Morgunblaðið - 07.12.1994, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞJÓNUSTA við fatlaða og að-
standendur þeirra má segja að hafi
verið byggð upp frá grunni á síðustu
15 árum. Þar má nefna stuðnings-
fjölskyldur, skammtímavist, stuðn-
ing á leikskóla, liðveislu, ummönn-
unarbætur, sambýli o.fl. Þetta gerð-
ist með tilkomu jafnréttislaga, sem
sett voru til að skapa fötluðum eðli-
leg lífsskilyrði í þjóðfélaginu við hlið
ófatlaðra: lögum um aðstoð við
þroskahefta árið 1979, lögurn um
málefni fatlaðra 1984 og loks lögum
um málefni fatlaðra frá 1992. Við
foreldrar alvarlega fatlaðra ung-
menna, þeirra sem eru nú að ná
fullorðinsaldri, erum því mörg svo
gæfusöm að hafa fengið tækifæri
til að hafa börn okkar heima og
geta alið önn fyrir þeim rétt þeim
eins og okkar ófötluðu bömum.
Ekkert hefur þó komið af sjálfu
sér upp í hendurnar á okkur foreld-
um, því þrátt fyrir lagasetningu um
réttindi þá er kerfið eða opinberar
stofnanir þess lengi að taka við sér,
sérstaklega ef einstaklingurinn er
mikið fatlaður. í þeim tilvikum eru
fordómar oftast meiri og kostnaður
hins opinbera sömuleiðis. Þess vegna
er þrautseigja og baráttuvilji eitt af
því fyrsta sem foreldrar mikið fatl-
aðra barna verða að tileinka sér. Það
er því ekkert nýtt fyrir flest okkar
að þurfa nú að knýja á um að þessi
fötluðu börn okkar fái að flytja að
heiman þegar þau fullorðnast og
kraftur okkar foreldranna er á þrot-
um.
Það telst eðlilegt á íslandi að
ungt fólk flytji úr foreldrahúsum um
eða eftir tvítugt. Það á líka að vera
valkostur fatlaðra og foreldra þeirra,
ef við viljum berjast fyrir jafnrétti
og jafnri aðstöðu allra þjóðfélags-
þegna til að njóta lágmarks lífsgæða
í velferðarríkinu.
Árið 1976, eða sama
ár ' og sonur minn
fæddist, tók fyrsta
sambýli á Islandi til
starfa og var það
Styrktarfélag vangef-
inna sem braut þar
blað í sögunni. Sam-
býli eru heimili fá-
menns hóps fatlaðra,
oftast fimm talsins,
sem eru í venjulegum
íbúðahverfum og líkj-
ast sem mest venjuleg-
um heimilum. Stærsti
gallinn við sambýlin er
að mínu mati sá, að
þar eiga að búa saman,
í svipuðu húsnæði og
kjarnaijölskyldan,
óskyldir og oft ólíkir einstaklingar
sem eiga það eitt sameiginlegt að
vera fatlaðir. Þeir hafa víðast einka-
rými á stærð við lítið barnaher-
bergi, og möguleiki til einkalífs eða
að geta verið út af fyrir sig, er því
mjög bágborinn. Nýir og betri val-
kostir í búsetu hafa þó séð dagsins
ljós síðustu árin, þar sem fötluðum
hefur verið, með stuðningi eins og
heimilishjálp og liðveislu, gert kleift
að flytjast í leiguíbúðir sem yfirleitt
eru í eigu sveitarfélaga, félagasam-
taka eða sjálfseignarstofnana. En
eins og fyrri daginn þá er þessi val-
kostur yfirleitt aðeins þeirra getu-
meiri úr röðum fatlaðra. Við foreldr-
ar mikið fatlaðra barna þurfum nú
að gera kröfur til þess að okkar
börn erfi ekki bara gömlu sambýlin,
með þeirra vanköntum. Við viljum
að þeim verði boðið upp á sérbýli
með sólarhringsþjónustu, eins konar
„íbúðasambýli", þar sem vankantar
gömlu sambýlanna eru sniðnir af.
Einkarými verði aukið, en kostir
sambýlanna, sólarhringsþjónustan,
sé til staðar. Þannig
„íbúðasambýli" eru
reyndar farin að rísa,
svo sem Steinahlíð í
Hafnarfirði og sambýlið
í Auðarstræti í Reykja-
vík, sem breytt var í
þessa veru.
En allt gengur þetta
hægt og alltof hægt að
okkar mati sem höfum
beðið lengi eftir búsetu-
úrræðuin fyrir bömin
okkar. Á árinu 1993
voru tekin í notkun
fimm sambýli á landinu,
þar af eitt í Reykjavík
og á árinu 1994 var
aðeins hafinn rekstur
Ijögurra nýrra heimila,
en þar af aðeins eitt í Reykjavík, sem
er vistheimili fyrir börn (upplýsingar
úr ráðuneyti).
Nú er svo komið að hér í höfuð-
borginni eru um 200 manns á biðlist-
um um búsetu hjá Svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra og þar af eru á
neyðarbiðlista um 30 manns. Til að
mæta þörfum þeirra sem á neyðarb-
iðlistanum eru, þarf að minnsta kosti
að byggja sex ný heimili fyrir fatl-
aða. Ekki er að sjá í síðustu árs-
skýrslu Svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra í Reykjavík, fyrir árið 1993,
að þetta ástand valdi starfsmönnum
þar á bæ miklum áhyggjum. Svæð-
isáætlun fyrir árin 1994 til 1996 er
í raun ósköp metnaðarlaus miðað
við ástand mála og ekki verður séð
að Iangt muni þokast á næstu tveim-
ur árum. Reyndar gagnrýnir Svæðis-
ráð Reykjavíkur áætlunina vegna
þessa og telur óvíst að hægt verði
að leysa vanda allra þeirra sem á
neyðarbiðlista hafa verið lengi.
Framkvæmdastjóri Svæðisskrif-
stofunnar slær taktinn fyrir sitt fólk
í viðtali við Fréttablað Styrktarfé-
lags vangefinna, sem út kom í síð-
asta mánuði. Þar segir hann m.a.:
„Stundum er minna fé til aflögu en
að mínu mati er eins vel gert við
þennan málaflokk og hægt er.“(!)
Ég er hrædd um að foreldrar fatl-
aðra sem bíða eftir framtíðarúrlausn
í húsnæðismálum sínum, mörg hver
á neyðarbiðlista, séu ekki sama sinn-
is. Þessi skoðun framkvæmdastjór-
ans skýrir kannski að einhveiju leyti
af hveiju Reykjavík hefur orðið út-
Jl.roskahjálp
Um 200 manns eru á
biðlistum fatlaðra eftir
búsetu, segir Ágústa
Bragadóttir, þar af 30
á neyðarbiðlista.
undan í fjárveitingum undanfarinna
ára í búsetumálum fatlaðra, þótt
valdið sé að sönnu hjá félagsmála-
ráðherra og Alþingi.
í umsögn um áðurnefnda svæðisá-
ætlun, sem Svæðisráð málefna fatl-
aðra í Reykjavík sendi til Félags-
málaráðuneytisins í mars á þessu
ári, kemur m.a. fram að í Reykja-
vík, þar sem búa um 40% lands-
manna, er hlutfall fatlaðra mun
hærra en í öðrum sveitarfélögum.
Rúmlega 51% þeirra sem fá greiddan
örorkulífeyri frá Tryggingastofnun
eru búsettir í Reykjavík. Hins vegar
hafa fjárveitingar til málefna fatl-
aðra í Reykjavík á vegum Félags-
málaráðuneytisins undanfarið ein-
ungis verið um 30% af heildarfram-
laginu. Þetta er mikið umhugsunar-
efni og sú spurning vaknar hvort
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í
Reykjavík telji það vera sitt hlutverk
að draga úr kröfum og metnaði þeg-
ar harðnar í ári, fremur en að standa
með skjólstæðingum sínum, gera
áætlanir og setja sér markmið í anda
laganna um málefni fatlaðra.
Undirrituð fór á fund ráðherra
félagsmála í sumar, sem þá var ann-
ar af þeim þremur sem setið hafa á
yfirstandandi kjörtímabili, .með
skriflegt erindi þar sem vakin var
athygli á því neyðarástandi sem rík-
ir í búsetumálum mikið fatlaðra í
Reykjavík og spurði ég m.a. hvort
vænta mætti aukinna framlaga. á
fjárlögum 1995 til að tryggja rekst-
ur nýrra heimila fatlaðra í Reykja-
vík. Ráðherra hefur enn ekki svarað
erindinu formlega, en hins vegar er
ljóst samkvæmt frumvarpi til fjár-
laga 1995, að ekki er gert ráð fyrir
neinum nýjum rekstri í öllum mála-
flokki fatlaðra. Þetta þýðir meðal
annars að ekkert nýtt heimili fyrir
fatlaða verður tekið í notkun á næsta
ári, ef þetta frumvarp nær fram að
ganga.
Stjórnmálamenn segja iðulega að
ekki sé til íjármagn í ríkiskassanum
þegar talið berst að kröfum um auk-
ið jafnrétti þegnanna, kröfum um
lágmarkslífsgæði handa þeim sem
ekki geta séð sér farborða sjálfir.
En auðvitað er þetta spurning um
forgangsröðun. Spurning um hvern-
ig samfélag við viljum við byggja?
Við höfum byggt brýr og vegi, orku-
ver og veitur, perlur og ráðhús.
Hvernig væri að þingmenn Reykja-
víkur litu sér nær, tækju höndum
saman og hjálpuðu nýjasta félags-
málaráðherranum við að leysa brýn-
asta vanda þess fólks sem er svo
„hógvært" að það hvarlar ekki einu
sinni að því að biðja um nokkurn
skapaðan hlut.
Höfundur er móðir 18 ára pilts,
sem er á umtöluðum neyðarlista.
Neyðarbiðlisti fatlaðra
Ágústa
Bragadóttir.
Alþj óðaflugmála-
stofnunin 50 ára
GUÐMUNDUR Matthíasson (t.h.), fulltrúi íslands í fastaráði Al-
þjóðaflugmálastofnunarinnar, ásamt Dr. Assad Kotatie, forseta
fastaráðs stofnunarinnar.
f DAG, 7. desember 1994, heldur
Alþjóðaflugmálastofnunin (Inter-
r.ational Civil Aviation Organizati-
on, ICAO) upp á hálfrar aldar af-
mæli sitt.
Grunnurinn að stofnsetningu
ICAO var lagður með undirritun
samnings um alþjóðlegt flug, sem
kenndur er við Chicago, þ.e.
„Chicago Convention", sem er jafn-
framt stofnskrá stofnunarinnar.
Forseti Bandaríkjanna, Franklin
D. Roosevelt, hafði boðað til ráð-
stefnu í Chicago og að henni lokinni
undirrituðu fulltrúar 52 ríkja
Chicago-samninginn hinn 7. desem-
ber 1944, þar með talinn fulltrúi
íslands, Thor Thors sendiherra.
Þessi samningur var því einn fyrsti
alþjóðlegi samningur, sern hið unga
lýðveldi átti aðild að. í íslensku
sendinefndinni voru, auk Thors,
Guðmundur Hlíðdal, póst- og síma-
málastjóri, Sigurður Thoroddsen,
alþingismaður, og Agnar Kofoed-
Hansen, lögreglustjóri og ráðunaut-
ur ríkisins í flugmálum og síðar
flugmálastjóri.
Alþjóðaflugmálastofnunin var því
stofnuð ári áður en Sameinuðu þjóð-
imar vom stofnsettar. Hins vegar
er ICAO í dag ein af stofnunum
Sameinuðu þjóðanna og hefur að
aðalhlutverki að semja alþjóðlega
staðla og reglur um skipulag og
öryggi í alþjóðlegum flugsamgöng-
um.
Flugheimurinn og ICAO fagna
nú þeim mikla árangri sem náðst
hefur á undanfömum 50 árum í
þróun alþjóðlegs flugs, sem stofn-
unin hefur átt stærstan þátt í að
skipuleggja. Miðpunktur hátíðar-
haldanna er ráðstefna um alþjóðleg-
ar flugsamgöngur með þemanu
„skipan alþjóðlegra flugsamgangna
í nútíð og framtíð", sem hófst í
Montreal hinn 23-. nóvember og lauk
í gær með hátíðardagskrá í boði
kanadískra stjórnvalda.
Þessara merku tímamóta er ekki
aðeins minnst í höfuðstöðvum ICAO
í Montreal í Kanada. Þeirra er einn-
ig minnst í hinum sjö svæðisstöðvum
stofnunarinnar, sem dreifðar eru um
heiminn. Aðildarríkin hafa einnig
verið hvött til að minnast tímamót-
anna og það hafa þau gert með
ýmsu móti. Á íslandi var þeirra
minnst í októbermánuði sl. með fjöl-
Fyrir 50 árum voru
flugfarþegar 9 milljónir.
Guðmundur Matt-
híasson segir þá nú
um milljarð.
mennri alþjóðlegri ráðstefnu um
flugsamgöngur og framtíðarþróun
í flugleiðsögu sem lauk með vígslu
hinnar nýju byggingar flugstjóm-
armiðstöðvarinnar á Reykjavíkur-
flugvelli að viðstöddum samgöngu-
ráðherra, Halldóri Blöndal, og dr.
Assad Kotaite, forseta fastaráðs
ICAO. Ennfremur gaf Póst- og
símamálastofnunin út sérstakí frí-
merki í síðastliðnum mánuði vegna
afmælisins.
Gífurlegur vöxtur hefur verið í
flugi þessi 50 ár sem liðin em frá
samþykkt Chicago-samningsins. Til
að átta sig betur á þessu má geta
þess að 1945 flugu 9 milljón farþeg-
ar í heiminum, en í dag fljúga um
1.000 milljón farþegar á ári og er
búist við að þessi tala verði um 2.000
milljónir um aldamótin. Árið 1944
var Douglas DC-3 algeng flugvél í
farþegaflugi. Hún tók 28 farþega í
sæti, flaug með 320 km hraða á
klukkustund og gat flogið 3.400 km
án viðkomu. Stærstu farþegaþotur
nú á tímum hafa rúm fyrir allt að
500 farþega, fljúga með u.þ.b. 900
km hraða yfir 11.000 km vegalengd.
Alþjóðaflugmálastofnunin sjálf
hefur einnig þanist út þessi 50 ár,
sem liðin eru frá stofnun hennar.
Árið 1947 vom aðildarríkin 26 en
í dag eru þau 183 talsins. Starfslið
ICAO var 27 manns 1945, en er
nú 760 og þá eru ekki taldir með
sérfræðingar sem ráðnir em til
skamms tíma við tækniaðstoð.
Á liðnum árum hefur stofnunin
samið 18 tæknilega viðauka við
stofnskrána er fjalla um alla þætti
flugsins. Staðlar og tilmæli í þessum
viðaukum em virt um heim allan
og mynda þann tæknilega grunn,
sem nauðsynlegur er fyrir öruggt
og hagkvæmt flug.
Gullafmælishátíð ICAO ber upp
á tíma þegar stórkostleg tæknibylt-
ing er að verða á sviði flugleiðsögu-
og flugumferðarstjórnar. í stuttu
máli er hér átt við háþróaða tækni
í notkun gervihnatta, gagnaflutn-
ings og flugstjómarkerfa, sem er
ætlað að mæta þeirri aukningu
flugs, sem búist er við næstu ára-
tugina. Þessi tækni mun með tíman-
um úrelda flest þau kerfi, sem notuð
era í dag. Þess má geta, að nýja
flugstjómarmiðstöðin í Reykjavík
er hönnuð með það fyrir augum að
nýta hina nýju tækni eins fljótt og
kostur er. Flugrekendur er búa
þurfa flugvélar sínar nýjum búnaði
vænta þess að aukin hagkvæmni
skili tilkostnaðinum margföldum til
baka í lækkuðum rekstrarkostnaði.
Það er hlutverk ICAO að leiða
aðildarríkin í viðleitni þeirra til að
aðlagast breyttum aðstæðum á
þessu sviði sem öðrum innan al-
þjóðaflugsins.
Segja má að Lýðveldið ísland og
ICAO séu jafnaldrar sem hafi haft
mikið saman að sælda. Er þá eink-
um átt við samstarfssamning um
þjónustu við alþjóðlegt flug á Norð-
ur-Atlantshafi. í lok síðari heims-
styijaldarinnar er fjallað var um til-
högun flugumferðarþjónustu á
þessu svæði, féll það í hlut íslands
að taka við því hlutverki er herlið
bandamanna hafði gegnt varðandi
flugumferðarþjónustu á Norður-Atl-
antshafi. Gerður var sérstakur
samningur um endurgreiðslu kostn-
aðar milli íslands og nokkurra ríkja
er stunduðu flug á Atlantshafi.
Hlutverk ICAO var að hafa milli-
göngu um gerð samningsins og
umsjón með framkvæmd hans, en
hann hefur verið í gildi lítið breyttur
frá 1948. Gjaldeyristekjur okkar af
samningi þessum hafa verið umtals-
verðar á þessum 48 árum er liðin
eru frá gerð hans, auk hins óbeina
hagnaðar af tækniþekkingu sem
borist hefur inn í landið, en það er
kapítuli í flugsögunni sem vert væri
að skoða nánar. Alls eru nú 23 ríki
aðilar að þessum samningi og er
litið á hann sem eina af hugsanleg-
um fyrirmyndum að rekstri nýrra
flugleiðsögukerfa.
Við vorum það lánsamir íslend-
ingar að koma snemma auga á þá
möguleika sem mundu myndast í
flugi bæði innanlands og milli landa
að heimsstyijöldinni lokinni og vor-
um því með þeim fyrstu til að nýta
þau tækifæri er buðust. Auðvitað
hefur lega landsins haft sín áhrif,
enda má með sanni segja að flugið
hafi rofíð þá aldalöngu einangrun
er forfeður okkar urðu að búa við
og hafi fært okkur inn í efnahags-
lega og menningalega hringiðu
umheimsins. Því ber okkur að minn-
ast starfs brautryðjenda og frum-
heija á sviði flugsins með þakklæti
og virðingu.
Vonandi mun ísland enn um
langa framtíð halda áfram að leggja
sitt af mörkum á sviði alþjóðaflugs
í anda samningsins, sem samþykkt-
ur var í Chicago 7. desember 1944.
Höfundur crfulltrúi íslands í
fastaráði ICAO.