Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Undaðar moldir flaka FYRIR tæpum mán- uði var ég beðinn að taka þátt í fundi skammt frá þeim stað sem mætast árnar Mosel og Rín. Fundar- efnið var efling ferða- mannaþjónustu á þeim stað Þýzkalands þar sem náttúrufegurð er rómuð ekki síst vegna þess að á svæðinu eru menjar um nýlega eld- virkni með fögrum ösku- og sprengigígum. Tiil hliðar við áætlanir um að auðvelda og örva streymi ferðamanna til Eifel er áformað að koma á fót rannsóknar- stöð, ems konar eldfjallastöð í lík- ingu við Norræna eldfjallastöð á ís- landi. Síðustu eldgos urðu fyrir um það bil 9.000 árum og þess vegna litlar líkur á að svæðið sé útkulnað. Umræður á þessum fundi, sem var sóttur af helstu ráðamönnum í Reinland-Westphalen, snerust samt fyrst og fremst um aðgerðir til að laða að ferðamenn ekki síst vegna þess að ástæða þykir til að skapa fólki á svæðinu störf, sem gætu komið í stað þeirra at- vinnuhátta sem hafa vegið þungt á umliðn- um áratugum og öld- um. Ibúar og eigendur svæðisins hafa sem sé lifað á því að moka landinu upp á lestar- vagna og selja það burt. Einn af öðrum hafa fagrir gjóskugígar horfið og vikurinn not- aður sem bygging- arefni í léttsteypu eða fyllingarefni. Enda þótt flestir sem fundinn sátu virtust sammála um að ástæða væri til að hlífa svæðinu við frekari eyðileggingu fór ekki hjá því að undir niðri var sterk undir- alda þar sem miklir hagsmunir tók- ust á við verndaröflin. Verndunar- rökin voru af ýmsum toga, sum til- finningalegs eðlis eins og gengur, önnur beindu athyglinni að þeirri einföldu staðreynd að gjóskan er ekki endurnýjanleg auðlind og þar kemur að ekkert verður eftir og svæðið hefur misst þau sérkenni sem gerir það áhugavert gestum. Fundin- um lauk með því að ráðherrar, þing- Guðmundur E. Sigvaldason Skrifborésstólar Ný sending - mikid úrval Teg. Rodi Teg. Megara Teg. Parma kr. 2.980,-stgr. kr. 7.300,- stgr. kr. 11.300,-stgr. □□□□□□ V/SA HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 menn og borgarstjórar á svæðinu luku upp einum munni að allt skyldi gert að afla íjár til gífurlegs átaks við uppbyggingu ferðaþjónustu í Eifel í stað þess að eyðileggja stór- kostlegar náttúruminjar. Ekki var ég fyrr kominn heim en glymja í eyrum fréttir af framtaki *islenskra athafnamanna að selja eld- vörp fóstuijarðarinnar í sænska vegi. Svo virðist sem frétt af þessu frumkvæði hafi ýtt við allmörgum aðilum, sem vilja nýta sér möguleika til skjótfenginna og fyrirhafnarlítilla tekna. Nú er fjölda stórvirkra vinnu- véla beitt á íslensk eldvörp sem eitt af öðru eru stórskemmd eða mokað burtu að fullu. íbúar Eifelhéraðs í Þýskalandi eiga sér þá afsökun að vikurnám hefur verið stundað þar í margar kynslóðir. Það hófst löngu fyrr en nokkur vitund hafði vaknað að óspillt náttúra er stærri og varan- legri tekjulind en lestarvagnar hlaðnir ódýrum vikri. íbúar Eifelhér- Nú er fjölda stórvirkra vinnuvéla beitt á íslensk eldvörp, segir Guð- mundur E. Sigvalda- son, sem eitt af öðru eru stórskemmd eða mokað burtu að fullu. aðs horfast nú í augu við þá stað- reynd að aðferð þeirra við nýtingu nátturunnar er fjandsamleg viðhorf- um nútímans og þeir hljóta því að hverfa til annarra aðferða við nýt- ingu sömu náttúru. Islenskir at- hafnamenn eiga sér enga afsökun. Framtak þeirra miðast við skamm- vinna tekjuöflun í fullri mótsögn við nútímaviðhorf til auðlinda náttúr- unnar. Atvinnuleysi og byggðavandamál kalla á nýjar hugmyndir til tekjuöfl- unar. Um langt skeið hafa íslensk stjórnvöld bent á ferðamannaþjón- ustu sem vænlegasta leið til sköp- unar nýrra starfa. Þróun og þroski slíkrar atvinnu tekur langan tíma. Framfarir og tekjuaukning hafa þó verið með skjótari hætti í ferða- mannaþjónustu en öðrum atvinnu- greinum á íslandi. íslensk náttúra er aflið, sem dregur ferðamenn til landsins, og fátt í náttúru íslands höfðar meira til ferðamanna en eld- virknin. Þess mun skammt að bíða, ef svo heldur fram sem horfir, að fólkið sem byggir þetta land, fæli væntanlega gesti burtu með ósið- legri umgengni um landið, sem því var trúað fyrir. Höfundur er forstöðumadur Norrænu eldfjallastöðvarinnar. Þankar um upp- eldi í Reykjavík nútímans LAUNAMISMUN- UR er sláandi mikill í Reykjavík og skatt- greiðslur síður en svo til þess gerðar að skapa réttlátt efna- hagslíf í borginni. Samt verður fólk að eignast allt sem býðst, sama hve dýru verði það er keypt. Freist- ingamar eru á hveiju horni og þegar fólk er haldið langvarandi vanlíðan er eins og það haldi að hún hverfi við að það eignast eitthvað meira eða kaupa sér eitthvað „deyfandi". Þetta skynja börnin og ósjálfrátt keppa þau við hvert annað hvað varðar það sem þau halda að séu lífsgæði. Þau fara einnig að reyna að deyfa sína vanlíðan með tískuföt- um, sælgæti og leikföngum - þegar þau eldast- með áfengi og eiturlyíj- um. Sé börnunum neitað um að kaupa eitthvað á forsendum blank- heita er viðkvæðið: „Iss, skrifaðu bara ávísun eða borgaðu með VISA!“ Fósturjörðin Fóstuijörðin með „björk og lind í hlíð“ er mörgum kostum búin: Hér er að finna stórbrotna náttúru; hreinasta vatn í heimi; lítið mengað andrúmsloft ; gjöful fiskimið; og eitt fárra landa í Evrópu sem ekki leggur herskyldu á herðar barna sinna: „Fyrirheitna landið" - enda flest skilyrði að finna hér til þess að skapa fyrirmyndar samfélag. Samt geisar hér stríð: Afkomustríð fjölskyldna og einstaklinga með ung börn á framfæri; öryrkja sem sakir heilsubrests eða fötlunar geta ekki unnið sér inn tekjur fyrir lifibrauði; og atvinnuleysingja er horfa von- daufir fram á við eftir mánaða og jafnvel áralangt atvinnuleysi, sem í sumum tilfellum hefur svipt þá íbúðum sínum eða jafnvel steypt í gjaldþrot. Það er hægt að spyija sig hvernig ástandið væri hjá börn- unum ef launamisrétti væri úr sög- unni; ef skattar miðuðust við efna- hag; ef foreldrar ungra barna ættu kost á sveigjanlegum vinnutíma og þyrftu ekki að vinna meira en 50-60% vinnudag hvort um sig; ef skuldlausu og velstæðu fólki jrfir sextugt stæði einungis til boða hlutastörf á launum en gæti nýtt starfskrafta sína að öðru leyti í þágu sam- félagsins; ef áhrifa- mestu menn landsins - fréttamenn - hefðu börnin í huga í frétta- flutningi sínum og sýndu af sér jákvæðni og mannúðlegt lífsvið- horf. Reykjavík nútímans Það verður að viður- kennast að borgarbúar hafa villst af leið heilbrigðs uppeldis inn á vegleysur vandamála. Tilvist „Barnaheilla", „Kvennaathvarfs- ins“ og „Stígamóta" er sönnun þess að núverandi lífsskilyrði í Reykjavík virkar í mörgum tilfellum líkt og andleg nauðgun á samband hjóna Islensk börn, segir Páll Björgvinsson, eiga skilyrðislaust að fá að kynnast fjöl- breytileika lífsins. og á samband foreldra við börn sín. Sömuleiðis vitnar sívaxandi straum- ur fólks til Félagsmálastofnunar um það að tilvistarkreppa ríkir í höfuð- borg landsins. Borgarsamfélagið er glansmynd á yfirborðinu sé horft á það með hagsmuni barnanna í huga. Velmegunin er yfirborðs: kennd og skert mannúð og hlýju. í stað samveru, samtala, athygli, til- finningatjáningar og faðmlaga eru mörgum börnum gefnar dýrar gjaf- ir eða þau hreinlega látin afskipta- laus. Æskubókmenntirnar hafa að miklu leyti vikið fyrir ofstopafullum teiknimyndum á skjánum. Tölvu- leikir eru teknir við af útileikjum og spilakassar af bílaleikjum. Eitt þjóðfélag Eitt þjóðfélag og sömu mannrétt- indi fyrir alla var það sem móðir Páll Björgvinsson LDNA JOLAl Jólaskreytinguna fœrð þú hjá okkur Einnig allt efni tiljólaskreytinga Kerta- og hyasintuskreytingar, krossar greinar, lugtir og kerti á leiði. GRÓÐRASTÖÐIN GARÐSHORN sð við Fossvogskirkjugarð, sími 40500 D OPIÐ ALLA DAGA KL. 10 - 22 Hfl'l llíMSÍtÍr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.