Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjómenn ætla ekki í
kjaraviðræður í bili
SAMBANDSSTJÓRN Sjómanna-
sambands íslands samþykkti
ályktun á fundi í gær þar sem
segir að í ljósi þess að önnur sam-
tök sjómanna hafi rekið áróður
gegn kjarasamningi, sem sjó-
mannasambandið og LÍÚ gerðu í
haust, sé rétt að þessi samtök
sýni nú getu sína til að ljúka samn-
ingagerð. Sjómannasambandið
ætli hins vegar ekki að svo stöddu
að leita eftir gerð nýs samnings.
Á fundi sambandsstjórnar voru
rædd viðbrögð sjómanna við niður-
stöðu atkvæðagreiðslu um kjara-
samning sjómannasambandsins og
LÍÚ, en samningurinn var sem
kunnugt er felldur.
„Við voru gagnrýndir mjög fyr-
ir þessa samninga af öðrum sam-
tökum sjómanna og því finnst
okkur rétt að þessi samtök byiji
á því að þreifa fyrir sér sjálf. Það
er eðlilegt að önnur samtök fari
af stað og sjái hvað þau geta,“
sagði Hólmgeir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sjómannasambands
íslands.
Félögin veiti verkfallsheimild
LÍÚ hefur lagt mikla áherslu á
að fá öll samtök sjómanna sameig-
inlega að samningaborði. Hólm-
geir sagði að sjómannasambandið
væri ekki reiðubúið til að koma
að sameiginlegu samningaborði
núna strax, en ekki væri útilokað
að það kæmi að því síðar.
Sambandsstjórn sjómannasam-
bandsins samþykkti að boða til
fundar með formönnum aðildarfé-
laga í næsta mánuði og jafnframt
var skorað á aðildarfélög sam-
bandsins að afla sér verkfallsheim-
ildar á þeim fundum sem fyrirhug-
aðir eru með félagsmönnum um
jól óg áramót.
Hólmgeir sagði að þó að skorað
væri á félögin að afla sér verk-
fallsheimildar væri ekki þar með
sagt að. verkfallsvopninu yrði
beitt. Það væri hins vegar mat
sambandsstjórnar að rétt væri að
félögin veiti þessa heimild þannig
að menn standi betur að vígi þeg-
ar til nýrra kjaraviðræðna kæmi
á næsta ári.
Körfu-
bolti í
Smugunni
AFAR léleg aflabrögð hafa
verið í Smugunni nú í vetur.
Skipin hafa verið að koma
heim úr löngum túrum með
lítið sem ekkert. Ottar Birting
er eitt þessara skipa, en þrátt
fyrir lítinn afla er andinn góð-
ur um borð. Þar stunda menn
íþróttir af ýmsu tagi. Körfu-
bolti er leikinn niðri í lest enda
nóg pláss þar í síðasta túr. Þá
hafa þeir spilað félagsvist,
haldið skákmót og síðastliðið
sumar var kennd þolfimi um
borð. Nú eru aðeins tvö skip í
eigu íslendinga í SmugUnni,
en það eru Hágangarnir frá
Þórshöfn og Vopnafirði.
Holræsa-
gjald sam-
þykkt
ÁLAGNING holræsagjalds var sam-
þykkt á fundi borgarstjórnar í gær-
kvöldi með atkvæðum átta borgar-
fulltrúa gegn sjö
Rætt var að auki um fasteigna-
gjöld og fyrirhugað gjald vegna
mengunar- og heilbrigðiseftirlits og
lýstu borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins yfir óánægju vegna aukinn-
ar álagningar gjalda á heimili og
fyrirtæki í Reykjavík. Að lokinni at-
kvæðagreiðslu um holræsagjaldið
lagði Arrii Sigfússon borgarfulltrúi
D-listans fram bókun þar sem aukn-
um álögum á Reykvíkinga er mót-
mælt. Þar sagði meðal annars: „Munu
barnmargar fjölskyldur og aldraðir
íbúar Reykjavíkur verða óþyrmilega
fyrir barðinu á skattinum sem leggst
þyngst á stórt húsnæði án tillits til
tekna þeirra sem þar búa.“
Símamenn krefjast
10.000 kr. hækkunar
allra launaflokka
Vilja fá 13.
mánuðinn
greiddan
FÉLA.G íslenskra símamanna fer
fram á 10 þúsund króna hækkun
allra launataxta, að lægstu launa-
flokkar verði felldír niður og að
starfsmenn fái þrettánda mánuðinn
greiddan líkt og starfsmenn bank-
anna. Samninganefnd ríkisins var
kynnt kröfugerð félagsins vegna
komandi kjarasamninga á fyrsta
samningafundi aðila á miðvikudag.
Félag íslenskra símamanna krefst
þess að tekið verði upp starfsmat í
samræmi við þingsályktun sem
samþykkt var á Alþingi á seinasta
ári, starfsheitaröðun verði endur-
skoðuð og raðað á ný í launaflokka
samkvæmt nýju mati.
Vilja fá hlutdeild í afkomubata
Þá er farið fram á að kaupmáttur
verði tryggður á samningstímabil-
inu, lánskjaravísitalan verði end-
urskoðuð, þannig að breytingar á
launum hafí ekki áhrif á hana og
að skattleysismörk verði jafngild því
sem var árið 1988. Einnig er kraf-
ist breytinga á kjörum vaktavinnu-
fólks með styttingu vinnutíma án
launaskerðingar.
„Við vísum til þess að afkoma
Pósts og síma hefur verið góð og
okkur fínnst eðlilegt að við fáum
einhvern hlut í henni vegna þess
að við álítum að velgengnin byggist
fyrst og fremst á vinnu síma-
manna," segir Einar Gústafsson,
varaformaður félagsins.
Full alvara að baki
„Það er mikill hugur í félögunum.
Það er full alvara á bak við þetta,"
segir hann.
Næsti fundur aðilanna hefur ekki
verið boðaður og á Einar ekki von
á að haldinn verði annar samninga-
fundur fyrir áramót. Félagar í Félagi
íslenskra símamanna eru 884 talsins.
Peningaþvætti erlends fyrirtækis á bankareikningum í íslandsbanka og Landsbanka
Stofnandinn var íslenskur
'•' . • _•*. , ' •• \í ■ ■ ■ • - '
*
Bankareikningar í Landsbanka og Islands-
banka voru í haust notaðir til peningaþvættis
þar til ffrunsemdir bankastarfsmanna vökn-
uðu um að ekki væri allt með felldu. Reikning-
*
amir voru stofnaðir af Islendingum fyrir er-
lent fyrirtæki en samkvæmt upplýsingum frá
RLR er enginn íslendingur grunaður um refsi-
verða háttsemi í tengslum við málið.
RYNJÓLFUR Helgason,
aðstoðarbankastjóri
Landsbanka íslands, seg-
ir að síðsumars hafi verið
stofnaður reikningúr við bankann á
kennitölu innlends aðila. Síðan hafi
verið fengin ný kennitala á Hag-
stofu fyrir erlent fyrirtæki og kenni-
tölu reikningsins breytt.
í haust hafi reikningurinn verið
kominn í umtalsverða notkun og
mjög fljótlega í framhaldi af því
hafí þótt ástæða til að skoða málið
samkvæmt lögum um aðgerðir
gegn peningaþvætti.
Fylgst betur með vegna
opnunar fj ármagnsmarkaðar
Að sögn Brynjólfs hafði starfs-
fólk Landsbankans ekki ástæðu til
annars en ætla að allt væri í lagi
með íslendinginn sem stofnaði
reikninginn. „Eftir því sem ég best
veit var hann fenginn til að koma
bankaviðskiptum á fyrir fyrirtækið,
í góðri trú að því er við höldum.“
Brynjólfur segir að peninga-
þvætti sé eitt af því sem fylgst
verði betur með eftir því sem meiri
opnun verður á fjármálaviðskiptum
milli landa. „Þau hafa verið að opn-
ast síðustu ár og nú um áramótín
má segja að síðustu hindrunum
verði rutt úr- vegi varðandi fijálsa
fjármagnsflutninga. Við verðum að
taka þær skyldur alvarlega sem á
okkur eru lagðar," sagði Brynjólf-
ur. Hann sagðist ekki vita til þess
að sambærileg mál hefðu komið upp
áður í bankanum.
Grunsemdir vöknuðu
í alþjóðadeild
Sigurveig Jónsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi íslandsbanka, segir að tveir
reikningar hafi í sumar verið stofn-
aðir í einu útibúa íslandsbanka af
innlendum aðila. í byijun september
hafi vaknað grunsemdir starfs-
manna alþjóðadeildar bankans um
að verið væri að þvætta peninga í
gegnum þessa reikninga og viku
síðar var málið tilkynnt ríkissak-
sóknara. Þá var skráður reiknings-
eígandi Grimáldi Hoffman & Co.
Reikríingunum var síðan lokað í
byrjun október.
Sigurveig segir ekki bankans að
ákveða hvað gert verði við innstæð-
umar, þar til annað verði ákveðið
verði þær látnar stanða inni á reikn-
ingunum.
Peningaþvætti reynt,
en tókst ekki
Sigurveig segist ekki vita til að
þetta hafi áður verið reynt í íslands-
banka. „Það sem okkur fínnst
standa upp úr er að þarna var reynt
peningaþvætti, sennilega af því að
þeir hafa talið þetta vera lítið land
og út úr og þess vegna væri auð-
veldara að eiga við þetta hér. En
það tókst ekki, menn brugðust fljótt
og rétt við,“ segir Sigurveig.
Handtökur í Belgíu
.
Jón Snorrason, deildarstjóri hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, sagði
að tilkynning hefði borist frá við-
komandi bönkum í samræmi við lög
um vamir gegn peningaþvætti. „I
kjölfar þeirrar tilkynningar höfðum
við samband við lögregluyfirvöld
erlendis og þau samskipti hafa leitt
til þess að hafin var rannsókn á
málinu sem sakamáli og lögreglan
í Belgíu hefur handtekið aðila
tengda því.“
Jón sagði að vandinn við að upp-
lýsa peningaþvætti væri fólginn í
því, að þeir sem ætluðu sér að þvo
peninga gætu stofnað reikninga í
bönkum hvar sem er og bankarnir
gætu ekki alltaf áttað sig á að eitt-
hvað gruggugt væri á seyði, enda
virtist í fyrstu aðeins um venjulega
viðskiptavini að ræða. Bankarnir
væm ekki þátttakendur í peninga-
þvættinu, heldur ynnu þeir að því
að uppræta það.
„Peningar eru gjarnan fluttir frá
því landi þar sem brot er framið, í
gegnum bankastofnanir víða um
heim og loks til þess lands þar sem
einstaklingar eða fyrirtæki, sem
stunda saknæmt athæfí, hafa þjóð-
erni eða starfsaðstöðu. Markmiðið
er að hvergi sé að fínna nægjanleg-
ar upplýsingar til að heildarmynd
svikanna sé skýr og því getur verið
erfitt að raða þessu púsluspili saman
og sjá ferlið, nema náin samvinna
peningastofnana og lögregluyfir-
valda í hveiju landi sé fyrir hendi.
Hérna voru stofnaðir reikningar
og í fyrstu vom lágar upphæðir
lagðar inn. Þegar háar upphæðir
fóru skyndilega að streyma um
reikningana vaknaði gmnur banka-
starfsmanna, sem könnuðu nánar
hveijir stæðu þar á bak við. Upplýs-
ingar, sem þá fengust, þóttu tor-
tryggilegar og lögum samkvæmt
var haft samband við embætti ríkis-
saksóknara."
Hundruð milljóna fóru
um reikningana
Jón sagði að þær upphæðir, sem
hefðu farið um reikningana hér,
skiptu hundruðum milljóna. Athug-
un rannsóknarlögreglunnar og
samskipti hennar við lögregluyfir-
völd í öðrum ríkjum hefðu hafist í
september, en reikningarnir verið
stofnaðir nokkrum mánuðum fyrr.
Jón vildi ekki láta uppi hvert pen-
ingarnir hefðu verið fluttir héðan.
Jon sagði að enginn íslendingur
væri grunaður um refsiverða hátt-
semi í tengslum við þetta mál og
umrætt fyrirtæki hefði ekki haft
aðstöðu hér.