Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Svíar taka ákvörðun um Estoniu
Hvorki ferju né
líkum bjargað
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞÓTT tæknilega sé talið mögulegt að bjarga feijunni Estoniu af
hafsbotni hefur sænska stjórnin ákveðið að hreyfa ekki við henni.
Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svía sagði á blaðamannafundi, sem
sjónvarpað var beint, að hann harmaði fyrri yfirlýsingar um að ferj-
unni yrði bjargað, en þá hefði hann ekki vitað það sem hann vissi
nú. Stjórn Eistlands tók í gær sömu ákvörðun.
Símasvik
afhjúpuð
Bonn. The Daily Telegraph.
ÞÝSKA lögreglan rannsak-
ar nú umfangsmikið fjár-
svikamál sem tengist þýska
símafyrirtækinu. Hópur
tölvuþrjóta hefur komist
inn á símalínur einstaklinga
og hækkað símreikninga
viðkomandi upp úr öllu
valdi. Tíu manns, þar af
tveir símastarfsmenn, hafa
verið handteknir og fleiri
liggja undir grun eftir
rannsókn lögreglunnar í
fjórtán þýskum borgum.
Svikahrapparnir höfðu
bæði pening af hinu opin-
bera þýska símafyrirtæki
og saklausum símnotend-
um. Tölvuþrjótarnir kom-
ust inn á símalínur þeirra
og hringdu úr númerunum
í hin ýmsu kynlífssímanúm-
er. Við það ruku símreikn-
ingarnir upp úr öllu valdi
og þegar þýska simanum
höfðu borist yfir milljón
kvartanir um of háa reikn-
inga var farið að rannsaka
málið.
Stofnuðu fjölda
kynlífssíma
Þegar hringt er í kynlífs-
síma er tekið mun hærra
gjald fyrir mínútuna en í
venjulegum innanbæjar-
símtölum. Hið opinbera inn-
heimtir greiðslu fyrir sím-
taliið og heldur eftir 52%
ágóðans en kynlífsfyrirtæk-
ið fær afganginn. Þijótarn-
ir stofnuðu fjölda slíkra
símanúmera sem þeir
hringdu í úr símum almenn-
ings og fengu síðan 48%
greiðslunnar.
Carlson sagði þetta erfiðustu
ákvörðun sem hann hefði nokkurn
tímann tekið, en allir sem hefðu
gefið ráð og umsögn um málið
hefðu mælt með að láta feijuna
vera sameiginlega gröf þeirra sem
fórust.
Þrátt fyrir að bæði Ingvar Carls-
son og Carl Bildt, sem enn var
forsætisráðherra þegar slysið varð
fyrir 79 dögum, undirstrikuðu að
skipinu yrði bjargað upp hvað sem
það kostaði er nú breið samstaða
í sænska þinginu um ákvörðun
stjórnarinnar.
Sænska siðaráðið, undir for-
mennsku Karin Söder fyrrum ráð-
herra, mælti í vikunni með því að
feijan yrði ekki hreyfð, heldur yrði
slysstaðurinn friðlýstur. Ástæð-
urnar eru fyrst og fremst að björg-
unin myndi fara fram við ólýsan-
lega erfiðar og hugsanlega lífs-
hættulegar aðstæður, auk þess
sem andlegt álag á björgunarfólk
og þá sem kæmu nálægt björgun
líkanna yrði yfirþyrmandi.
Carlsson sagði á blaðamanna-
fundi í gær, að hann gerði sér
grein fýrir að ákvörðunin myndi
valda mörgum í hópi ættingja
hinna látnu vonbrigðum og það
skildi hann vel. Hins vegar yrði
ekki hjá því komist að hugsa til
þess að björgunaraðgerðir myndu
valda raski, einnig á þeim líkum
sem væru í feijunni. Lík vina og
fjölskyldna gætu skilist að og sum
líkin yrði ekki hægt að bera kennsl
á, svo gera yrði eina gröf fýrir
óþekkt lík, meðan önnur væri hægt
að grafa undir nafni. Allt þetta
yrði sársaukafullt og einnig mikið
álag fyrir afkomendur.
Slysstaður friðlýstur
Á blaðamannafundinum i gær
lýsti Ines Uusmann samgönguráð-
herra því yfir að slysstaðurinn yrði
friðlýstur svo fljótt sem auðið yrði.
Við fyrsta tækifæri yrði skipinu
síðan lokað til að hindra að það
yrði svívirt á nokkurn hátt. I næsta
nágrenni væri flak af finnsku her-
skipi, sem væri friðlýst á þennan
' hátt. Finnar hefðu ratsjárvakt þar
og sami háttur yrði hafður á við
Estoniu. Ráðherrann undirstrikaði
að ákvörðunin væri að engu leyti
tekin á fjárhagslegum forsendum.
Meðal ættingja hinna látnu eru
skiptar skoðanir um björgun og
hluti þeirra mun vísast eiga mjög
erfitt með að sætta sig við ákvörð-
un stjórnarinnar. í gær voru síma-
línur opnar fyrir ættingja, þar sem
Uusmann og tuttugu embættis-
menn sátu fyrir svörum þeirra, er
höfðu löngun til að tjá sig um
málið.
Tapie segir stjórnina reyna að tortíma sér
Pólitískum ferli lokið
vegua gjaldþrots
BERNARD Tapie yfirgefur réttarsalinn eftir
að hafa verið úrskurðaður gjaldþrota.
París. Reuter.
FRANSKIR fjölmiðlar voru
flestir sammála um það í
gær að pólitískum ferli
Bernard Tapie væri endan-
lega lokið eftir að dómstóll
í París úrskurðaði hann
gjaldþrota á miðvikudag.
Tapie sagðist hins vegar
ætla að áfrýja úrskurðinum
og sakaði „ríkisstjórnina og
dómskerfi hennar" um að
reyna að tortíma sér.
Tapie hefur verið um-
svifamikill í frönsku við-
skiptalífi og varð þekktur á
níunda áratugnum fyrir að
kaupa gjaldþrota fyrirtæki
og reisa þau við. Hann er
meðal annars fyrrum aða-
leigandi og stjórnandi fót-
boltaliðsins Olympic Marseille. Um
skeið átti hann einnig meirihluta í
íþróttavörufyrirtækinu Adidas en
kaupin á því fyrirtæki árið 1990
reyndust honum ofviða.
Hann hóf á síðasta áratug einnig
afskipti af stjórnmálum innan Sós-
íalistaflokksins og var ráðherra árin
1992-1993 í valdatíð þeirra.
Tapie var á þeim tíma einmitt á
hátindi frægðar sinnar en Marseille
varð Evrópumeistari í fótbolta í
fyrra. Nú hefur Marseille-fótboltal-
iðinu verið gert að leika í annarri
deild vegna ásakana um svindl.
Tapie var alla tíð talinn til skjól-
stæðinga Francois Mitterrands
Frakklandsforseta, og lýsti forset-
inn yfir stuðningi við sérlista hans
í Evrópukosningunum fýrr á árinu.
Er það talin ein helsta ástæða hinn-
ar hroðalegu útkomu sósíalista í
kosningunum.
Hann á nú hins vegar á hættu
að missa sæti sín á franska þinginu
og Evrópuþinginu auk þess sem
útilokað er talið að hann geti gert
alvöru úr þeim áformum sínum að
bjóða sig fram til borgarstjóra Mar-
seille á næsta ári og jafnvel í for-
setaembættið. Samkvæmt frönsk-
um lögum er gjaldþrota einstaklingi
óheimilt að gegna kjörnu embætti
í fimm ár eftir gjaldþrotið.
Tapie byggði upp viðskiptaveldi
sitt með stuðningi ríkisbankans
Credit Lyonnais en það voru
einmitt kröfur bankans sem
voru forsendur úrskurðarins
um gjaldþrot yfir Tapie og
eiginkonu hans.
Telur bankinn hættu á að
hann muni tapa rúmum tíu
milljörðum króna vegna við-
skipta sinna við fyrirtæki
Tapie. Persónulegar skuldir
Tapie-hjónanna eru taldar
nema um hálfum milljarði.
Stendur til að bjóða upp jafnt
glæsihöll hans í sjöunda
hverfí Parísar og • lysti-
snekkju innan tíðar.
Hylli ulmcnnings
Síðdegisblaðið Le Parisien
sagði í gær að eflaust væri
pólitískur ferill Tapie nú á enda.
Baráttuandinn, sem á sínum tíma
hefði heillað forsetann, myndi ekki
duga til að bjarga honum. Hins
vegar mætti allt eins búast við að
almenningur myndi snúast á sveif
með honum. Litið yrði á dómana
sem pólitíska refsingu og Tapie
vrði að píslarvotti.
Tapie hefur lengi notið inikils
stuðnings almennings og fékk listi
hans til að mynda 12% atkvæða í
Evrópukosningunum þrátt fyrir að
allar uppiýsingar um fjármálaerfið-
leika hans lægju fyrir. Hann hefur
ekki síst notið stuðnings yngra fóiks
í lægri stéttum landsins og verka-
manna.
FOSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
GULLSMIÐJAN
PYRIT-G15
Sl
om
ISLENSK
HÖNNUN OG HANDVERK
STEINAR WAAGE
-----------N
SKOVERSLUN
Herrainniskór
Verð: 1995
Teg.: 84 H 54
Stærð: 41-46
Litur: Svart
Gjafakort okkar eru góð, hentug og vinsæl jólagjöf.
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5 °/. STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
STEINAR
SKÓVE
SÍMI 18519
Toppskórinn
8519 <r JL VEITUSUH Dl SÍMI: 21212
STEINAR WAAGE /
SKÓVERSIUN
VIÐ INGÓlfSTOtG
Þeir líta út
EINS OG SPARISKÓR
EN ÞÉR LÍÐUR
EINS OG í INNISKÓM.
Loksins spariskór sem þarf ekki að
GANGA TIL. HUSH PUPPIES GEFA EFTIR í
HVERJU SKREFI OG ERU MEÐ ÓLÍKINDUM
LÉTTIR. HUSH PUPPIES FÁST EKKI AÐEINS
í MISMUNANDI STÆRÐUM HELDUR LÍKA
í MISMUNANDI BREIDDUM'.
HUSH PUPPIES'
SKÓR SEM PÉR LlÐUR VEL I
SKOVERSLUN
GÍSLA FERDINANDSSONAR
LÆKJARGÖTU 6A reykjavík SÍMI 9t 14711
PÓSTSENDUM S A M DÆGU RS