Morgunblaðið - 02.12.1994, Síða 50

Morgunblaðið - 02.12.1994, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ umm Vinningstölur miövikudaginn: Aöaltölur: (28) (44; (47 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku: 46.575.424 íísi, 1.475.424 fjjvinningur: fór til Svíþjóöar UPPtYStNöAR. SlMSVARI 91* 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 * TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVlLLUR Veldu verðlauncitækin frá Blomberq Blomberg hlaut hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF verðlaun fyrir framúrskarandi glæsilega og vandaða eldavél á stærstu iðm sýningu Evrópu í Hannover í Þýshalandi. 586 framleiðendur frá 25 löndum kepptu um þessa eftirsóttu viðurkenningu. Við bjóðum 6 gerðir eldavéla á verði frá aðeins_____________ icr. 57.955* stgr. Að auki bjóðum við mikið úrval af helluborðum og innbyggingarofnum frá Blomberg *StaðgreiðsluafsláttUr er 5% eldunartœkja býðst frítt ekiani :ja býð :ofero : námskeið í meðferð tœkjanna í Matreiðsluskóla Drafnar. Emar Farestveit&Cohf. Borgartúni 28 0 622901 og 622900 - Þjónusta í þína þágu - 15% afsláttur föstudag og laugardag í tilefni nýlokinna breytinga á skartgripaverslun Jens Kringlunni. Veljið íslenskt handverk - það gerðum við. íslenskir handverksmenn sáu um smíði innréttinga. Hönnuður: Jón Snorrí Sigurðsson, guUsmiður. ARMUR H/F SKEIFAN StlOB REYKJAVÍK»S8138 88 Krínglunni I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Loksins - loksins! ÞAÐ var kominn tími til að reykingar væru bann- aðar í kvikmyndahúsum nema í sérstökum afdrep- um. Þó er ekki nóg að banna reykingar öðrum megin í salnum en leyfa hinum megin, því hingað til hefur reykurinn ekki spurt hvort hann mætti líða um ioftið yfir til hinna reyklausu. Það er von mín og trú að forsvarsmenn kvik- myndahúsanna sjái sóma sinn í því að fylgja þessum lögum eftir. Ég hlakka til að fara í bíó og geta loksins teygt úr mér í hléinu og fengið mér kók og popp án þess að súma í augum af reykj- arsvælunni og flytja svo fýluna heim til mín í fötun- um. Reykleysingi Hvers eiga einstaklingar að gjalda? EVA Júlíusdóttir hringdi og vildi vekja athygli á því að bíóhús borgarinnar bjóða stundum afslátt af sýningum á vissum dög- um. Sum kvikmyndahúsin hafa tekið upp þá ný- breytni að í stað þess að veita afslátt af verði að- göngumiðans bjóða þau tvo miða á verði eins. Eva er ekkja og fer stundum ein í bíó. Hún spyr hvort það væri ekki sanngjamara að hafa hinn háttinn á, þ.e. að veita af- slátt af hveijum miða, svo einstaklingar eigi sama möguleika á ódýrari mið- um og fjölskyldur eða pör. Hún sagði þó rétt að taka fram að kvikmynda- húsaeigendur væra alls ekki skyldugir til að gefa neinn afslátt, og allur af- sláttur væri af því góða þó svo einstaklingar geti ekki nýtt sér hann. íslenska tónlist, takk SEM áhugamanneskja um tónlist þá get ég ekki á mér setið og lýsi yfir furðu minni á þessum „íslensku" útvarpsstöðvum, sem spila tónlist daginn út og daginn inn. Nú streyma íslenskar geislaplötur á markaðinn hver af annarri, en ekkert heyrist nema erlend tón- list. Ég spyr nú bara hvort það sé þjóðarstolt íslend- inga að hlusta bara á ABBA, Chuck Berry og Queen? Ég verð að segja alveg eins og er, þetta er fyrir neðan allar heiiur! Ég vona að íslenskar útvarpsstöðv- ar fari að sjá sóma sinn í því að leika íslenska tónlist í íslensku útvarpi. Velvakandi kona í Garðabæ Gæludýr Páfagaukur óskast LÍTILL páfagaukur, gári, óskast, æskilegt að búr fylgi. Upplýsingar í síma 676656. Tapað/fundið íþróttaskór fannst NÝLEGUR íþróttaskór af fullorðnum manni fannst í biðskýli SVR við Straum- nes í Efra-Breiðholti sl. föstudag. Eigandi má hafa samband í síma 76249. Tollvarningur tapaðist í Fríhöfninni TVEIR pokar með öllum tollvarningi töpuðust í Frí- höfninni fimmtudaginn 24. nóvember sl. Þetta voru pokar konu og tvítugrar dóttur hennar sem voru að koma frá Svíþjóð. Þær vora með þeim síðustu út úr Fríhöfninni. Ef einhver veit um afdrif pokanna er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 18325. Grillhlíf tapaðist GRÁ grillhlíf úr þykku plasti brá sér af bæ á Garðaholti í rokinu sl. laugardag. Finnandi vin- samlega hringi í síma 650036. Farsi hvítt, en Bergsteinn Ein- arsson (1.915), 13 ára, hafði svart og átti leik. Hvítur var að enda við að falla í laglega gildru, drap peð á b4, lék 17. a3xb4. sjá stöðumynd ÞESSI staða kom upp_ á 17. — Hxc3! og hvítur gafst unglingameistaramóti ís- upp, því hann tapar manni. Hann á ekkert betra en 18. bxa5 — Hxf3, því ef hann drepur til baka á c3, leikur svartur Dal mát. Jólaskákmót Taflfélags Reykja- víkur og íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Keppni í yngri flokki, 1.-6. bekk, fer fram í fé- lagsheimili TR, Faxafeni 12, sunnu- daginn 4. desember kl. 11.00 fyrir há- lands fyrir 20 ára og yngri degi. Keppt er í fjögurra um daginn. Janus Ragnars- manna sveitum, hver skóii son (1.495), 15 ára, var með má mest senda tvær sveitir. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Víkverji skrifar... Huómplötuútgefendur keppast sem mest þeir mega að markaðssetja sígilda tónlist fyrir unga kaupendur, sem verða sífellt fleiri. Meðal annars grípa þeir til þess ráðs að setja ný umslög á plöt- urnar, gjaman djarfari og nútíma- legri. Til að mynda var gamaldags málverki utan á upptöku af Carm- ina Burana Carls Orffs skipt út fyrir mynd af fáklæddri þokkadís hjá Decca-útgáfunnu fyrir skemmstu. Við að sjá þetta rifjaðist upp fyrir Víkverja að Richard Bran- son, sá snjalli kaupahéðinn, sá þessa þróun fyrir og stofnaði fyrir nokkrum árum sérstaka útgáfu, Virgin Classics, til að taka við unga fóikinu sem keypti Virgin-poppplöt- ur, eftir því sem það þroskaðist upp í klassíkina, og hefur hagnast vel á! XXX VÍKVERJI fjallaði fyrir nokkru um þátt tenóranna þriggja, Carreras, Domingo og Pavarotti í útbreiðslu sígildrar tónlistar. í tímaritinu BBC Music var ný- lega grein, þar sem fjallað var um nýja gullöld baritóna og í inngangi sagði eitthvað á þá leið, að nú væri tímabært fyrir tenórana þrjá að víkja af sviðinu því að öld hins gullfallega baritóns væri að ganga í garð. Eftir að þýzki baritónsöngv- arinn Dietrich Fischer-Diskau yfir- gaf sviðið eru ekki einasta þrír söngvarar taldir i fremstu röð, held- ur eru í greininni nefndir 25 söngv- arar. í þessum hópi eru Þjóðverjinn Hermann Prey og Nýsjálendingur- inn Donald Mclntyre aldursforset- ar, fæddir 1929 og 34, meðal þeirra, sem taldir eru í blóma eru nafnarn- ir Thomas Allen og Thomas Hamp- son og í hópi þeirra yngstu eru Englendingurinn Anthony Mich- aels-Moore, sem meðal annars hef- ur unnið í söngvarakeppni, sem kennd er við Pavarotti, og þýzki baritónsöngvarinn Matthias Görne, nemandi Dietrich Fischer-Diskau, en hann er fæddur 1967 og talinn standa á þröskuldi heimsfrægðar- innar. Tveir Norðurlandamenn, Sví- inn Hákan Hagegárd og Finninn Jorma Hynninen, eru nefndir í þess- ari grein. YÍKVERJA kemur jafnan Krist- inn Sigmundsson í hug, þegar stórbaritóna ber á góma. Víkverji hefur hlustað á nokkra af þeim söngvurum, sem taldir eru upp í tímariti BBC og þar á meðal flutn- ing þeirra á Vetrarferð Schuberts. Vikverji hlustaði líka á Kristin og Jónas Ingimundarson flytja þetta verk í Borgarleikhúsinu í haust. Flutningur þeirra Kristins og Jónas- ar er í huga Víkverja stórkostlegur og sá eftirminnilegasti, sem hann hefur heyrt. Hyperion er nú að gefa út söng- lög Schuberts, á fjórða hundrað talsins. Flytjendur eru margir, kon- ur og karlar, listamenn í fremstu röð. Það er Graham Johnson, sem annast þessa útgáfu. Þegar Vík- vprji átti þess nýlega kost að eiga orðastað við Johnson um þessa út- gáfu, bar ísland og íslenzka lista- menn á góma. Víkveiji nefndi þá tónleika Kristins og Jónasar til dæmis um flutning á Schubert hér á landi. Þá kom í ljós, að Johnson þekkti til nafns Kristins. Víkveija dreymdi í nótt, að Vetr- arferð þeirra Jónasar og Kristins væri komin út á geisladiski!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.