Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SIGRÚN JÓNSDÓTTIR + Sigrún Jóns- dóttir fæddist þann 13. júní 1911 í Austurey í Laug- ardal. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 8. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Skúli Skúla- son bóndi í Austu- rey og síðar húsa- smíðameistari í Keflavík og Guð- rún Guðmundsdótt- ir frá Hörgsholti í Hrunamanna- hreppi. Systkini Sigrúnar eru Guðmundur, f. 1906, Elín, f. 1908, Katrín, f. 1909 (látin), Sigríður, f. 1910, og Skúli, f. 1913 (látinn). Kjörforeldrar Sigrúnar voru Sigríður Guðna- dóttir og Jón Guðmunsson frá Hörgsholti, móðurbróðir Sigr- únar, bóndi á Heiðarbæ og síð- ar Brúsastöðum og veitinga- maður í Valhöll á Þingvöllum. Uppeldissystkini Sigrúnar eru Haraldur Einars- son, Sigríður Jóns- dóttir, Magnús Magnússon (látinn) og Áskell Einars- son. Sigrún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum Gisla Þór Sigurðssyni rafvirkja árið 1946. Börn þeirra eru: 1) Sigurður, arkitekt, f. 1946, kona hans er Sig- rún Einarsdóttir tækniteiknari og eiga þau þrjú börn. s) Sigurbjörg, efnafræðingur, f. 1948, sambýlismaður hennar er Hreinn Hjartarson veður- fræðingur og eiga þau þrjú börn. 3) Jón, næringarfræðing- ur, f. 1953, sambýliskona hans er Ástfríður Sigurðardóttir matvælafræðingur. Jón var áður giftur Bergljótu Bergs- dóttur og eiga þau eina dótt- ur. Utför Sigrúnar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag. ÖLL EIGUM við okkar endadægur. Sigrún fóstursystir mín og ná- frænka, átti sitt endadægur með þeim látlausa hætti, sem voru sterkustu einkennin í persónugerð hennar. Þegar Sigríður uppeldis- systir okkar færði mér þessar frétt- ir komu þær ekki á óvart, þrátt fyrir það kom fregnin róti á huga minn. Minningar um löngu liðna daga vöknuðu sem minntu mig á hóp okkar fimm ólíkra fóstursystk- ina, er ólust upp saman á Brúsa- stöðum. Sigrún var elst okkar og hafði um flest forystu fyrir sundur- lausum hópi tökubarna hjónanna á Brúsastöðum, sem þau gengu í foreldrastað. Þannig atvikaðist, þegar Jón Guðmundsson í Hörgsholti og Sig- ríður Guðnadóttir í Laxárdal gengu í hjónaband, að ekki var jarðnæði að hafa í heimahögum þeirra í Hreppunum. Það varð úr að þau ákváðu að fara í ábúð á hálfum Heiðarbænum í Þiiigvallasveit. Þar bjuggu þau, þar til að þau fluttu að Brúsastöðum 1919 og keyptu Valhöll á Þingvöllum. Um svipað leyti hófu búskap í Austurey í Laugardal Skúli Skúla- son frá Berghyl og Guðrún Guð- mundsdóttir frá Hörgsholti, systir Jóns. Guðrún missti heilsuna og þau fluttust til Keflavíkur. Það varð að ráði, að Sigrún dóttir þeirra færi að Heiðabæ. Ungu hjónin á Heiðarbæ voru barnlaus og þau ættleiddu fósturdótturina. Snemma á búskaparárum Jóns og Sigríðar á Heiðarbæ höfðu þau hjón hvort á sinn hátt mótandi áhrif í sinni nýju heimasveit. Jón gerðist snemma forystumaður um forsjá í sveitarmálum og eftir að hann kom að Brúsastöðum var hann oddviti hreppsnefndar um áratugaskeið. Sigríður hafði for- göngu um mannúðarmál og rækt- aði bróðurþel í samskiptum svei- tunga sinna. Snemma kom í ljós að Sigríður mótaði uppeldi Sigrún- ar svo að hún gæti gengið í fót- spor hennar í anda kvenréttinda- hyggju þeirra tíma, jafnt innan heimilisins og um forgöngu utan þess. Næstur í röð fóstursystkinanna er Haraldur, en hann var ekki tengdur þeim hjónum. Hér munu hafa ráðið viðhorf, sem reyndust mjög rík í fari þeirra hjóna. Eftir að Jón og Sigríður fluttu að Brúsa- stöðum og hófu veitingarekstur á Þingvöllum eignuðust þau dóttir sem skírð var Guðbjörg. Hún lést á fyrsta ári. Þessi harmur gekk mjög nærri þeim hjónum og þá sérstaklega Sigríði. Sigríður helg- aði sig í vaxandi mæli samhjálp í anda kristilegs kærleiks. Hún gerð- ist nærkona í sinni sveit og var ljósa margra systkinanna á Kárastöðum. Næst kom Sigríður, sem þau hjónin ættleiddu sem dóttur sína. Sigríður var ekki tengd þeim hjón- AÐ HÆTTIBOKSALA AMSTERDAM 3+2 SOFASETT OG JÓLASTEIKIN FYLGIR! Matarúttekt fylgir, ávísun á jólamat hjá Nóatúnsbúðunum að upphæó 5.000 kr. Ath. takmarkaður fjöldi. Sendum um land allt. Opið laugardag 11-18 og sunnudag 11-16 Smiðjuvegi 6, Kópavogi. (Rauð gata) Sími 44544 um. Síðar kom röðin að Magnúsi, en hann var bróðursonur Jóns og tekinn í fóstur eftir lát móður sinn- ar. Síðastur er höfundur þessarar greinar í hópi fósturbarna Brúsa- staðahjónanna. Svo atvikaðist að ég var sendur 1929 til sumardvalar á Brúsastöðum. Móðir mín lést sama ár í lok september, en hún var systir Jóns. Það varð úr að ég var tekinn í fóstur. Eg tengdist nýjum systkinahópi og fjölskyldu- böndum allt til fullorðinsára. Á þessum árum var fágætt að ung munaðarlaus börn ættu kost á skjóli. Fátt varpar betur ljósi á mannúðarhyggju þeirra Brúsá- staðahjóna. Við fóstursystkinin vorum því einstakrar gæfu aðnjót- andi. Kreppuárin kölluðu mjög á hjálp- semi Brúsastaðaheimilisins, jafnt við skylda sem vandalausa. Sigríð- ur var hjálparhella margra og leiddi með kristilegu þeli sínu til lykta mörg deiluefnin og bætti úr fyrir ótrúlega mörgum, sem bjuggu við bágan hlut. Hún gat verið dómhörð ef réttlætis- og siðiferðisvitund hennar var misboðið og gat hún átt til að koma viðhorfum sínum rækilega til skila. Þetta hafði mót- andi áhrif. Sigrún var elst og varð fyrir sterkustum áhrifum af áhrifa- valdi fósturmóður okkar. Hún mót- aði Sigrúnu, sem sterkan persónu- leika í anda kvennahyggju þeirra tíma. Forlögin kölluðu Sigrúnu til for- ystu fyrr en nokkrum uggaði. Sig- ríður fósturmóðir okkar lést síð- sumars 1935. Eftir lát hennar kom það í hlut Sigrúnar að veita heimil- inu forstöðu og verða okkur fóstur- systkinunum skjól. Hún var aðeins 24 ára gömul, þegar það kom í hennar hlut að hafa forystu um búreksturinn á Brúsastöðum og fyrir veitingarekstrinum í Valhöll. Arfleifð fósturmóðir okkar kristall- aðist í störfunum. Hér komu einnig fram ríkulega hinir eðlislægu eigin- leikar Sigrúnar, sem einkenndu æ síðan allt hennar lífshlaup. Það var hlýja með mannlegri yfírsýn, kaldri raunhyggju og þrautsegju, þegar aðkallandi vandi knúði dyra. Um- fram allt yfirvegun og rósemi á hverju sem gekk. Það var mikil fórn ungri efnis- konu að eyða mörgum bestu árum sínum fyrir systkini sín og fóstur- föður, með því að standa við hlið þeirra og halda Brúsastaðaheimil- inu saman. Það var ekki sársauka- laust á þjóðhátíðarárinu 1944, þeg- ar fósturfaðir okkar ákvað að selja Hótel Valhöll félagi veitingamanna í Reykjavík. Að öllu réttu hefði átt að styðja Sigrúnu til að standa fyrir rekstrinum til frambúðar og gefa henni kost á því að afla sér menntunar á þessu sviði. Hlutur Sigrúnar í veitingarekstrinum í Valhöll var mjög samofin á þeirri ti'ð vitund marga um Þingvelli. Iðu- lega stóð hún fyrir rekstri utan hefðbundins starfstíma. Þetta var gert fyrir ýmsa fastagesti og fyrir móttökur til að auka hróður Þing- valla. í þessum hópi voru listmál- arnir Jóhannes Kjarval og Ásgrím- ur Jónsson sem létu sér sérstaklega annt um að kynna Þingvelli með verkum sínum. Við þessa menn mynduðust sérstök kynni, sem hurfu þegar Sigrún hvarf af vet- vangi. A bernskuárum og unglingsár- um mínum bjó ég við rysjótt heilsu- far og þurfti nærgætna umhyggju. Þannig hændist ég að fósturmóðir minni og milli okkar varð náin trún- aður. Þetta hlutskipti kom í hlut Sigrúnar fóstursystur minnar, sem veitti mér þá umhyggju sem þurfti til að komast í gegnum veikindi bernskuáranna. AF þessum ástæð- um get ég ekki fullþakkað Sigrúnu þá hjálp sem hún með systurlegri umhyggju veitti mér á viðkvæmu aldursskeiði. Sigrún giftist Gísla Þ. Sigurðs- syni rafvirkja og . eignuðust þau þijú mannvænleg börn, sem öll hafa komist til ábyrgðarstarfa í þjóðfélaginu. Þau Gísli og Sigrún fluttust um tíma til Vestmannaeyja og þá rofnuðu tengslin á milli okk- ar. Eftir að ég flutti í annan lands- hluta rofnuðu tengsl mín við fóstur- systkini mín, en þau ræktu sam- band sín á milli, einkum eftir að Sigrún fluttist til Reykjavíkur á ný. Eftir að kynni okkar Sigrúnar urðu nánari á ný og að ég kom í fáein skipti á heimili þeirra Gísla, varð mér aldrei ljósara hve sterk mótunaráhrif fósturmóður okkar endurspegluðust í persónugerð Sigrúnar og lífsviðhorfum. Mér var ljóst að Sigrúnu var þetta meðvitað og að hún taldi sig hafa skyldur um að rækja minningu fósturmóður okkar. Af þessum ástæðum hefí ég valið þann kostinn í þessari minningargrein, að leita til rótar- innar og þess arfs sem við höfum öll notið alla tíð síðan við vorum í foreldrahúsum. Þrátt fyrir að ekki féll í hlut Sigrúnar að verða óumdeilanlega drottning i ríki sínu á Þingvöllum, eins ég og margir aðrir ætluðu henni, er hún sigurvegari í lífshlut- verki sínu. Hún skapaði óbrotgjarn- an minnisvarða í vitund allra þeirra er urðu aðnjótandi þess að vera svo lánsamir að hafa átt með henni samleið. Með Sigrúnu hverfur minningin um bernskuárin á bak við tjaldið mikla. Öll fyllumst við þakklæti og vottum Gísla og niðjum þeirra dýpstu samúð við sáran ástvina- missi. Áskell Einarsson. Af feprð blóms verður aldrei sagt aldrei sagt með orðum né þinni með neinum orðum. (Stefán Hörður Grímsson) Mig langar til að setja á pappír nokkur orð um Sigrúnu Jónsdóttur, konu sem ég tengdist íjölskyldu- böndum fyrir rúmum tveim áratug- um og höfum við átt nokkra sam- leið síðan. Þeir eru margir sem maður kynnist á lífsleiðinni og mynda það safn minninga sem maður vill flytja með sér áfram, en minningar mínar um Sigrúnu hafa þar nokkra sér- stöðu. Viðhorf Sigrúnar einkennd- ist af lifandi áhuga fyrir samferða- mönnum sínum, sem ásamt skarpri greind og dugnaði gerði hana að góðum félaga. Fjölskyidan var ávallt í fyrirrúmi, en Sigrún var ávallt reiðubúin að rétta hjálpar- hönd hveijum þeim sem þurfti. Það bar ekki mikið á þessari grannv- öxnu konu út á við, en þar sem hún hafði verk að vinna var það gert með einstökum dugnaði og smekkvísi og lék allt í höndum hennar. Aldrei var kvartað heldur gengið til verka. Ferðalög voru henni mikil skemmtan og að upp- lifa land og náttúru og deila með öðrum. Eg undraðist oft hversu næma tilfinningu hún hafði fyrir náttúru landsins og hve mikla gleði það veitti henni að skoða nýja staði, koma á fornar söguslóðir og sjá fyrir sér liðna atburði. Lestur góðra bóka var einnig snar þáttur í lífi hennar og áttu þau hjónin, Gísli og Sigrún, safn góðra bóka sem voru.mikið lesnar. Eins var þjóð- málaumræðan henni hugleikin, og lagði hún þar lóð sitt á vogarskálar jafnréttis og bræðralags eins og tamt er mörgum þeim sem aldir eru upp á krepputímum og efla pieð sér réttlætiskennd með þátt- töku í brauðstriti og amstri dag- anna. Þrátt fyrir vanheilsu síðustu árin hafa áhugamálin verið söm og velferð, menntun og framtíð barna og barnabarna verið henni efst í huga. Þar var horft fram á veginn. Hafðu kæra þökk fyrir samfylgdina. 0g tíminn stendur kyrr meðan vegurinn rennur út úr höndum hans í tvær gagnstæðar áttir. (Steinn Steinar) Hreinn Hjartarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.