Morgunblaðið - 07.12.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 07.12.1994, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Linir karlmenn EFTIR AÐ hafa horft á þáttinn „í sannleika sagt“ í sjónvarpinu í gærkveldi 30. nóv., þar sem það kom fram að einhieypir karlmenn væru stærsti hópurinn sem sótti um hjálp hjá Félagsmálastofnuninni, kom mér í huga að komin væri hnignun í stofn- inn. Að athuguðu máli kemst ég að þeirri niðurstöðu að um sjúkdóm sé að ræða, sem hijáir einkum yngri kynslóð núlifandi karlmanna hér á landi. Sjúkdómi þessum gef ég heitið lin- kind, því þessir karlmenn eru hvorki harðir eða mjúkir, heldur linir. Sem betur fer er þessi sjúkdómur ekki faraldur, og hefur því aðeins lítill hluti karl- manna sýkst. Þeir karl- menn sem þennan sjúk- dóm bera finnast oftast í þeim hjónaböndum sem enda með skilnaði og skal ég hér færa rök fyrir þessu. íslenskar konur eru flestum konum harð- gerðari. Flestar bregð- ast við linum eigin- mönnum með aukinni hörku á vinnumarkað- inum. Það er konunni í blóð borið að fræða bömin sín og þegar heimilisfaðir, sýktur af linkind, hættir að sjá fjölskyldu sinni farborða, tekur konan það hlutverk að sér. Þegar svo harðnar í ári og minna verður til skiptanna á heimil- inu, er hann fyrsta „bamið“ sem hún losar sig við, enda ekki henni blóð- tengdur. Þetta tel ég vera valdinn að hinum mörgu skilnuðum og, þar af leiðandi, fjölda einstæðra foreldra í íslensku þjóðfélagi. Því vissulega er hinn lini einstæði karlmaður for- eldri þó að sjúkdómurinn komi oftast í veg fýrir að hann muni það og einn- ig að hann geti axlað þá ábyrgð sem því fylgir, að vera faðir. Víst get ég séð að honum finnist hart að þurfa að greiða ti! heimilis sem honum hefur verið hent út af og tala nú ekki um þegar hann hef- ur tekið að sér aðra fjölskyldu, konu og böm. En sjúkdómurinn villir oft fyrir mönnum og fínnst þeim að þeir séu að greiða fyrrverandi konu sinni laun í formi meðlagsgreiðslna en ekki að greiðslan sé til framfærslu bamsins hans. Oft er líka kvartað yfir því að nú hafi hann fyrir nýrri konu og bömum hennar að sjá og geti ekki greitt meira, en fær sú kona ekki líka greitt með sínum bömum? Og kemur þetta þá ekki allt út á eitt? Nú gengur hinn sýkti enn með sjúkdóminn, svo ekki líður á löngu þar til hann er aftur orðinn atvinnuláus og fallinn í sjálfs- vorkunn sem er fylgikvilli sjúkdóms- ins og sagan endurtekur sig á ný. Til er önnur tegund kvenna en þær sem geysast út á vinnumarkaðinn við slíkar aðstæður sem áður var lýst. Kænar konur, einskonar Rósur. Þær hafa séð, að ef þú vilt að uxi þinn vinni vel á akrinum skaltu gera vel við hann. Það er alkunna, að minnsta kosti á meðal kvenna, að hampa þurfí karlmönnum, einkum linum karlmönnum, hrósa þeim og gefa þeim mikið og gott atlæti, sem vel er hægt þegar hægt er að halda sjúkdómnum niðri með hampi og karlmaðurinn verður duglegri að afla til heimilisins. En einn er hængur á þessu, flestar, en auðvitað ekki allar, konur fá annan sjúkdóm við þetta, sem nefndur er kynkuldi þegar til lengdar lætur. Þessu er nefnilega einu sinni þannig varið með náttúr- una, að til að viðhalda kynáhuga konunnar, þarf hún að geta litið upp til síns elskhuga, sem hins sterka karlmanns, sem ekki þarf á hampi og hóli að halda til að vita iiver hann er. Eðlilegt hrós á milli elskenda, er aðdáun og virðing og hana þarf ekki að marg endurtaka til fullvissunar - nema um linan karlmann sé að ræða. Oft er það sagt að í gamla daga hafi konur ekki skilið við menn sína vegna þess að þær gátu ekki séð sér farborða einar. Ég vil mótmælæa þessu. Konur á íslandi hafa verið sterkar frá landnámi. Unnur Harðar- dóttir skildi við Hrút er henni sýnd- ist nóg komið. Vatnsenda Rósa lifði í sambúð með Natani og átti með honum tvö börn á meðan hún var enn í hjónabandi og búandi með sín- um lina eiginmanni Ólafi og skildi síðan við hann. Illt er til þess að hugsa, að minnsta kosti fyrir konur, ef sjúkdómurinn linkind er að verða að faraldri á Is- landi og margir færa rök fyrir því að um sé að kenna litlum launum og miklu atvinnuleysi. Ég vil þá minna á að laun kvenna eru ennþá lægri og komast þær samt af með böm á sínu fram- færi. Til er atvinna fyrir flesta þá sem vilja vinna, ef til vill ekki sú vinna sem þeir helst mundu kjósa, en vinna samt. Það að atvinnu- leysisbætur séu hærri í dag en lægstu launin, er samt engin afsökun fyrir því að leggjast í þann aumingjaskap að finnast sjálfsagt að þjóðfélagið sjái fyrir þeim. Ekki mun finnast sá karlmaður á elliheim- ili borgarinnar sem taka mundi slíkt í mál eins lengi og vinnu er að fá. Þetta sýnir okkur glöggt, hve út- breiðsla þessa hræðilega sjúkdóms hefur aukist á síðari árum og hve nauðsynlegt er að taka í taumana strax. En þeir karlmenn sem ekki eru sýktir af linkind og flestu ráða hér Hampa þarf karlmönn- um, einkum linum karl- mönnum, segir Margrét Sölvadóttir. í dag með einstöku ráðríki, ættu að huga að því, að til að yfirvinnq þenn- an sjúkdóm, er nauðsynlegt að breyta hugsanagangi þeirra karlmanna sem upp eru að vaxa í dag. Herða þá og koma inn hjá þeim og þjóðinni allri að eigi sé það karlmannlegt að sækja sér hjálp hjá því opinbera strax og eitthvað bjátar á. Að oft hafi það svo verið og sé enn að sækja verður þá vinnu sem gefst hveiju sinni, þó það sé ef til vill ekki það sem óskað er eftir. Ef til vill væri ekki illt ráðið að nýta krafta þeirra karlmanna sem nóga hörku áttu til að koma þessari þjóð til vegs og virðingar og gista nú elli- og hvíldarheimilin hér í borg, til að kenna og hjálpa þessum sjúku mönnum að ná fullum bata. En auðvitað væri það þeim sem stjóma til vegsemdar og virðingar, ef þeir breyttu stefnu sinni til aukinn- ar velferðar fjölskyldunnar og þeirra sem minnst mega sín. En svo hefur þetta ætíð verið, mikið vill meira og því hærri laun sem okkar háu ráð- herrar skemmta sér, því meira finnst þeim að þeir þurfí og ættu að hafa, þó þjóðin spyiji fyrir hvað? Skyldu ráðherramir eða bankastjórarnir sem flokka sig áreiðanlega í flokk harðra karlmanna ef þeir lesa þessa grein, skyldu þéir leita á náðir Félagsmála- stofnunar, ef þeir yrðu að lifa á sult- arlaunum almennings? En þar sem léttlætið sigrar ætíð að lokum þá eiga þeir það eflaust eftir, hvort sem það er í þessurn heimi eða hinum. Því ef Jóhanna kemur því í verk að skipta kökunni rétt, þá gerir hann það sem um rétt- lætið sér á himnum. Að endingu vil ég segja þeim þetta: Harður karlmaður er réttsýn, el- skandi mannvera, sem hefur hug- rekki til að breyta rétt, vera sannur karlmaður sem ekki treður á minni- máttar, heldur er þeim skjöldur. Á þessi lýsing við þig? Höfundur er rithöfundur. Margrét Sölvadóttir Samhengi utanríkisstefn- unnar o g ESB-aðild MÁLFLUTNINGUR þeirra, sem vilja, að Is- land sæki tafarlaust um aðild að Evrópusam- bandinu (ESB), tekur á sig ýmsar myndir. Þar fer fremstur í flokki Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, sem vitnar nú til þess að ís- land sé „annars flokks“ ríki, af því að landið sé ekki í ESB. Þegar aðildin að evr- ópska efnahagssvæðinu (EES) var til afgreiðslu á Alþingi, flutti þessi sami Jón Baldvin Hannibalsson hveija ræðuna eftir aðra, um að einmitt aðildin að EES tryggði, að við þyrftum ekki að ganga í ESB. Hann sagði meðal annars, þegar hann kynnti niðurstöð- ur samningaviðræðnanna um EES á Alþingi 25. október 1991: „Þar sem ég er andvígur því að íslendingar gangi í Evrópubandalag- ið þá tel ég að þessi samningur sé einhver hinn heilladrýgsti og frá sjónarmiðum þeirra sem eru and- stæðingar inngöngu í Evrópubanda- lagið .. . Ef ég væri í þeim hópi fólks sem væri að beijast fyrst og fremst gegn einhverri hugsanlegri aðild að Evrópubandalaginu þá mundi ég fagna þessum samningi þar sem með honum hefur öllum þrýstingi verið létt af um það að knýja á um aðild að Evrópubandalaginu. Hvaða rök eru fyrir því að íslendingar eigi að ganga í Evrópubandalagið úr því að þessi samningur er gildur? Mitt sjónarmið er það að svo lengi sem sameiginleg fískveiðistefna banda- lagsins er í gildi geti þjóð sem á jafn- mikið undir sjávarútvegshagsmunum um sína afkomu ekki séð hag sínum borgið með aðild að bandalaginu." Hvað hefur breyst? Síðan Jón Baldvin Hannibalsson flutti þingheimi þennan boðskap og margoft annan í sama dúr allt fram á þetta ár, hefur það gerst, að þijú EFTA-ríkjanna, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, hafa ákveðið að ganga í ESB. Veldur brottför þeirra úr EFTA því, að ísland verður „annars flokks" ríki með Liechtenstein, Noregi og Sviss? Hefur ísland ekki verið „annars flokks“ ríki síðan Bret- ar og Danir fóru úr EFTA 1. janúar 1973? Eða allt frá því ísland gerðist aðili að EFTA 1970? Fáir menn hafa gegnt lengur embætti utanríkisráðherra en Jón Baldvin Hannibals- son. Hann hefur átt í viðræðum við Evrópu- sambandið allt frá ár- inu 1989. Er það fyrst núna, sem hann áttar sig á því, að ísland er ekki í „fyrsta flokki"? Staða íslands hefur ekki breyst að öðru leyti en því, að hún hefur styrkst mjög í evrópsku samstarfi með aðildinni að EES. ísland er áfram I EFTA. Það sem hefur breyst er afstaða utanríkisráðherra íslands. Hann hefur snúið baki við því, sem hann hélt hvað helst fram, þegar aðildin að EES var á döfinni. Forsenda EFTA-aðildar Talsmenn ESB-aðildar halda því fram, að það sé stílbrot á íslenskri utanríkisstefnu að sækja ekki um aðild að ESB. Bjami Benediktsson átti hvað mestan þátt í að móta utan- ríkisstefnu íslenska lýðveldisins. Hann ræddi um fyrirhugaða aðild íslands að EFTA á landsfundi sjálf- stæðismanna 1967 og sagði meðal annars: „Sumir hafa það á móti slíkri að- ild, að fyrirsjáanlegt sé, að Fríversl- unarbandalagið [EFTA] og Efna- hagsbandalagið [ÉSB] muni áður en yfír lýkur renna saman. Um það getur enginn sagt á þessari stundu, en víst er, að nokkrir aðilar Fríversl- unarbandalagsins, svo sem Svíþjóð og Finnland og sennilega Svissland, geta ekki fremur en við hugsað sér að gerast fullkomnir aðilar Efna- hagsbandalagsins. Annað mál er, að þessi lönd, telja, að það muni verða sér til styrktar í samningum um að ná nauðsynlegum tengslum við þetta bandalag, að eiga vísan stuðning félaga sinna í Fríverslunarbandalag- inu. Alveg sama máli gegnir um Is- land og hlýtur það þess vegna að Þeir sem mótuðu ís- lenska utanríkistefnu eftir stríð töldu ísland ekki geta orðið aðila að ESB, segir Björn Bjarnason. Það var for- senda aðildar að EFTA. verða eitt helsta úrlausnarefni á næsta kjörtímabili að ná viðunandi samningum um aðild að.Fríverslun- arbandalaginu." Samruni EFTA og ESB hefur ekki átt sér stað. Hrun Sovétríkjanna olli því, að hlutlausu ríkin, Finnland og Svíþjóð, gátu gerst aðilar að ESB, eftir að hafa notið stuðnings annarra EFTA-ríkja við gerð samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Að þessu breyttu hafa hin tilvitnuðu orð Bjarna Benediktssonar gengið eftir. Sérstaka athygli vekur, að hann gengur að því sem vísu, að íslending- ar geti ekki gerst „fullkomnir aðilar“ að ESB, en um það sagði hann fyrr í ræðunni: „Fullkomnir aðilar Efna- hagsbandalagsins getum við ekki orðið vegna þeirra skilyrða, sem þar eru sett.“ Af íslands hálfu var það annað en hlutleysisstefna, sem stóð í vegi fyrir aðild að ESB. Skilyrðin voru hin sömu og nú, snertu fullveld- isrétt yfir auðlindum sjávar. I þessu ljósi er næsta haldlítið fyrir Jón Baldvin Hannibalsson og aðra að vísa til sögunnar og stefnu- markandi ákvarðana um þátttöku íslands í alþjóðlegu samstarfi eftir stofnun lýðveldis og segja aðild að ESB í samræmi við þær ákvarðanir. Þessar yfírlýsingar geta þeir að minnsta kosti ekki byggt á tilvitn- unum í þá menn, sem mótuðu utan- ríkisstefnuna á þeim tíma. Þegar mælt var með aðild að EFTA gengu þeir að því sem vísu, að ísland gæti ekki gerst, „fullkominn aðili“ að ESB. Er ekki aðildin að EES sú lausn, sem strax þá var talin heppi- legust? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjiivík. Björn Bjarnason Er nýtt olíufélag lausn á einhverjum vanda? ÞÁÐ FER víst ekki á milli mála, að ís- lenzku olíufélögin eru ekki sérlega vinsæl þessa dagana. Þetta er þeirra eigin sök. Þau gera enga tilraun til að skýra stöðu sína fyrir almenningi. Það fer vart heldur á milli mála, að nýtt olíufé- lag, Irving Oil, sem nú vill hasla sér völl hér, hefir ekki fengið sér góða ráðgjafa. Þetta myndi sjást ef skuldir olíufélaganna væru gefnar upp, en ekki bara höfuðstóll þeirra eftir 50-70 ára starf. Samanlagður höf- uðstóll íslenzku olíufélaganna nú er litlu hærri en verðmæti nauð- synlegs birgðahalds vegna rekstr- ar þeirra og öryggis landsins. Gengisfellingar síðustu 50 ára hafa valdið því, að nú þarf meira en 10.000 nýkrónur fyrir hveija eina, sem þá var, og það af fulls- köttuðu fé. Þetta er það, sem á fagmálinu nefnist eignaupptaka með gengisfellingum, og íslenzkir stjórnmálamenn þekkja vel. Þess vegna eru öll olíufélögin nú sem fyrr í stöðug- um vanda með laust rekstrarfé, og leita því til almennings um kaup bæði í formi skuldabréfa með góð- um vöxtum og í formi hlutafjár. Þetta hefði átt að vera nægileg aðvörun fyrir ráðgjafa nýs olíufélags, um að ekki væri allt of feitan gölt að flá á þessum markaði, og Irving Oil hefði örugglega ekki náð sama árangri, ef það félag hefði ekki haft betri markaði annars staðar en á Islandi fram til þessa_. Allir íslendingar ættu að vita, að rekstrarumhverfi hér á landi er innflytjendum mjög andhverft. Hjá olíufélögunum, sem voru und- ir verðlagseftirliti frá 1938, settu af Framsóknar- og Alþýðuflokki, gilti sú regla að „selja gamlar birgðir á gömlu verði,“ auk þess að ekki mátti skila hagnaði, því þá var álagning strax skorin niður sem því nam. Þetta er það, sem nefnt hefir verið „núllrekstur" hjá íslenzkum atvinnufyrirtækjum, og Það vantar betri rök stuðning frá borgar- stjóra, segir Önundur Ásgeirsson, hvað skili sér í tekjum til borgar- innar fyrir þá fyrir- greiðslu sem Irving Oil fer fram á. þótt í orði sé sagt, að þetta sé'Iið- in tíð, er ekki svo í raun. Þótt þessi framsóknarmennska setti SÍS út á kaldan klakann, sem síð- an setti Landsbankann niður um 13 milljarða, eru ekki nema fáar vikur síðan svonefnd „Samkeppn- isstofnun" hótaði að setja olíufé- lögin aftur undir verðlagseftirlit. Gamli draugurinn lifir enn, og ég tók eftir því að Plastprent var í sumar að rembast við að selja út gamlar birgðir á gömlu verði, vel vitandi að verð á hráefni hafði hækkað um 25%. Ætluðu þeir að taka erlenda hráefnishækkun úr rekstrinum? Irving Oil ætti að at- Önundur Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.