Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 288. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Herlið Rússa ógnar Grosní Embættismaður stjórnar Dúdajevs segir að kjarnavopn séu í Tsjetsjeníu Grosní, Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti veitti í gær ráðamörtnum Tsjetsjena tveggja sólarhringa frest til að leggja niður vopn. „Ef ólöglegar hersveitir hætta að beijast mun ég líta á það sem vilja til að stíga fyrsta skrefið í átt til endurreisnar friðar og löghlýðni í Tsjetsjéníu,“ sagði í yfirlýsingu forsetans. Rússneskar hersveitir sækja fram í átt að Grosní, höfuðstað Tsjetsjeníu, og voru í gærkvöldi í aðeins um sjö kílómetra frá borgar- mörkunum en þoka tafði sóknina. Einnig var skýrt frá því að víða gerðu óbreyttir borgarar allt sem þeir gætu til að hindra för liðsins, legðust jafnvel á vegina. Vígvallarvopní héraðinu? Embættismaður tjáði fréttamönn- um að í gamalli herbækistöð frá Sovétskeiðinu væri verulegt magn af kjarnorkusprengjum, svonefndum vígvallarvopnum, er gætu valdið ólýsanlegu tjóni. Sagði hann stjóm héraðsins hafa beðið Sameinuðu þjóðimar að fjarlægja vopnin. Skýrt var frá því á rússneska þinginu í gær að 15 hermenn hefðu fallið en ekki væri vitað um mann- tjón Tsjetsjena. Samningaviðræðum deiluaðila var slitið í gær, Dzhokar Dúdajev, forseti héraðsins, krefst þess að Rússar kalli her sinn burt áður en samningar hefjist og æðstu ráðamenn þeirra ræði við sig. Viðbúnaður í Moskvu Yfirvöld í Moskvu hertu í gær mjög öryggisráðstafanir af ótta við að Tsjetsjenar í borginni, sem eru um 40.000, grípi til spellvirkja og jafnvel sprengjutilræða. fjölmiðlar hafa aukið á óttann með frásögnum af meintum áætlunum Tsjetsjena um „dauðasveitir" er muni gera árásir í Moskvu og víðar í Rúss- landi verði ráðist inn í Grosní. Vestrænir ráðamenn virðast sam- taka um að telja átökin í Tsjetsjeníu innanríkismál Rússa. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í vikunni að upplausn Rúss- lands myndi valda „gífurlegri ringul- reið“ og gæti komið af stað fjölda- flótta frá landinu. Reuter RÚSSNESKUR hermaður á verði í Ingúsetíu, við landamærin að Tsjetsjeníu. Ingúsetar eru múslimar eins og Tsjetsjenar. Þróunarlöndin Dauðsföll- um barna að fækka Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÞRÓUNARRÍKJUNUM hefur orðið verulega ágengt í barátt- unni fyrir betra lífi barna, þótt stríð og fátækt stefni enn ýms- um heilbrigðismarkmiðum í hættu. Samkvæmt nýrri skýrslu, sem Barnahjálparsjóður Sam- einuðu þjóðanna (UNICEF) birti í gær, munu auknar bólu- setningar og betri heilsugæsla verða til þess að eftir fimm ár hafi flest ríki þriðja heimsins náð fram þeim markmiðum, sem sett voru á alþjóðlegri ráð- stefnu um börn árið 1990. Vannæring og sjúkdómar „Það merkir að á ári hverju deyja 2,5 milljónum færri börn vegna vannæringar og sjúk- dóma,“ sagði James Grant, framkvæmdastjóri UNICEF. „Og að minnsta kosti 750.000 færri börn verða lömuð, blind, bækluð eða þroskaheft." Vegna bólusetninga hefur til að mynda dauðsföllum vegna mislinga þegar fækkað um 80% og mænusótt hefur víða verið útrýmt í þriðja heiminum. Leiðtogar 52 múslimaríkja segja vopnasölubann ógilt Refsiaðgerðir gegn vinaþjóðum Serba Casablanca. Rcuter. ALIJA Izetbegovic, forseti Bosníu, á leið til fundar í kon- ungshöllinni í Marokkó. LEIÐTOGAR 52 múslimaríkja hótuðu í gær að grípa til efnahagslegra refsiaðgerða gegn ríkjum sem veittu Serbum í Bosníu aðstoð. Þeir lýstu því einnig yfir að bann Sameinuðu þjóðanna við sölu vopna til stjórnar- hersins í Bosníu, sem að mestu er skipaður múslimum, væri ekki lengur í gildi. Leiðtogarnir bjóðast til að senda friðargæslulið til Bosníu. Þriggja daga leiðtogafundi músl- imaríkjanna lauk í gær með sér- stakri yfirlýsingu um Bosníu. Áður höfðu utanríkisráðherrar ríkjanna samþykkt svipaða ályktun og þar var því einnig lýst yfir að ríkin teldu vopnasölubannið á múslima- herinn í Bosníu siðferðislega og lagalega ómerkt. Ráðherrarnir bættu því við að ríkin myndu starfa samkvæmt þeirri túlkun og hótuðu þar með að virða bannið að vettugi og hefja sölu vopna til Bosníu. Leiðtogarnir fólu nefnd utanrík- isráðherra að „mæta þörfum Bos- níumanna til að gera þeim kleift að verja sig“ og buðust til þess að senda iið til friðargæslu í Bosníu ef einhver ríki ákvæðu að kalla gæsluliða sína heim. Jórdanir og Irakar óánægðir Tvö arabaríki, Jórdanía og írak, létu bóka fyrirvara vegna tveggja umdeildra ályktana sem leiðtogarn- ir samþykktu. Jórdanir voru óánægðir með að ekki var minnst á hlutverk þeirra Sem verndara helgra staða múslima í Jerúsalem og Irakar voru lítt hrifnir af álykt- un þar sem þess var krafist að þeir færu eftir öllum ályktunum SÞ varðandi deilur þeirra við Kú- veita. Leiðtogarnir ræddu ennfremur hvernig beijast ætti gegn músl- imskum öfgahreyfingum með guð- fræðilegum rökum og samvinnu milli ríkjanna. Gestgjafinn, Hassan Marokkókonungur, lagði til að komið yrði á fót stofnun á borð við Páfagarð til að túlka Kóraninn og svara „trúvillu" öfgamanna. Tillög- unnar var ekki getið í lokaályktun- um leiðtoganna en gengið var frá ræðu konungsins sem opinberu skjali. Hugmyndin er róttæk þar sem súnnítar, sem taldir eru um 90% múslima, hafa litið svo á í 1.000 ár að í Kóraninum og súnna, breytni og ummælum Múhameðs, hafi Allah opinberað sannindi sín og þekkingu á trúnni til fullnustu. Hótar kosningum Róm. Reuter. SILVIO Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, tilkynnti Oscar Luigi Scalfaro forseta í gær að félli samsteypustjórn hans yrði að boða strax til kosninga. Talsmaður Berlusconis staðfesti í gær að ráðherrann hefði gert kröfu um að þingið greiddi atkvæði um trausts- yfirlýsingu við hann næstkom- andi miðvikudag, en þá er búist við því að þingið sam- þykki fjárlög fyrir næsta ár. Ef Berlusconi tapaði atkvæða- greiðslunni yrði hann að segja af sér en að öðrum kosti hefði hann ekkert slíkt í hyggju. ■ Kröfur Bossis/18 Reuter Stjómar- skipti á írlandi JOHN Bruton, nýr forsætisráð- herra Irlands, tekur við innsigli embættisins úr hendi Mary Rob- inson forseta í gær. Lauk þar með mánaðarlangri stjórnar- kreppu í landinu. Bruton, sem er 47 ára gamall og fyrrverandi fjármálaráðherra, er leiðtogi Fine Gael-flokksins, sem er miðjuflokkur en auk hans eiga Verkainánnaflokkurinn og lítil sósíalistasanitök, Lýðræðislegi vinstriflokkurinn, aðild að stjórn. Að sögn Brutons verða friðarsamningar á Norður- írlandi efst á verkefnalista nýju stjórnarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.