Varðbergs og öðrum þeim er áhuga hafa á málefni fund- arins. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna. Staða Norður- landa rædd í Norræna húsinu BREYTT staða Norðurlandanna inn- an Evrópu og norræn samvinna verður til umræðu í fundaröðinni „Orkanens Öje“ í Norræna húsinu á sunnudaginn klukkan 16. Guðmundur K. Magnússon, pró- fessor við Háskóla íslands, fjallar í fyrirlestri um efnahagsmál Norð- urlanda. Að því loknu taka sendi- herrar Norðurlandanna til máls; þeir Klaus Otto Kappel, Danmörku, Tom Södermann, Finnlandi, Nils O. Dietz, Noregi og Pár Kettis, Svíþjóð. Fjalla þeir um breytt viðhorf í kjölfar þjóð- aratkvæðagreiðslna í Finnlandi, Sví- þjóð og Noregi. Umræður verða síð- an á dönsku, norsku og sænsku undir stjórn Torbens Rasmussens, forstjóra Norræna hússins, ISLENSKU ALMANÖKIN '95 Vandaðar gjafir til allra er unna Islandi. ISL. ALMANAKIÐ stærð; 27,5 x 35 sm. SL. NATTURUALMANAKIÐ stærS; 22 x 26 sm. •'W SAnntMM\s.\u[> m STORA NATTURUALMANAKIÐ stærð; 35 x 42,5 sm. l.unwi I V* .'„r a r t. 1 > 1 u : • .: r. u :s u . v; , ,r», ,ii ’4.' :i ' ISL. HESTAALMANAKIÐ stærð, 22,5 x 25 sm. Útsölustaðir um land allt. Álmanaksútgáfa & náttúruljósmyndun Sími: 673350 - Fax: 676671.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.