Morgunblaðið - 07.12.1994, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Breytt og-
bætt sorp-
meðferð
„GETUR breytt og bætt sorp-
meðferð verið atvinnuskap-
andi og er hægt að spara með
breyttum neysluvenjum," er
heiti erindis sem Valur Þór
Hilmarsson umhverfisfræð-
ingur mun flytja á opnu húsi
Miðstöðvar fólks í atvinnuleit
í Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju í dag, miðvikudag en
miðstöðin er opin frá kl. 15
til 18.
Kaffi og brauð verður á
borðum að vanda þátttakend-
um að kostnaðarlausu og dag-
blöð liggja frammi. Lög-
mannavaktin starfar á sama
stað á miðvikudögum frá kl.
16.30 til 18.30.
Ari Þorsteinsson
Yfirmaður
sjávarútvegs-
sviðs KEA
ARI Þorsteinsson frystihús-
stjóri KEA í Hrísey hefur ver-
ið ráðinn í starf forstöðu-
manns sjávarútvegssviðs
KEA frá og með næstu ára-
mótum.
Ari er fæddur árið 1958,
hann útskrifaðist sem M. Sc.
sjávarútvegsfræðingur frá
Háskólanum í Álaborg í Dan-
mörku árið 1987. Að námi
loknu starfaði hann hjá Fisk-
iðjuveri KASK og hjá Borgey
hf. á Hornafirði þar til hann
var ráðinn til Kaupfélags Ey-
firðinga fyrir um það bil
tveimur árum.
Ari er kvæntur Maríu
Gísladóttur og eiga þau tvö
börn.
Sex bátar róa
Grímsey.
FJÓRIR bátar leggja upp afla
hjá Fiskverkun KEA í Gríms-
ey en veiði hefur verið heldur
treg að undanförnu og reynd-
ar lítið gefið á sjó.
Bátarnir sem eru í viðskipt-
um við KEA eru Magnús,
Hafdís, Siggi og Björn og róa
þeir með allar tegundir
veiðarfæra, snurvoð, línu, net
og handfæri, en svo virðist
sem sama sé hvaða veiðar-
færi er notað, það er tregt.
Einn bátur, Sæbjörg, leggur
upp afla í landi.
I frétt í blaðinu fyrir helgi
kom fram að krókaleyfisbát-
arnir eru nú stopp fram í febr-
úar næstkomandi og að að-
eins einn bátur, Þorleifur, rói
frá eynni um þessar mundir.
Það var ekki alls kostar rétt,
Þorleifur EA er eini báturinn
sem leggur afla sinn upp hjá
Fiskkaupum.
Verulegar upphæðir hafa tapast
vegna ábyrgðarveitinga
128 milljóna
tap á 3 árum
Bærinn nú í
ábyrgðum fyrir
408 milljónum
AKUREYRARBÆR hefur tapað
128 milljónum króna á síðustu
þremur árum vegna ábyrgðarveit-
inga „og mætti segja að því fé
hefði betur verið varið til upp-
byggingar en greiðslu ábyrgða
fyrir gjaldþrota fyrirtæki," segir
í skýrslu Valtýs Hreiðarssonar
viðskiptafræðings og lektors við
sjávarútvegs- og rekstrardeild
Háskólans á Akureyri, „Þátttaka
Akureyrarbæjar í atvinnu-
rekstri".
Fram kemur í skýrsiunni að
bæjarsjóður hafí veitt umfangs-
miklar ábyrgðir vegna lántöku
fyrirtækja í áranna rás en veruleg-
ar upphæðir hafi tapast á síðustu
árum. Árið 1991 töpuðust 52,3
milljónir vegna gjaldþrota tveggja
fyrirtækja, ístess og Álafoss.
Næsta ár þar á eftir töpuðust 10
milljónir þegar skóverksmiðjan
Strikið varð gjaldþrota og á síð-
asta ári nam tapið 65,5 milljónum
króna vegna gjaldþrots Niður-
suðuverksmiðju K. Jónssonar og
Hótels Norðurlands og þá töpuðu
dómsmáli til handa Plasteinangr-
un. Samtals hefur bærinn því tap-
að 128 milljónum vegna ábyrgðar-
veitinga á þremur árum.
Um síðustu áramót var Akur-
eyrarbær í ábyrgðum upp á 408
milljónir króna hjá þremur fyrir-
tækjum, Krossanesi 305 milljónir,
Súlunni 99 milljónir og Slippstöð-
inni 4 milljónir króna. Frá árinu
1990 hefur bærinn afskrifað 84
milljónir króna vegna vangoldinna
bæjargjalda fyrirtækja.
Hættuspil
Höfundur skýrslunnar tekur
fram að hvorki ábyrgðir né af-
skriftir teljist framlög til atvinnu-
mála né þátttaka í atvinnurekstri.
„Engu að síður tengdust ábyrgð-
irnar, þegar til þeirra var stofnað,
atvinnurekstri og hafa væntanlega
verið síðasta úrræði fyrirtækjanna
til þess að veita tryggingar fyrir
lánum. Það er því greinilegt
hættuspil að veita ábyrgðir þar
sem veð og bakgrunnur fyrirtækj-
anna er sýnilega ekki það traustur
í augum lánastofnana að þær taki
tryggingar þeirra gildar,“ segir
Valtýr í skýrslunni um þátttöku
bæjarins í atvinnurekstri.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Jólatréð skreytt
BÆJARSTARFSMENN voru í gær að undirbúa grenitré fyrir
hlutverk þess sem jólatré næstu vikur.
Val á fulltrúum bæjarins í stjórnir félaga
Pólitísk hlutföll verið
sett ofar fagþekkingn
„ÞAÐ hlýtur því að vera augljós krafa að valdir fulltrúar séu fyllilega hæfir
til að takast á við þá ábyrgð sem fylgir því að nýta skattfé samborgara
sinna skynsamlega. Það koma því upp spurningar um það eftir hvaða far-
vegi ákvarðanir eru teknar um val fjárgæslumanna kjósenda," segir í skýrslu
Valtýs Hreiðarssonar lektors við sjávarútvegs- og rekstrardeild Háskólans
á Akureyri sem fjallar um þátttöku Akureyrarbæjar í atvinnurekstri.
Þar segir einnig að þar sem um
sameiginlega fjármuni margra sé
að ræða eins og hjá sveitarfélögum
sé það á valdi bæjarstjórnar eða
þeirra sem hún tilnefnir að velja
fulltrúa til að ráðstafa þeim og/eða
viðhalda á sem skynsamastan hátt.
Við val á fulltrúum bæjarins í
stjórnir félaga virðist sem áhersla
á pólitískt hlutfall stjórnarmanna
hafi oft verið sett skör hærra en
fagþekking. Fram kemur í skýrsl-
unni að á síðustu fjórum árum hef-
ur bærinn lagt fram 610 milljónir
króna til kaupa á hlutabréfum.
Umtalsverðar upphæðir hafa tapast
vegna hlutabréfakaupanna.
Goggunarröðin
Valtýr segir í skýrslunni að ljóst
sé að pólitískar vildarúthlutanir ráði
að hluta vali fulltrúa í hinar ýmsu
nefndir og stofnanir bæjarins og
einnig í fýrirtækjum sem bærinn á
eignaraðild að. „Einstaka sinnum
getur því komið upp sú staða að
goggunarröð er ekki í samræmi við
skynsamlegustu lausn mála. Það
merkir að við val fulltrúa er ekki
fundin besta lausn heldur er farið
eftir öðrum sjónarmiðum," segir í
skýrslunni. Varðandi þátttöku í fyr-
irtækjarekstri sé því brýn nauðsyn
á að setja skýrar línur um hvernig
standa skuli að vali stjórnarmanna
af hálfu bæjarins og hvaða þekkingu
og kosti þeir skuli hafa til að bera.
Standa ekki skil á
gerðum sínum
Valtýr segir í skýrslunni að jafn-
framt því að setja eigi skýrar línur
um val stjórnarmanna eigi að vera
fyllilega ljóst að standist þeir ekki
væntingar, taki augljóslega rangar
„ÞAÐ er sýnilegt að stjórnendum
bæjarins hafa þótt lánveitingar
þessar komnar úr böndum og til-
gangur smárra fjárveitinga til
margra aðila væri lítill og betur
kominn í bankakerfinu. Það vekur
athygli að meira en helmingur lán-
takenda hafa verið úrskurðaðir
gjaldþrota," segir í skýrslu Valtýs
Hreiðarssonar lektors við Sjávarút-
ákvarðanir vegna þekkingarleysis
eða ógagnrýninnar fylgihlýðni, beri
þeim að standa skil á gerðum sín-
um. Ekki hafi tíðkast að fulltrúar
bæjarins hafi staðið skil á gerðum
sínum, hafi þeim mistekist eða ekki
tekið á stjórnunarábyrgð sinni.
Einnig varpar Valtýr fram þeirri
spurningu í skýrslu sinni hvort
framkvæmdastjórar axli of mikla
ábyrgð og stjórnarmenn fylgi gagn-
rýnislaust eftir hugmyndum þeirra.
Hann segist ekki fullyrða um slíkt
en ætla megi að eftir því sem þekk-
ingu og gagnrýni sé meira ábóta-
vant og tíma skorti hjá fulltrúum
þeim mun sterkara verði valdsvið
framkvæmdastjóra.
vegs- og Rekstrardeild Háskólans
á Akureyri, „Þátttaka Akureyrar-
bæjar í atvinnurekstri11.
Þetta kemur fram í kafla um
Framkvæmdasjóð, en útlánaþætti
sjóðsins var að mestu lokið fyrir
fjórum árum. Frá upphafi árið 1956
til 1980 var eingöngu lánað til
bæjarfyrirtækja, Krossaness og
Útgerðarfélags Akureyringa.
Valtýr leggur til að mörkuð verði
ákveðin stefna, sem fylgt verði eft-
ir án tillits til hveijir séu í meiri-
eða minnihluta hveiju sinni, um
hvernig staðið verði að ákvarðana-
töku um sölu hlutabréfa í eigu
bæjarins og einnig þurfi að hugsa
út leikreglur um hvenær leggja eigi
fram hlutafé og hversu mikið sem
og einnig hvenær skynsamlegast
sé að hætta þátttöku í rekstri fyrir-
tækja. „Myndi óbundið ráðgefandi
fagráð hugsanlega geta leyst ein-
hver af þeim vandamálum sem hér
hafa verið talin upp? Eða þróunar-
sjóður sem liti ákveðnum leikreglum
varðandi kaup, sölu og skipan ráða-
manna?“
Stafræn símstöð
I Mývatnssveit
Mývatnssveit.
VERIÐ er að vinna við að setja upp
nýja starfæna símstöð í Reykjahlíð.
Síðastliðið sumar og haust var
lagður ljósleiðari úr Reykjadal upp
að Mývatni milli Álftagerðis og
Skútustaða. Þaðan var komið á
örbylgjusambandi við stöðina í
Reykjahlíð til bráðabirgða. Næsta
sumar verður ljósleiðarinn lagður
eftir botni Syðri-flóa Mývatns og
tekin í land á Neslandatanga, síðan
áfram norður eftir honum að Ytri-
flóa og eftir botni hans og í land i
í Reykjahlíð. Áformað er að taka
þessa nýju símstöð í notkun fyrir
jól.
Útlán Framkvæmdasjóðs
Helmingnr lántak
enda gjaldþrota