Morgunblaðið - 07.12.1994, Side 17

Morgunblaðið - 07.12.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 17 FRÉTTIR: EVRÓPA v Reuter Vigdís í Berlín slík tengsi myndu rofna þó svo VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Islands, hefur undanfarna daga verið stödd I Beriin í tengstum við ræðu er hún flutti á ársfundi Berliner Pressekonferenz á mánudags. Þýska fréttastofan DPA segir í frásðgn af ræðu Vig- dísar að hún hafi sagst vera sann- færð um að norrænni samvinnn yrði viðhaldið þó svo að Finnar og Sviar yrðu aðilar að E vrópu- sambandinu um áramótin. Sagði forsetan samvinnu Norðurland- anna undanfarna hálfa ðld vera einstakt dæmi um sambúð þjóða. Hún gæti ekki ímyndað sér að að þijár þjóðir yrðu aðOarað ESB og tvær stæðu fyrir utan. Vigdis sagði ríkisstjóm íslands hafa mótað þá stefnu að íslendingar yrðu ekki aðilar að ESB, ekki síst þar sem sjávarútvegsstefna sam- bandsins samrýmdist ekki hags- munum íslendinga. F.innig átti Vigdís fundi með m.a. Roman Herzog, forseta Þýskaiands, í Schlosss Beilevue, og Christine Bergmann, aðstoðarborgarstjóra Berlinar, sem hún sést hér með fyrir framan Brandenborgarhiið- ið. Jacques Delors í viðtah Sambandsríki er nauðsyn Brussel. Reuter. JACQUES Delors, sem lætur af starfi forseta framkvæmdastjómar Evrópu- sambandsins um áramótin, lýsti fram- tíðarsýn sinni i viðtali sem birtist í franska viðskiptablaðmu Les Echos í gær. Segir hann einungis aukinn sam- runa geta tryggt stöðu Evrópuríkjanna í heiminum í framtíðinni. Delors segir í viðtalinu að hann telji sambandsríkjahugmyndina vera þá Ieið sem þýði minnsta miðstýringu og bestu trygginguna fyrir lýðræðislega stjóm. „Annað hvort verður eitt ... evrópskt svæði án sterkra pólitískra tengsla ríkja innbyrðis og við munum ekki getað viðhaldið stöðu okkar í heiminum. Eða þá að til verða annars konar samtök, samband evrópskra ríkja, þar sem aðgangur er takmarkað- ur, sem munu geta haldið uppi merki Evrópu í heiminum," sagði Delors. Talið er nær víst að Delors muni bjóða sig fram í frönsku forsetakosn- ingunum á fyrri hluta næsta árs og takast þar á við Edouard Balladur forsætisráðherra og hugsanlega einnig Jacques Chirac, fyrrum forsætisráð- herra. Stefnir í að Evrópumálin verði eitt helsta deilumál kosninganna. Delors gagnrýndi Balladur fyrrum ummæli sem hann lét falla í blaðavið- tali í síðustu viku en þar sagðist for- sætisráðherrann vera þeirrar skoðunar að stækkað Evrópusamband gæti aldr- ei orðið að sambandsríki. Mælti Ballad- ur með lausbeislaðra og sveigjanlegra fyrirkomulagi. Delors sagði að þvert á móti myndi 30 ríkja ESB aldrei geta orðið að neinu alvöru afli nema að sum ríldn gengju skrefinu lengra í átt að sambandsríki. Það samband ætti að vera opið öllum þeim ríkjum, sem væru reiðubúin að axla skyldur þess. Hann sagðist ekki vera algjöriega sammála hugmjmdum Helmuts Kohls Þýskalandskanslara, sem í september lagði til myndun „harðs evrópsks kjama“ er samanstæði af Þýskalandi, Frakklandi og Beneluxríkjunum en Delors sagðist þó telja að hann og Þjóðveijar ættu sér sömu hugsjön. Að hans mati stæðu Frakkar frammi fyrir sögulegum ákvörðunum á borð við þær að taka upp samevr- ópskan gjaldmiðil í stað frankans og að franski herinn yrði hluti af Evrópu- her. Varað við verðbólgu • FRAMKV ÆMD AST JÓRN Evrópusambandsins varar við þvi að verðbólga geti komizt á skrið í sambandinu að nýju, ef aðildarríki þess gæta ekki að- halds í ríkisfjármálum. í árlegri skýrsiu sinni um efnahagsmál í aðildarríkjunum segir fram- kvæmdastjórnin að „nokkur at- riði“ bendi til þess að hætta sé á aukinni verðbólgu á næstu tveim- ur árum og varar sérstaklega við þensluáhrifum vegna batnandi efnahags. • E VRÓPUÞINGIÐ og ráðherr- aráð ESB deila nú um fjármögn- un mennta- og æskulýðsverkefn- anna „Sókrates" og „Æska í Evr- ópu“. Þingið vill 10,8 milljarða króna í síðarnefnda verkefnið og 92 milijarða í Sókratesarverk- efnið. Ráðherraráðið býður hins vegar „aðeins“ 8,7 milljarða og 63 milljarða. Mennta- og æsku- lýðsmál eru einn þeirra máia- flokka, þar sem EÞ fer með lðg- gjafarvald ásamt ráðherraráðinu og ráðherrar og þingmenn verða þvi að senya sin á milli. x • YFIRMENN austurríska seðlabankans undirrituðu í gær samning um aðild Austurríkis að Evrópska myntsamstarfinu (EMS), sem tekur gildi um leið og ríkið gengur í ESB 1. janúar. Austurríkismenn hyggjast fljót- lega taka þátt í gengissamstarf i Evrópu (ERM). Austurríski skild- ingurinn hefur verið tengdur gengi þýzka marksins og þvi er talið að ákvörðunin muni ekki hafa mikil áhrif á gengis- eða peningamálastefnu Austurrikis. Svíþjóð og Finnland, sem einnig ganga í ESB um áramót, ætla að ganga í EMS, en standa utan við ERM að sinni og láta gjaid- miðla sína „fljóta". Heynsla - þekking -Jbrysta Veljum Drífu Sigfúsdóttur, Jorseta bœjarstjómar Keflavíkur — Njatðvíkur —Hafna, í 1. sceti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördcemi 10. desember nk. Metum þekkingu hennar og reymslu í stjórnmálum. Stuðningsmenn. Prófkjörsshrijstofur: Kejlavík: Hafnargötu 45 (fyrir afan gíerrragnavershin), símar 14025 og 14135. Kópavogur: Hamraborg 10 (gengid inn bakatil), símar 644744 og 644734. MÐ KOSTAR MIKLU MINNA EN PÚ HELDUR AÐ KAUPA SÉR VANDAÐ, FALLEGT OG SLITSTERKT SÓFASETT. Valby sófasettið fæst bæði í 3-1-1 og 3-2-1 eða sem hornsófi 6 sæta eða 5 sæta. Slitsterkt leður á slitflötum og margir leðurlitir. Komdu strax í dag. 6 sæta horn kr. 158.640, 5 sæta horn kr. 152.320,- Hvergi meira úrval til af sófasettum og hornsófum en í stærstu húsgagnaverslun landsins. Húsgagnahollin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199 Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör Blab allra landsmanna! I • • f | • ■ -kjarm malsms!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.