Morgunblaðið - 02.12.1994, Síða 48

Morgunblaðið - 02.12.1994, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ferdinand Hvað ertu að borða? Nýtt morg- Mér líkar nafnið vel... „flögur“? unkorn... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 691100 • Símbréf 691329 Opið bréf til Davíðs Oddssonar Frá Páli Tryggvasyni og Benedikt Sigurðarsyni: SAMKVÆMT bréfum dags. 28. október sl. og fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu dags. 31. október 1994 er tilkynnt að emb- ætti umboðsmanns bama hefur að tillögu forsætisráðherra verið veitt Þórhildi Líndal lögfræðingi frá 1. janúar 1995 að telja. Samkvæmt þessum gögnum kemur fram að við mat umsókna „var einkum litið á aldur, menntun og fyrri störf umsækjenda“. Þórhildur Líndal sker sig ekki úr hópi umsækjenda að því er varð- ar aldur. Ekki verður af gögnum málsins séð að Þórhildur Líndal hafi neina sérþekkingu á málefnum barna og margir umsækjendur hafa starfs- reynslu sem gefur þeim verulegt forskot varðandi þekkingu á slík- um málum. Fyrri störf hennar eru einangruð við lögfræðistörf sem yfirborgardómara í Reykjavík, þröngt svið stjórnsýslu í félags- málaráðuneytinu (skv. fréttatil- kynningu einkum á sviði sveitar- stjómarmála þ.m.t. byggingar- og skipulagsmál) og að síðustu kynn- ingarstörf í forsætisráðuneytinu. Störf hennar sem tengjast málefn- um barna og ungmenna takmark- ast við 9 mánaða tímabil þ.e.a.s. frá áramótum 1992/1993 þar sem hún fer til starfa í forsætisráðu- neytirtu í otkóber 1993. Störf henn- ar að samningu reglugerða eftir lögum um vernd barna og ung- menna verður vart metin á þessu stigi þar sem nefndarstörfum er ekki lokið. Menntun Þórhildar er ekki á sviði sem snertir málefni barna sérstaklega en þvert á móti hafa margir úr hópi umsækjenda víð- tæka menntun á ýmsum sviðum er varða velferð barna. í 2. grein laga um umboðsmann barna er tiygging fyrir því að lögfræðilegri hlið starfsins sé fullnægt þar sem gert er ráð fyrir að umboðsmaður barna ráði lögfræðing að embætt- unum og skv. 7. grein sömu laga er umboðsmanni heimilað að ráða sérfræðinga að einstökum verkefn- um (þ.m.t. lögfræðinga). Við undirritaðir umsækjendur teljum okkur knúna til að fara fram á rökstuðning af hálfu ráðherra varðandi þessi atriði og vísum til 21. og 22. greina laga nr. 37/1992 (Stjórnsýslulög). Samkvæmt þeim lögum teljum við augljóst að ráð- herra beri skylda til að rökstyðja á hvem hátt þau atriði sem ráðu- neytið vísaði til varðandi mat á umsóknum leiði til þeirrar niður- stöðu sem kynnt hefur verið. Ástæða þess að við förum fram á þennan rökstuðning, sem stjórn- sýslulög gera ráð fyrir, er sú að við sjáum ekki af þeim gögnum sem okkur hafa verið opinberuð að hvaða leyti sá umsækjandi sem embættið hlaut stendur öðrum umsækjendum framar. Einnig óskum við eftir að það verði gert öllum kunnugt hvaða einstaklingar unnu að mati á um- sóknum og hvernig það mat sneri að öðrum umsækjendum. Að lokum óskum við eftir upp- lýsingum um það hvaða önnur at- riði en þau sem „einkum“ var tek- ið tillit til voru höfð til hliðsjónar við val á umsækjanda. PÁLL TRYGGVASON, sérfræðingur í barna- og unglingageð- lækningum og barnalækningum. BENEDIKT SIGURÐARSON, uppeldisfræðingur og skólastjóri. Markaðshyggju þokumóðan og börnin Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: „MARGT býr í þokunni,“ segir máltækið. Ég hefí hugleitt það und- anfarið hversu ótrúlega langt er gengið í lögmálum markaðshyggj- unnar. Það er svo komið í dag, að í raun höfum við foreldrar heilmik- ið starf með höndum að vernda börnin okkar frá því að lenda í hringiðu keppnisfíknar á öllum svið- um. Hvert sem augað eygir er uppi á teningnum eitthvað sem höfðar til barna, einkum og sér í lagi ef við kaupum nógu mikið af ein- hverri tiltekinni vöru. Hvað skyldu Bandaríkjamenn og fleiri t.d. hafa grætt mikið á íslensk- um börnum á forskólaaldri eftir risaeðluæðið? Einn þriggja ára frændi sagðist ætla í sveitina að skoða kýrnar og risaeðlurnar. Ekki var ég hissa, hann var búinn að sjá bíómyndina þriggja ára gamall og átti mikið safn risaeðla. Við erum kannski aftarlega á merinni íslendingar að hafa ekki markaðsvætt Grýlu, Leppalúða og tröllin, úti í hinum stóra heimi. Hugmyndinni er alla vega hér með komið á framfæri. Við þurfum að vera á verði for- eldrar gagnvart þeirri lítt mannlegu markaðshyggju, sem miðar að því að ná til okkar gegnum börnin sem markhóp. í raun held ég að best sé að út- skýra markaðslögmálin fyrir börn- unum um leið og þau öðlast til þess vit og þroska. Það gerir þau gagn- rýnin á þessi atriði, sem er þeim einungis hollt. Lengi býr að fyrstu gerð. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, Látraströnd 5, Seltjarnarnesi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.